Tíminn - 17.01.1956, Qupperneq 8
Hjlómsveit Baldurs Kristjánssonar og Haukur Morthens söngvari.
Ungir Framsóknarmenn efna
tií nýársf agnaðar næstu helgi
Mörg góð skemiMíiatnði. - ÖÍIu flokksfólki
heimif þátttaka meðan hósrúm leyfir
Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavik hefir akveðið
aS efna til nýársfagnaSar á laugardaginn kemur, og hefst
hann aS RöSli kl. 9 síSdegis. VerSa þar ýmis ágæt skemmti-
atriSi, og er öllu Framsóknarfólki heimil þátttaka meSan
húsrúm leyfir.
Á nýársfagnaðinum verður flutt
ræða, og verður ræðumaður til-
Neituðe að taka
Faire í sátt
París, 16. jan. — Foringjar rót-
tæka flokksins franska undir for-
ystu Mendes-France samþykktu í
dag að krefjast stjórnarmyndunar
jafnaðarmanna og róttækra. Er sú
yíirlýsing í samræmi við samþykkt
flokksþings jafnaðarmanna í gær.
Þá var felld tillaga í miðstjórn
radikala flokksins um að taka
Faure aftur í flokkinn.
kynntur síðar, en einnig verða
ýmis ágæt skemmtiatriði. Ber þar
helzt að nefna frægan, erlendan
fjöllistamann, sem þarna kemur
fram, Paul Arland að nafni, og
sýnir hann ýmis töfrabrögð með
gullfiska. Frá öðrum skemmtiat-
riðum verður skýrt síðar. Að lok-
um verður dansað og leikur hin
ágæta danshljómsveit Baldurs
Kristjánssonar fyrir dansi, en
söngvari með hljómsveitinni er
Haukur Morthens, og ætti þá að
vera vel fyrir þeim lið séð.
Aðgöngumiða þyrfti að vitja
sem allra fyrst í skrifstofu Fram-
sóknarfélaganna í Edduhúsinu, þar
sem gefnar eru allar nánari upp-
lýsingar um fagnaðinn, sími 5564.
Frakkar sigruðu í heimsmeist-
arakeppninni í bridge í París
Heimsmeistarakeppninni í bridge milli Frakka og Banda-
ríkjamanna lauk í s. 1. viku i París og fóru Frakkar með
auðveldan sigur af hólmi. Hlutu þeh’ 342 stig gegn 288 stig-
um Bandaríkjamanna. I keppninni voru spiluð 224 spil.
Spilaðar voru átta umferðir og
sigraði hvor þjóð í fjórum um-
ferðum, en sigur Frakka yar mun
meiri í einstökum umferðum.
Þetta er í fyrsta skipti, sem Frakk
ar verða heimsmeistarar í bridge,
og er sigurinn þeim mun eftirtekt
arverðari, þar sem beztu og við-
urkenndustu bridgespilarar Banda
ríkjanna tóku nú þátt í keppninni
eins og t. d. Stayman og Goren.
Annað íapið eftir styrjöldina.
Þetta er í annað skipti eftir
heimsstyrjöldina síðari, sem
Bandaríkjamenn tapa heimsmeist-
arakeppninni í bridge. Árið 1950
unnu Bandaríkjamenn lið frá Sví-
þjóð og íslandi og einnig Eng-
lendinga. Árið eftir unnu þeir
ítalskt lið í Napolí, 1952 sænskt
lið í New York, 1953 franskt lið
í Monte Carlo,.en 1954 tókst Eng-
lendingum að sigra í New York,
og nú hafa Frakkar afíur leikið
sama bragð. Samkvæmt þeim út-
reikningi, sem áður hefir verið
notaður við heimsmeistarakeppni,
þ. e. að leggja saman heildarupp-
hæðina, hlutu Frakkar 86.890 stig,
en Bandaríkjamenn 82.350 stig.
Þjóðleikhúsið frumsýnir
,Mann og konu’ n.k. föstudag
Leikritið „Maður og kona“ verður frumsýnt í Þjóðleik-
húsinu á föstudaginn kemur og kallaði þjóðleikhússtjóri,
Guðlaugur Rósinkranz, á blaðamenn í gær og skýrði þeina
frá framgangi málsins. Kvaðst hann vera sannfærður um, að
því myndi verða vel tekið eins og öllum þeim íslenzku leik-
ritum, sem leikhúsið hefir tekið til meðferðar, eins og
Skugga-Sveinn, Gullna hliðið og Piltur og stúlka. i
Séra Sveinn Víking-
ur, biskupsritari,
sextugur
Séra Sveinn Víkingur Grímsson,
biskupsritari, er sextugur í dag. —
Hann er fæddur í Garði í Keldu-
hverfi, sonur Gríms Þórarinssonar
bónda þar og konu hans Kristjönu
Kristjánsdóttur frá Víkingavatni.
Séra Sveinn tók prestsvígslu 1922,
var fyrst aðstoðarprestur að Skinna
stað, síðan settur prestur í Þór-
oddsstaðapreslakaili tvö ár og 1926
skipaður prestur að Ðvergasteini
við Seyðisfjörð og gegndi því kalli
alllengi. Árið 1942 varð hann bisk-
upsritari og hefir gegnt því em-
bætti síðan. Kvæntur er Sveinn Sig-1
urveigu Gunnarsdóttur frá Skóg-
um í Öxarfirði.
Séra Sveinn Víkingur er þjóðkunn
ur maður, bæði af prestsskap sín-
um, biskupsritarastöríum, félags-
störfum, ritstörfum og ræðu-
mennsku. Hann er gáfaður maður
og býr yfir óvenjulega þroskaðri
kímnigáfu. Ræðumaður er hann
með afbrigðum góður og beitir þá
oft kímninni af fágætri list en þó
hófsemi. Eru tækifærisræður hans
alkunnar. Ritgerðir hans á víð og
dreif, svo og þýðingar, bera og
málsnilld hans glöggt vitni. Sem
útvarpsfyrirlesari hefir hann orðið
mjög vinsæll. Séra Sveinn Víkingur
á miklum vinsældum og trausti að
fagna meðal samferðamannanna .
Varanlegan frið.
Forsetinn sagði í boðskap til
þingsins, að markmið Bandaríkj-
anna væri að skapa grundvöll var-
anlegs friðar í heiminum. Ekki
kvaðst hann efa, að þjóðir þær, er
lúta yfirráðum kommúnista þráðu
einnig frið ekki síður en banda-
ríska þjóðin. Ráðamenn þeirra
hefðu ekki viljað gera neinar þær
raunhæfar ráðstafanir, sem dregið
gætu úr vígbúnaði og stríðshættu.
Kjarnorkuknúin herskip.
Eisenhower kvað Bandaríkin
verða að leggja áherzlu á land-
varnir sínar, svo að engin þjóð
þyrði á þau að ráðast. Miklu fé
yrði varið til að eíla flugher og
flota. Hafin yrði smíði kjarnorku-
knúins beitiskips og flugvélaskips.
Þá væri einnig á fjárlögum áætl-
að mikið fé til kjarnorkurannsókna
Leikrit þetta er samið upp úr
skáldsögu Jóns Thoroddsen og
hafa þeir Emil Thoroddsen og Ind-
riði Waage unnið að því. Leikritið
var fyrst sýnt 1933 á jólum og
hlaut þá miklar vinsældir. Aftur
var það sýnt 1945 við góða aðsókn.
Leikstjóri í bæði skiptin var Ind-
riði Waage, sem er það einnig í
þetta skipti. Þjóðleikhússtjóri kvað
þessi gömlu, þjóðlegu leikrit alltaf
vera vinsæl, enda væri mjög þýð-
ingarmikið að leikhúsið væri eins
konar tengiliður milli fortíðar og
nútíðar — á milli fornrar og nýrr-
ar menningar. Þetta væri ekki sízt
þýðingarmikið, þar sem þjóðin er
nú að vaxa frá þeim lifnaðarhátt-
um og unga fólkið þekkti elcki
lengur þau kjör, sem þá voru.
Þetta væri menningarstarf, sem
leikhúsinu væri skylt að inna af
hendi.
og kjarnorkuvopna. Einnig til til-
rauna með vopn, einkum, raketlur.
Forsetinn drap einnig á tillögu
þá, sem hann lagði fyrir þingið
um daginn, varðandi fjárhagslega
aðstoð við erlend vinveitt ríki, sem
skammt eru á veg komin tækni-
lega og efnahagslega og yrði sú
aðstoð miðuð við langt árabil.
Hvetur forsetinn mjög til að þingið
fallist á tillögur hans um þetta
efni.
Bílfæri erfitt |
um Skagafjörð j
Frá fréttaritara Tímang
á Sauðárkróki 14. jan.
Tíð hér í Skagafirði hefir verið
mjög slæm að undanförnu og færð
ill. Færðin er sérstaklega erfið
í Viðvíkursveit, Hegranesi og í
Hjaltadal. Einnig er erfitt frá
Sauðárkrók og framundir Reyni-
stað. Skefur jafnóðum í slóðirn-
ar þótt verið sé að ýta af vegin-
um annað slagið. |
Fremur lítill snjór er í fram-
héraði, framarlega í Blönduhlíð og
í Lýtingsstaðahreppi. Virðist sem
skipti nokkuð um með snjóþyngsl
in hjá Reykjarhóli. Vegna þess-
ara snjóþyngsla í úthéraði geng-
ur fremur erfiðlega að koma
mjólkinni hingað til Sauðárkróks.
GÓ. i
---------—--------—-------«
Enginn ágreiningur
nm fiskverð eða
samninga
Frá fréttaritara Tímans
í Vestmannaeyjum.
í Vestmannaeyjum ríkir nú sér
kennilegt ástand í útvegsmálum.
Stéttarfélög sjómanna og útvges-
manna hafa framlengt óbreytta
alla kaup- og kjarasamninga, þar
með ákvæðin um hlutaskipti og
fiskverð.
En þrátt fyrir það, að allir samn
ingar eru í lagi og ekkért her á
milli stéttarfélaga sjómanna og
útgerðarmanna, er engin útgerð í
gangi í Eyjum. Útgerðarmenn
hafa allflestir skuldbundið sig til
þess að hefja ekki róðra, fyrr en
boð kemur um það frá Reykjavík,
að hefja megi róðya.
(Framhald á 7. síðu.>
Bandaríkin leggja áherzlu á
eflingu flughers og flota
Eisenhower leggvir fram fjárlagafrumvarp
Washington, 16. jan. — Eisenhower forseti lagði í dag
fyrir þjóðþingið frumvarp til fjárlaga fyrir fjárhagsárið, sem
hefst 1. júlí n. k. Samkvæmt því er gert ráð fyrir hallalaus-
um fjárlögum, en niðurstöðutölur fjárlaganna eru 56.000
milljónir dollara. Tveir þriðju hlutar af útgjöldum ríkisins
eru ætlaðir til landvarna og aðstoðar við erlend ríki.
Egyptaland lýst lýðveldi
Forsetakjör 23. júní n.k.
Kairó, 16. jan. — Nasser forsætisráðherra Egyptalands
lýsti í dag við hátíðlega athöfn í Kairó yfir gildistöku nýrrar
stjórnarskrár fyrir landið. Samkvæmt henni verður Egypta-
land lýðveldi. Tekið er fram, að ríkið sé arabiskt og hið
opinbera mál sé arabiska. r , < T"
Forsetakosningar
í Finnlandi
Helsinki, 16. jan. — í dag. og á
morgun fara fram forsetakosning-
ar í Finnlandi. í kvöld var sagt,
að kjörsókn í dag hefði víða verið
mjög mikil, enda var mikill hiti í
kosningabaráttunni. Alls eru fram-
bjóðendur 6 flokka í kjöri. Kekk-
onen forsætisráðherra er í kiöri
fyrir Bændaflokkinn, en Fager-
holm þingforseti fyrir jafnaðar-
menn. Ekki er talið auðvelt að
segja fyrir um úrslitin. Kosnir eru
kjörmenn, sem síðan kjósa forseta.
Þá er einnig kveðið svo á að
ríkistrú landsmanna sé múhameðs
trú.
Þing í einni deild.
Þingið verður í einni deild og
fulltrúar til hennar kosnir til 5
ára í senn. Forseti verður hins
vegar kjörinn til 6 ára og er sér-
staklega tekið fram, að hann megi
ekki vera skyldur eða venzlaður
Farúk fyrrv. konungi landsins.
Þá lýsti Nasser forsætisráðherra
yfir því, að forseti yr$i: í fyrsta
sinn samkv. þessari stjðrnarskrá
kjörinn 23. júní n. k. og þá fer
einnig fram atkvæðagreiðsla um
stjórnarskrána sjálfa. — 'Síðan
Farúk konungur var rekinn frá
völdum fyrir nálega þrem árum,
hefir byltingarráðið farið með völd
í landinu. Það lofaði hins vegar
þegar í upphafi að landinu skyldi
fengin ný stjórnarskrá innan
þriggja ára og hefir nú efnt það
loforð.