Alþýðublaðið - 06.04.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.04.1920, Blaðsíða 1
Crefið lít af Alþýðuílokknum. 1920 Þribjudaginn 6. apríl 75. tölubl. Dönsku umbrotin. Algerdur sigur verkalýðsins. Oengið að öllum kröfum verkamannasambandsins danska.' Liebe-ráðuneytið ©r farið frá. Allmörg skeyti hafa borist hing- að, frá því blaðið kom út á laug- ardag, og eru þau prentuð hér öll, til þess að lesendur blaðsins geti íengið sem fylsta frásögn af því, sem skeð heflr. Skýrsla frá danska sendiherr- anmu í Rvík. Khöfn 3. apríl. „Berlingske Tidende" segja á fimtudagsmorgun: „Á aðalfundi, sem haldinn var í sambandi verkalýðsfélaganna á miðvikudag, var samþykt fundar- ákvörðun og kvaddir til þrír menn, Borgbjerg, Strauning og Yilh. Ny- gaard, að fara með ályktunina á fund konungs í Amalíuborg. Af- hentu þeir konungi hana í viður- vist Liebe forsætisráðherra. Þegar Strauning hafði lesið upp álykt- unina, mælti konungur, að ríkis- ráðið hefði þá um morguninn sam- þykt að senda ríkisþingið heim, að það skyidi uppleyst og nýjar kosningar fram fara, en þeirri á- kvörðun hefði veriö frestað fyrst um sinn, og þar sem bæði kon- ungur og ráðunéytið vildi fyrir hvern mun ná friðsamlegum mála- lyktum, þá ætlaði konungur að taka mál þetta aftur upp með ráöherrum sínum og ef til vill kveðja þangað fulltrúa frá verka- mönnum til skrafs og ráða- gerða". Pimtudagskröld sendi Ritzaus fréttastofa út eftirfarandi tilkynn- ingu: v „Ritzaus fréttastofa hefir fengið að vita eftir áreiðanlegum heimild- um, að stjórnin muni vilja teygja sig langt til samkomulags, en ekki láta undan í grundvallar- atriðunum, og þar með telst það, að nýjar kosningar fara fram. Stjórnin er ekki ófús á það, að mæta í ríkisþinginu, ef nokkur von er um það, að flokk- amir geti komið sér saman um kosningalögin, en eftir því sem bezt verður séð, eru engar horfur á því. Hlutverk stjórnarinnar er það, að sjá um að nýjar kosning- ar fari fram, þar sem þjóðþingið virðist eigi skipað í anda þjóðar- innar, sem stendur. Það á við eng- in rök að styðjast, er jafnaðar- menn halda því fram, að stjórnin ætli að gera út um Suður Jótlands- málin upp á eigin eindæmi. Stjórn- in vill ekki og getur ekki, þar sem hún er bráðabirgðastjórn, gert út um nein pólitisk málefni á þeim fáu vikum, sem henni er : ætlað að starfa". i Enn fremur segir í tilkynningu jRitzaus: „Stjórnin sat á ráðstefnu með Stauning, fyrv. ráðherra, þangað til seint í gærkvöld, og verður þeirri ráðstefnu haldið áfram með fulltrúum jafnaðarmanna í kvöld. Eftir áreiðanlegum heimildum hefir R. B. fengið að vita, að enn ertt ekki komnar neinar fregnir frá. þessum ráðstefnum". Bæjarstjórn Khafnar skerst í leikinn. Khöfn, laugdagar 3. apríl kl. 6V2 e. h. Bæjarstjórn Khafnarborgar hefir sent menn á fund konungs, til þess að hann tæki sér óhlutdrægt ráðuneyti, og að þingið verði kallað saman í síðasta lagi á mánudag, til þess að reyna að stöðva allsherjarverkfallið. Uppreistarræður á Amaiín- horgarvelli. Tugir þúsunda eru samansafn- aðar á Amalienborgar-velli með rauða uppreistarfána, og halda jafnaðarmenn og syndikalistar þar æsandi ræður til lýðsins. Konungsfiaggið blakir enn þá yfir bústað konungs í Amalíuborgar- höll,, en herlið og ríðandi lögreglu- lið heldur vörð u|n höllina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.