Tíminn - 20.01.1956, Qupperneq 3
16. blaS.
TIMINN, föstudaginn 20. janúar 1956.
ITALSKAR URVALS
SAFAMIKLAR VÍTAMÍNRÍKAR
fást nú í öllutn matvöruverzlunum
! slendirLgajDættir
Dánarminning: Benedikt Frímann Magnusson
Það teljast ekki mikil tíðindi,
og fáir hrökkva við, þótt frétt
berist um, að maður á níræðis-1
aldri hafi kvatt þennan heim og
flutzt yfir landamærin miklu. Það
vár varla vonum fyrr. En gömlum
vinum og samferðamönnum verð
ur fyrir að segja með Stefáni G.
Stefánssyni:
Manni bregður samt að sjá,
sætin auðu á bekknum.
Gamlar minningar rifjast upp
og þoka til hliðar um stund hvers-
dagslegri hugsun í önn og bjástri
hins hversdagslega lífs.
Þeim fækkar óðum, sem áttu
æsku sína og þroska á dapurleg-
um árum níunda tugs síðastliðinn-
ar aldar, harðindaárunum óskap-
legu, er lögðu hramm sinn svo
þungt á allt, sem lífsanda dró í
okkar kalda og harðbýla landi, að
mikill valur lá eftir í slóðinni.
Þeir, sem ungir voru að árum
og óharðnaðir og komust þó klakk
laust að kalla úr þeirri gerninga-
hríð, hlutu að bera þess menjar
síðar. Fellisvorið mikla 1887 gekk
Benedikt Magnússon, tökudreng-
ur á Síðu, smávaxinn og grann-
leitur til spurninga að Höskulds-
stöðum hjá sóknarprestinum séra
Eggert Ó. Briem. Á prestssetrinu
vár borinn fyrir hann sami kostur
og þá var algengastur á hverju
býli, horket af föllnu eða felldu
fé, vatnsgrautur og mjólkurlögg.
Hann fylgdist með prestinum út
að Hofi, til þess að íermast þar.
Leiðin lá um byggð, sem mikið af-
liroð hafði goldið um veturinn og
vprið, meðal annars misst tuttugu
og sjö menn í sjóinn. Hún var
sém herjað land.
Benedikt Frímann, fátæklega
búinn, umkomulaus piltur, hlaut
sáttrriála við guð sinn og var leidd
ur inn í raðir fullorðins fólks.
Þessi drengur, sem var svo trúr
í hverju starfi, er honum var fal-
ið að hann mátti ekki vita þar
misbrest á og lá andvaka um næt-
ur, ef vantaði um kvöldið af kvía-
ánum, sem hann skyldi gæta, var
sem í öðrum heimi meðan ferm
ingarathöfnin fór fram. Fóstur-
foldin hafði fengið honum vega-
nesti til æviferðarinnar, þá trú og
fúllvissu, að maðurinn er mátt-
vana án stuðnings frá guði sínum
og með ekkert má fara gálauslega
sem manni er gefið, eða er trúað
fyrir. Þessi trú entist honum til
æviloka, hvað sem leið byltingum
og kollsteypum í hugum og hátt-
um með þjóðinni um hans daga.
Benedikt Frímann Magnússon
fæddist á Sölvabakka í Höskulds-
staðasókn, 24. júní 1873. Foreldr-
ar hans voru Magnús Brynjólfs-
son bóndi í Bólstaðarhlíð og Rósa
Benediktsdóttir á Syðra Hóli Jóels
sohar en kona Benedikts, móður
Rósu var Guðrún Guðmundsdóttir
prests í Reykjadal Guðmundsson-
ar, hálfsystir séra Hjálmars á Hall
orihsstað. Bræðrungar Benedikts
Magnússonar voru hinir kunnu
gáfumenn og skörungar vestan
hafs, Skafti þingmaöur í Dakóta
og Magnús lögfræðingur Brynjólfs
synir ’frá Skeggsstöðum í Svart-
árdal, Brynjólfssonar í Forsæludal
Magnússonar, og er sú ætt skag-
firzk lengra fram. Benedikt var
ekki skírborinn. Faðir hans var
annari konu kvæntur og fór til
Ameríku, er sonur hans var barn
að aldri. Benedikt ólst upp með
móður sinni og stjúpa, Sölva Jóns
syni. Þau voru bláfátæk og á hrak
hólum. Ofermdur fór hann úr
þeirra húsum til vandalausra.
Hann var vinnumaður og lausa-
maður og við ýmiss konar störf og
fór fullorðinn maður í búnaðar-
skólann í Ólafsdal. Þar var hann
tvö ár hjá hinum mikla búnaðar-
frömuði Torfa Bjarnasyni skóla-
stjóra. Mat Benedikt síðan engan
mann til jafns við Torfa í Ólafs-
dal.
Eftir að Benedikt kom úr skól-
anum vann bann að jarðabótum á
ýmsum stöðum, en stundaði barna
kennslu á vetrum. Til þess var
tekið hve vandvirkur og nákvæm-
ur hann var við jarðabæturnar.
Þar var hann flestum vandlátari
og þótti sumum bændum og vinnu
félögum hans við of. En hann
hafði svar á reiðum höndum. „Við
eigum að gera slétturnar svo úr
garði, að þúfurnar gangi ekki aft-
ur í okkar tíð“.
Benedikt hóf búskap á Vind-
hæli 1906 og bjó þar þrjú ár ó-
kvæntur. Móðir hans var þar með
honum og stjúpi og var hún fyrir
ráðum innan stokks. Vorið 1909
flutti hann að Spákonufelli og
giftist Jensínu, dóttur Jens bónda
þar Jósefssonar. Spákonufell var
gamalt höfuðból, mikil jörð og
góð, en hafði hlutazt sundur við
eríðaskipti. Benedikt riáði brátt
haldi á tveim þriðjungum jarðar-
innar og rak Stórt bú á mæli-
kvarða þeirrar tíðar. Kona hans
var búkona í bezta lagi og hélt
öllu í sínum verkahring í föstum
skorðum hefðbundinnar ættar-
venju. Þar var allt á traustum
grunni, og þrátt fyrir harða vet-
ur hvern af öðrum, svo aö mörg-
um bónda várð þröngt fyrir dyr-
um, var jafnan gnótt í búi á Spá-
konufelli.
Fljótt hlóðust á Benedikt friarg
vísleg störf í þágu sveitarinnar.
Vorið 1907 var hann kósinn í
hreppsnefnd og átti þar sæti sam
tals tólf ár. Oddviti var hann 1916
—1919. Hann var lengi í stjórn
búnaðarfélags. sveitarinnar, í sókn
arncfnd og mörgum nefndum öðr
um. í stjórn Verzlunarfélags Vind
hælinga (nú Kaupfélag Skagstrend
inga) var hann frá stofnun þess
1907 og því nær samfleytt til 1923
en eftir það endurskoðandi í tvö
ár. Formaður félagsstjórnar og
framkvæmdastjóri var hann 1910
—1912. Ilann var því lengi mjög
tengdur •kaupfclaginu og átti sinn
þátt í vexti þess og viðgangi, þótt
aðrir væru þar lengstum meiri
sþorgöngumenn.
Bénedikt var Iétt um mál og
góður ræðumaður, rökvís, hófsam
ur og sanngjarn. Hann var og rit-
fær 'vel, en beitti því lítt, skrif-
aði þó nokkrar blaðagreinar.
ÖIl störf, sem Benedikt voru
falin, rækti hann af mikilli alúð
og samvizkusemi. Hann kastaði
aldrei hcndum til neins.
Vorið 1925 fíúttu þau hjónin
búferlum til Reykjavíkur, keyptu
húsið nr. 3 við Grundarstíg og
bjuggu þar síðan. Nokkur ár rak
Benedikt verzlun, en hvernig sem
það var, átti hann ekki heima í
því starfi, og það varð honum ekki
ábatasamara en búskapurinn á
Spákonufelli.
Það mun satt, að Benedikt tók
nokkuð nærri sér, er á herti, að
kveðja bú og jörð, og kunni aldr-
ei vel við sig í Reykjavík, að
kosti ekki fyrstu árin.
Hann var að eðli og uppeldi sveita
maður, og það var hann í huga og
hjarta til æviloka, þótt hann eyddi
þrjátíu síðustu árunum í höfuð-
borginni. Þar festi hann aídrei
rætur og var í rauninni rótarslit-
inn kvistur, eftir að hann rúmlega
fimmtugur scldi af höndum bú og
jörð og hvarf frá félagsmálum
sveitar sinnar. Hugurinn var allt-
af nyrðra, bundinn við það er þar
gerðist, við gengi fólksins, fram-
farir í búskap, framkvæmdir í fé-
lagsmálum. Um það þóíti honum
gott að ræða við gamla vini, er
til hans komu.
Einkasonur þeirra Benedikts og
Jensínu var séra Jens, blaðamað-
ur og rithöfundur. Hann lézt úr
lömunarveiki 1. des. 1946, frá
konu og tveimur dætrum kornung
um. Fráfall hans var mikið áfall
vandamönnum. Nú er Benedikt
einrdg genginn ir.n fyrir fortjald-
ið mikla. Hann lézt 18. des. s. 1.
Góður maður hefir lokið vegferð
sinni. M. B.
AðaffuiicEur Framsóknar
féi. Borgarfjarðarsýslu
Daníei ágúsfínussoei fræ|arsf|éri 'kförtan formaSur
Framsóknarfélag Borgarfjarðarsýslu hélt aðalfund sinn
á Akranesi sunnudaginn 11. des. s.l. Fundarstjóri var kjör-
inn Guðmundur Björnsson kennari á Akranesi, og fundar-
ritari Guðmundur Brynjólfsson, oddviti Hrafnabjörgum.
Formaður félagsins, Haukur Jör-
undsson, kennari á Hvanneyri,
gerði grein fyrir störfum félagsins
á síðasta ári. Vegna dvalar erlend-
is um sinn baðst hann undan end-
urkosningu og voru honum þökk-
uð vel unnin störf í þágu félagsins
á liðnum árum. Formaður var kjör-
inn Daníel Ágústínusson bæjar-
stjóri á Akranesi. Aðrir í stjórn
voru endurkjörnir, en þeir eru:
Guðmundur Björnsson, Akranesi,
Ingimundur Ásgeirsson, Hæli, Þor-
grímur Jónsson, Kúludálsá ’og Þór-
ir Steinþórsson, Reykholti. Vara-
menn: Jón Þórisson, Reykholti og
Þórhallur Sæmundsson, Akranesi.
Endurskoðendur: Jón Pétursson og
Jónas Márusson, Akranesi.
FuIltrúaráSið.
Fulltrúaráðið er skipað einuni
manni úr hverjum hreppi sýslunn-
ar. í það voru kjörnir: Gestur Jó-
hannesson, Giljum, Sturla Jóhann-
esson, Sturlureýkjum, Þöfsteinn
Kristleifsson, Gullberastöðum, Sig-
urður Daníelsson, Indriðastöðum,
Jón Jakobsson, Varmalæk, Krist-
inn Júlíusson, Leirá, Guðmundur
Brynjólfsson, Hrafnabjörgum, Guð-
mundur Þorsteinsson, Klafastöð-
um, Ellert Jónsson, Akrakoti og
Þórhallur Sæmundsson, Akranesi.
Daníel Áoústínusson
Þá vcru lcjörnir jafnmargir varc.■
menn.
Rætt urn Etjórnmálaviðhorfið.
Að loknum aðalíundarstör'fum
hófust umræður um stjórnmála'
viðhorfið og flutti Steingrímu].’
Steinþórsson landbúnaðarráðherrí!
tFramhaid & ð. slðu.)
Tætarar frá Rotary I-Ioes í Englandi hafa verið notaðir hér á landi í mörg ár hjá
Landnámi ríkisins, BúnaSarskólunum að Hvanneyri og Hólum, og hafa tætararnir
hlotið' lof og meðmæli Verkfæranefndar ríkisíns.
Tætararnir fást afgreiddir fyrir Ferguson, Fordson og fleiri gerðir hjóladráttavéla, og
kosta ca kr. 10.000.00. Einnig fást tætararnir fyrir beltadráttarvélar.
Þeir bændur, sem tryggja vilja sér taetara fyrir vorið, þurfa að senda pantanir sínar
sem allra fyrst.
eifdverziunin HEKLA h.f.
Hverfisgötu 103. — Sími 1275