Tíminn - 11.02.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.02.1956, Blaðsíða 6
TIMINN, laugardaginn II. íebrúar 1956. 35. bla& HÓDLEIKHÖSID iaSur og kona Sýning í köld kl. 20. Uppselt. Næsta sýning fimmtudag kl. 20. Jónsmessudraumur Sýning sunnudag kl. 20. Fáar sýningar eftir. Góði dátinn Svæk Sýning miðvikudag kl. 20. Siðasta sinn. Aðgöngumiðasala opln frá kl. 13,15 til 20. Tekið á móti pönt- unum. Sími 8-2345, tvær línur. Pantanlr sækist daginn fyr- Ir sýningardag, annars seidar 6Srum. W.T. SALOME Amerísk stórmynd í Techni- color. Áhrifamiklar svipmynd- Ir úr biblíunni, teknar i sjálfu Gyðingalandi með úrvalsleikur- um. Enginn gleymir Ritu Hay- worth í sjöslæðudansinum. — Stórkostleg mynd, sem allir verða að sjá. — Áðalhluterk: Rita Hayworth, Stewart Granger, Charles Laughton. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐl - Kærleikurinn er mestur ítölsk verðlaunamynd Leikstjóri: Roberto Rossolini Nýjasta kvikmynd Ingrid Bergman Myndin hefir ekki verið sýnd hér á landi áður: Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. Bengalherdeildin Sýnd kl. 5. Upplýsingaþjónusta Bandaríkj- anna sýnir „Kjarnorku í þágu friðarins“. — Sýnd með íslenzk- um texta. ASgangur- ókeypis. ciml MU. Hafmærin , (Mad about men) Bráðskemmtiieg brezk gaman- mynd í litum, er fjallar um ást- arævintýri óvenjufagurrar haf- meyjar. Giynis Johns, Donaid Sinden. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLi- ForboSnir ávextir (Le Fruit Defendu) Ný, frönsk úrvalsmynd, gerð eft- ir skáldsögunni „Un Lettre a Mon Judge“ á ensku „Act of Passion", j eftir George Simenon. Er mynd þessi var frumsýnd í Kaupmanna- höfn, gekk hún í 5 mánuði á sama bíóinu. Aðalhlutverk: FERNANDEL, Francoise Arnoul Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Danskur texti. LEIKFEIAG! REYKJAyíKUR^ Kjarnorka og kvenhylii Sjónleikur eftir Agnar Þórðarson. Sýning í dag kl. 17. Aðgöngumiðasala eftir kl. 14. Galdra-Loffur Leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson. Sýning annað’ kvöld kl. 20,00 Aðgöngumiðasala í dag kl. 16— 19 og á morgun frá kl. 14. Sími 3191. Hafnarfjarð- arbíó 9249. Regína Hin fagra og vinsæla mynd. Sýnd kl. 7 og 9. Næst síðasta sinn. NYJA BÍO Falsljómi frægðarinnar (What Price Glory) Spennandi ný amerísk litmynd, byggð á hinu fræga leikriti „Charmaine" sem gerist í fyrri heimsstyrjöld. Aðalhlutverk: James Cagney Corrinne Calvet Dan Dailey Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ Slml «444. Ást, sem tortimir (The Shrike) Efnismikil og afar vel leikin ný amerísk stórmynd, byggð á Pul- itzer-verðlaunaleikriti eftir Joseph Kramm Aðalhlutverk: José Ferrer sem jafnframt er leikstj. og June Allyson Mest umtalaða kvikmynd 1 Bandaríkjunum núna. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BIO — 1475 — Ekki er ein báran sfök (Behave Yourself) Fjörug og spennandi ný amerísk gamanmynd. Farley Granger Sheliey Winters Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. 'I AUSTURBÆJARBÍÖ Shanghai-múrinn (The Shanghai Story) Mjög spennandi og viðburðarík, ný amerísk kikmynd, er fjallar um baráttu Bandaríkjamanna og Kínverja í Shanghai. Aðalhluterk: Edmond O'Brien Ruth Roman Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Alþjóðalögreglan (Framhald af 5. síðu.) um við í sambandi við 50 lönd frá aóalstöðinni fyrir utan París. -— Og afbrotafaraldurinn 1 Evr- ópu í dag? — Hann fer minnkandi, en það geisaði mikill faraldur rétt eftir stríðið. Þó eru vissar afbrotagrein ar, sem virðast fara hættulega stígandi: eiturlyfjasalan, peninga- falsanir og kynferðisleg afbrot. En jafnvel þótt okkur takist að minnka afbrotin, eru alltaf hinir „stóru“- eftir. Nú berjumst við á móti hinurn „gáfuðu glæpamönn- um“, og baráttan er oft hörð, því að þeir ausa um sig peningaupp- hæðum að upphæð á við ríkissjóð smærri landa. En það er barizt miskunnarlaust írá báðum hiiðum. — lívað áiítið þér sem lögreglu maður um vaxandi tilhneigingar ti! mannúðlegra réttarfars í heim inum? — Þá aðferð verðum við vitan- lega að nota gagnvart þeim af- biotamönnum, sem brjóta af sér í fyrsta sinn. En því miður álít ég mannúðiegra réttarfar ekki gagnlegt í viðskiptunum við meiri háttar afbrotamenn. Fyrir þá eru það viðskipti að taka frá öðrum. Það er þeim eðlilegt, að lifa eins og greifar, leika á samfélagið, lokka saklaust fólk inn í víti eit- urlyfjanna, eöa gera þá öreiga með föfskum peningum. Þar hjálp ar engin mannúð -— aðeins strang ir dómar, segir Frakkinn með merki heiðursfylkingarinnar í liarminum að lokum. Það er ekki hvað minnst honum að þakka, að Interpol hefir vaxið upp í hið á- kjósanlega dæmi um samstarf þjóðanna í heiminum, eins og við sjáum í dag. Geislavirk efni (Framhald af 5. síðu.) að málmar gætu skilizt úr berg- inu og setzt fyrir annars staðar. Auk þess er íslenzki berggrunnur- inn aðallega basalt, en það er yf- irleitt mjög snautt af geislavirk- um efnum. Fyrir það er þó ekki að synja, á meðan rannsóknir vant ar, að málmar þessir kunni að hafa safnazt saman á einhverjum stöðum, einkum þar sem jarðhiti hefir verið að verki í langan tíma. (íslenzkur iðnaður.) í áLB U' V/O ABh/AKUÓL fiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiii, I Blikksmiðjan I | GLÓFAXí | \ HKACNTEIG 14. — fcÍMI 7131. 1 I HANS MARTIN: 34 SOFFlA BENINGA Eru skepnurnar 09 heyið tryggl? , ®A*ÆVt t*i*vrmva a vwsjsjk var iDetta allt fraxnandi, en ekki vegna þess aö ég vildi ráða yfir öðrum. <■ — Var faðir hennar kannske þannig skapi farinn? spurði Walter varlega. — Nei, sagði húíi ákveðin. — Hann var Frísi, ákaflyndur og harðgeðja og viljasterkur, en hafði enga löngun til að láta aðra dansa eftir sinni pípu. — Góða Sofíia, hafðu ekki áhyggjur af þessu. Við skulum sjá, hvort við getum ekki vanið hana á betri siði. Þú ert ung enn, og við erum i orlofi. Nú skulum við vera glöð. Skipið hélt leið sína yfir höfin. Á Miöjaröarhafinu voru maídagarnir orðnir hlýir og sólríkir. Þau fóru í land i Genua og héldu þaðan me.ð. hraðlest yfir svissnesku alpana, og um morguninn voru þau komin að Rín. Ávaxtatrén voru í blóma- skrúða og vögguðu sér í golunni. En þeim fannst kaít 1 veðri og tóku fram Evrópuklæði sin. Hún vissi þó að götudraktin hennar, sem hún átti frá fyrri Parísardögum, var ekki í tizku lengur, og konurnar í Haag mundu brosa í kampinn, er þær sæju hana. Föt Walters voru frá síðasta orlofi hans heima í Hollandi, og Soffíu fannst hann skrýtinn útlits í aðskorna jakkanum og þröngu buxnaskálm- unum. Hann kunni heldur ekki sem bezt við sig í þessum búnaði. — Ég er hrædur um, að Jules þekki mig ekki, sagöi hann og reyndi að hlæjá. Jules stóð á brautarpallinum, þegar lestin rann inn á stöð- ina í Haag. Svo hófst venjuleg barátta við burðarkarla og gistihúsasendla. En út úr þrengslunum gekk ungur maður til þeirra. Andlit þans var dökkleitt og magurt og hann líkt- ist mjög föður sínum. Faðir og sonur -iögðu hendurnar á axlir hvor annars og horfðust lengi í augu. — Jules, þú ert orðinn fulltíða herramaöur. Þetta er konán mín. 1 Hún hafði hálft i hvoru kviðið þessara funda, en nú fann hún aðeins til forvitni. — Má ég segja mamma? spurði Jules blátt áfram. Hann rétti henni höndina. Soffia greip hana og dró hana að sér. Svo lagði hún kinn sína að vanga hans. — Sjálfsagt, Jules, segðu bara mamma, Og þetta er hin nýja systir þín, Maríanna. — Sæll, frændi, sagði telpan þreytulega. Allt þetta um- stang umhverfis hana gerði hana ráðvillta, — Kallaðu hann bara Jules. Hann er sonur Walters frænda. — Kallar hún pábba frænda? spurði Jules og virtist von- svikinn. — Já, hún kallaði hann það áður en við giftumst, og það hefir haldizt, sagði Soffía afsakandi. Þau settust inn í bifreiöina og óku inn í bcrgina. Soffía vildi, að þeir feðgarnir sætu niðri í íorsalnum og ræddust við, meðan hún tæki upp úr töskunum, hefði fata- skipti og snyrti Maríönnu eftir ferðina. Hún bjóst við, að faðir og sonur myri'du vilja ræðast við í einrúmi. — Viltu vínglas, Jules, sagði Walter. — Þakka þér fyrir, pabbi. Það hæfir vel á þessum tíma dags. — Ég er hræddur um, að ég sé töluvert austurlenzkur í út- liti í þessum gömlu fötum. — Hvaða vitleysa, pabbi. Kauptu þér bara tilbúin föt á morgun og láttu um leið taka mál af þér, svo að þú getir feng- ið önnur saumuð. — Það er góð hugmynd. Þú aðstoðar mig vonandi. Ég hefi oft verið í Amsterdam, en Haag þekki ég ekki. Þú ert vel klæddur sonur. Jules hló. — Fötin eru frá föður mínum. — Kemstu af með þá fjárhæð, sem ég sendi þér? — Já, það sleppur. — Þaö fer nú vonandi vaxandi, þar sem söluhorfur á te eru nú að batna aftur. Ertu í skuldum? — Allir stúdentár á fjórða námsári eiga nokkrar ógreidd- ar skuldir. — Þá er bezt að greiða þær sem fyrst. Hve mikið heldurðu að þáð sé? Walter tók fram ávísanabók sína. — Líklega um 200 gyllini. , — Hérna. Fáðir hans rétti honum ávísun á fimm hundruð gyllini. — Borgaðu þetta nú strax og svo er svolítið afgangs handa þér, af því að þú gladdir mig með þvi að kalla Soffíu mömmu. Svo varð nokkur þögn ög Walter fitlaði niðurlútur við úrfesti sína. — Drekkum í botn, pabbi, sagði sonur hans aö lokum. • — Já, skál, og fáum okkur aftur í glösin. Já, Jules, ef þú kemur aftur til Austur-Indía að námi loknu, mun fara betur um þig en fyrr. Henk frændi er sama tryggðatröllið og áður, og konan mín er, eins og ég hefi skrifað þér áður, góð hús- móðir. Hún er dásamleg kona. Fyrirgefðu mér annars, a,ð ég skuli tala eins og ástfanginn unglingur. Þér er velkomið að hlæja að mér. — Það geri ég ekki, pabbi. Ég brosi aðeins af því að sjá þig þannig. Þú ert harla ólíkur því sem þú varst áður. — Þarna kemur hún niður stigann. Walter gekk á móti Soffíu, og Jules dró fram stól handa henni. — Viljið þið kannske te? — Þakka þér fyrir. Hún settist og horfði brosandi á föður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.