Tíminn - 11.02.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.02.1956, Blaðsíða 4
TÍMINN, laugardaginn 11. febrúar 1956. 35. bl«C. Kjarnorkan gefur fyrirheit um meiri menningu ailra jarðarbúa en áður hefir þekkzt RæSa Sfeingríms Steinþérssonar féíagsmáíaraSherra við opnun sýningarinnar: Kjarnorka í þjónusfu mannkynsins Herra forseti Islands og frú. Virðulegir boðsgestir. Ég hefi verið beðinn að segja hér örfá orð um leið og þessi sýn- ing er opnuð almenningi til athug unar. Það er upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna, sem hefir látið gera þessa sýningu og síðan flutt hana land úr landi um mörg ríki Evrópu, svo að sem allra flestir gætu átt þess kost að færa sér í nyt þá fræðslu og þekkingu, sem sýningin getur veitt, en það munu vera margvíslegar upplýsingar, sem hér má afla sér um þessa geysimiklu, áður óþekktu tækni- þróun, sem mennirnir glíma nú við. Ég vil færa upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna þakkir fyrir að veita okkur tækifæri til að kynn- ast því, sem þessi sýning hefir upp á að bjóða. Rannsóknarráð ríkisins hefir af fslands hálfu undirbúið sýningu þessa ásamt upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna og stendur Rann- sóknarráðið straum af nokkrum hluta kostnaðar við hana. Kjarnorka í þjónustu mannkyns- ins, er það nafn, sem sýning þessi hefir hlotið. Það er táknrænt. Allt veltur á því að mönnum takist að hafa vald á þeim öflum, er þeir leysa úr læðing í glímu sinni við náttúruöflin. Sumir óttast að svo kunni að ske, að öfugt færi að. Hin geysilegu öfl, sem leyst verða, kunni að verða mönnunum ofur- efli, brjótist úr viðjum og eyði mannkyninu í stað þess að vera friðsamur þjónn þess og þénari. Hér þarf mikla þekkingu og fræðslu, ekki einungis vísinda- manna þeirra er við fræði þessi fást, heldur eins og á öllum öðr- um sviðum, er nauðsynlegt að al- menningur geti fylgst sem allra bezt með því, er gerist. Sýning, eins og sú, er nú er verið að opna hér er mikilsverður þáttur í nauð- synlegu fræðslukerfi. Við fögnum því þessari starfsemi og hvetjum fólk til þess að veita henni athygli og nota hana til frekari sjálfsnáms í hinum nýju vísindum. Þegar fornleifafræðingar greina á milli leifa manna og dýra frá fyrri jarðsögutímabilum, miða þeir fyrst og fremst við það, að manninum fylgja tæki, sem hann sjálfur hefir smíðað. Hinn viti borni maður — homo sapiens — er frá byrjun tengdur tækninni. Vafalaust hafa tækin átt mikinn þátt í því að þróa vits- muni mannsins, en auknir vits- munir hafa aftur leitt af sér end- urbætt tæki. Þannig hefir þróun tækninnar og þróun andlegra vits- muna haldist í hendur og stutt hvor aðra. Lengi vel mun maðurinn ein- göngu hafa orðið að treysta á afl sinna eigin handa til þess að nota tæki þau, sem hann smíðaði. Síð- an tók hann dýr í þjónustu sína og lét þau vinna fyrir sig. Einhverntíma, við vitum ekki hvenær, tókst manninum að ná valdi yfir eldinum og lærði að nota hann til þess að verma sig við, til þess að tilreiða gómsætan mat og til þess að auðvelda lífið á margan annan hátt. Það má telj ast mikið stökk í þróunarsögu mannsins, þegar hann tók eldinn í þjónustu sína, en um leið hafði hann einnig fengið vald til stór- felldra eyðilegginga og gat t. d. brennt upp stór skógaflæmi eftir vild, eða önnur verðmæti. Annað stórkostlegt tæknisstökk varð þegar manninum tókst að breyta orku eldsins í vélaafl og vinnu, og láta hann knýja skip, vagna og iðnaðarvélar. En síðan eru nú aðeins um tvær aldir. Hér á landi hefir þessi iðnbylting orð- ið í tíð núlifandi kynslóðar að mestu eða öllu leyti og er enn að gerast. Á svo skömmum tíma er ekki að búast við mikilli vitsmuna breytingu hjá manninum, enda Steingrímur Steinþórsson þótt iðnbyltingin hafi óneitanlega haft töluverða hugarfarsbreytingu í för með sér. En nú rekur hver stórviðburð- urinn annan, og áður en iðnvæð- ingin hefir náð til nema nokkurs hluta mannkynsins, stöndum við nú á þröskuldi nýrrar tæknibylt- ingar, þar sem er beizlun kjarn- orkunnar, afls, sem er milljónfalt kröftugra en orka eldsins. Oft hefir maðurinn óttast afleið ingar uppgötvana sinna. Enginn efi er á því, að maður fortíðarinn- ar hefir skelfzt, er hann sá þá miklu eyðileggingu, sem eldurinn gat framkallað. Þeim, sem fundu upp púðrið, stóð beygur af afli þess, og upphafsmaður dynamits- ins gaf allar eigur sínar í því skyni, að reyna að hamla upp á móti því böli, sem uppgötvun hans myndi leiða yfir heiminn. Og enn stöndum við mannanna börn skelkuð á þröskuldi hinnar nýju atómaldar. Sé litið til baka yfir þróunar- sögu tækninnar mun þó fáum blandast hugur um, að þrátt fyrir allt, hafi framfarir þær og upp- götvanir ,sem gerðar voru, verið æskilegar fyrir þroska mannkyns- j ins, og að jafnvel sprengiefnin séu nauðsynlegur hlekkur í þeirri þekkingarkeðju, sem öll menning vor hvílir í. Sprengingar þær, sem knýja áfram benzínmótorinn, eru náskyldar sprengingum spren{<i- efnanna, og eldurinn, sem hitar hí býli vor, er sama eðlis og eldurinn sem eyðir skóginum. Yfirleitt fylgja öllum tæknileg- um framförum nokkur hætta. Þær gefa manninum aukið vald yfir efninu, en það vald getur hann notað til niðurrifs eða uppbygging ar eftir því, sem honum býður við að horfa. Auknu valdi fylgir alltaf aukin ábyrgð, og til þess að beita valdinu rétt og skynsamlega þarf þroskað hugarfar, þarf þekkingu. Eyðingarmáttur kjarnorkuvopn- anna er vissulega ægilegur, en það ér meira en lítið vantraust á vits- munum mannsins, ef við ætlum, að hin mikla uppgötvun kjarnork- unnar þurfi að verða mannkyninu til tjóns. Miklu ríkari ástæða er til þess að ætla, að hið aukna vald skapi aukna vitsmuni og þroskað hugarfar, þegar frá líður, sem stefni að því einu að nota þessa nýju orkulind í þágu friðar, frels- is og batnandi hags fyrir alla jarð arbúa. Með beizlun orku atómkjarnans hefir mannkynið tryggt sér næga orku um ófyrirsjáanlega framtíð. Þessi uppgötvun gefur fyrirheit um hámenningu allra heimsbúa, sem langt ber af öllu því, er riú til þekkist. Ég vil leyfa mér að þakka öll- um þeim, er undirbúið hafa þessa sýningu og komið henni fyrir á þann smekklega hátt, er hér blas- ir við sýningargestum. Ég vil hvetja fólk til þess að sækja sýn- inguna og kynna sér hana sem bezt. Ég hygg að enginn muni sjá eftir þeim tíma, sem til þess fer. Að svo mæltu vil ég lýsa því yf- ir, að sýningin: Kjarnorka í þjón- ustu mannkynsins er opnuð. Jörðin Stöð í Stöðvarfirði er til sölu og ábúðar á n. k. vori. Stórt, steinsteypt íbúðarhús. Hús fyrir rúml. 300 fjár. Hey- hlöður fyrir 350 hesta. Votheysturn og gryfjur fyrir 200—250 hesta, allt steinsteypt. Fjós fyrir fjórar kýr og hesthús fyrir fjóra hesta byggt úr timbri og járni. Steyptur áburðarkjallari undir fjósinu. Miklar girðingar. Vegur heim og sími. Jörðin er ca. fjóra km. frá kaup- túni. Stórt tún og ótakmarkaðir ræktunarmöguleikar. Sand og malartekja og selungsveiði. Áhöfn og vélar geta fylgt, ef um semst. Upplýsingar gefur eigandi og ábúandi jarðarinnar og Oddur Ófeigsson, Smálands- braut 7, Smálöndum, Reykjavík. aggacssesscssacsssasas8ssegisssssgss888sgs8css®sgs«ss8csðt8at Vinntð ötulleaa að útbreiðslu TlMANS Mynd þessi er frá einni af hinum sögulegustu feröum Guöbrandar, frá fyrstu feröinni, er hann ók áætiunarbíl sínum á hinni erfiöu leið um Barðaströnd íil PatreksfiarSar. S ungir menn taka við rekstri áætSnnarbiia á Vestfjarðaieið Guðbrandur Jrörundsson, sem í aldarfjónSimg hefir annazt fólksfktninga vestur, seíur þeim feíla síma Fimm ungir menn hafa nú keypt bifreiðar Guðbrandar Jörundssonar, sem um aldarfjórðung hefir haldið uppi áætl- unarferðum vestur i Dali og síðar til Vestfjarða. Tóku hinir nýju eigendur um áramótin við sérleyfisleiðum þeim, er Guðbrandur hafði. Er hér um a<5 ræða sérlcyfis- ferðir á leiðunum Reykjavík, — Dalir, — Kinnastaðir, ísafjarðar- djúp og Reykjavík, — Barðaströnd — Patreksfjörður, — Bíldudalur. Til þessara ferða eru nú notaðir sex stórir áætlunarbílar, eftir á- stæðum. Tveir þeirra nýir og vand aðir díselvagnar. Guðbrandur Jörundsson frá Vatni í Dalasýslu, sem nú hættir fólksflutningum á þessum leiðum, hefir starfað að þeim um aldar- fjórðung, af miklum dugnaði og árvekni. Lengi voru þær ferðir erfiðar, ár óbrúaðar og vegir ill- færir, jáfnvel að sumarlagi. Sýndi Guðbrandur þá oft mikinn dugnað og umhyggju fyrir farþegum sín- um, og kunni ráð við hverjum hlut. En hans góða skap kunnu líka ferðafélagarnir að meta, ekki sízt,' þegar vegir voru verstir og mest í fljótum. Auk sérleyfisferðanna hefir Guðbrandur annast fjölda hóp- ferða fyrir ýmsa aðila, og oft um öræfi og vegleysur. Þeir, sem taka við af Guðbrandi hafa stofnað hlutafélagið Vestur- leið og eru hinir nýju sérleyfis- hafar Júlíus Sigurðsson, sem ekið hefir hjá Guðbrandi í 14 ár. Jó- hann Guðlaugsson, Böðvar Guð- brandsson, Sturla Þórðarson og Kjartan Guðmundsson. Þeir eru allir Dalamenn að ætt og uppruna. Munu þeir allir starfa sjálfir við akstur á sérleyfisleiðunum og að viðhaldi bílanna, sem er mikið á erfiðum leiðum. Aðalfundur iðeráðs Iðnráð Reykjavíkur hélt aðal- fund sunnud. 29. janúar s. 1. í Bað- stofu Iðnaðarmanná. Formaður og ritari íluttu skýtslu stjórnarinn- ar um störfin síðasta kjörtímabil, sem reyndust allumfangsmikil. Stjórnin hélt 51 bókaðan fund á tímabilinu og skrifaði 220 bréf til ýmissa aðila. Störf iðnráðsstjórn- ar beindust aðailega að réttinda- og kærumálum varðandi iðnað. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa eftirtaldir menn: Guð- mundur Haildórsson, húsasmiður, formaður; Gísli Jónsson, bifreiða- smiður, varaforniaður; Valdimar Leonhardsson, bifVélavirki, ritari; Gísli Ólafsson, bakari, gjaldkeri og Þorsteinn B. Jónsson, málari, vararitari. •— í 'ýárástjórn voru kosnir: Þórólfur Béck, húsgagna- smiður; Óskar Hallgrímsson, raf- virki; Guðmundur Halldórsson, prentari og Þorsteinn Daníelsson, skipasmiður. — Endurskoðendur voru kosnir Guðmundur B. Hersir og Þorsteinn Daníelsson, skipa- smiður, til vara: Ilallvarður Guð- laugsson. Tvö ný S. Þ. frímerki Póststjórn Sameinuðu þjóðanna næstunni gefa út tvö ný frímerki. 17. febrúar verður gefið út frí- merki til heiðurs Aiþjóða firðsam bandsstofnuninni og 7. apríl verð- ur gefið iít“S?ífnerki til heiðurs Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. — (Frá uppiýsingaskrifstofu S. Þ.). iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiuiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiHiiiinimiiiiiitiiiiiniiiiiiiiiiiiiuiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuimiiiiiiii iiiiiiiiiiuiii Svtss aÍIEs aS aipjóða- samfijfEckt um fiaf- undarétt ' Alþjóðasamþyktin um höfunda- rétt, sem samin var fyrir tilstiili Sameinuðu þjóðanna, gekk í gildi í september í fyrra, er 17 þjóðir höfðu gerst aðilar að hennLMeðal þeirra eru Bandaríkin, Frakkland, Vatíkanið og Vestur-Þýzkaland. Nýlega hefir Svissland gerst að- ili að samþykktinni um höfunda- rétt. — Ekkert Norðurlandanna liefir enn gerst aðili að þessari samþykkt. (Frá upplýsingá^kfifstofu S. Þ.). ./:«4 V" IIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIHIUIJIIIIIIIIIIIIIIIUUI! B Æ N Ð U R , sem ætlið aS rafvirkja bæj- 1 arlækinn á þessu ári, dragiö ekkÚáð' tmdtfbúa l það. Varist að kaupa gamlar véiar, — það er f hrein tilviljun ef slíkt er rétt ráðið. Okkar 1 gömlu þýzku firmu eru nú sem fyrr mjög sám- f keppnisfær í verði og gæðum. — Talið við | okkur. Við munum ráða yður það bezta.: . | BftÆÐURNIR 0RMSSQN H. F. ( Pósthólf 867. — Sími 1467. | .........................................................................

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.