Tíminn - 04.01.1956, Síða 4

Tíminn - 04.01.1956, Síða 4
 TÍ.MINN, m'ðyikudaginn 4. j»núar 1956, 2. blað. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: Orðið er frjálst Borið í bakkafullan læk Nútímamennirnir tel.ia að öldin okkar sé glæsilegasta tiimabil í sögu mannkynsins. Fyrír því er vitanlega hægt að færa mörg mikilvæg rök. Hér verður það látið liggja milli hluta. En hins vegar verð ur augunum ekki lokað fyrir því, að enn eru mönnunum mjög mislagðar hendur á ýmsan hátt. Okkar öld hefir bæði gott og illt í fórum sín- um. Og á meðan svo er, vant ar ekki viðfangsefni tU þess að leitast við að færa til betra vegar það, sem miður fer. Frá fyrstu tíð hefir mann- kynið átt við að búa hið mikla mein, er styrjaldir nefnast. Þær hafa verið og eru ægi- legasta bölið, sem sagan get- úr um. Menn hafa ekki enn getað komið sér saman um að skipta í bróðerni milli sin gæðum lífsins, sönnum og í- mynduöum, og þá hefir bol- magnið oft ráðið úrslitum, en ekki málefnið. Þessi sorgar- saga verður eklci rakin hér. Samtíð okkar glímir nú mjög við það verkefni að útrýma styrjöldum og blóðsúthelling um. Þar er markið, er ber hæst allra. Og vonin um, að slíkt megi takast, lifir enn. Þótt nútíðin eigi sína ann- marka, er skylt óg rétt að viðurkenna það, að nú leit- ast mennirnir meira við en áður, að finna friðsamlega iausn ágreiningsefna og forð ast styrjaldir. Það er ástæða til að gleðjast af því, hvort sem árangurinn verður eins og vonir standa til. Annað böl hefir fylgt mann kyninu mjög lengi, ef til vill frá upphafi vega. Það er ann ars eðlis en hitt. Sú sorgar- saga er löng og að vísu eng- inn skemmtilestur. En það er hið sama um hana að segja og hitt, að langt er síðan augu ýmsra opnuðust fyrir þessu óláni, og margar tilraunir hafa vérið gerðar til að ráða bót á því. Eg á hér við áfengis bölið. Verður það rætt hér í þessu erindi. Eg er ekki svo fróður, að ég viti hvenær mennirnir hófu fyrst baráttu gegn á- fengisbölinu. En Ijóst er af ræðu Sverris konungs Sigurðs sonar um ofdrykkju, að á Norðurlöndum átti hún sér stað þegar á 12. öld. Þar segir Sverrir konungur, að af of- drykkju hljótist fjölmargt l’lt en ekkert gott. Og hann reynir að opna augu þegna sinna fyrir þessari skaðsemi. En Sverrir konungur var um margt á undan sinni samtíð. Eg átti fyrir fáum árum tal við forstöðumann eins héraðsskólanna. Við ræddum áfengisbölið meðal annars. Þegar hér er nefnt böl í sam bandi við áfengið, býst ég við að það orð láti illa í eyrum ýmsra. En ég biðst ekki afsök unar á því. Síðar í erindi þessu verður reynt að gera grein fyrir því, hvers vegna svo er komizt að orði. Það er svo, að ..sínum aug um iítur hver á silfrið“. Menn hafa hér, eins og víðar, skipst í tvær fylkingar. Annars veg ar eru þeir, er telja áfengið meðal dýrustu drottins gjafa, telja það huggun í hörmum, auka mönnum afl og þor, efla og skýra hugsun, opna mönnum innsýn í dýrðar- heima, sem annars væru lok aðir o. s. frv. Andstæðingar þessara manna eru hins veg ar hinir, er telja að áfengið valdi undantekningarlítið ó- láni beirra. er komast í kynni ■vi* hað. Einnig sé mönnum skvlt að verja meðbræður sfna þessum voða, jafnt og fyrir sjúkdómum og slysum. í þriðja hópnum má gera ráð íyrir mönnum, er láta þessi mál að mestu afskipta- laus. En ineginþorri manna hlýt ur að hugleiða áfengisvanda- málið meira og minna. Við þá íhugun hljóta að vakna ýnisar spurningar, er krefjast úrlausnar. Menn leitast við að gera sér grein fyrir því, hvort þörf sé úrbóta eða ekki. Lífs baiátta mannanna miðar yfir leitt i þá átt að bæta hag si’.in á einn og annan hátt, sækja fram til betra lífs. Er því eðlijlegt, að spurningar vakni, eins og þessar t. d.: Er ástandið í áfengismálum íslendinga í dag þannig, að við það verði unað? Þeir, s^m svara þessari spurnmgu ját- andi, hafa af eðlilegum ástæð um ei áhuga á aö ræða þetta rr.á] og enn síður munu þeir leggrja fram tillögur til úr- bóta, því að þeir telja þess ekki þörf. Hins vegar myndu þeir gjarnan vilja vera áheyr endur og hlýða á rök eða rök leysur. Hinir, sem kynnu p.ð svara spurningunni neitandi, kynnu að hugsa málið meira. Og i huga þeirra hljóta að vakna spurningar. Er eitt- hvað hægt að gera til þess að forðast f rekari vandræði ? Hverjar eru helztu orsakir bess, að ástandið er eins og það er? Eg skírskotaði áðan til þess er á milli okkar skólastjórans fór. Hvorugur okkar var á- nægður með ástandið, eins og það var þá. Af ýmsum er talið að það sé miklum mun verra í dag. Eg lét meðal annars þá skoðun í ljós, að ef breyting ætti að verða til batnaðar í þessu efni, yrðu áhrifin að koma ofan frá. Menntamenn irnir, valdhafarnir og hinir ríku yrðu að ganga á undan með góðu eftirdæmi í þeirra hópi væru margir bersyndug ir og alltof fáir merkisberar. ,',Þá er ég á annarri skoð- un“, svaraði skólastjórinn. „Umbæturnar í þessu, sem öðru, verða að koma frá al- menningi“. Mér fannst þetta fjarstæða Eg taldi, að meira yrði að heimta af þeim, er skipuðu efri rúm mannfélagsstigans. Þeirra væri mátturinn og valdið, vizkan, úrræðin. En skólastjórinn sat við sinn keip og sýndist sinn veg hvor um. Erum við þar með úr sögunni í bráð. Líklega er bæði barnaskap ur og flónska að kveðja sér hljóðs um þetta efni á opin- berum vettvangi. Barnaskap- ur kynni það að vera vegna þess, að efnið er þrautrætt. Þess Vegna er ólíklegt, að fá kunnandi alþýðumaður í af skekktri byggð hafi nokkuð nVtt að segja. Og þó, ef orð skólastjórans hefðu við eitt— hvað að styðjast, gæti það þó komið til mála. En flónska eæti þetta verið vegna þess, að þau orð, sem hér verða söeð. verða sennilega að litlu höfð. fyrst og fremst af þeim er bau ættu helst að heyra. En ef einhver þykist sjá háska nálgast úr emhverri átt. er honum • jafnframt skylt að vara aðra við hon- um og fyrirbyggja hættuna. ef unnt er. Og um leið er hon am skylt að benda á leiðir til bjargar. Bmdindismenn hafa ávallt leitast við að gera þetta. Þeir álíta, að með út- rýmingu áfengis sé unnt að bæta og fegra mannlífið. Og þess er ávallt þörf. Um það geta alUr verið sammála. — Áfengisandstæðingum er oft borin á brýn þröngsýni, jafn vel ofstæki. En þrátt fyrir það er ekki unnt að komast hjá því að viðurkenna fylli- lega ýmis rök þeirra. í hverju er hættan fólgin? Hverjar eru aðalskaðsemdir áfengisins Ýmsar staðreyndir eru aug ljósar öllum hugsandi mönn- um, hver sem afstaða þeirra er til áfengis. Við vitum, að þjóð vor er fátæk. Þrátt fyrir það veith hún sér þann mun að, ef munað skyldi kallá, að eyða árlega óhemju fjármun um fyrir áfengi. Öhjákvæmi- lega hlýtur þjóðin að hafa þeim mun meira úr að spila til nytsamlegra framkvæmda Fyrri hluti >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< sem hún eyðir meiru fyrir á- fengi. Þetta gerir hún hin síðustu ár samfara þvi að þyggja náðarbrauð auðugrar erlendrar þjóðar. íslendingar eru fámennir, og þjóðarinnar bíða óteljandi verkefni ó- leyst vegna fjárskorts og of lítils vinnuafls. Þrátt fyrir þetta höfum við skapað okk ur hart hlutskipti, að árlega lætur fjöldi manna lífið fyr- ir aldur fram vegna ofneyzlu áfengis, og enn fleiri verða ó færir að meira eða minna leyti til að inna af höndum skyldustörf. Miklu fé og fyrir höfn er árlega varið tii að forða þegnum þjóðfélagsins frá slysum og bjarga mönn- um úr bráðum lifsháska. Þetta er líknarstarfsemi og mikið fagnaðarefni. Sem dæmi um það má nefna Slysavarnafé- lag íslands. En samtímis þessu er víninu veitt inn í landið í stríðum straumum og ölóðir menn verða valdir að stórslysum sjálfra sín og annarra, af þvi að þeir eru viti sínu fjær. Þeir höfðu drukkið frá sér vitið, sem al- góður guð gaf þeim í vöggu- gjöf. Er þetta ekki áþekkt því að önnur hendin taki jafn- harðan það, sem hin gefur. Vegna þess að Slysavarna- félag íslands var nefnt, vil ég taka fram, til að fyrir- bygg.ia misskilning, /að engu skeyti er hér beint að því. Eg á við hitt, að svona er hegð- m okkar. mín og þín, áheyr- andi minn, samfélags okkar i dag. Eg vildi óska, að ég færi hér með fjarstæðu. yrði ómerkur að þessum orðum, meira eða minna. En séu þau nærri canni, er niðurlæaing okkar alltof mikil á öld mikilla framfara. Ýmsir álíta að ástandið sé alls ekki verra nú en það hef ir verið á umliðnum árum og öidum. Hér verður þvi hvorki játáð né neitað. En setjum svo að þetta sé satt og rétt. Væri það viðunandi? Nei, alls ekki. Nútímamaðurinn sættir sig ekki við kyrrstöðu. Hvar vetna eru flughraðar fram- farir. Mmnsta kosti er það sannfæring okkar, að svo sé. Getum við þá sætt okkur við samskonar ástand í áfengis- málunum og var á miðöldum til dæmis, svo að ekki sé leit að lengra aftur i tímann? Sverrir konungur Sigurðs- son sagði, að af áfengisnautn hlytist fjömargt illt, en ekk ert gott. Eg álít að þegar allt kemur til alls, sé reyndar hvert mannsbarn um þetta sammála Sverri konungi. Þegar drykkjubræður sitja að sumbli, þykir þeim aö vísu æskilegt að fá fleiri félaga í hópinn. En hverja kjósa þeir helzt til að fylla þann flokk? Eru það nánustu vandamenn og vinir? VHl eiginmaðurinn fara með konu sína á knæp- una, sonu sína og dætur? Svörin munu vérða samhljóða hvaðan sem þau koma: Nei. Hann kýs ekki i þennan fé- lagsskap þá, er honum eru kærastir, af því að hann hef ir í för með sér fjölmargt illt, en ekkert gott. Mér virðist ekki úr vegi að athuga þetta nánar. Kjósa foreidrar að börn þeirra leggi ]eið síria í drykkjukrána? Nei, þeir óítast það og hata undan tekningarlaust. Sömu afstöðu hafa og börn gagnvart for- eldrum sínum. Kýs nokkur kona sér það hlutskipti að maðurinn sé viti sínu fjær vegna ofdrykkju heima og heiman. Víst ekki. Hvernig velja yfirboðarar starfsmenn, ef þeir mega ráða? Hvort velja þeir heldur þræla áfengis eða frjálsa menn? Enginn mun vera í vafa um svarið. Sé betur að gáð, mun niður staðan sú sama. Hvað segir nemandinn um kennarann eða kennarinn um nemand- ann? Hvort mundu þeir bet ur styðja hvor annan með eða án flösku? Hvað segir söfnuð urinn um prestinn, sjúkling urinn um lækninn eða hjúkr uarkonuna, hásetinn um skip stjórann, verkamaðurinn um verkstjórann, kjósandinn um þingmanninn, þingamðurinn um ráðherrann o. s. frv. Svör in verða ávallt á sama veg. Flaskan er bannfærð og kos- in frá þegar í hlut eiga vinir eða vandamenn, eða þá þeir, sem gæta eiga hagsmuna okk ar á einn eða annan hátt. Böndin berast að Bakkusi konungi. Hann er óvinur, vargur í véum, veldur kvíða, jafnvel skelfingu, er hataður og fyrirlitinn, þegar öllu er á botninn hvolft. En þrátt fyr ir það leikur hann lausum hala hér og þar í heimahús um, á fjölmörgum skemmti- stöðum, í skemmtiferðum o. s. frv. Afstða manna. undir niðri er honum andvíg. En þó kýs meginþorri þjóðarinnar híutleysi gagnvart honum og leggur ekkert lið til þess að koma honum á kné. Hvernig má þetta ske? Og þó Wasir við sjónum okkar, það sem fram fer í kringum okkur, daga og vikur, mánúði og ár, sýnkt og heilagt. Þjóð in sóar feikna fjárhæðum fyr ir vínföng, fjöldi manna spill ir heilsu sinni, sumir láta líf ið og enn aðrir verða vúi sínu fjær og hljóta óvirðingu af. Það er hagt að spyrja, en örðugra að svara? Bakkus hefir hættulega hernaðaraðferð. Hann er ekki allur þar, sem hann er séður. Hann kemur til okkar í gervi góðs vinar. Honum tekst að villa. mönnum herfilega sýn. Hann lofar að sefa sorgir og eyða áhyggjum. En eftir kynni mannanna við hann verða sorgirnar þyngri og á- hyggjurnar meiri. Menn áiíta að með hans hjálp verði auð veldara að leysa örðug verk- efni. En niðursta.ðan verður öfug við það, sem ætlað var. Hann á að geta gefið góða vini. En alltof oft fer svo, að úti er vináttan, þegar ölið er af könnunni. Hnn nýi vinur og velunn- ari, vínguðinn, er ekki allur þar sem hann er séður. Hann leggur ekki harða fjötra á okkur i fyrstu. Við erum frjáls ir ferða okkar fyrir honum í upphafi, sumir alltaf, þeir er neyta vínsins í hófi og eru ó- skemmdir af því, að þvi er vit að verður. Þeir eru álitnir af ýmsum þær fyrirmyndir, er benda á hinn gullna meðalveg. í fljótu bragði virðast þeir ekki gefa slæmt fordæmi. En þó vísa þeir þann veg, sem emum er fær en öðrum ekki. Hamingj an virðist þeim hliðholl. Hún líkist láni þess manns, er fer að ástæöulausu út á ótrauð- an ís og kemst yfir, heilu og höldnu. Hinn er á eftir fer, dettur ofan um ísinn og drukknar eða verður mann- björg. Fordæmið hefir i för með sér meiri hættu, en' í fljótu bragöi mætti ætla. Þeir sem það gefa, verða að telj- ast liðsmenn Bakkusar, hjálpa honum til að bregða fyrsta fjötri á fótinn. Fyrstu böndin eru að vísu þannig, að þau virðist mega leysa hvenær sem er. En óvinurinn herðir viðjarnar smátt og smátt. Og alltaf bregst Bakkus, þegar mest á ríður. Tíðarandinn er nú mótsnú inn þeim, er berjast gegn á- fengisneyzlu. Tíðarandinn hvað er það annars? Hann er oft lítt skiljanlegt fyrirbrigði en þó svo sterkt afl, að naum ast er unnt að reisa við hon- um rönd. Hlutlausum áhorf- anda úr öðru umhverfi i tima og rúmi kemur hann oft hlægilega fyrir sjónir. Tíðar andanum mætti líkja við straumþunga elfi, sem brýtur sér farveg allt aö ósi, hrífur allt með sér, er á vegi hennar verður og þá fyrst og fremst það, sem léttast er og lausast fyrir. Boðorð tíðarandans er ávallt hið sama: Komdu með. Hann á sína ranghverfu og réttu, ef svo mætti segja. — Rangsnúinn tíðarandi virð’ist að.jafnaði kröftugri og á- hrifameiri en hinn, er horfir ÍFrnmhaM á 6. eíSu.) Höfum opiiað skrífsíofii í húsinu ': :j: Vesturgötu 17 íl 3. hæð j;: ! Verzlanasambtmdið h.f. ^ Sími 82625 . :i;’

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.