Tíminn - 17.01.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.01.1956, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, þriðjudaginn 17. janúar 1956. 13. blað. $M)l o PjðDLEIlOníSID Góði dátinn SvœU sýning miðvikudag kl. 20. 25. sýning Jénsmessudraumur sýning fimmtudag kl. 20. . -iUiH MaSur og kona eftir Jón Thoroddsen Emil Thoroddsen og Indriði Waage færðu í leikritsform Leikstjóri: Indriði Waage Frumsýning föstudag kl. 20. Haekkað verð. Aðgöngumiðasala opin frá kl. 13,15 til 20. Tekið á móti pönt- unum. Sími 8-2345, tvær iínur. Pantanir sækist daginn fyr- ir sýningardag, annars seldar öðrum. Hér kemur verðlaunamynd ársins 1954: A eyrinni (On the Waterfront) Amerísk stórmynd, sem allir hafa beðið eftir. Mynd þessi hefir fengið 8 heiðursverðlaun og var kosin bezta ameríska myndin árið 1954. Hefir alls staðar vakið mikla athygli og sýnd með met- aðsókn. — Aðalhlutverk: Hinn vinsæli leikari Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9. MaSuriun frá Oolorado Hörkuspennandi amerísk mynd frá þrælastríöinu. — Aðalhlut- verk: Glenn Ford, Wiiliam Holden. Sýnd kl. 5. Bönnuð börnum innan 12 ára. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦ BÆJARBfö — HAFNARF1RÐ1 - Dœmdur saklaus Ensk úrvalsmynd. — Aðalhlut- verkin leika: Lille Palmer, Rex Harrison. Danskur texti. Myndin hefir ekki verið sýnd áður hér á landi. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. TJARNARBIO dmi (488. Rómeó ög Júlía Heimsfræg rússnesk ballett- kvikmynd í litum, byggð á sorgarleiknum eftir Shake- speare. Tónlistin eftir Prokofjeff og Sjaporin. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRlPGLi-BÍÓ Hún (Elle) Bráðskemmtileg, ný, þýzk-frönsk ■tórmynd, gerð eftir skáldBög- unni „Celine" eftir Gabor von Vaszary. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum tnnan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Danskur texflT | íleikfeiag: [WKJAyÍKUJÖ Kjarnorka og kvenhylli Gamanleikur eftir Agnar Þórðarson. Sýning annað kvöld kl. 20,00. Aðgöngumiðasala í dag kl. 16 —19 og eftir kl. 14 á morgun. * Sími 3191. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« Hafnarfjarð- arbíó 9249. Regina (Kegina Amstetten) Ný, þýzk, úrvalskvikmynd. Danskur texti. Sýnd kl. 7 og 9. NYJA BfO Tígrisdýra- temjarinn Spennandi, ný, rússnesk sirkus- mynd í agfalitum. Enskir skýringartextar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBfÓ Bíml 6444. Benyal Herdeildin (Bengal Brigade) Ný amerísk stórmynd í litum, er gerist á Indlandi, byggð á skáld- sögu eftir Hal Hunter. BönnuS innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< GAMLA BfÓ — 1475 — HraSar en h!]é$i$ (The Net) Afar spennandi ný. ensk kvik- mynd. — Aðalhlutverk: James Donald, Phyllis Calvert, Robert Beatty, Herbert Lom. Sýnd kl. 5, 7 og 9. >♦♦♦< AUSTURBÆJARBÍO Rauði sjórœninginn (The Crimson Pirate) Geysispennandi og skemmtileg, ný amerísk sjóræningjamynd í litum. Aðalhlutverk leika hinir vin- sælu leikarar: Burt Lancaster og Nick Cratvat, en þeir léku einnig aðalhlutverk- in í myndinni LOGINN OG ÖRIN. ennfremur hin fagra: Eva Bartok. Bönnuð börnum innan 10 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ampep Raflagir — Viðgerðir Rafteikningar Þinpholtsstræti 21 Sími 815 56 Baðstofan (Framhald af 4. sfðu.l Kom hann við bæði á Ólafsfirði, Dalvík og í Hrísey. Virtust mér það falleg þorp, enda var þá allt vafið í vorsins græna skrúða og baðaði í sól. Á „Drang“ kvað ég eftirfarandi stöku: Fyrir gamlan ferðalang, fákur siglu herðir gang. Löng er eigi leið með ,,Drang“ létt er golan blæs í fang. Samferðamaður einn í þessari ferð, sem mjög reyndist hjálpsam ur sjóveiku kvenfólki fékk eftir- farandi stöku: Hafs um slóoir hér og þar hátt ef báran gjálpar. Þegar kúgast kerlingar kemur þú til hjálpar. Eg dvaldist í Eyjafirði fram íil 22. ágústs og vann þar að heyskap lcngst af á Steðja í Hörgárdal. í Eyjafirði var sem kunnugt er af- bragðs heyskapartíð, sífelldir þurrkar og sólskin. Leið mér því vel í allri blíðunni og hrósaði happi að vera laus við alla ótíð- ina, sem var sunnanlands og vest- an. Eftirfarandi vísa er kveðinn um okkur Örn á Steðja er við stóðum við slátt: Sunnanvindur syngur dátt senn þó fer að kveðja. Skáldin tvö á hólum hátt hreykja sér á Steðja. Bifreiðarstjóra einn bað ég fars með þessari stöku: Refur vítt um frónið fer, frjáls hann dögum eyðir. Fæ ég ekki far hjá þér fáar bæjarleiðir? HANS MARTIN: :íí t2 SOFFIA BENINGA eða sneríi hana, vakti það ólgu í blóð'i hennar. Þá gat það komið fyrir, að hún óskaði þess að hún væri ekki lengur bundin Bernhard. En löngunin eftir dægradvöl togaði hana æ lengra. Það kom íyrir, að hún gleymdi að gæta aö því, hvort bréf hefði komið frá Bernard, er hún kom heim á daginn'eöa kvöldin. Það kom nú æ of-tar fyrir að hún hitti Vincent í sámkvsém- um, þar sem hún átti hans ekki von, og það var eins og kunn- ingjar liennar væru samtaka um að láta'hann veröa sem oftast á vegi hennar. Mörg kvöldin ók hann henni heim í bíl slnum. Éitt sinn greip hann snöggt undir höku hennar og kyssti hana beint á munninn. Hún ætlaði að löðrúnga hann en hitti ekki, held- ur rak höndina í eitthvað hart og meiddi sig. Grátandi flýttl hún sér inn í íbúðina og skellti huröinni aftur rétt við nefið á Vincent. Næst þegar fundum þeirra bar saman, forðaðist hún hann og fór ein heim um kvöldið. Þegar hann bauð henhi fylgd sína, sagði hún. Þú misbauðst mér. Við ætluðum aðeins að vera vinir. Sendu mér ekki fleiri blóm, ég endursendi þau aðeins. Vinkonurnar reyndu að telja um fyrir henni. — Soffía, það nær engri átt áf Bernhard að hlaupa þannig frá þér. Þótt hann sé á flakki með einhverri kvensnift, nær það éngri átt að hann láti sem hvorki þú eða barnið séuð til mánuðum saman. Það gerir enginn siömenntaður maöur. — Skiptið ykkur ekki af þessu, sagði Soffía reið. En samt tók sjálfsásökun hennar smátt og smátt að víkja fyrir beikjunni í gar^ Bernards. Henni fannst sem hann hefði engan rétt til þess að fara þannig meö hana, þótt hún hefði kannske gert höhúm órétt. Farið var veitt endurgjaldslaust. Næsta vísa er bæn um þurrk, kveðinn í Eyjafirði: Bændaliði böl og grand, búa veðrin stríðu. Sendu guð á Suðurland, sólskin, þurrk og blíðu. Eg kom víða þar nyrðra og var alls staðar vel tekið. Meðal ann- ara staða, er ég kom á var bær- inn Flaga í Hörgárdal, en þar bjó afi minn fyrir löngu og þar Var faðir minn fæddur. Fékk ég hinar beztu viðtökur hjá Aðalsteini bónda, sem er dugn aðar- og framkvæmdamaður. Eftir- farandi stökur fékk hann frá mér að skilnaði: Auðum höndum ei þú sazt ævi þinnar daga. Áfram sóttir ætíð fast, um það vitnar Flaga. Nafn þitt mun í sögu sjóð sett á ísavengi. Manndómsverk þín mæt og góð metur þjóðin lengi. Refur bóndi hefir lokið kveð- skap sínum í dag. Starkaður. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ 11 ■ 111 ■ 111 ■ I ■ 11111111II11 ] 111111111 (1111II (■ 11111111111II11 {III IKMjj | ÞÓRÐUft G. HALLDÓRSSON ( | BÓKHALOB- og ENDUR-1 | SKOÐUNARSKRIFSTOFA j Ingölísstræti 8B. Slmi 82540. = s .................... |VOLTS Raflagnir afvélaverkstæði afvéla- og | aftækjaviðgerðir f Norðurstlg 3 A. Síml 6458. En svo kom Bernard allt í einu heim öllum að óvörnm. Soffía var stödd frammi í eldhúsinu með síöasta rósavönd- inn frá Vincent. Maríanna hafði komið inn með óhreinar hendur, og Soffía rak hana fram til þess að þvö sér. Þegar hún gekk til dyra opnaðist hurðin og þar stóð Bernard. Hún horfði þögul á hann og sá að hann var þreyttur og hirðuleysislega til fara. Hann heilsaði ekki dóttur sinni, en ýtti henni annars hugar frá sér. Hún þekkti hann ekki en stóð ótti af þessm ókunna manni. Allur hinn góði ásetning- ur Soffíu gleymdist á samri stundu, en andúðin vavð alls ráðandi. — Jæja, ertu þá loksins kominn? Hvernig hefir þér liðið, og hvað hefir þú afrekað? — Ekkert, sagði hann þurrlega, alls ekkert. — Þá hefðir þú víst eins getað hírst hér heima hjá okk ur, sagði hún. — Þar málaðir þú að minnsta kosti fallegar myndir af Maríönnu. — Góðan daginn, Maríanna, sagði hann og sneri sér að telpunni. — Þekkir þú ekki pabba lengur? — Pabbi, endurtók barnið hugsandi. — Já, Maríanna, þú hlýtur að muna eftir pabba, sagði Soffía. — Já, sagði hún hikandi. Martha kom inn með matarfat, og henni brá svo mikið við að sjá Bernard ,að hún var nærri búin að missa það. — Sæl, Martha, sagði hann glaðlega. Þaö er gott að fá að borða. Ég he.fi verið á ferðinni í alla nótt. — Já, hvíliö yður þá, húsbóndi. Hérna kem ég með lamba- steik og kartöflur. — Ég held ég geti ekkert borðað, Martha. Ég ætla að hvíla mig. Soffía settist og reyndi að boröa, en von bráðar ýtti hún diskinum frá sér. Hún kom engu niður. Hún gekk inn í her- bergi Bernards. Hann lá á legúbekknum. — Hvað viitu? spurði hann kuldalega. — Getur þú ekkert sagt mér, Bernard, eftir alla þessa fjarveru? Ekkert vinsamlegt orð? — Voru þín orð svo vinsamleg, þegar ég kom inn? — Nei, sagði hún niðurlút. — En ég hélt samt, að við mundum bæði géta látiö sem það væri gleymt. — Ekki ég, sagöi hann þver sem fyrr og sneri sér frá henni. Hún gekk út. Dagurinn leið. Hann kom ekki að kvöld- borðinu, og nokkru síðar sagði Martha, að hann hefði farið út. Soffía læddist inn í herbergi Bernards. Á legubekknum voru rúmföt hans. Hún greip hendi að hálsinum, því að henni fannst hann herpast saman. Þegar hún vissi aö hann var kominn heim um kvöldið, gekk hún inn tií hans. — Hvers vegna viltu sofa hér einn, Bernard? — Ég hefi söfið einn síðustu tvo mánuðina og er orðinn því vanastur. — Er sambandi okkar svona illa komið? — Ég er hræddur um það. í sumarhúsinu áður en ég fór svaf ég líka einn, og þá þótti þér það þægilegast. — Þetta er ein§ pg í Ijótri skáldsögu eftir Strindberg, sagði Soffía. — Kannski. Ég hefi aldrei lesið neitt eftir þann mann. En þú? — Nei, viðurkenndi hún. — En þannig hlýtur það að hafa verið. Dagarnir liðu, hann bjó enn einn og tók sjálfur til í her-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.