Tíminn - 11.02.1956, Síða 3

Tíminn - 11.02.1956, Síða 3
)5. blað. TÍMINN, laugardaginn 11. febrúar 1956. I / s/enc/ingajbæff/r Áffræður: H[örmundur Guðmundsson frá Álfssfödum Þann 29. jan. s. 1. varð Hjör- mundur Guomundsson frá Hjálms- stöðum 80 ára. Hann er nokkuð þékktur maður og undantekning- arlaust að góðu einu. Nafn hans er fágætt og um leið ágætt. Hjör- mundur er vel þekktur fyrir sína góðu lund og skemmtilega við- kynnignu, sem alltaf hefir fylgt honum og fylgir enn. Einnig fyrir vinnusemi og trúmennsku. Hann hefir alla ævi haft hrausta heilsu bæði til sálar og líkama, eins og hann á ætt til. Ég veit ekki til að honum hafi nokkru sinni orðið misdægurt, enda ber hann aldur sinn manna bezt. Hjörmundur er borinn og barn- fæddur á Hjálmsstöðum og ólst þar upp til þroskaaldurs með for- eldrum sínum og systkinum, og var svo á ýmsum stöðum og allt- af á myndar og meiriháttar sveita heimilum, svo sem í Austurhlíð í Tungum, Laugardalshólum, Laug- arvatni, Efribrú, Kalmannstungu í Hvítársíðu, þar sem hann kynnt- ist ramíslenzkum búskap og bún- aðarháttum. í seinni tíð var hann svo í nágrenni Reykjavíkur, þar sem hann gat stundað heyskap á sumrum og fénaðarhirðingu á vetrum. Hann var viljamaður og ótregur til verka. Eitt sinn þegar tilrætt var um dugnað Hjörmund- ar, sagði kunnugur og glöggur ná- grannabóndi: „Sá var nú lengi ráðsmaður í Hólum og kallaði þá höstugt fyrir“. En í Laugardals- hólum var mannmargt og stórt heimili. — En að lcalla höstugt fyrir, því hefir Hjörmundur vafa- laust kynnzt í Þorlákshöfn, þegar meiriháttar formenn þar ýttu úr vör, og töluðu þá enga tæpitungu, og í Þorlákshöfn réri hann lengi, hjá þeim farsæla aflakóngi, Jóni eldra á Hlíðarenda og mun hafa lært sjó hjá honum og mig minn- ir síðar skiphaldsmaður. Það var löngum framavon fyrir unga menn að kynnast álika mönn- um og Jón var, t. d. þekki ég tvo menn, sem enn eru uppi og iærðu sjó hjá honum og hai'a þeir báðir reynzt íengsælir og aðsæknir menn. Hjörmundur kann frá mörgu að segja, hann er gæddur þeirri náð- argaiu, er í gamla daga var kall- að að hafa sagnaranda, en það þýðir að eiga andagift til að segja írá upplífgandi og fræðandi skemmtisögum. Hann er snotur hagyrðingur, þótt vísur lians séu ekki enn kunnar almenningi. Sem 6ýnishorn, læt ég hér fylgja 4 vís- ur eftir hann, sem hann hefir kennt mér sjálfur. Eitt sumar í Austurhlið var samtíða honum ung lingsstúlka, sem Bergljót hét, eða heitir; hún var dóttir Magnúsar bankastjóra Sigurðssonar og var hja frændfólki sínu þar. Til henn- ar kvað Hjörmundur: Burtu hrindir böli frá Bergljót skyndilega. Eg hcf yndi af aö sjá, auðgrund myndarlega. Um núverandi Efribrúarhjón, sem Hjormundur var hjá: Á Efribrú er ágætur, óðalsbóndi Guðmundur, hann á falleg börn og bú, og blíð og stjórnsöm er , hans frú. Eitt sumar var Hjörmundur við heyskap úti i Ölfusforum, gegnt GJjúfurholti, með Einari nokkr- um af Eyrarbakka, sem kallaður var efnamaður. Hann var jarðnæð islaus, en átti mikinn íénað, þar á meðal skjóttan hest, stóran og fállegan, gammvakran og skriða- drjúgan, sem hann hafði með sér. Nú eiga þeir félagar orðið mikið af stör til að þurrka og kemur þá skínandi þerrir og er heyið að verða þurrt, en þá dregur skyndi- lega upp svarta skýflóka og úr þeim komur steypiregn ofan í hey- j ið og ráða þeir ekki við neitt. Tek- ur þá Einar þann skjótta og ríð- ur í sprctti austur að Gljúfurholti. Þá kvað Hjörmundur: Skeifan fyrir skellum kveið, skýfall kom úr dimmu loíti. Þegar Einar reiður reið, röskur heim að Gijúfurholti. Og þessa hefir Hjörmundur ort: Ég hefi skárað engjastör, ekki sár í mundum, notað klár í fjallaför og fcngið tárið stundum. — Hann hefir skárað engjaslör, bæði í Ölfusforum og á Hjálms- staðaengjum, þar eru orðlögð gæða starengi, sem hann vandist ungur. — Notað klár í fjallaför — þó það væri nú. Hann sem lengi var leitarforingi og réttastjóri þeirra Laugdælinga. — Og fengið tárið stundum. — Hann hefir sjálfsagt að gömlum og góðum sið, haft á fjall- og réttapela, en Hjörmundur er ekki drykkjumaður, neitt í lík- ingu við róna og fyllirafta, ég sá hann aldrei öðruvísi en glaðan og reifan og vel ferðafæran, þótt kenndur væri. Hjörmundur er kvæðamaður og kann marga rímnaflokka og eru það helzt fornaldarrímur, sem nú eru alls ekki fáanlegar, svo sem Andrarímur, Pontusarrímur og Finnsrímu, sem er galdraríma, austan úr Köldu-Svíþjóð, eða Finn- mörk. Sumarið 1920 hafði Hjörmund- ur þann starfa fyrir Vegagerð rík- isins, að ryðja fjallvegi ásamt 2 mönnum öðrum, yfir Kjöl og Kaldadal og hlaða upp vörður með þeim. Þetta þótti þeim félögum skenuntileg vinna og lentu þeir þó oft í ýmsum smá ævintýrum. Þessu er lýst í bók, sem heitir Sumar á fjöllum, eftir Hjört frá Skálabrekku, sem var einn þeirra íclaga. Ekki er þess getið, að þeir hafi flogizt á við útilegumenn, eins og Grímólfur í Mannaminni, en eitt. sinn var Hjörmundur stadd ur á Kaldadal, einn síns liðs að hlaða upp grjótvörðu. Þá var þok an svo svört og þykk, að ekki gekk í hana hnífur. Veit hann þá ekki fyrr til en hann stendur aug- liti til auglitis við ægilega tröll- skessu. Hún var há vexti, mjög þrekin og undirholda mikil, eins og sagt er um hryssur þær, sem ganga í stóði á heiðum uppi. Hún þrífur nú til hans, og virtist henni hann vera lítilla manna. Nú var ekki gott í efni og sér Hjörmund- ur, að annað hvort er að duga eða drepast, tekur nú á móti kcllu og takast þau á glímutökum. Varð atgangur þeirra harður og endaði með því, að Hjörmundur varð ofaná að vanda og fannst honum að það hefði ekki verið licnni á móti skapi. Nú segir ekki meira af viðureign þeirx-a, en þegar þau höfðu jafnað sig og gátu talazt við, kom það uppúr dúrnum, að skessa þessi var dóttur-dóttur-dótt- ir séra Snorra á Húsafelli og var þá ekki furða, þótt hún hefði’ krafta í kögglum. Kvaðst hún hafa aðsetur í Surtshelli og rása það- an upp á öræfin, sér til aðdrátta og aflafanga. Hún vildi fá Hjor- mund með sér í bæli sitt, því sér þætti dauft einlífið, þótt hún hefði nóg að bíta og brenna. En hann hafnaöi boðinu og fór aftur til félaga sinna og síðan til manna- byggða. Svo óska ég að Hjörmundur eigi enn framundan góðar stundir. H. G. .V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VA Aufílíisið í TÍMAXOI .V.V.V.V.V.V.V.V.WAVA Eftir eldhúsdagsumræðurnar Örfá minningarorð um Pálma Jónasson frá Álfgeirsvölluni Pálmi Jónasson hondi frá Álf- geirsvöllum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, andaðist í sjúkrahúsi Sauðárki'óks þriðjudaginn 4. októ- ber síðastliðinn, eftir langvarandi vanheilsu. Pálmi var fæddur að Efra-Lýt- ingsstaðakoti í Tungusveit 15. maí 1898. Þaðan fluttist hann alda- mótaárið með foreldrum sínum vestur að Ásum í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu og ólst þar upp. Frá Ásum fluttist fjölskyldan aft- ur búferlum til Skagafjarðar árið 1920, en þá keypti Jónas bóndi Björnsson Álfgeirsvelli, og bjó þar til dauðadags fyrir um það bil 17 árum, hin síðustu ár ævinn- ar með sonum sínum þremur, Pálma, Jóhanni og Sigurði. Pálmi bjó síðan á Álfgeirsvöllum allt fram til hins síðasta, allmörg und- anfarin ár í sambýli við bróðui'son sinn, Marinó Sigurðsson. Pálmi á Álfgeirsvöllum var mað- ur vel á sig kominn, bæði andlega og líkamlega. Hann var með hærri mönnum á vöxt, fríður sýnum og fyrirmannlegur. Prýðilega var hann gefinn, bókhneigður mjög og skáldmæltur vel. Hann gerði ekki víðreist um ævina í landfræðileg- um skilningi. Þó var hann fróðari mörgum ferðalangi. Hann las mik- ið og tók eftir því og mundi það, sem hann‘las. — Pálmi var bú- maður góður, skepnuhirðir ágæt- ur og fyrirhyggjusamur í bezta lagi, en hann mun ætíð hafa þol- að illa erfiðisvinnu, enda aldrei heilsuhraustur. Pálmi kvæntist ekki en eignað- ist einn son, Baldur, starfsmann hjá Ríkisútvarpinu. Móðir Pálma, María Guðmunds- dóttir, lifir hann háöldruð. og er hún búin að sjá á bak bónda sín- um, tveim sonum og meybarni á fyrsta ári. Ber hún allt þetta með þeirri stillingu og hug- prýði, sem hetjum sómir. Dvelst hún nú hjá Marinó sonarsyni sín- um á Álfgeirsvöllum og konu hans Guðlaugu Egilsdóttur. Nýtur hún hjá þeirn sannrar umhyggju í hvívetna. Þá ósk eina á ég lienni til handa, að ævikvöldið inegi vcrða henni bjart og ’fagurt. Pálmi Jónasson varð vel við, er hann fann og vissi að hann var að Ræða Ólafs Thors í eldhúsdags- umræðunum sannaði það betur en flest annað, hvei'jir það í'aunveru- lega cru, er standa vöi'ð um aðal- velferðamál þjóðarinnar. Hann ncfndi mörg mál til sönnunar því, hve vcl ríkisstjórnin hefði staðið á vcrðinum. í þeirri úpptalningu kom í ljós að þau heyi'ðu öll undir ráðuneyti Framsóknarmanna í rík- isstjórninni. Þcgar hins vegar kom að sjávarútvcgsmálum og við- skiptamálum varð annað upp á teningnum. Er Ólafi því nokkur vorkunn þótt honum að þessu sinni bi'ygð- ist að nokkru bogalistin í snjallri ræðumennsku. Enda fékk hann frí og var ekki látinn koma í annað sinn fram fyrir háttvii'ta kjósend- ur í ncfndum umræðum. Hinn vígreifi forystumaður Sjálfstæðisflokksins, sem í ái'atugi hel'ur hælt sér af því að þora að segja sannlcikann á hverjum tíma, var víst ekki vel fyrir kallaður. Kokhreystin var að vísu hin sama, en hann gleymdi því um stund að hann er forsætisráðherra landsins og má ekki færa ræðumennskuna niður á svið óvalinna og óábyrgra manna. Morgunblaðið gerir til- raun til að láta líta svo út að það sé ánægt með frammistöðu for- ingja síns og segir í leiðai'a sínum fyrir helgina að menn hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með ræð- una hans Ólafs, frekar en fyrri daginn. „í áratugi hefur rödd hans heyrzt styrkari öðrum og vísað mönnum veginn með djörfung og festu — hann sagði þjóðinni einn- ig að þessu sinni sannleikann um- búðalaust". Sorglegt er það fyrir Morgun- blaðið að verða nú helzt að leggja traust sitt á raddstyrk foringjans. '— Sannleikurinn felst þó í þessu. Raddstyrkur foringjans hefur nefnilega gegnsýrt allan málflutn- ing Sjálfstæðisflokksins á undan förnum árum. Hávaðinn og drembilætið hefir skipað öndvegið í allri stjórnmálabaráttu flokksins og því miður borið meiri árangur en vert væri. En þetta verður sannast að segja fremur kátlegt, þegar formaður stærsta stjórn- málaflokksins ávarpar þjóðina og er til neyddur að afhjúpa vei'k sín og viðurkenna heillarík störf sam- starfsflokks síns. Má segja að nú sé þeim bleika brugðið. í þessu sambandi er rétt að minna á, að Morgunblaðið talaði um hinn málefnalega og rétta flutning Eysteins Jónssonar. Til þess að setja hann þó ekki skör hærra en forsætisráðherrann, var leggja upp í síðustu ferðina. Hann var vel undir hana búinn og tók undir með Hallgrími Péturssyni, sem sagði: „Á einum Guði er allt mitt traust, ég engu skal því kvíða“ Nú kveð ég þig, vinur, í hinzta sinn og þakka fyrir 30 ára kynn- ingu. Eg þakka þér fyrir mai'g- háttaðan greiða, margvíslegan fró'ð leik og allar samverustundii-nar og sérstaklega þakka ég þína sta'ð- föstu tryggð. Vinur. á það bent í sama blaði að hanit vantaði litríki, skap og fjör. Svo blint trúir Morgunblaðið á þær bardagaaðferðir, er einkennast aí: „i'addstyrk“ o.fl. hliðstæðum for ustueinkennum Sjálfstæðisflokks• ins! Þjóðin hefir nú kynnt sér hinar nýju tillögur ríkisstjórnarinnai — Hafa þær verið birtar í blöðun og um þær fjallað í umræðun þeirn, sem kerindar eru við eldhús dag. Tillögurnai', sem nú ei'u oi'ðr ar að lögum, forðuðu frekar stöðvun bátaflotans. í samræm við það lögmál að tekna verði ai afla, til að standast útgjöld, haf: þungir skattar verið lagðir á þjóí ina alla. Þau úrræði korna engun á óvart, enda í stórum atriðun þau sörnu og ávallt hafa veri' þrautalendingin mörg undanfari) ár. — (Dagur). Fjölgun póstferöt Sncmma á þessu þingi ílutt þeir Skúli Guðmundsson og Ásgei Bjarnason í sameinuðu þingi svt hljóðandi tillögu um fjölgun pós. ferða: „Alþingi ályktar að fela ríkis stjórninni að hlutast til urn, ai póstferðum verði fjölgað um þai. héruð, þar sem ferðirnar eru nú strjálastar, svo að póstur verðl iluttur um allar byggðir eig sjaldnar en vikulega á öllum árs- tímum.“ í greinargerð fyrir tillögunn' segir svo: „í sumum héruðum landsins er nú póstflutningum hagað þannig, að aukapóstar ganga frá aðalpóst ' stöðvum um sveitirnar vikulcgí, að sumrinu, en aðeins á hálfsmán- aðarfresti að vetrarlagi. Þykix mönnum, sem eðlilegt er, illt ae búa við svo strjálar póstferðir að vetrinum. Hér er því lagt til, að póstferðum um sveitirnar vcrði fjölgað, svo að þær verði eigi sjaldnar en vikulega á öllpm órs tímum.“ Hér er vissulega hreyft mikln nauðsynjamáli og ber því fastlega að vænta þess, að það hljóti góð- ar undirtektir þingmanna og frarra kvæmdir fylgi svo á eftir. Fíóttamöíiíium leiðbeint Noi'ski prófessorinn Christiai Dörum hcfir verið ráðinn af Menr: ingar- og vísindastofnun Samein uðu þjóðanna til þess að leiðbeina urn kennslumál meðal flóttamanna í Palestínu. 1 flóttamannabúðum í Palestínu eru nú um 300 skólar, sem styrkt- ir cru af hjálparstofnun Samein- uðu þjóðanna. í skólum þessun. eru um 100 þúsund nemendur og 2500 kennarar. Kennararnir sjálf ir eru flótlamenn. Auk skólahald;: gangast Sameinuðu þjóðirnar fyr. ■ ir kennaranámskeiðum og rnur. hinn norski prófessor kenna vio þau. (Frá upplýsingaskrifstofu S. Þ.J.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.