Tíminn - 10.02.1956, Page 5

Tíminn - 10.02.1956, Page 5
84 blað. TÍMINN, föstudaginn 10. febrúar 1956. ■ Föstud. 10. febrúar íslendingar og kjarnorkan Fimm þingmenn Framsóknar- flokksins, Skúli Guðmundsson, Vil hjálmur Hjálmarsson, Karl Krist- jánsson, Gísli Guðmundsson og Helgi Jónasson, fluttu snemma á þessu þingi svohljóöandi tillögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta fram fara ræki- lega athugun á því, hverjir mögu- leikar' eru til hagnýtingar kjarn- orku og geislavirKra efna hér á landi í þagu atvinnuveganna og til lækninga, og gera raðstafanir til, ef heppilegt þykir að athug- uðu máli, að serstok stofnun fylg- ist með nýjungum í þeim efnum og hafi með höndum rannsóknir og íorgöngu um framkvæmdir, eftir því sem gagnlegt þykir og viðráðanlegt er.“ Tillögu þessari var vísað til alls herjarnefndar. sameinaðs þings og mælti hún með tillögunni með þeirri breytingu einni, að í stað orðanna „sérstök stofnun“ komi rannsóknarráð ríkisins, en það fyrirkomulag höfðu flutningsmenn irnir raunar hugsað sér, eins og sést á greinargerðinni. Allsherj- arnefnd valdi Eirík Þorsteinsson til þess að vera framsögumann og skýrði hann frá afstöðu nefndar- innar á fundi sameinaðs þings i fyrradag. Tillagan var síðan ein- róma samþykkt sem ályktun Al- þingis. Hér fer á eftir sá rökstuðning- ur, sem upphaflega fylgdi tillög- unni af hálfu flutningsmanna: — Hagnýting kjarnorku íil frið- samlegra starfa virðist vera eitt af stærstu viðfangsefnum vísind- anna nú á tímum. Engin þjóð, hvort sem hún er fjölmenn eða fámenn, getur talið það mál sér óviðkomandi. Það viðhorf hafa ís- Jendir.gar fyrir sitt leyti staðfest með þátttöku í alþjóðaráðstefnu þeirri, sem haldin var í Genf í ágústmánuði í sumar. Á ráðstefnu þessari skýrðu vís- indamenn margra þjóða írá niður- stöðum undangenginna rannsókna. Fátt eitt er almenningi kunnugt af þeim inikla fróðleik, er þar kom fram, en þó er ljóst af frá- sögnum um þessi efni, að þegar eru fyrir hendi margháttaðir mögu .leikar til hagnýtingar kjarnorku og geislavirkra efna. Má í því sam bandi t. d. nefna notkun geisla- virkra efna til lækninga og einnig til ýmiss konar rannsókna í þágu landbúnaðar og iðnaðar. í sambandi við þessi mál hefir verið bent á það, að framleiðsla á þungu vatni við jarðhita kynni að geta orðið arðvænlegur stóriðn aður hér á landi. Ætti það að at- huga til hlítar þann möguleika að verða eitt af verkefnum milliþinga nefndarinnar, sem kosin var á síð- asta Alþingi til að gera tillögur um nýjar atvinnugreinar og hag- nýtingu náttúruauðæfá. Hér er lagt til, að ríkisstjórn- inni vérði falið að taka til athug- unar, hver skilyrði eru til notk- unar kjarnorku og geislavirkra efna hér á landi. Ennfremur að undirbúa það, að sérstakri stofn- un, ef heppilegt þykir, verði falið að fylgjast með nýjungum á þessu sviði, annast rannsóknir og hafa forgöngu um hagnýtingu nýjung- anna, eftir því sem framkvæm- anlegt og heillavænlegt þykir. Að áliti flutningsmanna getur komið til mála, að þessi verkefni verði falin rannsóknarráði ríkisins, nema betur þyki henta að athúg- uðu máli að setja á fót sórstaka stofnun til að annast þau viðfangs efni. •— Það er vel, að Alþingi hefir nú fallizt á þá stefnu, sem mörkúð er í framangreindri tillögu og greinargerð Framsóknarmanna. Ætti það vissulega að geta stutt að því, að íslendingar hefðu not kjarnorkunnar' fyrr en ella. LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR: GALDRA-LOFT SfÓRletkur eftir Jéhanrt SigurjénsssEi Leikfélag.Reykjavíkur frumsýndi í fyrrakvöld sjónleikinn Galdra- Loft eftir Jóhann Sigurjónsson. Það er ekki ætlan min í þess- um stutta leikdómi að ræða skáld- skap Jóhanns Sigurjónssonar. Sér- staklega væri það fráleitt að ætla sér slíkt í leikdómi um Galdra- Loft, það leikrit, þar sem skáldlð stefnir á fjarstu mið mannlegra örlaga og mannlegrar vitundar, þar sem hann bregður kyndli sín- um yfir dýpstu rök mannlegs lífs og kemst næst mannlegu hjarta. Ég heyrði eitt sinn ungan rit höíund segja: — Það eitt er skáld- skapur, sem sprottið er beint úr kvikunni. Mér finnst, að þessi ungi höfundur hafi í einni setn ingu skilgreint nokkurn veginn tæmandi höfuðeinkenni góðs skáld skapar, hvort sem hann er sprott- inn beint úr kviku mannlegrar sálar eða kviku þjóðfélagsins. Það dylst engum, er menn lesa eða sjá Galdra-Loft, að hann er sprottinn beint úr kviku höfundar sins. Mér þætti ekki ósennilegt, að Jóhann hefði á stundum selt Lofti sál sína ekki síður en Loftur djöíl inum á sínum tíma. Galdra-Loftur er hinn íslenzki Jóhann Fást. Maður hinnar taum- lausu þekkingarleitar, hinn sí- þyrsti andi, sem aldrei fær sopið nægju sína af brunni vísindanna og seíur að lokum sál sína fyrir valdið. Sagan um Jóhann Fást hef ir orðið mörgum að yrkisefni, og væri gaman að bera saman allar þær ólíku manngerðir, sem skáld heimsins hafa skapað út af þess- ari litlu þjóðsögu. í íslenzkum bókmenntum hefir þessi dramatiska persóna fallið í hlut lítilsmegandi Hólasveins, Lofts Þorsteinssonar, sem dimitt- eraði 1722 úr Hólaskóla. Hvert mannsbarn, sem komið er til vits og ára, kann söguna um skólapilt- inn fjölvísa, sem reið vinnukonu staðarins gandreið til síns heima og ginnti unnustu sína inn í vegg milli búrs og eldhúss, hugðist að lokum komast yíir galdrabók Gott skáiks grimrna, en fataðist. dans- inn, er særingin stóð seni hæst. Það hefir jafnan þótt orka tví- mælis, hvort Jóhanni hafi iekizt að dýpka drættina í sögunni um hinn þekkingarþyrsta skólasvein, en hitt fer ekki á milli mála, að Loftur Jóhanns er einhver marg- slungnasta mannlýsing ísl. bók- mennta og auðsætt ættarmót með skáldinu sjálíu og skólapiltinum Lofti. Þjóðsagan um þekkingarleit mannsins verður hjá Jóhanni að djúpsæu drama um mannleg ör- lög. Kuklarinn Loftur verður að sígjósandi persónuleika. Jóhann Gísli Halldórsson sem' Galdra-Löftur gæðir hann þeim sammannlegu eldsumbrotum, sem flestir ung:r menn hljóta að finna tii um æv- ina. Það fjall, sem í gær hlóðst upp við mikil eldgos hugarins, hverfur í dag í nýju gosi. Þær konur, sem í gær dönsuðu eins og silíurfiskar í stjörnuvatni, eru bezt geymdar í gröfinni í dag. Hann þráir valdið og þekkinguna, lifir þær taumiausu stundir karl- mannlegrar æsku, er honum finnst hann hafa gjörvalt mannlífið eins og skurn á milli handanna. En hvað sem segja má um per- sónusköpun Jóhanns Sigurjónson ar, þá fer ekki á milli mála, að stíll hans er einhver hinn mynd- auðugasti og líkingafrjóasti sem getur i íslenzkum bókmenntum. Það er eins og kvikmyndasýning að lesa leikrit hans. Fáeinar setn- ingar og einstök orð bregða upp skýrum myndum. Það getur verið, að svo myndríkt mál og stíll sem Jóhann skrifar, spilli fyrir heild- aráhrifum af sýningum á leikrit- um hans. Menn sjá sýnir við að heyra setningar hans, og menn þurfa tíma til að átta sig á, að annað sé að gerast, en það, sem í setningunni felst. Ég skal aðeins nefna dæmi í lok 1. þáttar. Loft- ur segir við Dísu: -— Hugsaðu þér skip, sem liggur við akkeri og langar til þess að sigla. Hver getur ekki séð fyrir sér skonnortu í stinnum vindi. Og síð an í næstu setningu Lofts: — Ég hef margsinnis siglt í huganum. Ég stóð inni á miðjum öræfum og sigldi landinu langt, langt suð- ur í höf. Jöklarnir voru hvít og þanin segl, sem sólin skein á, og blá fjöllin lyftust og hnigu í haf- rótinu. Þannig er alltur stíll Jóhanns. Eilífar myndir, sífeildar sýningar í orðum. Síðan tekur við flugferð- in og nýjar myndir í nýjum sctn- ingur.i. Það þarf ekki fle'ri dæmi. •— Sorg mia stendur við hurð þína ©g hlustar, seg r Lífs Mynd- rænna er varla hœgv i’i lýsa á- hyggju f.'íur yí : -;;n é' a loka- orð föSurjn:.: — En ef hamingjan veitti mér það, að þú stæðir yfir banasæng minni, myndi mér íinn ast. ég sofaa í • forsælunni undir lifsins tré. Þatta rdnnir á dansk- an beykiskóg, þegar skuggar trpánna ná langt út 5 eyjasundin í kvöldsólinni. Myndrænni cg íegurr Jýsing á kvcnhör.á cr var’a t'i í ba msbók- menntunum en þ: ori. Lr.fts um hönd na á Dí . u: •- Veztu það, kæra hönd, að nú á ég þig. Eg hefi í margsinnis-séð þig í’ögra með nál ina cg þráðarspovtann elns og srná íugl, sem flýgur með strá í nef- inu til þass a'ð »afna í hreiorio sitt. Hver getur ekki séð höndina og fuglinn? Þannig er a'Iur stíU Jó- hanns. Myndauðgin er slík, að það ætti enginn að horfa á leikrit hans án þess að hafa lesið þau vand- lega áður. Það er hverjum manni ofvaxið að meðtaka allt í einu sýningunni samfelldan heildarblæ. Með þessu verður leikritið áhrifa- meira og undirstraumur þess þyngri ,þó að við það glatist ef til vill eitthvað af fjölþættni Lofts sem persónuleika. Galdra-Loft leikur Gísli Hall- dórsson. Galdra-Loftur er þvílíkt aðalhlutverk í þessum sjónleik, að með því fellur og stendur sýning- in i heild. Ef fyrst skal telja það, sem mér fannst miður í leik og gervi Gisla, þá er fyrst það, að mér fannst hann um of góðlegur og sléttfelldur. Loftur er sú mann gerð, sem Shakespeare talar um,' að hafi hungursvip á andlitinu. Ég á við, að hann slakaði um of á tryllingi Loíts milli særingarkafl- anna, en þá var leikur hans snilld arlegur. Loftur varð hjá honum nautnaseggslegur og ekki nógu kaldhæðinn. Vottaði fyrir við-1 kvæmni þar sem það átti ekki við. Hann túlkaði meira þekking- arleit Lofts sem rómantískt draum lyndi en ofstækisfengið kapphlaup \ið valdið. Ljómandi var aftur leikur Gísla, þar sem hann í kirkj unni nístist milli góðs og ills, ríð- ur á fremsta vaðið og tortimist. í heild verður ekki annað sagt en i leikur Gísla í þessu hiutverki sé mikill sigur fyrir þennan unga leikara. j Ástkonu hans, Steinunni, leikur Erna Sigiirleifsdóttir. Þeíta er 1 fyrsta hlutverkið, sem Erna tekst á hendur eftir heimkomuna, og getur hún áreiðanlega tekið undir með Cesari gamla, er hann sagði: ég kom, sá og sigraði. Leikur Ernu í þessu hlutverki er snilldargóður. Hún túlkar hið Loftur og faðir Iians, Gisli og Brynjólfur í hlutverki ráðsmarinsins. drama leiksins og fjölmyndir r.iáls ins. Leikstjórn á Galdra-Lofti að þessu sinni hefir Gionar R. Han- sen, hinn margíróSi og smekkvísi leikhúsmaður. Sýningin er slétt og felld, sístígandi frá hendi leik- stjórans og hnitmiðaðri við þekk- ingarleit Lofts í þjóðsög- unni en leikritið gefur tilef'ni til, og þykir mér það bæta verkið og fá því þann miðpunkt, sem gefur Loftur og Hísa - Gísli Ilalldórsson og Ilelga Baehmann. Stcinunn og Loftur — Erna Sigurleífsdóttir og Gísli Halldórsson. eilífa kveneðli svo sem bezt verð- ur á kosið. Ást hennar er brenn- andi og hatur hennar tortímandi. Umkomuleysi hennar og stolt sam tvinnað í móðurlegt þunglyndi. Erna er ekki einasta bráðglæsi- leg kona, heldur býr hún einnig yfir blæbrigðaríkri og ágætri rödd og látbragð hennar er gott. Dísu biskupsdóttur leikur HcJga Bachmann. Leikur hennar í þessu hlutverki er fremur svipUtill. Sennilega er Helga of mikil nú- tímakona til þess að geta brugðið sér þannig tvær aldir aftur í íím- ann. Hún gerir Dísu ósköp indæla stúlku, en það er alltaf einhver skólastelpublær yfir hersni. Hún er eiginlega persónugerð þriðja- bekkjar ástmær. Það vantar skap í hana i lokaþættinum. Þar getur hún hvorki verið brosandi cða klökk skólastelpa, heldur kona, sem berst fyrir hamingju hinni. . Hún er, eins og Loftur segir, það . eina, sem getur bjargað honum. Og slíkt kostar meiri átök en ' Helga sýnir. Það vantar meira skap í leikinn hjá henni. Brynjólfur Jóhannesson leikur ráðsmanriinn, föður Lofts. Heil- steypt persóna frá hendi Brynjólfs. Túlkar prýðilega í senn strang- ! leik, föðurlega umhyggju, lífs- j reynslu og heimsþekkingu. Biskupshjónin leika þau Guð- jón Einarsscn og Edda Kvaran. j Lítil hlutverk hvort tveggja og j sómasamlega leikin, en biskups- 1 frúin má ekki beygja dóttur skakkt, sízt má hún tala „um dótt- ir“ sína. Ólaf, vin Lofts, leikur Knútur Magnússon. Sama er um hann að segja og Helgu, að það skortir skap í leikinn hjá honum. Dálitið If'rarphald á 6. slðu.l «

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.