Tíminn - 17.01.1956, Page 1
Bkrílstoíur 1 Edduhúsl.
Préttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusíml 2323
Auglýsingasíml 81300
Fxentsmiðjaa Edda
Ritstjórl:
Þórarinn Þórarinsson
Ótgetandi:
Framsóknarflokkurinn
40. árgangur.
Reykjavík, þriðjudaginn 17. janúar 1956.
13. blað.
Bifreið með heitri vél og slóð í
snjó komu upp um áfengisstuldinn
Tveir menn úr vegalögreglunni veittu þess-
í gæzluvarðhaldi. Hins vegar munu
einn eða tveir aðrir vera viðriðnir
við innbrotið, en rannsókn í mál-
um ummerkjum athygli og fundu felustað- in er enn ekki lokið
inn í gjótu í hrauninu með 15 kössum
Rannsóknarlögreglunni hefir nú tekizt að upplýsa hverjir
frömdu innbrotið í birgðageymslu Áfengisverzlunar ríkisins
, aðfarnótt s. 1. gamlársdags, en þá var stolið þaðan 20 kössum
af áfengi, og komst innbrotið upp á heldur óvenjulegan hátt.
FriSrik Óísfsson og Bent Larsen við skákborðiS. Efst á myndinni sést
hið stóra sýningarborð, sem gert hefir verið vegna einvígsins. — Ljósm.
Arinbj. Guðmundsson.
Skákeinvígið um Norðurlanda-
meistaratitilinn hefst í kvöld
í kvöld hefst skákeinvígi þeirra Friðriks Ólafssonar og
Bent Larsen um Norðurlandameistaratitilinn í skák. Teflt
verður í Sjómannaskólanum og hefst skákin kl. 7,30. Alls
munu þeir tefla átta skákir í einvíginu, en ef leikar standa þá
jafnt verður teflt þar til annar hvor vinnur skák.
Aðfaranótt sl. sunnudags voru
tveir lögregluþjónar úr Reykjavík,
þeir Jóhannes Bjarnason og Leifur
Jónsson að koma frá Sandgerði,
en þeir höfðu verið að starfa á
vegum vegaeftirlitsins, og
nokkru fyrir sunnan Straum sáu
þeir vörubifreið utan vegarins.
í’óru þeir og athuguðu hana, þar
sem þeim flaug í hug, að bifreið-
inni hefði ef til vill verið stolið.
Vélin heit.
Er þeir komu að henni var
hún mannlaus, en greinilegt var,
að hún var nýkomin á staðinn,
því gangvélin var enn þá heit.
Lögreglumennirnir sán spor
tveggja manna frá bifreiðinni og
fylgdu þeir slóðinni út í hraunið,
Fljótlega varð á vegi þeirra
hraungjóta og á barmi hennar
stóðu tvær ginflöskur. Fannst
þeim það grunsamlegt og fóru
því að róta til í snjónum í gjót-
unni og fundu þeir þá marga
kassa af áfengi.
Fundu 15 kassa af áfengi.
Engir menn voru sjáanlegir þar
í grend og tóku lögregluþjónarnir
því það ráð, að annar, Jóhannes,
skyldi halda til Reykjavíkur og
gera rannsóknarlögreglunni aðvart,
en Leifur beið hins vegar við
kassana. Þegar Jóhannes kom til
Hafnarfjarðar hringdi hann til
rannsóknarlögreglunnar og fóru
menn frá henni þegar á staðinn.
Fundu þeir við nánari eftirgrennsl-
an 15 kassa af áfengi, og kom í
ljós, að þar var um sama vínið
að ræða og stolið var úr birgða-
geymslu Á. V.
Tveir í gæzluvarðhaldi.
Þótti þá sýnt, að bifreiðin stæði
í einhverju sambandi við þann
þjófnað, og er eigandi hennar var
yfirheyrður játaði hann, að hafa
staðið að áfengisþjófnaðinum.
Hann hafði áður setið í gæzlu-
varðhaldi, grunaður um þjófnað-
inn, en þá tókst ekki að sanna
neitt á hann, og var honum þá
sleppt.
Við yfirheyrsluna játaði hann,
að annar maður hefði framið inn-
brotið með sér, og hefir sá maður
einnig náðst, og eru þeir nú báðir
Bent Larsen kom til Reykjavík-
ur aðfarnótt s. 1. sunnudags og í
gær ræddi blaðamaður frá Tíman-
um við hann á heimili Sigurðar
Jónssonar, forseta Skáksambands
íslands.
Góður skákmaður.
Larsen er tvítugur að aldri, og
er hann því jafngamall og Friðrik.
Hann lærði ungur að tefla og
skömmu eftir fermingaraldur var
hann kominn í fremstu röð í Dan-
mörku. Það vakti mikla athygli
árið 1953, er hann náði jöfnu í
einvígi við Jens Enevoldsen, sem
þá var kunnasti skákmaður Dana.
Síðan hefir hann tekið miklum
framförum, en bezta árangur sinn
télur hann vera frammistöðu sína
á Ólympíumótinu í Amsterdam
1954, er hann hlaut 70% á 1. borði
í undanrásum og neðra flokki, og
fyrir þann árangur hlaut hann titil
inn alþjóðlegur meistari. Hann
varð skákmeistari Dana 1954 og
aftur 1955, þá með nokkrum yfir-
burðum. Larsen hefir nýlega tekið
þátt í tveimur skákmótum. í ung-
CFramhaid á 7. síðu.)
Fundur fu/Itrúaráðs Framsókn-
arfélaganna í Raykjavík hefst kl.
8,30 í kvöld í fundarsalnum í
Edduhúsinu. — UmrseSuefniS er
sjávarútvegsmál og hefir Jó-
hannes Elíasson, lögfræSingur,
framsögu. ASalmenn og varamenn
eru beSnir aS mæta á fundinum.
Gáfu landnámi ríkisins heilan dal
rækfunar og nýbýlastofnunar
Landmám ríkisins hefir nú í
undirMmmgi að byggja upp heil
an dal, sem að mestu er kominn
í eyði. Var laudnáminu gefinn
dalurinn af fyrri eigendum með
því skilyrði, að honum verði
komið í byggð. Er hér um að
ræða Svartárdal í Lýtingsstaða-
hreppi, sem er gott land undir
byggð, en fór í eyði mest vegna
samgönguerfiðleika, enda stend-
ur nú til að leggja akveg um
alla sveitina, sem byggja á upp.
Vildu að landnámið héldi
áfram í Skagafirði.
Verkefni landnámsins í Víði-
mýrarlandi í Skagafirði var að
verða lokið, þegar endurbygging
Svartárdals komst á dagskrá.
Mun landnámsstjóri hafa haft
hug á Svartárdal sem næsta verk
efni í Skagafirði og kom þetta
rausaarleg íilboð sér því vel, og
sýnir það vel, hvaða hug fólk
ber til hinna stórmerku fram-
kvæmda, sem landnám ríkisins
hefir með höndum með bygg-
ingu nýbýlahverfa.
Það fólk, sem ólst upp í Svart
árdal og tryggðir batt við síaa
sveit, en varð að yfirgefa hana
af óviðráðanlegum orsökum, hef
ir nú kosið æskuhéraði sínu það
hlutskipti, er það taldi vegleg-
ast.
Þar verða byggð átta nýbýli.
Hjá nýbýlastjórn er nú í und-
irbúningi áætlun um byggingu
átta nýbýla í Svartárdal. Koma
þau býli til með að standa á
landi fiinrn eyðijarða í dalnum
og liluta af landi þeirrar sjöttu,
sem enn er í byggð. Vcrða þá
alls 10 jarðir í dalnum.
í Svartárdal eru fjórar jarðir
komnar í eyði fyrir nokkru og er
þar ekki um neinn húsakost að
ræða. Eigendur þessara jarða
Enskur togari tek-
inn í landhelgi
Sneinma á sunnudagsmorgun-
inn var enski togarinn Robert
Hevvett frá London tekinn í land-
helgi, þar sem hann var 0.6 sjó-
mílur innan landhelgislínunnar
12 sjómílum fyrir vestan Þrí-
dranga. Varðskipið Ægir fór
með togarann til Vestmannaeyja,
þar sem mál haus var tekið fyr-
ir. Játaði skipstjórinn brotið og
var dómur kveðinn upp í gær-
kveldi. Hlaut skipstjórinu 74 þús-
und kr. sekt og áfrýjaði hann
dóminum. Togarinn hefir ekki
verið tekinn áður í Iandhelgi.
voru þrír aðilar, sem gáfu ný-
býlastjórninni lanaið, eins og áð-
ur segir, gegn fyrirheitum um
að unnið yrði að endurbyggingu
dalsins eftir tillögum nýbýla-
stjórnar, eða þar stofnað byggða
liverfi nýbýla.
Figandi fimmtu jarðarinnar,
sem er nokkuð húsuð, gaf ríkinu
kost á jörðinni fyrir mun lægra
verð, er honum bauðst frá aðil-
um, sem tæplega hefðu unnið að
því að koma jörðinni aftur í á-
búð.
Erfiðir tímar vegna
róðrarbannsins
Frá fréttaritara Tímans
í Stykkishólmi.
Hér eru bátar tilbúnir til róðra
og menn ráðnir. Er mikill kurr í
sjómönnum út af róðrarbanninu.
Hafa þeir skorað á verkalýðsfélag
staðarins að veita þeim liðsinni.
Það er nú orðin brýn nauðsyn að
róðrarbanninu verði aflétt. Hér í
Stykkishólmi er engin atvinna
meðan bátarnir fara ekki af stað.
Kemur slíkt hart niður á fólki í
dýrtíðinni. Mun svo vera í fleiri
verstöðvum, að þröngt gerist fyr-
ir dyrum ef róðrar geta ekki haf-
izt strax. i
Breytingar á næt-
urvöktum lyfjabtíða
Nokkrar breytingar verða á
næturvöktum í apótekunum hér í
Reykjavík, þannig að framvegis
verða aðeins afgreiddir nýir lyf-
seðlar eftir kl. 24 (kl. 12 að
kvöldi) frá kvöld- og næturlækni,
svo og frá öðrum læknum, enda
séu lyfseðlarnir sérstaklega merkt
ir. Ennfremur verða afgreiddar
beiðnir frá ljósmæðrum ef fæðing
ber að höndum.
Til kl. 24 verða afgreidd eins
og verið hefir öll algeng lyf og
hjúkrunargögn, svo og aðrar nauð
synjar, er fólk vanhagar um.
-- 1 ------------------ m,
Lítið um skipakom-
ur í Eyjum
Um þessar mundir er heldur
lítið um skipakomur í Vestmanna
eyjum og dauft yfir atvinnulífi
öllu, vegna róðrarbannsins. Fyrir
helgina kom þangað vélskipið Odd
ur með sementsfarm til Helga
Benediktssonar.
Viðhafnarútgáfa af Alþýðu-
bókinni eftir Halldór Kiljan
Jón Helgason skáld og prófessor ritar formála
Nú um mánaðamótin er vænt-
anleg sem félagsbók hjá Máli og
menningu, Alþýðubókin, eftir nó
belsverðlaunaskáldið Halldór
Kiljan Laxness. Er vandað til
þessarar útgáfu Alþýðubókarinn
ar, sem kom fyrst út er skáldið
kom lieim frá Kaliforníudvöl
sinni, þar sem það meðal ann-
ars ritaði uppkastið að kvik-
myndahandriti, sem síðar varð
bókin um Sölku Völku.
Þessi útgáfa Alþýðubókarinn-
ar verður prýdd um tuttugu
myndum frá Nóbelshátíðinni í
Stokkhólmi, þar sem íslendingur
tók í fyrsta sinn á móti þessum
frægu menningarverðlaunum úr
hendi Svíakonungs.
Vinur skáldsins, Jón Helgason,
skáld og prófessor, ritar formála
fyrir bókinni og er það út af
fyrir sig mikill bókarauki.