Tíminn - 20.01.1956, Page 4
TfMFNN, föstudaginn 20. janúar 1956.
l&'bJaa-*'
«
Wiítiam. Ö. Öouglas, hæstaréttardóínári:
Nýlendustjórn Rússa
Síðari grein
£ Það, sem mönnum kemur fyrir
sjónir, gefur til kynna, að Rússar
hafi kómizt, langt í því að skipa
svokallaðri '„menningu“ virðingar-
sess meðal þessara Asíuþjóða.
Rússar hafa tekið frá hinni fornu
xnenningu aðeins það, sem hentar
kommúnistiskum markmiðum.Eins
ber þó að geta — Rússar hafa gert
mikið fyrir leikhúsin í Mið-Asíu.
Fyrir 1917 höfðu Kazakarnir tón-
list og balletta, en engin leikhús
eða leiksvið. Rússar komu með
leikhús, óperu og ballett til Kazk-
hastan, þar sem þeir urðu varir við
miklar, duldar, listrænar gáfur hjá
Kazökum. Ég sá kirgískar ballet-
dansmeyjar, sem höfðu lært í
Moskvu, sýna ballet með slíkri
leikni, að sýnt var, að jafnvel lista-
mennirnir í Moskvu höfðu eign-
azt jafnoka.
En Rússarnir nota listir hinna
innfæddu til að koma á framfæri
hinum kommúnistiska málstað.
Jafnvel ástarsenurnar eru látnar
túlka áróður kommúnista.
Við byrjun hverrar leiksýning-
ar í Tataraleikhúsinu í Tashkent
eru sungnir lofsöngvar um Lenin
og stefnu kommúnista. í dönsum
og ballettum er aðallistakonan
jafnan ungfrú Rússland, sem á að
tákna forystuhlutverk Sovétstjórn-
arinnar í öllum málum þessara
tengdu Asíuþjóða. Rússland hefir
ætíð haldið á lofti því, sem komm-
únistiskir þjóðernissinnar óttuðust
mest og ekki að ástæðulausu —
þ.e.a.s. alger rússnesk yfirráð yfir
þessum löndum og að allt skuli
gert þar eins rússneskt og mögu-
legt væri. Þetta er sumpart eðli-
leg afleiðing rússneskra landvinn-
inga og sumpart þaulhugsuð áætl-
un. í Mið-Asíu eru feikimikil nátt-
úruauðæfi. í Uzbekistan er mikið
af úraníum og Kazakhstan er auð-
ugasta krómland í heiminum. í
þessum löndum er framleitt meira
en 50% af öllum kopar, blýi og
zinki Rússa. Margir aðrir málmar
finnast í Mið-Asíu, og mikil þörf
er á meirTvérksmlðTum til þess að
vinna þá. Það er Rússland, en ekki
löndin í Mið-Asíu, sem hefir næg-
ar verkfræðingasveitir til að vinna
verkið. Og Rússarnir fluttust til
þessara landa — og enn koma þeir
í stríðum straumum. Fyrir októ-
berbyltinguna var Mið-Asía feiki-
lega víðáttumikið lénsríki með
sáralitlum iðnaði. í dag má kalla
það með réttu vopnabúr Sovét-
ríkjanna — kjarnorka, kolanámur,
koparbræðsla, stálverksmiðjur, olíu
vinnsla, vefnaðarverksmiðjur af
öllum gerðum og óteljandi verk-
smiðjur, sém framleiða allt frá
landbúnaðaráhöldum til stórvirkra
véla. v A
Iðnaðarverksmiðjurnar eru byggð
ar af Rússum og Rússar stjórna
þeim. Þeir voru í öllum mikilvæg-
um stöðum í öllum þeim verk-
smiðjum, sem ég heimsótti. Flest-
ir verkamennirnir eru frá ná-
grenni verksmiðjanna. Nokkrir
þeirra hafa komizt áfram til á-
byrgðarmeiri embætta, þannig að
þeim er falin verkstjórn. Þarna
voru Kazak-verkfræðingar, Uzbek-
deildarstj órar, Kirgísa-verkstj órar,
tyrkneskættaðir vélfræðingar og
framkvæmdastjórar frá Tadzhikíu.
En ég veitti því eftirtekt, að í
hverri þeirri verksmiðju, sem hin-
ir innfæddu voru fjölmennari
Rússum í verkstjórastöðum, þá
voru það undantekningarlaust
Rússar, sem höfðu alla yfirstjórn
með höndum. í Moskvu er rekinn
áróður fyrir því, að Rússar gerist
innflytjendur í þessum löndum
Mið-Asíu. En Moskva lætur ekki
sitja við áfrýjunarorðin ein. Það
er lofað fjárhagslegri aðstoð og
verðlaunum. Hver Rússi, sem fer
til starfs í Mið-Asíu, hvort sem
hann er læknir, kennari, verkfræð-
ingur eða framkvæmdastjóri, fær
30% hærri laun heldur en Asíu-
manninum eru greidd fyrir sömu
vinnu. í þessum launamálum hafa
Sovétríkin tekið upp sömu stefnu
eins og Frakkar í Norður-Afríku.
Rússanum, eins og Frakkanum,
sem fer til starfs við nýlendu-
Jandamæri lands síns, er greitt
meira fyrir vinnu sína heldur en
hinum innfædda, sem hefir sömu
þjálfun og hæfileika við nákvæm-
lega sama starfið.
Rússar hafa streymt inn í Mið-
Asíu í slíkum stórhóþuin, að
vandamálin eru víða mjög við-
kvæm. Hvar sem ég fór, spurði ég:
„Hve mikill þluti borgarinnar er
rússneskur?" Svarið var næstum
alltaf -á sömu leið: „20—50%.“
Samt var það augljóst, að í höfuð-
borgum fimm þessara Mið-Asíu-
landa voru að minnsta kosti um
50% borgarbúa rússneskir.
Auðvitað eru Asíumenn á papp-
írnum æðstu menn stjórnanna í
þessum löndum og gildir það sama
um embættismenn í bæjum og
ráðherra í ríkisstjórnum. Og meiri
hluti af löggjafarsamkundum þess-
ara landa samanstendur af Asíu-
mönnum. Rússar hafa tekið þá
stefnu að vera ekki á oddinum eins
og það er kallað — heldur stjórna
með öðru móti. Aðalráðgjafi borg-
arstjórans í Kazakh er Rússi. Aðal-
ráðgjafi menntamálaráðherrans er
Rússi og; ef við víkjum að lögregl-
unni — MVD — þá er mikill meiri
hluti æðstu mannanna Rússar. Það
leikur enginn vafi á því, að
Moskva ræður þarna lögum og lof-
um.
Samkvæmt stjórnarskrá Sovét-
ríkjanna eru það 32 ríkisstarfs-
menn, sem hafa beina stjórn yfir
staðarlegum málefnum ríkjanna.
Þar með talið eru t. d. samgöngur,
framkvæmdir í borgum, raforka,
kol, málefni verkamanna og fleira.
Það eru 23 ráðuneyti í Moskvu,
sem fjalla um málefni landanna í
Mið-Asíu. M. a.: Lögreglumál,
menntun, heilbrigðismál, landbún-
að, lög og rétt og svo framvegis.
Með öðrum orðum: Miðdepill hins
stjórnmálalega valds þessara ríkja
er í Moskvu. Þó að Asíumenn
gegni öílum mikilsverðustu emb-
ættum, hafa þeir samt sem áður
ekkert raunverulegt vald og geta
engar ákvarðanir tekið. Ákvörðun-
in um að byggja nýjan skóla í
Frunze eða planta í 1000 ekru
landssvæði verður að vera tekin
í Moskvu. í þessum stjórnardeild-
um er enginn fulltrúi frá þessum
Mið-Asíuþjóðum. Asíumaðurinn
þarna eyðir miklum tíma í alls
kyns kosningar. Auk allra kosning-
anna í margvíslegar Sovét-nefndir
og á Sovét-þing, kýs verkamaður-
inn á samyrkjubúinu nefndina,
sem stjórnar búinu. Ef hann vinn-
ur í verksmiðju eða við járnbraut-
irnar, þá kýs hann fulltrúa í nefnd
og stjórn verkalýðsfélaganna. En
áður en nokkur fær að vera í kjöri
eða hljóta kosningu, verður hann
að hljóta samþykki kommúnista-
flokksins. Það er enginn annar
flokkur leyfður. Kommúnistaflokk
urinn er mjög öflugur — miklu
öflugri en sjálf stjórnin. Æðstu
mennirnir eru Nikolai Bulganin,
sem er fulltrúi stjórnarinnar, og
Nikita Krushchev, æðsti maðurl
flokksins. Flokkurinn er á margan
hátt hliðstæður stjórninni. Það er
skipuleg flokksstarfsemi í hverju
fylki Sovétríkjanna. Flokkurinn
ræður ríkjum í hverri borgar-
stjórn. Kommúnistaflokkurinn er
hvarvetna skipulagður til meiri
valda — í verkalýðsfélögum, há-
skólum, samyrkjubúum og yfirleitt
allsstaðar þar, sem því verður við
komið. Flokkurinn er hið vakandi
auga — eins konar „augu og eyru
konungsins“, sem skýra Moskvu
frá hverju fráviki frá rétttrúnað-
inum, frá hverri þeirri hreyfingu,
sem beinist gegn nýlenduveldinu.
Það hættulegasta af því tagi eru
hugsjónir þjóðernisstefnunnar og
réttur þjóðanna til frelsis og sjálfs-
ákvörðunarréttar.
Alger aðskilnaður ríkir í skól-
um landsins. Innfæddir kennarar
kenna við skóla þeirra innfæddu
og rússneskir kennarar eru við
skóla Rússanna. í skólum hinna
innfæddu fer kennslan fram á máli
þeirra, en í rússnesku skólunum á
þeirra eigin máli. f rússnesku
skólunum eru haldin námskeið í
máli hinna innfæddu, en enginn
í Miö-Asíu
er skyldugur til að leggja það á
sig að læra það. Aftur á móti eru
hinir innfæddu skyldaðir til þess
að læra rússnesku í skólum sín-
um. Þetta er eitt atriðið í þeirri
stefnu Sovétstjórnarinnar að
þröngva rússneskum áhrifum inn
í lönd Mið-Asíu. Blöð Sovétríkj-
anna hafa á undanförnum árum
rekið mikinn áróður gegn landi
mínu, vegna þess, að í fáum ríkj-
um okkar eru sérstakir skólar fyr-
ir blökkumenn. Einn meðlimur
kommúnistaflokksins hafði gaman
af því að nefna þetta við mig, en
þegar ég spurði hann um ástand-
ið í þessum málum í Mið-Asíu,varð
fátt um svör. Stjórnarskrá þessara
Mið-Asíuríkja á að tryggja þegn-
unum rétt til að menntast og læra
á máli hinna innfæddu. En Sovét-
ríkin hafa séð fyrir því ákvæði.
Tilgangurinn með þessu stjórn-
arskrárákvæði var greinilega sá,
að komandi kynslóðir héldu sínu
eigin tungumáli og anda þjóðlegr-
ar vakningar. Flestar þessara
þjóða hafa mikið af fornum, þjóð-
legum siðum og munnmælum, sem
geymzt hafa ýmist í bókmenntum
eða sál þjóðanna. Ef unglingunum
yrði kennt þetta forna móðurmál,
hefðu þeir greiðan aðgang að þess-
um gullaldarbókmenntum þjóða
sinna. En Rússar komu auga á
mikla hættu fyrir þá, þar sem
þessar bókmenntir voru, því að
þær hvetja menn til þjóðernis-
stefnu og myndu skapa einingu
þjóðanna um frelsi og -sjálfstæði.
En á mjög kænlegan hátt breyttu
Rússar þessu ákvæði stjórnarskrár
innar og gáfu út skipun um að
taka upp rússneskt stafróf í lönd-
um þessum. Börnum og ungling-
um er nú kennt þetta stafróf í
stað hins persneska og tyrkneska,
sem tíðkazt hafði um aldir. Af
þessari ástæðu getur ungt fólk i
löndum þessum aðeins lesið þær
bækur, sem prentaðar eru með
rússneska stafrófinu. Þar sem
Sovétríkin hafa þannig algera
stjórn yfir allri bókaprentun, þá
I koma þeir í veg fyrir, að ungt fólk
geti lesið hinar klassísku bók-
menntir um dáðir forfeðranna.
• í æðri skólum er allt kennt á
rússnesku. Ef maður frá Uzbek vill
verða verkfræðingur, læknir, land-
búnaðarsérfræðingur eða lyfja-
fræðingur, þá verður hann að
nema við háskóla, þar sem öll
kennsla fer fram á rússnesku. Hon
um er ekki meinuð háskólagangan
— en í raun og veru er honum gert
erfiðara fyrir heldur en rússnesk-
um námsmönnum.
í Sovét-Mið-Asíu velur kommún-
istaflokkurinn meirihluta dómend-
anna úr röðum hinna innfæddu.
En flokkurinn gætir þess ætíð að
bæta við dómendatöluna rússnesk-
um kommúnistum, án þess að þeir
séu í meirihluta. Þess vegna lítur
það þannig út á yfirborðinu, að
hinir innfæddu stjórni dómstól-
unum. Vissulega er brotlegur Ka-
zaki yfirheyrður fyrir rétti Kazaka
sjálfra. En það er ekki raunin á,
þegar Rússi brýtur eitthvað af sér.
Fyrst þegar það kemur fyrir, er
öllum réttarreglum breytt og Rúss
ar ráða lögum og lofum í réttar-
salnum rétt eins og franskir dóm-
arar í Norður-Afríku.
Þrátt fyrir 40 ára ógnarstjórn
Rússlands, logar enn eldur þjóð-
ernisstefnunnar í Mið-Asíu. Menn
verða að gerast meðlimir þjóðfé-
lagsins, tala málið og öðlast traust
hinna innfæddu til að skilja kraft
þjóðernisstefnunnar til fulls. En
hún lifir svo sannarlega. Við finn-
um hana ekki prentaða á pappír
eða í samtölum manna á milli. En
við og við varð ég var við hana.
Margir bændur og verkamenn
héldu mér veizlur. í þessum veizl-
um var drukkin skál margra —
skál heilsu og hamingju — til frið
ar og vináttu — skál fyrir Bulgan-
in og Eisenhower. Ég hélt ræðu,
þar sem ég bað menn að drekka
skál fyrir þjóðum Asíu — fyrir
sögu Asíumanna og hetjum. í Ash-
kabad lagði ég áherzlu á vináttu-
bönd við Tyrki og í Stalinabad við
(Frambald á 5. síðu.)
Refur bóndi er kominn aftur,
og tekur til við kveðskapinn.
Þessi staka er kveðin í Myrk-
árdal:
Gljúfrabúans yzt sem innst
ómar Rammislagur.
Myrkárdalur mér því finnst
merkilega fagur.
Eftirfarandi vísa er kveðin á
leið yfir Öxnadalsheiði:
Faðm við breiðan fjallasals
finnast leiðir greiðar.
Yfir heiði Öxnadals
áfram „reiðin" skeiðar.
Síðari hluta sláttarins var ég
svo vestur í Staðarsveit, á Álfta-
vatni, og vann þar að heyskap. Var
heyskapur bænda þar að vonum
rýr, þó úr hafi nokkuð ræzt. Ég
kem svo að lokum með nokkrar
stökur um hin óskildustu efni:
Um stúlku eina kvað ég:
Þessi stúlka eflaust er
allra bezti „gripur“.
Það er henni með og mér
meðal hjónasvipur.
SI. vetur voru lesin upp í út-
varpinu Ijóð eftir Stein Steinar
og m. a. Passíusálmur nr. 51. Þá
urðu eftirfarandi hendingar til:
Hann Steinar víst gæddur er
óhemju andlegu þreki
og óðlist hans mörgum því
fögnuðinn hefir veitt.
Hvort finnst ykkur þiltar
ei prýðileg snilld og speki
í Passíusálminum nr. 51.
Svo er Iiér vísa um ,metin“ sem
oft eru sett:
Hátt eru metin „metin“ flest,
„met“ er ýmsir gera.
Þó er „metið“ „meta“ bezt
maður í raun að vera.
Eftirfarandi vísa þarf ekki skýr-
ingar við:
Lýgin gerir mönnum mein
meður orðum kænum.
Fjöður getur orðið ein
oft að mörgum hænum.
Og svo kemur hér vísa af öðru
sauðahúsi:
Um mig hefir andað kalt
oft á lífsins göngu.
Sáttur er ég við alla og allt
orðinn fyrir löngu.
Þá er hér að lokum ein staka ný
af nálinni:
Ef þú hlýtur innri frið,
ytri breytni vandar.
Aldrei mölur eða ryð
auðlegð þeirri grandar.
Enda ég svo þetta sundurlausa
rabb. í guðs friði.“
Refur bóndi hefir lokið kveð-
skap sínum og kunnum við hon-
um þökk fyrir.
Starkaður.
SG°/o verðlækkim
á gúmmístimplum
Stimplarnir eru búnir til í nýrri þýzkri vél og eru
miklum mun betri en þeir voru áður.
Leturtegundir skipta hundruðum.
OélayAptetiUmijaH h.f
s$ssss3SS3sss$ss$sss$$sssssss&sss&fiSfififisgfifigfigfifififififisfigfi&£g£s&&?&&ppsypT
SVFR
Árshátíð
Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn í Sjálf-
stæöishúsinu laugardaginn 4. febrúar næstkomandi.
Áskriftalistar fyrir félagsmenn liggja frammi í verzl-
uninni Veiðimaðurinn, Lækjartorgi til 26 þ.m.
Skemmtinef7idin.
*SSC$SS$S$S$SSSSSSSSSS$SS$S$S$$S3SSSSSSS$$SSSSS$SS3SSS&SSSS$8$S«
SSSSSSS$SS5SSSS$SSSSSSSSSS3SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS5SSSSSSSSSSSSÍ»SSSSS«
Ný Ijósmyndastofa
Hef opnað Ijósmyndastofu á Víðimel 19, kjallara
(inngangur frá Birkimel). Mun eftirleiðis annast allar
myndatökur á stofu og í heimahúsum. Eins í samkvæm-
um og árshátíðum.
Opið kl. 2—6 daglega. Myndatökur í heimaliúsum
pantist fyrir kl. 6.
Virðingarfyllst,
Elías Hannesson, sími 81745
eSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSðSððSSS