Tíminn - 24.12.1955, Síða 3

Tíminn - 24.12.1955, Síða 3
294. blað, TÍIVIINN, laugaidaginn 24. descmbcr 1955, 3, * / slendingaþættir Dánarminning: Ingimar Jónsson, Flugumýri Ingimar á Flugumýri er lát inn. Helfregnin barzt mér fáum stundum eftir andlát hans aðfaranótt sunnudags hins 4. þ. m. Hún kom mjög að óvör_ um. Og ég minnist þess ekki, að i annan tima hafi svo yfir mig þyrmt. Eg var sem and_ lega lamaður, höggdofa, skiln ingslaus á öll rök. Og enn get ég naumast trúaö því aö Ingimar á Flugumýri, vinur minn og systrungur, þessi glæsilegi og lífsdjarfi maður, höfuðprýði sinnar sveitar, sinnar stéttar, — að hann sé ekki lengur meðal lifenda. Og þaðan af síður sætt mig viö það. Ingimar var fæddur að Flugumýri í Blönduhlíð 27. dag marzmánaöar 1910. For_ eidrar hans voru Jón Jónas son bóndi að Flugumýri, ey_ firzkrar ættar, gagnmerkrar, dáinn 1936, og síðari kona hans, Sigríður Guðmunds. tíóttir, ættuð frá Gröf í Döl_ um vestur. Er hún enn á lífi, 76 ára að aldri. Ingimar stundaði nám í Hólaskóla og brautskráðist þaðan með ágætri einkunn vorið 1930. Mun hann þá jafn vel hafa hugsað til frekara náms i búfræöi, og þá eink_ um fýst að fara utan til að sjá fleira en kostur var á hér heima. Sú för var þó aldrei farin. Mun faðir hans, er þá var hniginn mjög að aldri, eigi hafa talið sig mega missa hann frá umsýslu um stórt og mikið bú. Hitt var þó heldur, að hann mátti ekki af honum sjá. Dvaldist nú Ingimar með foreldrum sínum heima þar á Flugumýri, unz hann tók við búi að föður sínum látn_ um árið 1936 — og þó raunar fyrr. Árið 1934 kvæntist hann Sigríði Jónsdóttur frá Víði_ völlum, Árnasonar frá Reykj um, hinni ágætustu konu. Eignuðust þau 8 börn, 5 dæt ur og 3 sonu, sem öll eru á lifi og öll heima, elzt er dótt ir, 20 ára, en sonur yngstur 4 ára. Ao Flugumýri hafa þau hjón búið stórbúi við hma mestu rausn, og um alla hiuti meö þeim hætti, að hæft hef jr hinu forna og nýja liöíuö- þóli. hau hafa verið samhent um íarsæla og f ágætlega góöa Stjórn hins stóra heimúis. Heimilið var Ingimar fyrir öllu. Hann unni því óskipt- .um huga. Þess vegna hliðraði hann sér hjá opinberum störf um, svo sem mest mátti, svo að skaði var að um svo greind án mann og framsýnan. A_ hugi hans á búnaði, á fram_ íörum öllum og íramkvæmd- ,um, var frábær. Flugumýri, þessi mikla og góða jörð, varð íyrir hans forsjá og atbeina enn þá meiri og betri, svo aó rniktu munaði. Stórhugur hans og atorka var einstök. Verkefnin blöstu hvarvetna við sjónum hans. Jafnskjótt og einu stórvirki var lokið, var annað hafið. Heimilinu, íjölskyldu sinni og óðali, gaf hann sjálfan sig allan: Heit an huga og frábært starfs- þrek. Starfsdagurinn var ekki langur. Enn þeim mun glæsilegri varð hann og minnisstæðari. Ingimar á Flugumýri hlaut miklar erfðir og góoar. Faðir hans var hinn mesti búhöld- ur, hygginn og vitur, kaldr. analegur á stundum hið ytra en hjartahlýr, vinfastur og trölltryggur. Móðir hans glæsikona og hetja í lund, stjórnsöm og afburða dug_ leg, höfðingskona í sjón og raun. Var órofa ástríki með þeim mæðginum til hinnstu stundar. Ingimar erfði alla kosti for eldra smna. Hann var óvenju vel gerður maður — hvar, sem á var litið, hvenær, sem á var reynt. Hann var með hærri mönnum á vöxt og bein vaxinn, dökkur yfirlitum, vel farmn í andliti og manna friðastur sýnum. Móeygður var hann, fasteygur og þó hýreygur í senn. Svipurinn festulegur, hreinn og góðleg. ur. Hann var ríklundaður nokkuð, en skipti lítt skapi, allra manna prúðastur — æðrulaust karlmenni. Þegar svo þar við bættist, að jafn_ an var hann hýr og hlýr í viðmóti og mikill gleðimaður í vinahóp, er ekki kyn, þótt menn löðuðust að honum. — Naut hann og óskiptra vin_ sælda og virðingar sveitunga sinna og annarra, þeirra er honum kynntust. Öllum þótti gott með honum að vera. „Margoft tvítugur meira hefir lifaö svefnugum segg, er sjötugur hjarði.“ Ævbaga manns er óháð árafjölda um inntak og gildi. Margur verður skammlífur, og getur sér þó mikla sögu. Ingimar kembdi ekki hærurn ar. En hinn skammi ferill bóndans á Flugumýri var glæsilegur. Hann markaöi djúp spor í ásýnd og sögu þessa höfuöbóls, — svo djúp, að : þau mun ekki fenna í i&'u áranna. Og hann greypti mynd sína í hugskot sam_ ferðamanna með þeim hætti, að hún mun ekki mást á brott. Hamingja hans var mikil. Honum var flest vel gefið, bæði það, er hann engu réð um sjálfur og eins hitt, er hann sjálfur skóp. Hann átti góða og mikilhæfa foreldra og fékk að njóta leiðsagnar þeirra til fullorð- ins ára. Hann fékk ágætrar konu og naut þeirrar miklu hjónabandsgiftu, sem felst í gagnkvæmri ástúð og trúnaö artrausti. Hann eignaðist fríð an og yndislegan barnahóp og var svo á vegi staddur, að hann þurfti engu að kviða urn forsjá barnanna sinna. Honnm reyndist fært að vinna að hugsjónum sínum og áhugamálum af þvílíkum þrótti, að liann hafði þegar séð marga af draumum sín. úm rætast, þótt skammlífur yrði. En sáðnneyti hans og samskipti við sveitunga og aðra voru með þeim hætti, að allir syrgja hann, allir sakna hans. — Við liið hörmulega íráfall Ingimars á Flugumýri þykir rr.ér sem nærri sjálfunl mér sé höggviö cg minni fjöl- skyldu. E:i hvaö mundi þá um aldraða móður og syst_ kini — og gamla mánninn, hann Júlíus, sem unni íngi- mar um alla aðra fram? Hvað mundi um eiginkonuna og blessuð börnin? Hvernig má þeim endast máttur til að láta ekki bugast — og bresta? — Sagt er að timinn lækni allar undir, hversu djúpar sem eru. Og vissulega setur að sárunum, er árin líða. Eftir verða ör, — stund um svo djúp aö visu, að aldr ei grær um heút. En víst legg ur Drottinn likn með þraut. Sláttumaðurinn mikli brýnir ljáinn og slær í emu höggi kjörviðu jafnt sem kalna kvisti. Þar verður ekki rönd við reist. En mmningunni fær hann ekki grandaö. — ástfólginnj minningu um af- brag'ðsmann. Hún er fjársjóð ur, sem varir, — auður, sem er gulli dýrri. — Nú líður a.ð jólum, hinni miklu fagnaðarhátíð. Þó er sem mér þyngi fyrir brjósti, er ég renni augum fram að Flugumýri. Og það geri ég oft þessa dagana. Glóðafeyk ir gnæíir að visu upp í heið- ríkjuna, fagur og tígullegur sem jafnan áður. Hann hefir horft á kynslóðir vaxa úr grasi og hniga að moldu, hverja fram af annarri. Hann einn er alltaf ems og óum_ breytanlegur. Og bó — og bó er þvílikt sem nú sé hann byngri á brún en ella og drúpi hö-fði í hlióðri sorg við andlát óskasonar. Eg veit raunar að þetta er ’myndun ein. huvarórar í barmsiúku eeði. Hitt er víst. aí? GlóðafevVír fær ekki búið börnunum sínum, beim er við brjóst bans una. p-ieðileg iól — að be.ssu sinni. Vita mf/a bau að vísu. að bau eru og •verða nmvafin diúpri .samúð ng hlýjum hugsunum ætt. !noia oq: vÍTia. Einlæg samúð befir undirsam'leffan mátt. er wh græðqridi smvrsl. Hi'm mvjrir sorgina — hina Q‘öfnP'n crnT-cr. l'Tepj b1ecc','1'n fr^iYs síö'nR broroib cií’vldn Tnp;i_ vv'«»rs á nro bes.si iól — pHq. frorotíð. 175. des. 1955. Gísli Magnússon. í 5 imiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimciimmimumiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii miiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiíimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiijl Gleðileg jóI! Blóm og húsgögn, Laugaveg 100. Suðurgötu 10. Gleðileg jól I Happdrættí dvaíarheimilis aldraðra sjómanna. Gleðileg jól! Einar Ágústsson & Go. Aðalstræti 16. Umboðs- og heildverzlun. Gleðileg jó riiiiimiimiiiiiiiBiiiimiminiiimiiiimiminnmimmiiiiuiiinmMiiiiiinmiiiiiimiiiiimmiuiiiiinuiiiiKiiluiiiim 7/ arMrcaíe Áramótafaánaðnr í Tjariiareafé á gainlárskv»!d Tvær hljómsveitir leika. Dansað uppi og niðri. | Matur afgreiddur frá kl. 7—9 siödegis. Þeir, sem panta mat, ganga fyrir borðum niðrt Tekið á möti pöntunum á aögöngumiðum í dag $ frá kl. 2—5. | Aðgöngumiðar afhentir á skrifstofu Tjarnarcafé þriðjudaginn 27. desember og miövikudaginn 28. dfes- ember frá kl. 2—4 báða dagana. I i s : ' < 4 Tilkynning frá Hhaveitn RejbJavíknr I Ef ALVARLEGAR bilanir koma fyrir um jóliii, í: 8 verður kvörtunum veitt viðtaka í síma 5359, fyrsta og annan jóiadag kl. 10—14. "7 Hitaveita Reykjavíkur I S5555555555S55S4S5555S555555S555554S55S4455555ÍSS5555Í3S5555S55Í5555555ÍJ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.