Alþýðublaðið - 15.08.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.08.1927, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 64 O „KÉTTÐ Tímarit um pjóöfélags- og menningar-mái. Kemur úí tvls- var á ári, 12—14 arkir að stærð. Flytur fræðandi greinar um 'bókmentir, pjóðfélagsmái, listir og önnur menningarmál. Enn fremur sögur og kvæði, erlend og innlend tíðindi. Árgangurinn kostar 4 kr. Gjalddagi l.Tiktóber. Ritstjóri: Einar Olgeirsson, kennari. A ðalumboðsmaður: Jón G. Guðmann, kaupmaður, i P. O. Box 34, Akureyri. Afgreiðslu í Reykjnvik annast Bókabúð n, Laugavegi 46. ; Gerist áskrifendur! Einar S. Magnússon á 10 mín. 13,4 sek. — 300 st. drengjasundið íór þannig: Fyrstur varö Magnús Magnusson á 5 m. 41,6 sek., annar Friðrik Eyfjörð á 5 min. 49,1 sek. og þriðji Elías Vaígeirsson á 6 mín. 1 sek. —, 100 st. kvensundið fór þahnig: Fyrst varð Heiðbjört Pétursdóttir á 2 mín. 2,2 sek., önnur Kornelía Kristinsdóttir á 2 min. 8 sek., þriðja Anna Gunn- nrsdóttir á 2 mín. 9 sek. Sancl- pmutarmerki Ipróttasamb. íslands náðí Hulda Jóhannesdóttir á 26 mín. 4,7 sek. Mátti vera 30 mín. Er þetta því prýðilega gert hjá 14 ára stúlku. Hin tvö, er þreyttu um merkið, náðu því ekki, en gera það næst, ef þau æfa sig vél. Guðný Jóhannesdóttir, sem ætlaði að þreyta um merkið, gat ekki reynt. Hafði hún orðið fyrir bifreið og meiöst töluvert. — Sund.sýning ungu stúlknanna þótti hin prýðilegasta, serstaklega hjá þeim ungfrúnum Elsu Nielsen og Helgu Bjarnason. Gaman þótti mörgum að kafförum Erlings Kle- menzsonar, sem hann gerði bæði í poka og pokalaus. Er hann efni- legur sundntaður og þolir sjáv- arkuldann flestum betur. — Röð- urinn fór þannig, að ár brotnaði á öðrurn bátnum og var hann því leik; en hinn fór sprettinn nokk- uð undir þeim tíma, er „Fyllu“- báturinn hafði unt daginn. Stjórnarskiftin. Miðstjórn , Framsöknar“-fIokks- ins hefir boðað þingmenn flokks- ins á fund til að ræða stjórnar- skiftin. Hefst fundurinn hér í Reykjavík 22. þ. m. Símskeyti þar um hefir verið. sent til konungs. ~— Upp’.ýsingar jtessar hefir Alþb1. fengið frá ei .um af þeim, sem eru í miðstjörn , Framsóknar“-flokks- ins. Rétt rim. Einn af vinum blaðsins hefir sent því visu þá með gallalausu rími, er birtist í blaðinu í dag, og ætlar að senda því fleiri slíkar. Er tilætlun hans sú, að vekja les- endurna til athugurar mn. rétt rím, sem engir hnök ar eru á. t heildsöhi lijá Tóbaksverzlun íslands h.f. Dánarfregn. Gunnar Egilsen, er verið hefir sendimaður á 'Spáni, andaðist í gærkverdi kl. 7 í sjúkrahúsmu í Hafnarfirði. Hafði verið gerður uppskurður á honum á föstudag- inn við magasjúkdómi, -sem hann hafði lengi haft. Gunnar heitinn var rúmlega fertugur að aldri. Fótbrotinn hestur fanst i fyrra dag suður í Öskju- hlið. Vaf hann frá Guðjóni Guð- laugssyni frá Ljúfustöðum. Var hesturinn þegar skotinn. Siðar kom í ljós, að fæturnir voru marðir. Ekki hefir enn orðið upp- víst, af hvaða orsökum. hann meiddist. Togararnir. , Surprise“ kom fyrir helgina til Hafnarfjarðar með 115 tn. lifrar- Aflinn var mes.tallur þorskur. ,Hannes ráðherra" er að búa sig út á saltfiskveiðar. í Þrastaskógi var mannmargt í gær, og skemtu menn sér-hið bezta í blíð- viðrinu. Að Ölfusá fór fjöldi fólks héðan úr Rvík í gær, og var þar mjög margt manna saman komiö víðs vegar. að. Útiskemtun var þar, en hófst ekki fyrr en kl. 3, en átti að byrja kl. 1. Hófst hún með þvi, að Jóhannes Jósefsson hélt ræðu, er var þrungin af þjóðernisgorgeir og íslenzkum moldarbarðahroka. Þar var glímt og skemtu menn sér vel við það. Þá var og hluta- velta og danzaö fram eftir kvöld- inu. — Úthlutað var meðal.manna vélrituðu plaggi, er’ innihélt „stefnúskrá“ fyrir „Félag íslenzkra þjóðernissinna“. Viðstaddur. Bifreiðafarganið. í gær ók fólksflutningsbifrpið aftan á vöruflutningabifreið, sem var full af fólki, lítið eitt hérna nlfe'gin við smiðjulautina á Hell- isheiði. Hrökk vröruflutningabif- reiðin út af veginum. Enn frem- ur hvolfdist fólksfiutningsbiffeið út af yeginum þar á. heiðinni og brotnaði eitthvað. Fleiri blfreiðar fóru út af austuryéginum og lösk- uðust sumar þeirra dálitið. Prestskosningin til Mosfellskatjs fór frant í gær og verða atkvæðin talin nú í vdk- unni. t _ ’ Skipafréttír. „Brúarfoss" fór héðan í gær-- kveldi. Sementsskip kom á laug- ardaginn til Hallgríms Benedikts- sonar & Co. ,.Suðurland“ kom í gær úr Breiðafjarðarför. Á morg- un fer það til Borgarness. Línu- veiðarinn „Hafþór“ kom í morg- un úr fisksöjuferð tif Englands. Seldi hann aflann fyrir rúmlega ■ 100 ster'ingspund. Enskur togari Bestu rafgeymar fyrir bíla, sem unt er að fá. Willard hefir 25 ára reynslu. Willard smíðar geyma fyr- ir alls konar bíla, margar stærðir. Kaupið það bezta, kaupið Willard. Fást hjá Eiríki Mjaríarspi,Laiipn. 20 B, Klapparstígsmegin. Rom, hingað í gær til þess að fá sér fiskileiðsögumánn. Trúlofun. Nú um helgina opinberuðu trú- iofun sína Bergþóra Magnúsdótt- ir, Efri-Hömrum i Hoítum. og Jak- ob Bjarnason, kökugerðarmaður í A’lþýðubrauðgerðinni. Veðrið. Hiti 12-5 stig. Viðast norðlæg átt. Stinningskaldi í Vestmanna- fiyjuin. Annars staðar lygnara, Víðast þurt veöur. Loftvægislægð yfir Bretlarídseyjúm, en hæð yfir Grænlandi. Útlit: Þurt veður hér um slóðir, en dálítið regn sums staoar annars staðar á landinu, éiríkum á Austurlandi. Allhviöss norðaustanátt á Norðaustur- og Vestur-landi. Landlæknirinn kom í gær úr Breiðafjarðarför. Segir hann gott heijsufar yfirleitt þar um slóðir. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund.........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 12207 100 kr. sænskar .... — 122,32 100 kr. norskar .... — 118,35 Dollar............... . - 4,56'/s 100 frankar franskir. . . — 18,07 1C0 gyiiini hollenzk . . — 182,99 100 gullmftrk Dýzk... — 108,40 Vestur-íslenzkar fréttir. Ðrukknun. „Lögberg" segir frá því 21. f. m„ að ungur fiskimaður íslenzk- ur, ísfeld að nafni, hafi drukkn- Ferðatosknr Nýkomnar, mjög ódýrar. Verzl. „Alfa“, Bankastræti 14. Biðjið iim Smára- smjörlíkið, pví að pað er efnisfietra en alt annað smjörlíki. Leðurvörur alls konar komu með síðuslu sklpum. VÖRUHUSIÐ. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugðtu 11. Innrömmun á sama stað. Rjómi fæst allan daginn f Al- þýðubrauðgerðinn. Verzltð ntð Vikar! Það uerður. notadrýgat. Hóiaprentsmiðjan, Hafnarstræti 18, prentaí smekkiegast og ódýr- ast kranzaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. áð í Boundary Park, er hann var að vitja netja. „Með honum var fimtán ára gömul systir hans, Lára, er gerði allar hugsanlegar tilraunir til þess að bjarga bróð- ur sínum, þó að alt kætni fyrir ekki." (Frá FB.) Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.