Tíminn - 10.02.1956, Síða 4

Tíminn - 10.02.1956, Síða 4
i TÍMINN, föstudaginn 10. febrúar 1956. Hólmsteinn. Helgason, Raufarhöfn: Félag og fræðsla Fiskifélag íslands á nú brátt hálfrar aldar starfssögu að baki. Þeir, sem lifað hafa þetta tímabil, — séð og heyrt samtíðina, — vita gerzt, hversu óvenjulega það hefir verið viðburðaríkt í sögunni og hversu djúpt og hraðfara sporin hafa verið mörkuð til marghátt- aðrar menningar og framfara í ís- lenzku þjóðlífi. Og þó hefir jafn- vel ekki þetta tímabil afsannað hið forna spakmæli: „Engin rós er án þyrna“. Ég ætla ekki hér að rita neina afmælis- eða tímamótagrein; það gera á sínum tíma mér færari menn og hafa úr miklu að moða. Vil ég aðeins minna á það, að Fiskifélag íslands hefir verið — er — og á að verða um ókomna framtíð einn burðarásinn Í4 ís- lenzku atvinnu- og menningar þjóð lífi og ekki sá veikasti. En hver sá meiður, sem á að vera sígrænn og bera þrosarík blöð og ávexti, þarf að standa dreifðri rót í frjórri jörð, sem hefir skilyrði til að melta þau áburðarefni, sem á verða borin. Fiskifélag íslands var stofnað með þessar hugsjónir fyr- ir stafni. Nafnið eitt fyrir sig gef- ur þetta fullkomlega til kynna. Eins og þetta félag er byggt upp er það ein höfuðnauðsyn þess, að samband þess við deildirnar um dreifðar byggðir landsins við sjávarsíðuna sé lífrænt og vak- andi; að sjónarmið og áhugamál hverrar byggðar geti komið fram um hendur deildanna og sambanda þeirra til samræmdrar fyrir- greiðslu, svo sem föng eru á. En því miður er sambandið milli út- vegsmanna og sjómanna út um land og yfirstjórnar Fiskifélagsins ekki svo lífrænt og náið, sem áður var og æskilegt væri og nauðsyn- legt. Víða um land er dauft yfir deildum Fiskifélagsins og dæmi til að þær hafi liðið undir lok. Þetta er ekki sú þróun, sem holl er eða haldkvæm, því hnigni und irstaðan er byggingunni hætt. Hvað þessu veldur erækki auðgert að svara í stuttu máli. En það mun sem margt annað í íslenzku þjóðlífi eiga rætur í breyttum tíð- aranda, þar sem maðurinn ríkir ög viðhorf líðandi stundar ein nægja til að fylla hugann, svo að hvorki virðist tími til að líta langt fram á veginn né horfa um öxl. Megin- hugsjónin virðist nú „að alheimta daglaun að kvöldi“ eins og Klettafjallaskáldið komst að orði og hafði ekki trú á, að vænlegt væri til mikils þroska. Þessar veilur í undirstöðu Fiski félags íslands, sem eru deildirnar, má ef til vill a. m. k. rekja til þess, hve skipulag félagsins er enn í gömlu formi, t. d. ekki fjórðungs- fundir eða Fiskiþing nema annað hvort ár. Systurfélag Fiskifélags- ins, Búnaðarfélag íslands, og sam tök bænda, sem að því standa, hreppabúnaðarfélögin og búnaðar- samböndin hafa ekki séð sér fært annað vegna hraðans, sem nú er á öllum sviðum en að hafa fundi sína og Búnaðarþing árlega. Svo virðist líka, að sú samkoma njóti meiri virðingar bæði stjórnar- valda og almennings í landinu en Fiskiþing, þótt bygging þeirra og þörf fyrir þjóðfélagið sé hin sama svo þar hallast ekki á. Eitt veigamikið atriði í starf- semi Fiskifélags íslands hefir varla verið rækt ,svo sem vert væri og öll efni ’og ástæður standa til, betri og fullkomnari en nokkru sinni fyrr, en það er al- menn fræðslustarfsemi um sjávar útvegsmál og iðnaðarmál sjávar- afurða í ræðu og riti. f því efni má segja að Búnaðarfélag íslands standi feti framar. í lögum Fiskifélags íslands stendur m. a. þetta um tilgang fé- lagsins: „Að hafa á hendi alla þá fræðslu í sjávarútvegsmálum, sem Alþingi og ríkisstjórn fela því (þ. e. félag- inu) og halda þeirri fræðslu uppi með námskeiðum og föstum skól- um, ef þurfa þykir.“ En ekki koma hér enn öll kurl til grafar. Þótt lögin séu nýend- urskoðuð hefir sézt yfir fræðslu- tækni hins nýja tíma, útvarp og kvikmyndir, sem ekki efu þýðing- arlítil tæki í heimi hraðans m. m. og þó alveg sérstaklega útvarpið. Fiskiþingð á að hafa og hefir með höndum vísindalegar rann- sóknir og tilraunir í fiskifræði og fiskiðnaði, fiski- og síldarleit; til- raunir með fiskiklak, stofnun fiski-, áhalda- og fiskiritasafns og vill stuðla að aukinni þekkingu á lífsháttum íslenzkra nytjafiska. Til að framkvæma þessa stefnu- skrá, hefir Fiskifélagið og þarf að hafa í þjónustu sinni hóp vísinda- manna á þessum vettvangi. Þeirra hlutverk ætti að vera m. a. að flytja við og við erindi í útvarpið, sem geta náð eyrum allra lands- manna í einu, hver í sinni vísinda- grein og um þær tilraunir, sem fram fara og árangur þeirra. Einn ig um sams konar eða líka starf- semi, sem fram fer í öðrum lönd- um, og þessir menn fylgjast öðr- um betur með. Er víst, að á slíkt væri vel hlustað. Hr. Árni Friðriksson, fiskifræð- ingur, flutti nokkur erindi um fiskifræðileg efni á meðan hann var starfsmaður Fiskifélagsins. Mun vel hafa verið á það hlustað; þökk sé honum fyrir það. En ekki fylgir það sögunni, að þetta hafi verið á vegum Fiskifélagsins. Fiski félagið hefir gert lítils háttar til- raun með sýningu fræðslukvik- mynda í deildum félagsins út um land. Mun þetta hafa verið vel þegið, þar sem niður kom. Vert væri, að þessi starfsemi væri auk- in og nýjum þætti bætt við; þyrfti að lát'a tala inn á myndirnar fræð andi atriði í sambandi við efni þeirra. Eitt mikilsverðasta menningar- og hagsmunamál sjávarútvegsins er vöruvöndun. Fram undir heims- styrjöldina síðari var þeim málum sómasamlega komið, svo að jafn- vel nágrannaþjóðir okkar töldu sig geta af okkur lært í sumum grein- um. Nú er það mál fróðra manna, að vöruvöndun hafi mjög hrakað, og við stöndum nú óvíða jafnir við það bezta hjá öðrum þjóðum, þó að við höfum óumdeilanlega fyrsta flokks hráefni úr að vinna eða a. m. k. aðstöðu til að hafa það og erum ekki tæknilega neitt aftur úr. Þetta eru alvarlegar og sorgleg- ar fréttir, en því miður staðreynd- ir, sem ekki verður fram hjá geng- ið. — Gömul spakmæli herma: „Lengi býr að fyrstu gerð“, og „smekk- urinn sem kemst í ker, keiminn Iengi eftir ber.“ Þetta sannast á sjávarföngunum, sem við drögum úr sjó. En orsakir má til alls finna. Skal hér drepið á þá, er ekki mun veigaminnst. Sú fylking, sem bar þunga dags ins á landi hér á fyrsta þriðjungi þessarar aldar og lært hafði til verka við íslenzkan sjávarútveg í i hraðfara þróun og harðri baráttu að vinna markaði, og um afkom- Meðal Bandaríkjamanna er þeg- ar hafinn undirbúningur ferða- laga næsta sumar og hefir ferða- mannablað þar í land birt yfirlit um dvalarkostnað í ýmsum lönd- um og er miðað við verðlag í Washington, sem er reiknað 100. Meðal 13 stórborga, þar sem ó- dýrara er að búa heldur en í höf- uðborg Bandaríkjanna, eru Kaup- mannahöfn, 96,6 stig og svipað verðlag er einnig í Melbourn, Bonn, Vínarborg og Hong Kong. Ennþá ódýrara er að dvelja í Mexí kóborg, Dyflinni Santiago og La Paz. í þessari síðast nefndu borg er hægt að kaupa hlut fyrir 36,7 una án opinberra styrkja, sem þá var óþekkt fyrirbæri, var mjög tekin að þynnast, þegar kom fram undir síðari heimsstyrjöld og hvarf að mestu frá störfum á sjó á styrjaldarárunum. Og þá bar það til, að framleiðsla sjávaraf- urða hjá grannþjóðum okkar og keppinautum stöðvaðist að mestu og hungrið kom til sögunnar; þá gat sést og sannast hið forna spak mæli, 'sem við íslendingar þekkt- um svo vel áður fyrr: Að það þyk- ir svöngum sætt, sem söddum þyk ir óætt.“ Þá var hægt að selja hvað sem var ætilcgt úr sjó, ef hægt var að koma því til neytend- anna. Þetta ástand hólzt í nálega áratug. Þá hrakaði verkmenningu á íslenzka fiskiflotanum. Scm bet- ur fer er nú sums staðar farið að miða í hina áttina í þessu efni. En belur má, cf duga skal. Þeir, sem hafa með höndum út- flutning og sölu sjávarafurða, svo og stjórnarvöld' landsins, munu hafa áhyggjur þungar um þessi mál, og þar má heldur ekki gleyma fiskimatsmönnunum vcl flestum, sem mun likt farið, enda mega þeir bezt fyrir skónum finna við sín daglegu störf. Þarna er mikið verk að vinna og ríkisútvarpið veigamikið hjálpartæki. Fiskifélag íslands á að afla sér heimildar hjá Alþingi og ríkis- stjórn til að skipuleggja útvarps- fræðslu um meðferð og verkun sjávarafurða þar sem fróðir ménn og reyndir í þessum málum bæru þekkingu sína á borð fyrir almenn ing. Fiskimatsstjóri, síldarmats- stjóri, yfirfiskmatsmenn svo og þeir, sem fást við sölusamninga erlendis og útflutning sjávaraf- urða, hafa flestir ferðast um mark aðslöndin og sumir mjög oft. Þess ir menn vita gerzt hversu rnálin standa, hvers krafist er og hvað á skortir: En þeir mega ekki loka þekkingu sína inni fyrir almenn- ingi. Þeir eiga að skýra frá á opn- um vettvangi, hvað þeir hafa séð og heyrt. Hvar og í hverju vítin eru, sem varast ber, og hvernig það kemur við efnahaginn, þar sem slakast og aftur bezt er að unnið. Það hefir sína þýðingu. Gera það svo oft sem kostur er, því að góð vísa er aldrei of oft kveðin. Nýlokið Fiskiþing tók þessi mál til meðferðar og jákvæðrar álykt- unar. Voru kosnir 2 menn til að- stoðar fiskimálastjóra til að skipu leggja og hrinda af stað opinni fræðslu í þágu sjávarútvegsins. Árnaður fylgi þeirra starfi. Ægir pantaði stutta grein um málið, því að þar er jafnan þröngt til húsa. Ég bið lesendur því vel að virða hversu stuttlega er hér um málin rætt og, á fátt drepið. Vona að eitthvað af því, sem hér er talað, nái fram að ganga. Tek því undir með Þorsteini Erlingssyni: „og heilsa með fögnuði vagninum þeim sem eitthvað í áttina líður“. (Ægir). sent, sem kostar 100 í Bandaríkj- unum. Dýrast er að búa í Ankara, eða 176,4 á móti 100 í Washington. Nokkru ódýrari eru Manilla 157,6, Havana 145,4 og París 140,9. í milliflokki eru svo stórborgir eins og Róm 126,0, Tókíó 119,7, Ant- werpen 116,4, Genf 117,6, Buenos Aires 119,2, Lissabon 110,2 og Lundúnir 107,3. Ferðaskrifstofur og hóteleig- endur á Norðurlöndum eru bjart- sýnir og búa sig undir að taka við auknum ferðamannastraum. Fjögur Norðurlandanna hafa sam vinnu um landkynningu og upp- (Framnald á 6. síðu.) Au ki n n ferðamannastraumur frá Bandaríkjunum til Evrópu í sumar mun hálf miljón Bandaríkjamanna leggja land undir fót og mikill hluti þeirra ferðast til Evrópu. Búizt er við, að ferðamannastraumur til Norðurlanda aukist um 25 af hundraði, miðað við síðasta ár. « 34. blaS. ÞV0TTAM1S FYRIR SKYRTUR 0G SL0PPA Mjög góíS þjónusta — Tölur festar á Tekið verður á móti þvotti fyrir okkur í: Nýju Efnalauginni, Laugavegi 20B og Fatapressunni, Fishersundi 3. Sækjutn í cfag Sendkm á morgun HRÍNGIÐ í SÍMA 8 25-99 Höfðatúni 2 ÚTSALA Seljurai mæstu daga skótau á stórlækkuðu vercíi svo serni: Barmaskór á kr. 12—35. Flatbotnaíir kvenskór á kr. 55—90. Barmainniskór á kr. 15. Kvenbomsur. Strigaskór á börn frá kr. 22—28. Notið tældíæriS og kaupiÖ ódýram skófatma'Ö. SKÓSALAN, Spítalastíg 10 iðskiDti við Landsbankann Hefir Lamdsbankinn ekki efni á aÖ veita sömu þjónustu og aírir bamkar? Landsbankinn er stærsta pen- ingastofnun þjóðarinnar. Hann er sameign okkar allra, og hlutverk hans, sem annarra ríkisstofnana, er að veita eigendum sínum, sem eru um leið viðskiptavinir, þá þjónustu og fyrirgreiðslu, sem sjálfsögð er talin af opinberri stofnun. Enda byggist öll tilvera hans á því, eingöngu, að við hann sé skipt eins og hvert annað verzl unarfyrirtæki. Sem betur fer hefi ég ekki mik- il viðskipti við banka og er þeim síður en svo háður, en þó kemur það fyrir, að seldir eru á mig við- skiptavíxlar og hefi ég ekki hing- að til sett nein skilyrði livar þeir væru seldir. Það getur oft komið fyrir að víxiitilkynning glatist og af þeim sökum gleymist sá rétti gjalddagi. Búnaðarbanki íslands og Útvegs bankinn og að ég held Iðnaðar- bankinn (en í þá stofnun hefi ég aldrei kpmið) hafi þann góða sið að gera viðskiptamönnum sínum aðvart áður en víxill er afsagður. Starfsmenn þessara banka liringja alltaf til þess, sem víxilinn á að greiða og tilkynna fall hans þá um daginn. Flestallir þeir, sem við viðskipti fást, hafa síma, svo að í flestum tilfellum er hægt að ná sambandi við þann skulduga. Landsbankinn hefir þann sið að nota „failöxina" hringir aldrei í viðkomandi mann eða fyrirtæki. Afsegir víxilinn án minnstu viðvör unar. Þessi stirfni og mikillæti Landsbankans sýhir litla um- hyggjusemi fyrir viðskiptamönn- um bankans. Hann sýnir þar vald sitt en ekki þjónustu. Lítið fyrir, tæki, sem ég hefi umsjón með, átti að greiða víxil í Landsbank- anum 3. febr. að upphæð kr, 7812, 05. Af einhverjum ástæðum hafði tilkynningin, sem send er nokkru fyrirfram, glatast. Þann 7. febr. fæ ég bréf frá bankanum þess efnis, að víxillinn sé í vanskilum og verði ég sóttur að lögum um greiðslu hans svo sem venja er. Kostnaður við afsögn var kr. 81,00, vextir og þóknun til bankans kr. 34,90, samtals kr. 125,90. Þessi sektargjöld renna í ríkis- sjóð og til Landsbankans og má víst segja, að báðir aðilar þurfi sías með. En hefði verið hugsað um við- skiptamanninn, hefði eitt símtal af hendi bankans sparað honum þessi útgjöld, þetta er e. t. v. ekk- ert stórmál, en þa'ð sýnir þó að stór og voldug fyrirtæki þurfa helzt að sýna örlitla sveigju og til- litssemi ef þau eiga að ná vin- sældum viðskiptamanna sinna. Sumir munu segja, að menn geti haft gát á sínum víxlum. Satt er það. En það er svo margt, sem mönnum sést yfir, þótt það ætti ekki svo að vera. Lítið heid ég það sæl á rekstri Landsbankans, þótt hann færði þá fórn, að láta einn starfsmann sinn eyða nokkrum mínútum á dag til þess að gera viðskiptamönnum bankans þann greiða að láta þá vita í síma, ef þeir hafa gleymt að greiða víxil. Hjálmtýr Pétursson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.