Tíminn - 10.02.1956, Side 1

Tíminn - 10.02.1956, Side 1
Bkriístoíur I Edduiiltí. Fréttasímar: B1.S02 og 81303 Afgreiðslusíml 2328 AuglýstugasímJ 31300 FrentamlSjan lfciie U.M ..... 4Ð. árg. Reykjavík, föstudaginn 10. febrúar 1956. Ritstjórl: Þórarinn Þórartnsaoa Útgeíandl: Framsóknarílokkurina 34. blað. Skipuleg Seit að Hólmaborg hefst í gær var skipulögð leit að vél bátnum Hélamborg, sem týndur er í hafi á leið til Skotlands. í gær leituðu togararnir Goðanes og Austfirðingur, án árangurs, en í dag fara flugvélar frá Rvík og Keflavikurflugvelli til þess að taka þátí í leitiniii. Leitiimi að flugvél- inni hætt í gærkvöldi var hætt leit að amerísku flugvélinni, sem týnd ist í fyrradag ura 120 sjómílur suðvestur af íslandi á leið til Kanada. í gær leituðu' margar flugvél- ar á þeim slóðum, þar sem tal- ið var að flugvélin liafi týnzt, en án árangurs. Þrír bátar róa frá Dalvík Frá fréttaritara Tímans á Dalvík. Um síðustu helgi kom nýr 1 jþilfarsbátur til Dalvíkur, 8—9 lest ir að stærð. Er hann smíðaður á Akureyri. Báturinn er með 48 ha. vél og er þegar byrjaður róðra frá Dalvík. Eigendur bátsins eru Bergur Lárusson og Jóhann Sig- urðsson. Frá Dalvík róa tveir aðrir bátar af svipaðri stærð. Afla þeir sæmi- lega þegar gefur, en ekki geta svo litlir bátar róið nema í einsýnu veðri, því langt er að sækja, eða alla leið út á Grímseyjarsundi. Ekki gefið á sjó í tvo Frá fréttaritara Tímans í Keflavík. Síðastliðna þrjá daga hefir verið unnið að losun á salti úr SS. Jens Toft. Alls verður 2600 lestum skipað upp. Þá er Katla að lesta fimm hundruð smálestir af salt- fiski, sem fer til Brazilíu. Bátar hafa ekki róið héðan frá Keflavík síðastliðna tvo daga. Á þriðjudaginn gaf síðast á sjó og aflaðist þá sæmilega. Flestir bát- anna voru með 6—8 lestir, nokkr- ir með 10—12 lestir og einn með 18 lestir, Steinunn gamla. KJ. Liósm.: Sveinn Sœmundsson Myndlr þessar eru frá Framsóknarvistinni a'5 Hótel Borg í fyrrakvöld. Á efri myndtnni er Vigfús GuSmundsson a3 afhenda verSlaun a3 spila- keppni lokinni. Neðri myndin er frá dansinum. Um 400 manns á Fram- sóknarvist á Hótel Borg Samkoma Framsóknarfélaganna í Reykjavík að Hótel Borg' s. I. miðvikndagskvöld var fjölmenn og varð að neita fjölda manns um aðgang. Allir aðgöngumiðar voru upppant- aðir um hádegi á þriðjudag og eftir það varð að neita fjölda manns. líklega hundruðum. ir verðlaunaúthlutun xlutti Karl Kristjánsson alþingismaður stutta en snjalla ræðu. Hjálmar Gíslason söng gamanvísur og var oft klapp- aður upp. Síðast var sungið og dansað, þar til samkomunni var slitið klukkan eitt að nóttu. Skildu samkomugest- ir glaðir og hressir í huga eftir mjög ánægjulegt kvöld á Borg- inni. Samkomustjórinn, Vigfús Tveir nýir fiskibátar frá Landssmiðjunni á vertíö í fyrrakvöld lét úr Reykjavíkurhöfn nýsmíðaður fiskibátur, sem byggður var í skipasmíðastöð Landsmíðjunnar í Reykja- vík. Heitir hann Pétur Sigurðsson og er eign Sigurðar Péturs- sonar útgerðarmanns á Djúpavík. Ætlunin var að hafa'ekki meira en 300—350 manns á samkom- unni, en vegna þess að látið var örlítið undan hörðum kröfum ým- issa um að fá að vera á samkom- unni, varð full þröngt á Borginni. Að öðru leyti var samkoman hin ánægjulegasta, fjörug og félags- leg. Framsóknarvistin var fyrst spil- uð á tæplega 100 hundrað borð-' Guðmundsson, sagði blaðamanni um með mildu fjöri og kappi. Eft- i Tímans, að þetta hefði verið ein af ánægjulegustu Framsóknarvist- um, sem hann hefði stjórnað, og einkum hefði bó verið gaman að sjá þarna rnargt fólk frá fyrstu Framsóknarvistunum í Reykjavík. Aðeins hefði verið leiðinlegt, hvað neita varð mörgu ágætu fólki um aðgang að þessu góða skemmtikvöldi. Þurfa Framsókn- aríélögin helzt að bæta fyrir það með því að skapa sem fyrst aðra svipaða skemmtisamkomu. slasast Báturinn er um 40 lestir og verð ur gerður út á vetrarvertíð frá Grindavík að þessu sinni. Bátur- inn, sem er byggður úr eik er mjög vandaður hvað allan frágang snertir, eins og aðrir bátar, sem byggðir eru af Landssmiðjunni. Hann er búin fullkomnum tækj- um til siglinga og fiskveiða og er með G. M. díselvél. Hann er með línuspil, sem smíðað er í vélsmiðju Sigurðar Sveinbjörnssonar. í bátn um er ratsjárdýptarmælir, sem nú er talið nauðsynlegt tæki við fisk veiðararnar. Þessi bátiir er svipaður öðrum bát, sem verið er að Ijúka smíði á hjá Landssmiðjunni og hefir fyr irtækið þá smíðið fimm fiskibáta á síðustu þremur árum. á Isafirði Frá fréttaritara Tímans á ísafirði í gær. í fyrradag vildi það slys til, að Gísli Hólmbergsson verkstjóri í Harðfisksölunni féll niður af mannhæðarháum harðfiskstafla og hælbrotnaði mjög illa svo að hann verður frá verkum lengi. GS. Tjón af stórrigningu og ofsaveðri við ísafjörð Gaf þó um leií nægan vetrarfortja af vatni til rafstötivarinnar í Engidal. Frá fréttaritara Tímans á ísaftrði í gær. í gær gekk hér yfir aftakaveður, ofsaveður með stórrign- ingu, og varð af nokkurt tjón,aeinkum á vegum hér í nágrenn- inu. Þó fylgdi veðri þessu einn kostur, og hann var sá, að Nónvatn og Fossavatn, en það eru forðabúr rafveitunnar okkar, fylltust alveg, og ætti stöðin því að hafa nóg vatn það sem eftir er vetrar. Ráðgert var að fara að hefja rafmagnsskömmtun, því að mjög lágt var orðið í vötnunum, en nú verður hjá því komizt. Vatn flæddi í veöri þessu víða inn í kjallara húsa hér í ísafjarð- arkaupstað og olli nokkru tjóni. Seljalandsvegur er stórspilltur eftir þetta vatnaveður, víða grafið og runnið úr honum. Einkum er mikið tjón við brýrnar á Úlfsá og Kirkjubólsá. Nokkurt tjón á veg- um mun einnig hafa orðið í Bol- ungarvik og í Súðavík . Afmælishátíð Félags Framsóknarkvenna Félag Framsóknarkvenna minnist 10 ára afmælis síns með samsæti, sem haldið verður á venjulegum samkomustað félags ins, næstkomandi miðvikudags- kvöld, hinn 15. þ. m. (öskudag- inn). Hefst samkoman kl. 8,30. Félagskonur taka með sér einn gest, karl eða konu, en þátt- töku þarf a‘ð tilkynna í sima 81109 eða 1668. Hvammstangi tengd- ur nýrri orkuveitu f gær fengu Hvammstangabát- ar rafmagn frá nýrri orkuveitu. Varð þá um leið að breyta um straumtegund, þar sem hætt var með komu liinnar nýju raforku að nota jafnstraumsorku frá gamalli rafstöð. Verður því að breyta um allar vélar, sem snúast fyrir raf- magni. Nú fær Hvammstangi orku l'rá rafveitu þeirri, sem lögð er frá Gönguskarðsárvirkjun og Blönduósvirkjun við Vatnsárvatn. Aðalfundur Fram- sóknarfélaganna Rangárvallasýslu Eins og áður hefir verið frá skýrt hér í blaðinu verða aðal- fundir Framsóknarfélaganna í Rangárvallasýslu haldnir að Stór ólfshvoli, næstkomandi sunnudag og hefjast kl. 4 síðdegis. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða kosnir fulltrúár á 11. flokksþing Framsóknarmanna, er hefst í Reykjavík 8. marz n. k. Eystcinn Jónsson, fjármálaróð- lierra mætir á fundinum og flyt ur framsöguræðu um stjórnmála viðhorfið. Ágætur afli í Þorlákshöfn Að undanförnu hefir verið mik- ill afli hjá Þorlákshafnarbátum, þegar gefið hefir á sjó. Þannig voru bátarnir með um 10 lestir af fiski, að jafnaði úr síðustu sjó- ferð. Fimm bátar eru byrjaðir róðra frá Þorlákshöfn. Alls verða þeir að öllum líkindum 8 á þessari vetr arvertíð. Stopular gæftir Sjö bátar eru byrjaðir róðra frá Grafarngsi og afla sæmilega þegar gefur, en gæftir eru mjög stopul- ar. Bátar komust á sjó í fyrradag eftir 4 daga landlegu og fengu þá 4—7 lestir í róðrinum. Vegir eru slæmir yfirferðar í Grundarfirði, bæði vegna snjóa og eins hins, að úr þeim hefir víða runnið. HF. TveSm nýjum batum hleypt af stokkum í skipasmíðastöð KEA Nú í vikunni var tveim nýjum fiskibátum hleypt af stokk unum í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri. Er annar 40 lesta bátur, eign Dvergs h.f. í Ólafsvík, en hinn 65 lesta bátur, eign Valtýs Þorsteinssonar útgerðarmanns á Akureyri. Verða báðir þessir bátar brátt tilbúnir. Er áhöfnin sem sækir Ólafsvíkurbátinn, þegar kominn til Akureyrar og mun sigla bátnum vestur bráðlega. Fyrir nokkru var smíðaður í sömu skipasmíðastöð vélbáturinn Egill, sem gerður hef- ir verið út frá Ólafsvík. Hefir hann líkað mjög vel og pöntuðu Ólafsvík ingar annan bát með sama lagi en nokkru stærri. Þá er um það bil að hefjast smíði 50 lesta báts á Skipasmíða- stöð KEA. 15 ára. starf. Þessi kunna norðlenzka skipa- smíðastöð var stofnuð árið 1941 og befir smíðað mörg ágæt fiski- skip á Iiðnum árum. Stærsta skip, sem þar hefir verið smíðað, er hið kunna aflaskip Snæfell, 165 lestir. Fyrsti skipasmíðameistari stöðv- arinnar var Gunnar Jónsson, en núverandi yfirsmiður er Tryggvi sonur hans. Báða fyrrnefnda báta teiknuðu þeir feðgar. Vélaverkstæðið Oddi h.f. á Ak- ureyri sér um niðursetningu véla, en rafdeild KEA um raflagnir all- ar. Bátarnir eru búnir öllum ný- tízku siglingatækjum m. a. dýptar- mælum með asdic-útfærslu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.