Alþýðublaðið - 06.04.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.04.1920, Blaðsíða 4
4 A.LÞÝÐUBLAÐIÐ t Jarðarför dætra minna, Guðnýjar og Guðrúnar, sem önd- uðust 21. og 22. marz sl., fer fram frá heimili mínu í Berg- staðastræti 27, fimtudaginn 8. þ. m. og byrjar kl. 11 fyrir hádegi. Reykjavík, 6. apríl 1920 Jón Helgason. Koii konnngnr. Eftir Upton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Kola konungs (Frh.). Þegar Hallur var búinn að lesa þetta, rannsakaði hann pappírinn. Hann uppgötvaði, að óvinir hans höfðu ekki látið sér nægja, að falsa bréfið, heldur höfðu þeir líka látið. taka af því prentmynd og prentað það síðan, til þess að hægt væri að dreyfa því út um héraðið. Alt þetta höfðu þeir gert á skammri stunda. XVI. f' Hallur hugsaði málið litla stund, svo sagði hann: „Herra Cotton, eg stafa betur en þetta. Rithönd mín er líka liðlegri". Bros fór um steingerfingsand- litið. „Það veit eg“, sagði hann. „Eg hefi borið þær saman“. „Þið hafið afbragðs leynilög- reglu“, sagði Hallur. „Áður en þú sleppur, muntu komast að raun um, að lögfræðis- deild okkar er engu síðri“. „Já, þess mun líka með þurfa", sagði Hallur, „því eg sé ekki, hvernig þið komist fram hjá þeirri staðreynd, að eg sé vogareftirlits- maður, valinn lögum samkvæmt og með atfylgi fjölda verka- manna". „Ef þú treystir því", sagði Cotton, „þá er þér bezt að gleyma því. Enginn hópur verkamanna stendur á bak við þig lengur". „Nú, þið hafið Iosað ykkur við þá“. „Já, við höfum losað okkur við foringjana". „Hverja?" „Fyrst og fremst geithafurinn Sikoria". „Einmitt það, þið hafið komið honum fyrir kattarnef?" Já". „Eg sá, hvernig það byrjaði. Hvernig endaði það?" „Það er úrlausnarefni fyrir leyni- lögreglu þína“. „Hverja fleiri?" „Jón Edström, er niður frá til þess að jarða konu sína. Þetta er ekki í fyrsta skifti, sem þetta gamla, hálfsturlaða postulasmetti hefi'r komið okkur í bobba, en þetta verður í síðasf:a sinn, það máttu reiða þig á. Þú getur hitt hann niðri í Pedro, líklega á leti- garðinum. „ónei", sagði Hallur alvarlega, „þangað þarf hann nú ekki að fara strax. Eg er rétt búinn að senda honum tuttugu og fimm dalina, skal eg segja yður". Eftirlitsmaðurinn sperti brýrnar aftur. „Svo já! Þú hafðir þá þessa peninga á þér, eftir alt samanl Eg hélt, að fjandans Grykkinn hefði hlaupist á brott með þá". „Nei, þrælmennið yðar var nógu heiðarlegt. Og eg líka. Eg veit, að Edström hefir verið svikinn á viktinni árum saman, svo mér fanst, að hann væri sá eini, sem hefði rétt til þessara peninga". Auðvitað var þessi saga ekki sönn. Peningarnir voru enn þá vel geymdir í kofa Edströms. En Hallur ætlaðist til þess, að Ed- ström fengi þá, og vildi því leiða Cotton afvega. Moggi þarf að minka., (Aðsent). Og Moggi þarf að sannfærast um það, að óvíst er að alt hans heimskuþvaður só hættulaust. Auð- vitað vitum við öll, að sumt af dellunni gerir engum skaða, en annað getur bakað öllum tjón. Þessveðna vildi eg biðja Mogga að sýna svo mikið göfuglyndi, að birta ekki eina einustu grein frá eigin brjósti, og vona eg að hann sjái sóma sinn og komi hér eftir ekki með annað en aðsendar greinar og svo auðvitað tíning úr öðrum blöðum, innlendum og er- lendum. Nú munu menn spyrja: „Hvers vegna má greyið ekki vaða elginn, eins og hann heíir ætíð gert?* Þá er því til að svara, að það getur gert ölium skaða. Tökum til dæmis laugardagsblaðið, frá 20. f. m., Þar kemur hann með þá tillögu, að glysi og glyngri verði takmarkalaust drifið inn í landið, en að íslendingar komi sér upp botnvörpunga skipastól, já, það þykir honum viðsjárverður andskoti og vill að öflugar skorður verði settar við því, vegna þess, að útgerðin beri sig ekki og fiskur geti fallið í verði í Englandi (ef íslendingar auki mjög framleiðsl- una?!!). „Þetta fleipur sakar engan, því allir þekkja Mogga,“ munu menn segja. Jú, mikið rétt. Reyk- víkingar þekkja Mogga, og margir út um landið þekkja hann líka. En sjáið nú til. Það hefir komið til orða, að íslendingar mótuðu íslenzka mynt til gjaldeyris. Það ,væri nú gott og blessað, en svo skulum við segja að mikilsmetnir útlendir fjármálamenn fengju eitt eintak Mogga og fréttu um leið að þetta væri stærsta og mesta blað á íslandi. Hvaða álit ætli að þeir myndíi þá fá á íslendingum? Eg er hræddur um að það yrði nokkuð bágborið. Nei, Moggi má til með að minka þvaðrið, að minsta kosti takmarka það eitt- hvað svolítið. En ef löngun hans til að skrifa er ómótstæðileg, þá ætti hann í það minsta að biðja einhvern mann með ofurlitlu viti að skoða ritsmíðarnar áður en farið er með þær í prentsmiðjuna. Putti. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Til sölu, með tækifæris- verði, ný kvendragt úr silkiflau- eli Til sýnis á afgr. Alþbl. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Preutsmiðjaa Gutenberg. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.