Tíminn - 24.12.1955, Side 2
2.
294. blað.
TÍMISN. laugardagiim 24. desember 1955.
Líður í ljósi inn
hinn látni biskup,
læknar meinin mörg-,
Eæg'ir nótt og' neyð
næturg'éstur
sá, er sendi oss Guð.
Uppliefst leiði lágd
í ljóma himins,
morg'nar yfir mold.
Grátnótt þokar þreytt
úr Þoriákssæti.
þorna tregans tár.
L
F 4.
Vér lutum þér, Guðsmoðir. öld eftir öld.
í ástríki birtust þín himnesku vöid.
Það hug'gaði börnin, sem hrjáð voru og smá,
að „hvenær sem einhver er settur hjá,
^ þá grætur hún María mey“.
'Þótt oft væri breytni vor heiftúðg og hörð,
þín himneska sorg vakti iðrun á jörð.
Vér fundum, er hrundu þín heilögu tár
á hjörtu vor mannanna, brennheit og sár,
er brugðumst vér von þinni verst.
Vér báðum og krupum í kvöl vorri og synd,
og kerti vor brunnu hjá þinni mynd,
þar loguðu í hálfrökkri hjartnanna þrár
til himneskrar móður, sem þerrar vor tár
og blessar sín vegvilltu börn.
5.
Sjá aldirnar líða sem lind,
er leitar til ómælishafa.
Þau veðrast og breytast hin fornlegu f jöll
í foksand, er stormarnir skafa,
en önnur í eldmökkum rísa
og óbornum leiðina vísa.
f
LTm Skálholt var dapurt þann dag
og dáðirnar myrkar og kaldar,
er biskupinn norðlenzki og' niðjar hans tveir
á náttmálum kaþólskrar aldar
til aftöku út voru leiddir,
að erlendu valdboði deyddir.
Við kvöddum hinn kaþólska sið,
og klukkurnar hófu að boða
hinn lútherska dag yfir landi og þjóð,
sem lýðnum var forvitni að skoða,
því sumarið sunnan úr löndum
kom siglandi að íslenzkum ströndum.
r
í Og enn þá kraup Island í bæn
um allt það, er gæfu þess varðar.
Sá einn nær til himins, sem krýpur á kné
og kyssir á duft vorrar jarðar
í ást til hins eilífa og háa,
sem elskar hið veika og smáa.
[
Og Skálholt varð heilagt og hátt,
er hæst reis þess biskupasaga.
U"m meistara Brynjólf var birta og tign,
sem boðaði lögmálsins aga,
en yljað gat önd sinni bæði
við Islands og himinsins fræði.
[
En hæst komst þó viskunnar vald,
er Vídalín þjóð vorri kenndi,
því myrkursins veldi með leiftrum hann laust
og logandi hirtingarvendi,
unz stolt þess lá.stirðnað í hlekkjum,
er stórbokkar kiknuðu á bekkjum.
Hans volduga viðvörun sveið
jafnt váldstétt og kirkjunnar þjónum.
LUm helheima Vítis og himnanna dýrð
hann horfði með arnhvössum sjónum,
þar ógnaði eldanna díki
með innrás í guðdómsins ríki.
Hans ræða sem flóðbylgja féll
gegn fégræðgi, hræsni og rógi,
og því mun hún lifa hans þrumandi raust
sem þytur í aldanna skógi,
sem drungann og deyfðina hrekur
og dáðir með þjóðinni vekur.
6.
Við þökkum heitt þann kraft, þau kærleiksráð,
sem kirkja Skálholts flutti á níu öldum,
þótt leiðtogarnir viknir séu úr völdum,
sem vöktu um þennan stað af trú og dáð.
Þótt mæli stundum hljótt hin horfnu ár,
við heyrum steina og grafir Skálholts tala,
við skynjum tign og hljóðleik helgra sala,
sem hvelfdust yfir liðna drauma og þrár.
Því hér var það, sem heitast fólkið bað.
Því hrífur lotning bæði gamla og unga,
sem horfa á tímans þögla fljót og þunga
við þennan Himnaríkis ferjustað.
Hér kraup mín snauða þjóð í þakkargjörð,
jafnt þegar grösin huldust vetrarsvelli
og skaflinn rauði hlóðst í Heklufelli
og hríðin öskugráa barst um jörð.
Á björtum sumrum hér var einnig hiýtt
á himneskt fótatak í næturblænum,
og-sól um nótt var svar við kvöldsins bænum,
hún signdi barnsins kodda milt og þýtt.
Það lykur hljóðlátt skin um Skálholtsgest,
sem skilur sig frá fjöldans hryggð og kæti,
því enn er heílög þögn í Þorlákssæti,
sú þögn, sem skilur hjartað allra bezt.
I dag er eitt, sem allir þrá og sjá:
hinn aldna Skálholtsstað í nýjum blóma
með háan boðskap Drottins leyndardóma
og dýrð frá Guði yfir sinni brá.
Kirkja framtíðarinnar í Skálholti.
Hér ríki heilög trú, sem flytur f jöll.
Hér fagni þjóðin Drottni einum munni
og rísi í nýrri frægð á fornum grunni
hin fagra og tigna Islands bænahöll.
Hér verði Kristur kirkju sinni hlíf.
Hér komi Guð og menn til funda sinna,
því líf s vors ósk er eilífð Guðs að f inna,
og eilífðin hún þráir jarðneskt líf.