Tíminn - 21.02.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.02.1956, Blaðsíða 2
2 Bruninn (Framhald af 1. síðu.) miðhæðina, en varð þá einskis vör. Lítilli stundu síðar gengu þeir Ei- ríkur og Ármann fram, og í sömu svifum kalla þeir, að kviknað hafi i húsinti. Segir Margrét að þá hafi íkki verið liönar nema 8—10 mín- itur síðan hún gekk upp á hæðina. Komst ekki í síma. Eldurinn var þá þegar orðinn ■ívo magnaður, að ekki varð kom zt upp á miðhæðina að símanum sem þó var skemmt frá stiganum. Margrét greip þá þegar börnin og komst út. Eiríkur hljóp þá út að ijárhúsi ,um 150 metra vegalengd, aar sem Magnús bróðir hans var ið vinna. Hljóp Magnús þegar íeim með honum. íeisti upp stiga. Þar sem gömlu mennirnir voru ekki komnir út, sneri Magnús þegar að því að reyna a'ð' bjarga þeim. Náði hann í stiga og reisti hann þegar upp að norðurgafli hússins, en þar var gluggi á her bergi því, sem hann vissi að Jón as var í. Fór hann upp stigann, j en þegar hann braut gluggann,1 gaus eldurinn út á móti honum. Kallaði liann inn en fékk ekkert svar. Þá hljóp Magnús með stigann 'suður fyrir húsið og reisti hann ipp við gaflinn þar, því að þar var herbergi það, sem Eiríkur var i. Fór allt á sömu leið. Eldurinn gaus þar einnig út á móti honum og hann varð einskis lífsmarks var. Var húsið þá orðið svo alelda, að loftið logaði stafna milli. Litlu bjargað. Er það skemmst af að segja, að húsið brann allt, eða það sem gat brunnið á örskammri stundu, enda mun innrétting þess hafa verið mjög þurr og eldfim. Ekki tókst að bjarga neinu nema nokkrum munum úr eldhúsi og fötum úr gangi. Þorsteinn bóndi og Sigmar næst elzti sonum hans höfðu farið að sækja hey fram í svonefndan Biika lónsdal, og sáu þeir eldinn. Héidu þeir þegar heim, en það mun vera um tveggja km leið. Menn komu líka brátt að frá næstu bæjum, Sigurðarstöðum og víðar af Vestur Sléttu, og snerust menn að því að verja viðbyggð hús, fjós öðru meg in, en skúr með dísilrafstöð hinum megin. Var gripum þegar hleypt út úr fjósi, og tókst að verja þessi hús, enda var hægviðri. Rafstöðin var ekki í gangi, svo að ekki gat verið um íkveikju út frá rafmagni að ræða. Menn komu líka frá Rauf arhöfn til hjálpar. Eftir brunann fór fólkið að Sig- urðarstöðum, sem er næsti bær, en í gær var Margét komin til Rauf- arhafnar með yngstu börnin til fólks síns þar. Leitað að líkunum. Á sunnudagskvöldið kom all- margt manna að Blikalóni til þess að reyna að slökkva í rústunum og finna lík mannanna, sem brunnið höfðu inni. Var erfitt að slökkva, og lítið fannst af líkunum. Þó þyk ir sýnt að þeir hafi báðir látist í svefni, því að þeir höfðu ekki hreyft sig úr rúmunum. Telja má og víst að t. d. Eiríkur mundi hafa reynt að komast út, því að hann var í fullu fjöri, og úr glugga her- bergis hans var ekki hátt fall nið- ur á skúrþak, og mundi hann áreið anlega hafa reynt að bjarga sér þar út, hefði hann vaknað. Lágt vátryggt. Innbú í Blikalóni var allmikið og vandað, því að hér var um gamalgróið myndarheimili að ræða. Þau Þorsteinn og Margrét hafa búið þar alllengi. Innbú var lágt vátryggt. Gömlu mennirnir, sein inni brunnu, voru báðir valinkunnir menn í sveit sinni. Eiríkur Stefáns son bjó lengi á Rifi, en fluttist fyrir nokkru til dóttur sinnar í Blikalóni. Jónas Sigmundsson hafði dvalist alllengi í Blikalóni, frá því að hann missti konu sína og hætti búskap. Leikritið „Upp við fossa// sýnt að Skjólbrekku í Mývatnssveit Frá fréttaritara Tíinans í Mývatnssveit. í gær, 16. febrúar, hafði ungmennafélagið Mývetningur frumsýningu í Skjólbrekku á leikritinu Upp við Fossa eftir Pál H. Jónsson, kennara á Laugum, en það er samið eftir samnefndri sögu Þorgils gjallanda. TÍMINN, þriðjudaginn 21. febrúar 1956. Nýjar pillur (Framhald af 12. síðu.) tekur hanh eina eíia tvær pillur klukkan 8 að morgni, og þær eiga að lijáipa honum tll þess að standast freistinguna. Mikil notkun. Pillur þessar haía nú verið um sinn í lyfjabúðum, og er notkun- in sögð inikil. 50 pillur kosta d. kr. 5,25. í suinum skrifstofum er sagt að langfiestir noti piilurn- ar. Þá eru pantanir farnar ,að berast erlendis frá, jáfnvel frá Austurliindum. Ekki tíi hér Tíminn spurðisf fyrir um þaS í gær í lyfjabúSum í Reykjavík, hvort piliur þessar væru til hér, en fékk þau svör, aS svo mundi ekki vera. 50nha, Vetrarhörkur (Framhald af 12. síSu.) til hernámsyfirvalda Bandaríkj- anna og beðið þau um að varpa 1 sprengjum á verstu stíflurnar. Á Ítalíu eru stöðugir kuldar og hin- j ar mestu hörmungar víða meðal j aimennings. Samgöngur eru í! megnasta ólagí. Matarskortur gerir Skíðamöt mjog vart við sig í einangruðum fjaliahéruðum. Er reynt að senda þangað mat og vistir með flugvél- um, sem varpa þeim.niður úr fall hlífum. Blývinnsla (Framhald af 1. síðu.) Danmerkur fyrst um sinn, þar væri ekki eins og sakir standa aðstaða til að fullvinna blýið. Hráefnið yrði flutt beint frá Grænlandi til hafna austanhafs eða vestan, þar sem það væri selt og notað. í för með Brinch framkvæmdastjóra hér í gær voru auk hinna dönsku verkamanna tveir sænskir verk- fræðingar, sem ætla að sjá um að vélarnar gangi rétt. Blýnámurnar eru sprengdar inn í fjall og vélunum þar komið fyr- ir. Þar inni í fjallinu verður sami hiti sumar og vetur. Konungshjónin ætla til 1 Meistaravíkur. | Þegar Konungur og drottning ’ Ðanmerkur lcoma í hina opinberu heimsókn til íslands hinn 10. apríl, er ráðgert að þau fari til Meistara víkur á heimleiðinni. Þangað er ekki nema um þriggja stunda flug frá Reykjavík. Konungshjónin munu fara héðan með flugvél hinn 13. apríl og ef veður leyfir flýgur vél þeirra þá beint til Græn lands, en fer þaðan heim til Dan- merkur eftir stutta viðdvöl. Kon- ungshjónin munu koma hingað með flugvél frá SAS og verður framkvæmdastjóri félagsins með í förinni. Drap úlf með exi. Vetur konungur heldur frönsku Ríveriunni í heljargreip- um. Var hríðarveður þar í dag og samgöngur rofnar milli Nissa og Savoy. Hungraðir úlfaflokkar reika um í einangruðu fjalla- byggðunum í Appenínaf jöllun- uin á Ítalíu. Þar drap kolagerð- annaður úlf í dag með skógar- höggsöxi sinni einni að vopni. Öruggar tölur eru ekki enn til um manntjón af völdum kuldanna, en á Ítalíu er talið að ekki færri en 80 hafi farizt og í V-Þýzka- landi 30 og 23 í Austurríki. í Týr- ól tók snjóskriða 12 ára skóla- dreng fyrir augunum á kennara drengsins og skólasystkinum. Flugvél ferst í Kattegat. Stöðugt aukast ísalög í Eystra- salti. Liggja nú 73 skip teppt í Gautaborg. Danir reyna að halda opnum allra nauðsynlegustu leið- um með ísbrjótum, en það verð- ur æ erfiðara. Óttast er að ílug- vél, sem flutti vistir og póst til Sámseyjar í Kattegat, hafi farizt í dag á leið til eyjarinnar. Hafi hún orðið að setjast á ísinn og sokkið. (Framhald af 1. síðu.) ur og brautin grófst þessvegna nokkuð og gerði það keppendum erfitt fyrir. í A-fl. voru fimm keppendur en aðeins tveir luku keppni. Úlfar Skæringsson bar sigur úr bítum og hélt þar með titli sínum frá því í fyrra. Eystéinn Þórðarson varð annar. Stefán Kristjánsson hafði mjög góðan tíma, en var svo óheppinn að detta í neðsta hliðinu og varð úr leik. í B-flokki sigraði Kolbeinn Ólafs- son, Ármanni. f C-fl. bar Adólf Guðmundsson sigur úr bítum og í drengjaflokki sigraði Þorbergur Eysteinsson. Keppnistímar. A-flokkur: sek. Úlfar Sækringsson, ÍR 95,3 Eysteinn Þórðarson, ÍR . 98,1 B-flokkur: sek. Kolbeinn Ólafsson, Árm. 88,7 Svanberg Þórðarson, ÍR 97,7 Hilmar Steingrímsson, S.S.S. 109,1 C-flokkur: sek. Adólf Guðmundsson, KR 110,5 Elías Hergeirsson, Ármanni 119,9 Jóakim Snæbjörnsson, ÍR 136,7 Drengjaflokkur: sek. Þorbergur Eysteinsson, ÍR 68,0 Sigurður Einarsson, ÍR 74,1 Úlfar Guðmundsson, KR 89,4 Fréttir frá landsbyggöinni Leikritið er í þrem þáttum. Sagan kom út 1905 og var þá um- deild og vakti mikla eftirtekt. Áður en sýning hófst talaði Jón Gauti Pétursson um Þorgils gjall- anda og þau áhrif, sem sagan hafði, er hún kom út og gat þess, að vel liefði þótt hlýða, að fyrsta verkið, sem flutt væri á leiksviði hins nýja félagsheimilis, væri eftir Mý- vetning. Æfingar á leiknum hófust snemma í vetur, en þær töfðust vegna ótíðar og burtfarar sumra leikenda. Þráinn Þórisson stjórn- aði æfingum og var leikstjóri. Bún ingana annaðist Ásgerður Jóns- dóttir. Leiktjöld málaði Hólmfríð- ur Pétursdóttir og leiksviðsstjóri var Þorgrímur Starri Björgvins- son, ljósameistari var Sigfús Bárð- arson. Hlutverkaskrá er þessi: Brand bónda á Efrafossi leikur Ketill Þór isson, Gróu konu hans leikur Hild- ur Ásvaldsdóttir, Jón vinnumann leikur ívar Stefánsson, Siggu vinnukonu leikur Elín Inga Jóns- dóttir, Gunnu vinnukonu leikur Vilborg Friðjónsdóttir, séra Jó- stein leikur Böðvar Jónsson, Þur- íði leikur Birna Björnsdóttir, Mar- íu leikur Vilborg Friðbjörnsdóttir, Sveinbjörn leikur Hreinn Her- mannsson, Geirmund leikur Pétur Þórisson, Bjarna á Felli leikur Steingrímur Kristjánsson. Húsfyllir var og margt fólk úr öðrum sveitum. Ráðgert er að sýna leikinn í Húsavík og síðan aflur í Skjólbrekku. Leiksvið hins nýja húss er • ágætt, og fór sýningin mjög vel fram. Meðferð leikenda, sem flestir eru óvanir á sviði, þótti ágæt og leikurinn vakti mikla at- hygli og er mjög áhrifaríkur á köflum. — Pétur Jónsson. ísafjarðarbátar róa suður undir Snæfellsnes Frá fréttaritara Tímans á ísafirði. Svo mikið fiskleysi er nú hér á heimamiðum, að bátar telja ekki róandi á þau, og telja frekar borga sig að róa suður undir Snæfells- nes, þótt þeir séu oft yfir 40 klukkustundir í róðrinum. Afla þeir 12—14 lestir í þeim róði’um. Er þetta hægt vegna þess, hve gæftir eru nú miklar, en í óstilltri tíð væri slíkt ógerningur. — G.S. Ríflegur þýzkur námstyrkur Sambandslýðveldið Þýzkaland hefur, samkvæmt tilkynningu frá sendiráðinu í Reykjavík, ákveðið að veita tveimur íslendingum styrk til háskólanáms í Þýzkalandi há- skólaárið 1956—1957, og nemur styrkurinn 3600 þýzkum mörkum til hvors, miðað við 12 mánaða dvöl frá 1. nóvember n.k. að telja Styrkþegar ráða því sjálfir við hvaða háskóla þeir nema innan sambandslýðveldisins eða í Vest- ur-Berlín, en skilyrði er, að þeir lcunni vel þýzka tungu og geti lagt fram sönnunarsögn fyrir hæfileik- um sínum til vísindastarfa, þ.e. námsvottorð og meðmæli prófess- ora sinna. Auk þess er lögð áherzla á, að umsækjendur hafi þegar staðizt háskólapi'óf eða verið a.m. k. fjögur misseri við háskólanám. Að öðru jöfnu ganga þeir fyrir, sem ætla að búa sig undir að ljúka doktorsprófi. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að hljóta styrki þessa, sendi um- sóknir um þá til menntamálaráðu- neytisins fyrir 13. marz n.k. H. C. Hansen íer með 20 manna föru- neyti til Moskvu Kaupmannahöfn: -Sérstök -Super Cloudmasterflugvél frá SAS flyt- ur H.C. Hansen forsætis- og utan- ríkisráðherra Dana og föruneyti í boðsförina til Moskvu, senx hefst 2. marz n.k. Með forsætisráðherra og frú, Sveinmngsen ráðuneytis- stjórinn í utam-íkisráðuneytinu, Sigvald Kristensen blaðafulltrúi, sendiherra Dana í Belgrad, sem er rússnesku sérfræðingur og ýmsir aðrir, þar á meðal 7 fulltrúar danskra blaða. Rússnesk fiugvél flytur gestina heim hinn 14. marz. sendisxráðú íslendingar keppa á Holmenkoilen, Hin árlega Holmenkollenkeppni, frægasta skíðamót Norðmanna, fer að þessu sinni fram í Oppdal urn 130 km. frá Þrándheimi. Keppn in í alpagreinum veröur 3. og 4. marz, en í þeim keppa fimm ís- lendingar, þeir Ásgeir Eyjólfsson, Eysteinn Þórðarson, Grímur Sveinsson, Guðni Sigfússon og Þórarinn Gunnarsson, allir frá Reykjavík. Eysteinn fer til Noxægs á laugardaginn, en hinir fjórir eru þegar farnir. í fyrra keppti Ey- steinn einnig á mótinu og varð þá 11. í svigi. Náðist meðvitundar- laus úr íogandi herb. Aðfaraxxótt sunnudagsins kl. liálf fimm var slökkviliðið hvatt að Norðurstíg 7, en þar liafði kviknað í kvistherbergi. Slökkvi- liðið kom þegar á vettvang og var manni, að nafni Gunnar Þórðarson, bjargað meðvitundar- lausum úr herberginu. Fóru lög- reglumenn með hann í lieilsu- verndarsíöðina, og kom Gunnar fyrst til meðvitundar ld. 8—9 á sunnudagsmorgun. Skemmdir á herberginu urðu litlar, þó brann rúm mannsins og nokkrir lausa- fjármunir. Talið er, að kviknað bafi út frá sígarettu. Fjöltefli vií starfsmenn Á vegum Starfsmannafélags Út- vegsbankans var háð fjöltefli í tómstundasal bankans s. 1. sunnu- dag. Einn af starfsmönnum bank- ans, Gunnar Gunnarsson, skák- meistari og knattspyrnumaður, tefldi við samstarfsmenn sína og fleiri. Teflt var á tuttugu og tveimur borðum. Gunnar vann nítján skákir, tapaði einni og gerði tvö jafntefli. Hann tapaði fyrir Þorsteini Friðrikssyni, en gei’ði jafntefli við Guðmund Ás- geirsson og Skúla Benediktsson. \denauer (Framliald af 9. síðu.) ekki lengur % hluta þingmanna í efri deild, en svo mikið atkvæða- magn þarf til að fá frumvarp stjórnarinnar um skráningu hálfr- ar milljónar sjálfboðaliða í hinn fyrirhugaða v-þýzka her. Stjórnmálafréttaritarar telja að vel megi svo fara, að fleiri fylki fari eins að, og nefna þar til Sles- vig-Holstein. Er jafnvel farið að gera því skóna, að frjálsir demo- kratar muni stofna til samstarfs við jafnaðarmenn í þingkosning- unum, sem fram eiga að fara 1957. Hlaut 90 þús. kr. sekt Neskaupstað, 20. febrúar. — Á laugardaginn var kveðinn upp dóm ur 1 máli skipstjórans á brezka toaranum Cape Cleveland, sem tekinn var að veiðum í landhelgi við Ingólfshöfða í síðustu viku. Játaði skipstjórinn brot sitt og var sektaður um 90 þúsund krón- ur, enda er þetta í annað sinn, sem hann er dæmdur fyrir veiðar í landhelgi. Akranesi, 20. febrúar. — Akra- nesbátar voru allir á sjó í dag, en afli var heldur lélegur, eða 5— 10 lestir. Knattleikamót í Skógaskóla Hvolsvelli, 19. febr. — Dagana 21. jan.—15. febr. var haldið knattleikanámskeið í Skógaskóla undir stjórn Axels Andréssonar, sendikennai'a íþróttasambands ís- lands. Svo vel vildi til, að segja má að vorveður hafi verið á þessu tímabili, svo að hægt var að kenna bæði úti og inni. Þátttakendur voru 94 í námskeiðinu. 44 piltar og 50 stfilkur,- Heilsufar hefir verið gott í Skögaskóla í vetur. Veðurblíða mikil hefir verið hér síðustu daga, en talsverður snjór er hér, einkum milli Þjórs- ár og Ytri-Rangár. Færð um vegi er þó góð. PE. LotSnan ekki komin enn Ilornafirði, 20. febr. — Loðnan hefir ekki látið á sér kræla aftur síðan hún hvarf á dögunum. Sjó- menn vona þó fastlega, að henn- ar verði vart aftur þá og þegar hér í firðinum. Tíð er afbragðs- góð og snjórinn, sem kom á dög- unum, sem óðast að hjaðna. AA. Skautamót íslands á Akureyri um næstu helgi Akureyri, 20. febr. — Ákveðið mun nú vera, að skautamót ís- lands verði háð hér á AkureyrL um næstu helgi, ef veðurskilyrði leyfa. Verður nánar skýrt frá þátttöku og tilhögun mótsins síð- ar í vikunni. Togarar landa á ísafirðí ísafirði, 20. febr. — Togarar landa hér flesta daga. ísborg land- aði í gær 53 lestum af saltfiski og 26 lestum af ísfiski. f dag land- ar Ólafur Jóhannesson 200 lest- um af ísfiski. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.