Tíminn - 31.01.1956, Qupperneq 5

Tíminn - 31.01.1956, Qupperneq 5
TÍMINN, þriðjudaginn 31. janúar 1956. 5 ÍJo^Jtlað. Ræða Eysteins Jónssonar I*riðjutl. 31. janúur Listaskóli ríkisins :k í'orustumenn Tónlistarskólans minntust nýlega hátíðlega 25 ára afmælis hans, sem raunar var á síðast liðnu ári. Það er óþarft að rekja það, að Tónlistarskóiinn hefir átt mikinn þátt í að aulca tónmennt þjóðar- innar. Það starf, sem forgöngu- menn hans hafa unnið, á því vissu lega skilið miklar þakkir. Margir munu hafa dregið það í efa, þegar Tónlistarskólinn byrj- aði að starfa, að slík stofnun gæti dafnáð' hér í fátæktinni og fá- menninu. Reynslan hefir sýnt það gagnstæða. Nú munu flestir sam- mála um, að án slíks skóla verði mi ekki komizt. Tóniistarskólinn er fyrsti lista- skólinn, sem starfræktur hefir verið hér á landi. Fleiri slíkir skól ai’ hafa hins vegar fylgt í slóð- ina. Myndlistarskóli hefir verið starfræktur hér í nokkur ár. Leik- listarskóli starfar nú við Þjóðleik- húsið. Reynslan hefir sýnt, að nægi- legt verkefni er fyrir alla þessa skóla. Aðsókn að þeim hefir verið mikil og á þó vafalaust eftir að vaxa stórlega. Sú spurriing hlýtur því að vakna, livort ekki sé tímabært, að hér sé komið á fót einni myndarlegri skólastofnun, lista- skóla ríkisins, þar sem tónlist- arskóli, myndlistarskóli og leik- listarskóli væru sameinaðir undir cina yfirstjórn, cn þó hverjum um sig búin eins ákjósanleg starfsskilyrði og hér verða bezt. Með því að sameina þetta, a?tti friargt að geta áunnizt. Unnt ætti að ycra að tryggja þessum skóruni 'sfófum betra húsnæði en þeir búa við nú, enda mikil um- bótaþörf á þvf sviði. J>á ætti og að vera luegt að tryggja þeim meiri og fjölbreyttari starfskrafta. Margt fleira mætti nefna, sem rök- styður þfetta mál. Það gerii; þessa skólastofnun þó kannske nauðsynlegri en nokkuð annað, að tómstundir manna eru mi yfirleitt miklu meiri en þær voru áður. Vinnutíminn er alltaf að styttast og mun halda áfram að gera það,: Þetta má vissulega vera ánægiuefni, en jafnframt cr þó vert að gera sér ljóst, að hin um auknu tómstundum fylgir nokk ur áhætta. Læra mcnn að nota þær á réttan hátt? Verða þær ekki til að skapa áhugaleysi og iðjulevsi? Rétta lausnin á þessum vanda er að beina lnigum manna og þó einkum yngra fólksins, að gagn- legri og menntandi tómstunda- iðju. Margir benda á íþróttir sem slíkan vettvang og skal hér ekki dregið úr því. En áhugaefni manna eru margbreytileg. Hug- ur margra hneigist að andlegum listnm. Hví þá ekki að glæða á- liuga þeirra fyrir þeim og ýta undir að þeir iðki þær í tómstundum sínuni? Stofnun eins og listaskóli ríkisins gæti unnið hið þarfasta verk á því sviði. Állur þorri þeirra, sem slíkan skóla sækti, myndi ekki eiga þess köst að gera listina að aðalstarfi sínu, enda ekki nema fáum gef- inn hæfileikinn til þess. Hins veg- ar myndi þetta fólk geta bæði glatt sjálft sig og aðra með því að iðka listina sem tómstunda- starf. Þetta myndi hjálpa til að gera þjóðina yfirleitt meira list- unnandi óg skapa fjölmörgum lómstundastarf, sem veitti þeim gleði og fullnægingu. Þess hafa sézt og sjást vissulega mörg merki, að almenningur hér á landi' hefir mikinn áhuga fyrir öllum þessum listgreinum. Fjöl- margir ménn iðka þær nú meira og ríiihha í tómstundum sínum. Þó mættti þeir verða miklu fleiri og þó einkum meðal hinnar yngri kynslóðar. Margt nýtt hefir líka komið til sögu, er glepur æsku- (Framh. af 4. síðu.) kallar þá, sem sigingar reka og vöruflutninga á sjó og landi styrk þega, þótt þeir hækki sína þjón- ustu, þegar eins stendur á fyrir þeim? Ætli þeim fari ekki fækkandi, sem leyfa sér að kalla bændur styrkþega þótt afurðaverð hækki, þegar framleiðslukostnaður vex svo að ekki verður um deilt. Ef útflutningsframleiðslan gæti fengið hækkað verðlag á vörum sínum eða á gjaldeyri þeim, sem fyrir vörurnar kemur og notaður er til þess að kaupa fyrir nota- þarfir allrar þjóðarinnar, mundi þá nokkur tala um styrkþega eða styrk í því sambandi? Hættulegt ástand. Menn mega ekki hika við að horfast beint í augu við stað- reyndir. Sé fiskverðinu haldið föstu með lögákveðinni fastri geng isskráningu, þótt framleiðslukostn aður vaxi, verður að bæta upp með öðru móti og þá hljóta vörur að hækka, liliðstætt því þegar iðn aðurinn, samgöngur eða landbún- aðurinn þurfa á verðhækkun að halda. Það liættulega við síhækkandi kaupgjald og verðlag, verðbólgu og uppbætur á uppbætur ofan er blátt áfram það, að braskarar og blóðsugur græða, en atorkumenn eru gerðir að styrkþegum í aug- um almennings. Slíkt ástand kann ckki góðri lukku að stýra og getur ekki stað ið til frambúðar. Engin skyldi halda, að þótt menn nú neyðist til þess að ganga á þessum braut um álaga og uppbóta, að það geti blessast til frambúðar. Það þarf að finna nýjar leiðir út úr því öngþveiti, sem við með gamla Iaginu lendum í með stuttu milli- bili. Þar þurfa að koina til, ásamt öðrum ráðstöfunum, alveg ný úr ræði í sjávarútvegsmálum, til þess að eyða tortryggni og til þess að tryggja framleiðendun- um sjálfum rétt og fullt verð fyr ir afurðir sínar. Tryggja framleiðendum sjálf- um aðstöðu, til þess að verka og selja afurðir sínar, svo að annað verði alveg óþekkt í sjávarútveg- inum. Það verður að reka fisk- iðjuverin í þjónustu framleiðsl- unnar, en ekki bátaútveginn í þjónustu þeirra. Það þarf blátt áfram að koma á sannvirðis- skipulagi við sjávarsíðuna. Uppbæturnar á smáfiskinn. Ríkisstjórnin beitir sér nú fyrir því að bátagjaldeyrishlunnindin haldist óbreytt, eins og þau voru s. 1. ár. Komið verði í veg fyrir verðlækkun á fiski til framleið- onda innanlands með því að greiða 5 aura verðlagsuppbót á allan fisk. Greiddur helmingur af trygging- argjaldi fiskibáta til þess að lækka framleiðslukostnað á þeim lið til móts við hækkanir, sem yfir hafa dunið á s. 1. ári. Hækkað verði rekstrarframlag til togara upp í 5000,00 krónur á dag. Landbún- aðurinn njóti sömu hlunninda á útflutt kjöt, gærur, ull og osta af afurðum ársins 1955 og bátaút- vegurinn nýtur fyrir afurðir þess árs. Einn er sá þáttur enn þessa framléiðslumáls, sem ég vil vekja athygli á. Um langan tíma hefir verið greitt sama verð fyrir smáfisk og stórfisk til framleiðenda. Þetta hefir gert það að verkum, m. a., lýðinn og dregur áhuga lians að því, sem ekki er aðeins fánýtt, heldur einnig skemmandi. Gegn þessu þarf vissulega að skapa mót- vægi. Fátt mun reynast vænlegra til góðra áhrifa I þeim efnum en að efla áhuga fyrir fögrum list- um og iðkun þeirra. Þess vegna gæti slík stofnun og hér er rætt um, haft mikið verk að vinna. Breyttir atvinnuhættir og ýmsar aðrar breytingar, sem eru að ger- ast í þjóðlífinu, gera nauðsyn hennar stórum meiri en verið hefir til þessa. að frystihús úti á landi, sem hafa keypt mikið af smáfiski, hafa blátt áfram lapið dauðann úr krákuskel undanfarin ár, og eru sum komin í þrot, enda þótt stóru frystihúsin í aðalverstöðvunum, sem nærri einvörðungu hafa keypt stóran fisk, hafi haft góða af- komu, að ekki sé sterkara að orði komist. Þetta byggist á því, að það kostar miklu meira að framlciða útflutningsvöru úr smáum fiski en þeim stóra. Þetta gat ckki svo til gengið lengur og var nú svo komið, að yfirvofandi var stórfellt verðfall á smáfiskinum. Ætlunin er að leið- rétta þetta með því að greiða sérstaka vinnsluuppbót á smáfisk, 26 aura á hvert kg., með því skil- yrði, að hann sc þá greiddur á- fram sama verði til framleiðcnda og stóri fiskurinn. í fyrra var einnig stigið spor í þessa átt með því að láta gjald- eyrishlunnindin standa í 50% cft ir 15. maí og verður því fyrir- komulagi einnig haldið á þessu ári. Er þetta allt mjög þýðingar- mikið mál fyrir marga og það jafn vel heil byggðarlög. Þá eru einnig gerðar sérstakar ráðstafanir, til þess að halda uppi verði til framleiðenda á ýsu og steinbít með sérstakri uppbót, en án slíkrar uppbótar hefði sá fisk- ui- hlotið að falla í verði eins og smáfiskurinn, bæði til útvegs- manna og fiskimanna. Vandfarin leið. Framleiðendum þykja þessar ráðstafanir allar naumt ákvarðað- ar af hendi ríkisstjórnarinnar og fara ekki dult með það. Á hinn bóginn er ríkisstjórninni og þing- meirihlutanum ámælt þúnglega af sumum fyrir að ganga of langt í þcssu tilliti, og skortir ekkert á stóryrðin. Það mun vera hægara sagt en gert, að hitta nákvæmlega rétta punktinn, þegar um ákvarðanir af þessu tagi er að ræða. En ég hcld, að það sé ekkert sérstakt um þessi efni. Ætli það geti ekki verið nokk uð vandasamt líka að ákveða vcrð lag á iðnaðarframleiðslu, farm- gjöldum, landbúnaðarvörum o. fl. af slíku tagi, sem ákvarðað er með samningum eða jafnvel eftir mati af hálf opinberum eða opinberum aðilum, eða t. d. kaupgjald ein- stakra stétta, svo að nokkuð sé talið. Eitt er víst, að hvernig sem til hefir tekist, þá eru þeir, sem hér hafa ráð gefið og raunar einnig þeir, sem ákvörðunum hafa að lok um ráðið, orðnir þessum málum kunnugri en flestir þeir, sem dæma stóru dómana. Þessar ráðstafanir kosta mikið fjármagn og krefjast mikillar fjár öflunar. Það mun þurfa að inn- heimta rúmlega 100 millj. króna meira á þessu ári til ráðstafana vegna framleiðslunnar en gert var á s. 1. ári. Það þarf að innheimta 137 millj- kr. á þessu ári. í fyrra voru innheimtar 37 millj. Þá með bílaskatti. Nú verður ekki hægt vegna gjaldeyriserfiðleika að ná miklu með bílaskatti og verður því að ná um 130 millj. eftir nýj- um leiðum, og því miður er ó- mögulegt hjá því að komast, að taka þá fjárhæð með almennum gjöldum. Sjónarspil kommúnista. Kommúnistar eru á hinn bóg- inn ekki í vandræðum með að setja upp sitt sjónarspil í sam- bandi við málefni framleiðslunn- ar og tekjuöflun til hennar. Þeir segja, að framleiðslan þurfi þá að fá mcira. — Yfirboð þar. Næst kemur: Landsmenn þurfa ekkert að borga. Framleiðslu sjóður þarf engin B-skírteini að kaupa, sem auðvitað þýðir þá, að útvegsmenn verða að bíða þeim mun lengur eftir bátagjaldeyris- hlunnindum. 80—90 milljónir má taka af eignum olíufélaganna, Eim skipafélags íslands, Skipadeildar Sambands íslenzkra samvinnufé- laga, tryggingafélaga og verk- takafélaganna í landinu. Það er nú mál út af fyrir sig, að olía, benzín og flutningsgjald, eru undir verðlagseftirliti og hafa vcr ið lcngi, og öll þessi félög undir skatlaálögum landsins, sem gera ráð fyrir vægast sagt ríflegum skaltgreiðslum af tekjum nema hjá Eimskip. Félögin hafa hins vegar heini- ild til þess að afskrifa eignir sín- ar og eignast þannig skip og fast- eignir og tæki m. a. En hvernig ætti að bæta upp fiskverðið með eignum þessara fé laga. Þótt þau séu vafalaust vel stæð, þá fer því áreiðanlega alls fjarri, að þau liggi með peninga tða bankainnistæður. Þvert á móti mun einmitt rekstursfjárþörf þ e. a. s. lánaþörf vel flestra þess- ara félaga, vera meðal mestu vandamála bankanna. Eitt mesta vandamálið er það, að bankarnir hafa lánað of mikið út í heild og neyðast til að draga saman. Ekki geta þeir því lánað þessum félögum marga milljóna- tugi út á eignir þeirra til þess að vcrðbæta fiskinn ofan á rekstrar- lanin, sem fyrir eru. Ekki geta félögin látið skip, olíutanka né skuldabréf upp í verðbæturnar til framleiðslunnar. Þegar frá líður, mundu gífurleg- ir skattar á skipafélögin auðvitað stórhækka fragtirnar, álögin á vátryggingarfélögin mundu hækka vátryggingaiðgjöldin og stórfelld- ar álögur á olíur og benzín hækka benzínið og olíurnar framvegis, og það jafnvel, þótt slíkt væri bann- að í bili. Þá er þetta að bankarnir borgi 20 milljónir í framleiðslu- sjóðinn. Hagnaður bankanna er fjármagnsmyndun og sumpart I raunar ætlað að mæta töpum. Ein höfuðhætta í okkar þjóðfélagi er sú, að fjármagnsmyndun verði engin og lánastarfsemi og fram- kvæmdir stöðvist. Þetta sést bezt á því, að við höfum engin sköpuð ráð með lánsfé í ræktun, bygg- ingar og bátakaup, nema taka það af greiðsluafgangi ríkisjóðs, þ.e. ef skatt og tolltekjunum. Ef menn tcldu rétt og óhætt að minnka fjármagnsmyndun bankanna lægi þá ekki næst að hækka vextina á sparifénu eða greiða vísitöluupp- bætur á sparifé, til þess með því að fyrirbyggja hér samdrátt og hrun, sem af því hlýtur að leiða, cf við búum áfram við síhækkandi verðlag og sparnaður hverfur. Það er kannske ekki nema mann legt að finna sér einhverja átyllu, til þess að vera á móti þeim miklu álögum, sem nú verður á að leggja vegna framleiðslunnar. Átelja verður þó þunglega, þegar í því sambandi er gripið til slíkra sjón- hverfinga sem hér er gert af hendi kommúnista. Hv. 1. landsk. þm. flytur till. um að leggja skatt á eignaaukningu yfir 300 þús. Sú till. er athyglis- verð að því leyti, að leita þarf leiða til þess að leggja skatt á verð bólgugróða. En þessi leið getur ekki bjargað framleiðslunni á þessu ári. Kcmur þar ýmislegl til, en m.a. það, að enginn möguleiki yrði á því að innheimta slíkan eignarskatt í reiðufé á þessu ári, til þess að bæta upp fiskinn og landbúnaðarafurðirnar. Ef greiða ætti uppbætur á fiskinn og kjötið með skuldabréfum á eignir manna, þá yrði þröngt fyrir dyrum hjá mörgum framleiðandanum. Greiðsluafgangur ríkissjóðs. Ég mun þá fara nokkrum orðum um ríkisbúskapinn. Ég gat um það í upphafi þessa máls, að á undan- förnum árum hefði verið greiðslu- afgangur, og hægt hefði verið að lækka skatta og tolla. Jafnvel á síðast liðnu ári var verulegur greiðsluafgangur. Það hefði þurft að vera hægt að leggja þennan greiðsluafgang til hliðar í framkvæmdasjóð, sjóð til framkvæmda, til þess að auka jafnvægi í byggð landsins og verja honum sérstaklega til þess að auka heildarframkvæmdir í landinu, þeg ar vottaði'-fyrir samdrætti í at- vinnunni. Með því hefði einnig fjárhagskerfið og þjóðarbúskapur- inn allur verið mjög styrktur. Þessa var þó enginn kostur, nema í mjög smáum stíl, þótt nauð synlegt hefði verið, vegna þess að Ræktunarsjóður og Fiskveiða- sjóður voru algerlega fjárþrota, til þess að sinna nauðsynlegustu út- lánum og fé það, sem ætlað var til íbúðalána reyndist hrökkva of skammt, þegar til átti að taka. Hefir ríkisstjórnin þess vegna beitt sér fyrir því, að Ræktunarsjóður fengi 22 milljónir af greiðsluaf- gangi ársins 1955, veðdeild Búnað- arbankans 2 milljónir, Fiskveiða- sjóður 10 milljónir og íbúðarlána- sjóður 13 milljónir króna. Þannig eru útlán Ræktunar- sjóðs og Fiskveiðasjóðs í haust að mjög verulegu leyti og að nokkru ieyti lánin út á íbúðirnar í kauptúnum og kaupstöðum, byggð á greiðsluafgangi rikis- sjóðs síðast liðið ár. Hefði illa farið um þessi mál, ef ríkissjóð- ur hefði ekki haft fjármagn af- gangs til ráðstöfunar í haust. Þótt afkoma ríkissjóðs síðast lið- ið ár væri góð, þá er enginn vegur að koma saman greiðsluhallalaus- um fjárlögum fyrir næsta ár, nema með því að afla nýrra tekna. Á fyrsta ári mikijlar þenslu vaxa ríkistekjurnar örar en gjöldin. Stóraukin útgjöld ríkisins. Á þessu ári koma útgjöldin vegna kauphækkananna á síðast liðnu vori fram með fullum þunga i ríkisbúskapnum og valda þar margra milljóna tuga hækkun, bæði á launagreiðslum, tryggingar- greiðslum, framlögum til heilbrigð- ismála og svo að segja á hverjum lið fjárlaganna. Auk þess koma nú til ný útgjöld vegna nýrrar lög- gjafar, sem á að setja um atvinnu- leysistryggingar, en lögfesting þeirra var ákveðin í sambandi við lausn á vinnudeilunum síðast liðið vor. Búizt er við, að tekjuskattur hækki á næsta ári vegna hækkunar á tekjum almennt á þessu ári og er gert ráð fyrir því í tekjuáætlun fjárlagafrv., en á hinn bóginn hlýt- ur innflutningur fremur að lækka en hækka, þar sem þjóðin keypti inn fyrir meira en hún aflaði á þessu ári, en það er ekki hægt að endurtaka. Til þess skortir gjald- eyrisforðann. Bílainnflutningur gaf óvenjulegar tekjur 1955. Á þessu ári verða mjög litlar tekjur af bílainnflutningi. Ný tekjuöflun. Þótt tekjuáætlun fjárlaganna sé sett upp í rúmlega 600 milljónir króna, vantar samt hart nær 50 milljónir til þess að endarnir ná- ist saman. Það varð því ekki hjá því komizt að afla nýrra tekna. Það er gert á þennan hátt: Hækk- að nokkuð álagið á vörutoll og þá þannig, að vörutollurinn dr gerður jafn hár tiltölulega miðað við framfærsluvísitölu og hann var, þegar hann var lögfestur. Hækk- aður bifreiðaskattur og gúmmí- gjald, og er það miðað við sömu reglu, að þessi gjöld verði jafn há saman borið við verðlag, þ. e. a. s. framfærsluvísitölu og þau voru 1949, en þau hafa staðið óbreytt síðan að krónutali og því l'arið sílækkandi undanfarin ár. Bifreiðagjald er ekki greitt af vörubílum, sem nota benzín, og ekki landbúnaðarjeppum. Þá er verðtollsviðauki hækkaður úr 45% í 80%, en hann var 65% fram að 1950, en þá var hann lækk- aður í 45%. Loks hefir innflutn- ingsgjald af benzíni verið hækkað um 20 aura. Gjöld eru lægri hér á benzíni en í nokkru nágranna- landanna. Þau hafa staðið óbreytt lcngi og því í raun og veru farið stöðugt lækkandi með lækkandi peningagengi. Ætti benzíngjaldið að vera sett jafn hátt og það var ákveðið síðast, miðað við almennt verðlag, þ. e. a. s. framfærsluvísi- tölu, ætti það að hækka um 47 aura. Það hefir hins vegar verið hækkað um 20 aura. Þá kemur þar íil viðbótar framleiðslugjald á benzín. Gert er ráð fyrir, að 5 aurar af þessum 20 aurum, renni til brúasjóðs til bygginga stór-i brúa og 5 aurar í sérstakan sjóð til þess að standa undir lagningu meiri háttar vega á milli byggðar- laga. Er þá m. a. gert ráð fyrir, að Austurvegur njóti þar góðs af, (Franibald & 6. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.