Tíminn - 07.01.1956, Blaðsíða 6
TÍMINN, laugardaginn 7- janúar 1956.
5. blaff.
€.
HÖDLEIKHÖSID
I
Jónsmessu-
draumúr
eítir William Shakespeare
Sýning í kvöld kl. 20.
UPPSELT
Næsta sýning þriðjudag kl. 20.
1 deiglunni
Sýning sunnudag kl. 20.
Næst síðasta sinn.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15 til 20. Tekið á móti pöntun-
mn. Sími 8-2345, tvær línur.
Pantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag, annars seldar öðrum.
Hér kemur verðlaunamynd
ársins 1954:
Á eyrinni
(On the Waterfront)
Amerísk stórmynd, sem allir hafa
beðið eftir. Mynd þessi hefir
fengið 8 heiðursverðlaun og var
kosin bezta ameríska myndin
árið 1954. Hefir alls staðar vakið
mikla athygli og sýnd með met-
aðsókn. — Aðalhlutverk: Hinn
vinsæli leikari
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9,10.
BÆJARBÍÖ
— HAFNARFIRÐ1 -
náííÖ í Napoli
Stærsta dans- og söngvamynd,
sem ítalir hafa gert til þessa,
í Ixtum.
Aðalhlutverk:
Sophia Loren .
Alllr frægustu söngvarar og
dansarar Ítalíu koma fram i
þessari mynd.
Sýnd kl. 9.
Sjóliðurnir þrír og
stúlkurnur
' Bráðskemmtileg, ný, amerísk
dans- og söngvamynd í litum.
Sýnd kl. 7.____
Hetjudáðir
Heimsfræg, ný, ensk stórmynd.
Sýnd kl. 5.
TJARNARBÍÓ
ttíxsl «48*.
11 Hvít jól
(White Christmas)
Ný, amerísk stórmynd i litum.
Tónlist: Irving Berlin. Leik-
stjóri: Michael Curtiz. — Þetta
er frábærlega skemmtileg mynd,
sem alls staðar hefir hlotið gíf-
urlega aðsókn.
Aðalhlutverk:
Bing Crosby, Danny Kaye, Rose- t
mary Clooney.
Sýnd kl. 5, 7 og 9,15.
TRIPOLI-BÍÓ
Robinson Crusoe
PramúrSkarandi. ný, amerísk
stórmynd í litum, gerð eftir hinni
heimsfrægu skáldsögu eftir Dan-
iel Defoe, sem allir þekkja. —
Brezkir gagnrýnendur töldu
mynd þessa í hópi beztu mynda,
er teknar hefðu verið. Dan
O’Herlihy var útnefndur til Osc-
ar-verðlauna fyrir leik sinn i
myndinni.
Aðalhlutverk:
Dan O’Herlihy sem Robtnson
Crusoe og James Fernandez sem
Frjádagur.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Aukamynd: Frá Nóbelsverðlauna
hátíðinni f Stokkhólml. j
■a—' ..... inwt
RH
^REYKJAYÍKUR,
Kjurnorku og
kvenhylli
Gamanleikur eftir
Agnar Þórðarson.
[ Sýning annað kvöld kl. 20.
Aðgöngumiðasala í dag frá kl.
iie—19 og á morgun eftir kl. 14.
[simi 3191.
Hafnarfjarð-
arbíó
9249.
Regina
(Regina Amstetten)
Ný, þýzk, úrvalskvikmynd.
Aðalhlutverkið leikur hin fræga
þýzka leikkona
Louise Ullrich.
Myndin hefir ekkí verið sýnd
áður hér á landL
Danskur texti.
Sýnd kl. 7 o 9.
NÝJA BfÖ
Á hjurðmunna-
slóöum
(Way of a Gaucho)
Óvenju spennandi, ævintýrarík
og viðburðahröð, ný, amerísk lit
mynd frá sléttum Argentínu.
Aðalhlutverk:
Rory Calhoun,
Gene Tiemey.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
HAFNARBÍÖ
Siml «444.
Skrímslið í Svarta
Lóni
The Crcature from Black Lagoon
Ný, spennandi, amerísk vísinda-
ævintýramynd (Science-Fiction)
Richard Carlson,
Julia Adams.
Bönnuð bömum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
♦ •» ♦♦—
GAMLA BÍÖ
\uskir brœður
(AII the Brothers were Valiant)
Ný, spennandi bandarísk stór-
mynd í -litum, gerð eftir frægri
skáldsögu Bens Ames Williams.
Aðalhlutverk:
Robert Taylor,
Stewart Granger,
Ann Blyth.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Lucretia Borgia
Heimsfræg, ný, frönsk stórmynd
í eðlilegum litinn, sem er talin
einhver stórfenglegasta kvik-
mynd Frakka hin siðari ár. í
flestum löndum, þar sem þessi
kvikmynd hefir verið sýnd, hafa
verið klipptir kaflar úr henni,
en hér verður hún sýnd óstytt.
Danskur skýringartexti.
Aðalhlutverk:
Martine Carol,
Pedro Armendariz.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
«ýnd kl. 5, 7 og 9.
,.Sk atísxikarinii”
(Framhald af 5. síðu).
notað þessa aðferð. Á kosninga-
fundunum sátu áheyrendur og biðu
þess, að hann losaði um hálsbindið,
varpaði frá sér jakkanum og bretti
upp ermarnar — og síðan ætlaði
fagnaðarlátum ekki að linna, þegar
menn minntust þess, hver áhrif
þetta hafði haft í þinginu.
í Frakklandi er mjög auðvelt fyr
ir þann, sem ekki vill greiða skatt,
að öðlast samúð samborgaranna.
Ef til vill er það lika þannig annars
staðar. En það verður að viður-
kenna, að það var dálítil skynsemi
á bak við hreyfinguna, vegna þess
að frönsku skattalögin eru mjög
flókin og gera miðstéttarmönnum
lífið brogað. Ýmsar mótsagnir koma
fram í reglunum, og það virðist alls
ekkert heimskulegt, þegar Poujade
fer fram á það, að vörurnar séu
skattlagðar áður en þær koma í
verzlanirnar eða verkstæðin.
En þó að hreyfingin sé ennþá
ung, hefir hún þegar aukið kröfur
sínar frá þessari einu. Góður árang
ur leiddi Poujade til öfiugri átaka.
Eða skyldi skýiángin vera sú, að
einhverjir ákveðnir hópar manna
hafi gert sér ljóst til hvers hægt
var að nota árangur hans og ítök?
í þessu máli þarf ekki að minnast
á rök, þvi að rökrétt er ekki, að
vilja losna við skatta á sama tíma
og farið er fram á hækkandi fjár-
framlög frá ríkinu, svo sem komiö
hefir fram meðal stuðningsmanna
Poujades úr bændastétt.
Ennþá öflugri stuðning hlaut
Poujade meðal vínJbrennslumanna,
sem telja um hálfa fjórðu milljón.
Sem einn lið í baráttu sinni gegn
áfengisnotkun vildi Mendes-France
afnema talsvert af Skattfríðindum
vínekrueigenda, sem hafa réttindi
til að framleiða átfengi. Þar að auki
vildi hann banna næstum einni
milljón manna, sem ekki rækta hrá
efnin sjálfir, að fást við vínfram
leiðslu. Það var þetta, meðal annars,
sem steypti stjórn hans. Poujade
var ekki seinn á sér að notfæra
sér þessa baráttu Mendes-France
gegn ofneyzlu áfengis, sem að hans
áliti á sér alls ekki stað.
Koma hreyfingarinnar fram í
dagsljósið verður að skrifast á reikn
ing þeirra aðstæðna, sem hún skap-
aðist við. En brátt óx hún og efld-
ist. Kosningaúrslitin sýna, að hún
er þegar komin langt fram fyrir
upphaf sitt. Poujade er orðinn leið-
togi heils hers óánægðra manna
með ólíkar skoðanir. Sigur hans tak
markast alls ekjki atf tfátækuSttí
héruöunum. Hann fékk fjölda at-
kvæða í borgum, sem eru vel stæð
ar, og í Rhonedalnum, þar sem
íbúar líða engan skort. Hann hefir
tekið við af deGaulle, sem leiðtogi
þeirra, sem eru óánægðir með stjórn
arfarið.
En hver er stefna hans? Að koma
í veg fyrir, að sama stjórnarfar
ríki áíram. Það er svo einfalt, að
það hljómar ótniiega. En þannig
er það samt. Hann segir það sjálfur
og hann minnist ekki á Algier-
vandamálið, á skóiamál, húsnæðis-
mál eða varnarmál.
Enginn hefir ennþá skiliö hvað
hann á við með kröfu sinni um, aö
nýtt stéttaþing verði kallað saman,
eins og gert var 1789. Hið næsta,
sem menn komast, er að hann
hyggi á stjórnskipulag, þar sem full
trúar hinna ýmsu starfsgreina þjóð
félagsins, verzlunar og iðnaðar,
komi saman til að gera út um
málefnin. í stað þingsins. Og svo
á að stemma stigu við valdi miili-
liðanna. „Við þurfum ekki aðeins
einn byltingarmann, heldur algera
byltingu".
Flestir hinna 51 þingmanna Pou-
jades, sem hlutu kosningu, eru kaup
menn eða iðnaðarmenn. Meðal
þeirra er enginn, sem hefir gegnt
nokkru opinberu starfi áður. Það
hefði orðið þeim að falli. Hins veg
ar eni í hinum mislita hóp nokkrir
HANS MARTIN:
SOFFÍA
BENINGAg
4
og oft varð hún að þola ávítur kennslukvenna. En brátt
tókst henni að laga sig eftir hinum nýju aðstæðum, og
léttlyncU hennar og vinsemd aflaði henni kunningja meðal'
jafnaldranna. Nú gat móðir hennar, sem hafði haft andúð
á frelsi því, sem fáðir hennar veitt henni, tekið upp sinn
hátt á uppeldinu- '
Lífið í Preanger, 'stóra, hvíta húsmu, varð smátt og smátt
eins og fjarlægur'draumur. En samt bemdist hugur hénn-
ar oft þangað, þvf"(að þannig gat hún dreymt sig brott frá
mótlæti líðandi st'úndar....
Hún horfði ennr‘á spegilmynd sina. Augu hennar bjuggu
yfir þeim tælandi töfrum, sem hvorki faðir hennar né Bern-
ard gátu staðizt. Já, hún var hégómagjörn, og hún vissi
það- En í fari herinar var einnig djúp umhyggja. fölskva-
laus ástarhneigð óg fórnfýsi, og hún gat ekki samsinnt því,,
að hún ætti nafnið „tildurdrós“ skihð. Það særði hana.
— Frú. Soffía hrökk við. Barnfóstran stóð þarna á svöl-
unum með Maríönnu sér við hönd. Blár kjóll heníiar flögr-
aði um sólbrúna i fótleggi hennar. — Kemur húshóridinn
ekki ofan í fjöruna í dag?
— Því spyrjið þér? Soffía horfði hvasst á stúlkuna.
— Maríanna hefsr spurt eftir honum i ailan morgun.
— Hvar er pabþi? sagði barnið.
— Pabbi er farinn tU Parísar með Kobus, hann á ann-
ríkt. Stráið ekki sgndinum svona um öll gólf, sagði hún viff'
stúlkuna. -
Barnfóstran gekfc þegjandi út. Soffíu fannst hálft í hvoru
á baksvip hennar. að hún væri að hlæja að húsmóður sinni.
Svo heyrði húm skvamp uppi i baðherberginu og glað-
legt hjal barnsms. Brátt varð allt hljótt. Barnið hafði verið
lagt í rúmið og va,r sofnað. Svo var drepið á dyrnar. — Má
ég bera fram miðdegisverðinn? spurði Martha.
— Nei, ég borða ekkert, ég hefi enga matarlyst. Heyrðu,
Martha, húsbóndinn er farinn til Parísar i brýnum erinda-'
gjörðum.
— Já, frú. Dyrnar lokuðust. Það hafð'i verið eitthvað í
augnaráði eldhús&túlkunnar, sem Soffía kunni ekki við.
Hún gekk hvatlpga inn í stofuna. Hún ætlaði að leyna
þessu fyrir kunnipgjunum og þjónustufólkinu. Hún varð
að halda áfram að segja, að Bernard hefði átt brýnt erindi
til Parísar. Hún ætlaði að safna saman riflingunum af mynd
unurn í herbergi Bernards og brenna.
Soffía nam skelkuð staðar í dyrum herbergisins. A miðju
gólfi stóð barnfóstran með hluta af mynd og reyndi að
fela undir svuntu smni. Vangar hennar voru tárvotir.
— Hvað eruð þér að gera hér, góða mín? spurffi Soffía
stranglega.
Stúlkan sneri sér að henni.
— Og hvað eruð þér að fela?
— Það er Maríanna, frú, aðeins höfuðið af Maríönnu. Það
var grátekki i rödáinni. — Það er búið að rífa mynaina, en
mér fannst höfuðið svo fallegt. Og húsbóndanum þótti svo
vænt um þessa mýnd. Hann sagði, að' það væri bezta mynd
sín.
— Komið hingað með það-
— Ó, leyfið mér að eiga það, frú.
— Hver hefir leýft yður að fara inn í 'herbergi húsbónd-
ans?
— Hann sjálfur; frú.
— Einmitt þaðV'sagði Soffía háðslega.
— Hann sagði, að ég mætti fara inn og skoða myndina,
þegar mig langaði tU, ef ég skemmdi ekkert. Ég hefi oft
komið hér. En nú — hún snökti og reyndi að þerra augun.
Afbrýðisemin blossaði upp í Soffíu, og hún spurði;
— Var eitthvað á milli yðar og húsbóndans?
Breitt bros færðist þegar á grátið andbt stúlkunnar.
— Hélduð þér það? spurði hún hægt. — Nei, og þó hefði
ég viljað það. Húsbóndinn var svo góður við mig og Mari-
önnu. En hann hugsaði aðeins um starf sitt og listína. Ég
sótti stundum hressingu handa honum, og stundum borgaðí
ég það sjálf, því að hann gleymdi að láta mig fá penmga.
— Ég skal greiða það, sagði Soffía hvasst.
— Þess þarf ekki, frú, sagði stúlkan annars hugar- —
Já, og húsbóndinn var svo fallegur, svona brúnn, sterk-
legur og Ijóshærður. Hann er sannkalláður karlniaður en
varasamir menn, m.; a. ^cnn, sem
heíir verið sakaður irm njilligöngu
í mjög umræddu njösnamáli.
Við komum aftur að spurningunni
um, hver það er, sem notfærir sér
aðstöðu Poujades. Það úndrar marg
an, að stefna, sem aðeins laetur í
ljós óánægju á ógnandi hátt, og
sem er raunverulega mjög innihalds
lítil, skuli ná til sín einúm tíunda
hluta af atkvæðum frönsku þjóðar-
innar.
Kommúnistar hafa látið Poujade
alveg i friði i kosnlngábaráttunni,
og hann heldur ekkert skipt sér af
þeim. Þeir áttu sameíginlega höfuð
fjendur, Mendes-France og sósial-
ista. Hins vegar væri það grunn-.
hyggiö að halda fram, að um ákveð
inn samleik hefði verið að ræða milli
poujadista og kommúnista. En það
hlýtur að gleðja kommúnista, að
sigur Poujades hlýtui" að skapa efl
ingu marxistisku aflanna gegn hin
um kapitalisku.
Hvílíkt sjónspil, þegar þjngið verð
ur kallað saman, og hinir 51 ganga
inn. Þeir hafa bæði neitað að vera
til hægri og til vinstri. Öðru vísi
væri, segir einn hinna nýkjornu
og skírskotar til stjórnarbyltingar-
áranna, ef fjallið fyndist, og vlð
gætum setið þar.