Tíminn - 31.01.1956, Page 6

Tíminn - 31.01.1956, Page 6
6 ---—l' TÍiVIINN, þrigjudaginn 31. janúar 1956. 25. bíað, WÓDIEIKHÖSID Góði dátinn Svæk sýning í kvöld kl. 20,00. 1 ’ Maður og kona sýning miðvikudag kl. 20,00. Jónsmessudraumur sýning fimmtudag kl. 20,00. Seldir aðgöngumiðar að sýningu, sem féll niður siðastliðinn föstu- dag, gilda a3 þessari sýningu. — Aðgöngumiðasala opin frá kl. 13,15 til 20. Tekið á móti pönt- unum. Sími 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyr- Ir sýnlngardag, annars seldar öðrum. Síðasta brúin Mjög áhrifamikil ný, þýzk stórmynd frá síðari heimsstyrj öldinni. Illaut fyrstu verðlaun á alþjóða kvikmyndahátíðinni í Cannes 1954, og gull-lárviðar- sveig Sam Goldwyn’s á kvik- myndahátíðinni í Berlín. — í aðalhlutverki ein bezta' leik- kona Evrópu Maria Schell. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Danskur skýringartexti. Ævintýri sölukonunnar Sprenghlægileg með Lucille Ball. Sýnd kl. 5. gamanmynd - - Kærleikurinn er mestur ítölsk erðlaunamynd. Leikstjóri: Roberto Rossolini Nýjasta kvikmynd Ingrid Bergman Myndin hefir ekki verið sýnd hér á landi áður. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. clml um, Fálkadalur (Valley of Eagles) Bráðskemmtileg og óvenjuleg brezk mynd, tekin aðallega x Norður-Svíþjóð og Lapplandi. Sýn ir m. a. hina skemmtilegu lifnað- arhætti Lappanna og veiðiaðferð- ir þeirra með fálkum. Jack Warner Nadia Gray , John McCalIum | Aukamynd: STARFSNÁM ÍSkemmtileg fræðimynd með ís- lenzku tali Sýnd kl. 5, 7 og 9. VRIPOLI-Blð Uppreisnín í fangelsinu (Riot in Cell Block 11) Afar spennandi, ný amerísk mynd, byggð á sönnum viðburð- um og tekin af Walter Wanger, eiginmanni Joan Bennett, er sjálf ur sat í fangelsi eitt ár fyrir til- raun til að drepa elskhuga henn- ar. Myndin er tekin í FOLSON- fangelsinu í Kaliforníu. Myndin fékk verðlaun á Edinborgarhátíð inni 1955. Neville Brand Leo Gordon Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára — Síðasta sinn — ■♦4 ÞORDUI 6. HALLDÓRSSðH BÓKHALne- og ENDUR- SKOÐUNARSKRIFSTOPA SKATTAFRAMTÖL Ingólfsstrætt 9B. Slmi 82540. I JLEIXFEIAG’. JREYKJAyÍKIW Kjarnorka og kvenhylli Gamanleikur eftir Agnar Þórðarson. sýning annað kvöld kl. 20,00. 30. sýning. Aðgöngumiðasala frá kl. 16— 19 og sýningardag kl. 14. Simi 3191. , Hafnarfjarð- arbíó 9249. Regina (Regina Amstetten) Ný, þýzk úrvalsmynd. Öi’fáar sýningar eftir þar sem mynd- in verður send úr landi inn- an skamms. Danskur texti. Sýnd kl. 7 og 9. Aukamynd: Afhending Nóbelsverðlaunanna NÝJA Bfð TITANIC Magnþrungin og tilkomumikil ný, amerísk stórmynd, byggð á sögulegum heimildum um eitt metsa sjóslys veraldarsög- unnar. — Aðalhlutverk: Clifton Webb Barbara Sfanwyck Robert Wagner. Frásagnir um Titanic-siysið birtast um þessar mundir í tímaritinu Satt og vikublaðinu Fálkinn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. W ♦ ♦ ♦♦♦<»4» • I HAFNARBfé Síaai S4M. Tanganyika Spennandi ný amerísk litmynd frá Austúr-Afx’íku Van Heflin Ruth Roman Bönnuð börnum innan 12 óra Sýnd kl. 5, 7 og 9. 6AMLA Bld — 1475 — A hættunnar stund (One minute to Zero) Mikilfengleg og spennandi ný bandarísk stórmynd um fyrstu vikur Kóreustríðsins. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 14 ára fá ekki aðgang M»4»4»4>>4> ♦♦♦♦♦♦♦< AUSTURBÆJARBIÖ Strandhögg (They Who Dare) Sérstaklega spennandi og mjög vel gerð, ný, ensk stórmynd í lit- um, er fjallar um sannsögulegan atburð frá síðustu heimsstyrjöld, þegar víkingasveit var sent til eyjarinnar Rhodes til að eyði- leggja flugflota Þjóðverja þar. Dirk Bogards (vinsælasti leikari Engl.) Denhoim EKiott Akim Tamiroff Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦4»^«»4 MENNTASKOLALEIKURINN Herranótt 1956 Uppskafniogurinn Gamanleikur eftir Moliére. Leikstjóri: Benedikt Árnason Frumsýning í kvöld í Iðnó kl. 8 U P P S E L T. Næsta sýning fimmtudag 2. febrúar kl. 8,00. Leiknefnd Menntaskólans. Bwuil—1HMHIMIM Ræða Eysteins (Framhald af 5. siðu). en lengi hefir á fé staðið, til þess að hægt væri að byrja á honum, sem þó er knýjandi nauðsyn. Svipuð fekjuöflun ríkisins nú og 1951. Ríkisstjórnin gerir ekki tillögur um að hækka tekjuskattsstigann í sambandi við hina nýju fjáröflun. Tekjuskattsstigarnir eru hér mjög háir, enda þótt þeir væru lækkaðir verulega í hitteðfyrra. Beinir skatt- ar, tekjuskattur og eignarskattur, eru í rauninni einu skattstofnarn- ir, sem bæjar- og sveitarfélögin hafa við að styðjast. Útsvör munu hækka nú og það sums staðar stór- kostlega. Það þótti því alls ekki fært að keppa við sveitarfélögin og bæjarfélögin með því að ríkið færi að bæta ofan á tekjuskatts- stigann. Það mun láta nærri, að tekju- auki sá, sem ríkissjóður þarf á að halda og sem ætlað er að afla með þeim hætti, sem ég hefi nú lýst, sé sáralítið meiri en skatta- og tollalækkanir þær nema, sem ríkisstjórn og' þingmeirihlutinn hafa beitt sér fyrir og framkvæmt síðustu 3 árin. Landsmenn munu því búa við svipaðar skatta- og tollaálögur nú til ríkissjóðs eftir þessar breytingar og þeir bjuggu við árið 1951. Það er að vísu hart að þurfa nú að taka aflur svo fljótt þær læklcanir á álögum til ríkisbúskap- arins, sem búið var að létta af. En hér er ekki um neitt að velja. Eins og ástandið er í efnahags- málum landsins mundi alveg keyra um þverbak, ef ofan á annað bætt- ist hallarekstur ríkissjóðs. Á undanförnum árum hefir, þrátt fyrir stórfelld framlög hins opinbera til framkvæmda- og lánastarfsemi í þágu atvinnuveg- anna og almennings, samhliða skatta- og tollalækkunum, tekizt að halda ríkisbúskapnum þannig, að hann hcfir verkað í jafnvægis átt. Þannig verður það að vera áfram, ef nokkur von á að vera til þess, að þjóðin fái stöðvað sig á óheiliabraut verðþenslu, hallareksturs og uppbóta. Það eitt mun þó skammt hrökkva. Þar þarf fleira til að koma. Mun ég nokkuð á það minnast frá sjónar- miði Framsóknarmanna við fram liald þessarar umræðu. I febrúarheftið er komið. | | 44 síður. I Verð: 10 krónur *iiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiimiNHiitimiiiiitiiiiiuiiiiimiiii -7111II11111111111111111111i11III**:11111111■111111111111111111 i 111111 n | er komin í allar bókaverzl- í \ anir og veitingastofur. = m — ifmmmmmtuiimmiiiimiimiiiiiimmiiimmmmi»r iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii | Skattaframtöl | I Opið til kl. 12 í kvöld. I I Þórður G. Halldórsson i É Bókhalds- og endurskoðunar-1 í skrifstofa, Ingólfsstræti 9 B. = Sími 82540. 5 3 iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiii *^í?fcj?lj?Lj?L^^^?Lj?Li^^'?ljflj?V/flú?L/?lj?Vj?Lj?\l'?L/?L, fl 1 HANS MARTIN: 24 SOFFIA BENINGAI: — Það er heimskuhjal, sagði Henk frændi. — Það var ekki geðveikikast. Það var einmitt það eina skynsamlega, sem þessi vitfirrta kona, hafði gert árum saman. Flestir höfðu forðast frú Bresant, því að hún kvartaði í sí- fellu um lífið í Austur-Indíum, barmaði sér í sífellu yfir manni sínum og syni, sem hafði verið svo hart leikinn af heimilislífinu, að hann leitaði hælis hjá Henk frænda. Nú var þessi sonur við nám í Delft. Síðan dauða konunnar hafði að höndum borið, hafði Walter Bresant ekki sýnt sig á mannamótum fyrr en nú. — Eftir nokkra daga kemur vesturmonsúninn, herra Bres- ant. — Vafalaust, frú. Ég fagna ætíð fyrsta regninu. — Fellur yður vel við Austur-Indíur? — Ég er fæddur hér, frú. — Ég líka, ég á hér heima. — Þér eruð af tveim heimum alveg eins og ég. Stundum finnst mér þeir togast á um mig. Ég er í senn Evrópumaður og Austurlandabúi, en ég felli mig vel við lífsvenjurnar hér, málið og hljómlistina. — Eruð þér söngelskur? Leikið þér kannske á hljóðfæri sjálfur? — Nei, ég leik .ekki, fyrri kona mannsins var píanósnill- ingur, frönsk að ætt. Hún dó mjög ung. Hvaða verk lék konan, yðar helzt? — Verk Beethovens, Chopins, Schumans. Henk hefir auð- vitað sagt yður, hvernig dauða konu minnar bar að? Soffía kinkaði kolli. — Ég held, að hún hafi kunnað illa við sig hér, og saknað einhvers hjá mér, sagði hann þungbrýnn. — Sjálfsásökun? spurði Soffía. — Frændi hefir sagt mér, að þér hafið gert allt, sem þér gátuð fyrir hana. Hann hristi höfuðið. — Herra Bresant, veitið athygli skoðun konu á þessum málum. Ég ásaka oft sjálfa mig, og vafalaust ekki aö.a'étæðu- lausu, og hinn fráskildi eiginmaður minn gerir va.f.(vla’ust það sama. Þanhig er þetta víst alltaf. En það er tilgangslaust að vera með slíkar ásakanir, við fáum aöeins meðaumkun með sjálfum okkur. Nú skulum við dansa. Ég bið yður um tíans, og ég er viss um, að þér eruð ekki svo harðþrjóst.á að nejta. — Síður en svo. Drengslegt bros kom á varir hans: Þau dönsuðu, og það var liðið á nótt. Soffíá5%étt#;séfnvpp ástæður til aö draga sig í hlé og skauzt inn í herbergi síii. Þar hvíldi hún sig um stund. Svo gekk hún aftur út, .stóðá skugga og horfði á. Bresant kom þó auga á hana, gekk upp tröppurn- ar og staðnæmdist við hlið hennar. Þau þögðu lángá stund, svo sagði hvnn. — Það dagar senn, frú. Dagsljósið gerir menn alís gáða. — Héðan er útsýnið fegurst um dögunina. Soffía vonaði, að hann færi ekki frá henni til hinna gestanna. Dögunin brauzt skyndilega fram. Hæöirnar roðnuðu og lýstust, en skuggar lágu í slökkum og daladrögum. Svo færð- ist dagsljósið yfir landið eins og tjald væri hægt dregið frá. — Á þessari stundu ættum við að hlusta á fagra hljómlist, sagði Bresant. — Hana heyrum við líka, sagði Soffía brosandi, því að trumburnar og söngur ölvaðra gesta lét hátt í eyrum. — Ættum við ekki að taka svolítinn þátt í þessum gleð- skap? — Nei, sagði hún. — Við eyðileggjum aðeins skemmtunina fyrir þeim. Segið mér heldur eitthvað meira um yður sjálfan. Henk frændi sagði mér, að sonur yðar væri við nám í Delft. — Já, hann er við verkfræðinám. Þaö er góður piltur. — Líkur föður sínum? — Já, töluvert, en ég kalla hann ekki góöan þess vegna. — Hvað segið þér um útlitið í te- og sykurræktinni. — Söluhorfurnar fara sífellt versnandi. Það er ekki víst, að við stöndum þetta af okkur. Ég er forstjóri félags míns hér eystra, og ég er við því búinn, aö ráðamenn félagsins í Hol- iandi kalli mig heim, þegar þeim þykir halla of undan fæti. En ég fer hvergi. Ég hætti starfi, sezt að hér eystra. Hvaða erindi á ég til Hollands? Ég hef keypt mér lítið hús í Lembang fyrir hagstætt verð, og þar sezt ég að í ró og næði. Þegar son- ur minn hefir lokið námi, kemur hann vafalaust hingað aust- ur og finnur sér starfssvið. — Ég held, að gestir okkar séu að hugsa um að fara að halda heim. — Þá ætla ég að kveðja yður, frú og færa yður sérstakar þakkir mínar fyrir skemmtunina. — Fyrir hvaða skemmtun? — Einkum fj/rir þessa stuttu samverustund hérna við sól- arupprásina. Þér hafið dregið einbúa út úr híði sínu. — Gæti hann þá ekki skotizt út aftur við tækifæri. fyrsfc hann hefir gert það einu sinni? sagði liún brosandi. — Við Henk erum líka dálítið einmana hérna, og það mundi vafa- laust gleðj a okkur, ef þér lituð inn til okkar við og við. Henk metur yður mikils. — Það boð mun ég gjarnan þiggja frú. — Ég heiti Soffía. Hún rétti honum höndina. — Gangi þér vel heima, Walter og sjáumst brátt aftur.. Hann laut og kyssti hönd hennar, og hvarf síðan brott. Húri gekk til gestanna, sem voru að búast brott. Kjólföt og hvítir smókingar litu dálítið skringilega út í björtu morgunskininu. Karlmennirnir voru aftur orðnir órakaöir og hárið úfið. Farði kvennanna lá í flekkjum á andlitinu. Soffía var þreytt og

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.