Tíminn - 08.03.1956, Page 8
6
íslencLingaþættir
Áttræður:
Sveinn Sveinsson frá Fossi
Sveirín Sveinsson frá Fossi í Mýr
dal, var 80 ára 5. desember s.l.
Hann er kunnur lesendum Tímans
af greinum hans í baðstofu blaðs-
ins.
Sveinn er fæddur árið 1875 í
Hörgsdal á Síðu, sonur séra Sveins
Eiríkssonar og Guðríðar Pálsdótt-
ur, prófasts í Hörgsdal. Hann
fluttist með foreldrum sínum á |
fyrsta ári að Kálfafelli í Fljóts-
hverfi, síðan að Sandfelli í Öræfa-
um, síðan að Kálfafellsstað í Suð-
sveit. Þaðan fluttist hann, 1G ára
gamall, með foreldrum sínum að
Ásum í Skaptártungu og var aðal-
stoðin við bú þeirra til 28 ára
aldurs, er hann kvæntist Jóhönnu,
24 árá, dóttur Sigurðar snikkara
og Gyðríðar ljósmóður að Breiða-
bólstað í Síðu.
%yeinn og Jóhanna hófu búskap
að Leiðvelli í Meðallandi, en fluttu
eflir eitt ár að Eyvindarhólum
undir Austur-Eyjafjöllum. Fjórum
árum síðar, 1908, fluttu þau að
Ásuni.i Skaptártungu, þegar faðir
Sveins andaðist og uppfylltist þá
■& sá 'draurhur þeírra.' áð'búá í Ásum’.
Það kom fljótt í.ljós að Sveinn
var\ mikill búmaður. Fyrsta bú-
ska^árárið, að Leiðvelli, átti hann
20 ;;pr, 1 ■ hest, 1 kvígu og fékk
láliaða tvo hesta en fyrsta árið í
Ásum — fimm árum síðar — færði
hann frá 100 ám og blómguðust
aðrir þættir búsins með líkum
hætti, þrátt fyrir tvenna búferla-
flutninga. Sveinn byggði upp í Ás-
um, þegar á fyrstu árunum, öll
fénaðarhús, hlöður og íbúðarhús.
Hann girti túnið með gaddavírs-
girðingu fyrstur manna í sýslunni.
Ííá-.var aðstaðan til húsbyggingar
slík, að efni varð að flytja í klökk-
þrn ýfir torfær vötn og sanda, enda
voru vagnar þá lítt þekktir.
Meðan Sveinn bjó í Ásum var
gestakoma þar sennilega meiri, en
á öðrum bæjum í Vestur-Skapta-
fellssýslu, enda voru þeir þá í þjóð-
braut við brúna á Eldvatninu, þar
sem ferjan var til 1907. Skaptár-
eldhraunið er austan vatnsins og
um það liggur leiðin austur í Síðu.
Langferðamönnum þótti notalegt
að fá hressingu í Ásum, bæði eftir
ferð yfir hraunið og áður en í það
var lagt.
Ég kom fyrst að Ásum 12 ára, á
leið austur á Síðu og er ennþá í
fersku minni alúð Sveins, gest-
risni heimilisins og barnahópurinn.
Ósjaldan voru gestir i flestum rúm-
um í Ásum og búið um börnin á
^ gólfinu. Veitingar og næturgreiðar
■■ voru ávalt veittir, án endurgjalds.
Ásaheimilið var rómað fyrir rausn
og gat sér orðstír fyrir gestrisni.
Tíðar gestakomur voru Sveini eins
og nútíma fréttablað, enda var
hann flestum kunnugri um menn
og málefni í sýslunni og víðar.
Ásar í Skaptártungu er prests-
jörð. Þegar Sveinn vék af jörðinni
| 1923 fyrir nýkomnum presti, sem
hóf þar búskap, var Ásaheimilið
orðið vinsæl stofnun í lífi Vestur-
‘ Skaptfellinga. Þess vegna olli það
mörgum sársauka þegar það þurfti
að Ijúka söguhlutverki og flytja bú-
ferlum í aðra sveit, að Fossi í
Mýrdal. Mörg barnanna voru þá í
ómegð. Það kom hins vegar brátt
í ljós að Mýrdalnum var mikill
fengur að þessari fjölskyldu. Foss-
inn var rýr jörð, sem hefir verið
bætt svo að nú er hann ein með
beztu jörðum í sýslunni, setinn af
elsta syni Sveins, Sigursveini, með
miklum myndarbrag.
Tveimur árum síðar losnuðu Ás-
arnir og hélt Sveinn þá búskap þar
áfram, enda hafði hann skilið eft-
ir fé sitt og tveggja ára fyrning-
ar, er hann flutti. Merkur kafli í
búskaparsögu Sveins -voru þau 20
;í':l SÉJsem hahfl bjö samtímis á Fossi
- yí! Mýrdal ídg na® Ááiini bpt Skáptár-
tungu, en 60 km fjarlægð skilur
jarðirnar að og er Mýrdalssandur
Sveinn Sveinsson frá Fossi. Mynd-
in er tekin af honum, áttræðum.
í milli; Honum kom þá vel, hve
svefnléttur og heilsugóður hann
var. Það kom ósjaldafi "fyrir að
Sveinn færi síðla ríætur frá Fossi
og komi að Ásum-unv fótaferð og
ynni fullt dagsverk, án þess að
finna til þreytu að kvöldi. Þrjár
til fjórar svefnstundir á nóttu
nægðu honum .tiflium saman. —
Sveinn mun sennijega, hafa farið
fl'eTri "feröijc fen áðrir yfir Mýrdals-
saríd, þrír Ul -bifrríiðái-'1 Ifömu til.
Sveinn fór,fnargar. póstferðir, var
! tíður fylgdarmaður strandmanna
| og annars ferðafólks út í Fljóts-
j hlíð.
Á ferðum til Vikur var Sveinn
: tíður gestur á heimili foreldra
| minna og einn kærkomnasti gest-
' urinn. Þegar Svein bár að garði
fannst okkur systkinunum birta yf-
I ir bænum. Hann hafði ávallt tíma
til að ræða um áhugamál okkar
i barnanna, enda nutum við vel ná-
vistar góðs vinar.
Þau Sveinn og Jóhanna eigmið-
ust 15 börn, 3 dóu í æsku og eitt
j hefir látist uppkomið. Synir þeirra
voru 7, er upp komust, talið eftir
aldri: Sigursveinn, bóndi að Fossi
j í Mýrdal, Runólfur, skólastjóri að
! Hvanneyri og sáðar sandgræðslu-
stjóri, hann lézt af slysförum 4.
febrúar 1954 að Gunnarsholti, 44
, ára; Kjartan, iðnfræðingur í Rvík,
Sveinn, verkstjóri hjá S.Í.S. Rvík,
Guðmundur, vélfræðingur, U.S.A.,
Páll, sandgræðslustjóri, Guhnars-
holti, Gísli, Reykjavík. Uppkomn-
ar dætur eru 5, Gyðríður, forstöðu-
kona og Guðríður, Róshildur, Ing-
unn og Sigríður húsfreyjur, allar
í Reykjavík.
| Sveinn er að eðlisfari hlédræg-
ur en samt hlóðust á hann mörg
1 trúnaðarstörf. Hann átti lengi sæti
í hreppsnefnd Skaptártungu og
sýslunefnd Vestur-Skaptafellssýslu-
og var mörg ár deildarstjóri í
kaupfélagi Vestur-Skaptfellinga.
I Sveinn hefir jafnan verið áhuga-
; samur samvinnumaður og einn af
leiðtogum samvinnumanna í sýslu-
unni. Hann var einn af aðalhvata-
mönnum að stofnun sláturfélagsins
, í sýslunni og að stofnun útibús
kaupfélags Skaptfellinga að Skapt-
árós — síðar að Kirkjubæjar-
klaustri. Hann var mörg ár ullar-
matsmaður hjá kaupfélaginu og
lengst af í stjórn þess, og var ný-
lega gerður að heiðursfélaga kaup-
félagsins. Sveinn hefir jafnan tal-
ið það metnaðarmál bænda og
þroskandi fyrir þá að ráða sjálfir
afurðasölu og verzlun sinni.
Sveinn hætti búskap 1946 og
hefir dvalið með konu sinni á
heimili dóttur þeirra Ingúnnar, að
Fjólugötu 19 b, í Reykjavík, lengst
af síðan og helgað sig ritstörfum,
sem búsannir leyfðu ekki'- áður.
Hann hefir skrifað allmargar grein
ar, sem öðru hverju hafa birzt í
baðstofu Tímans, um margvísleg
efni, m. a. um búskap og barna-
uppeldi, um menntun og skóla, um
presta og prestsættir, um hesta og
ferðalög, um félög og stofnanir
bænda, um sandgræðslu og skóg-
rækt, um heyásetning og fjár-
mennsku, um hjúskaparmál og
gestrisni og mörg önnur hugðar-
efni. Er ekki að efa að lesendum
hafi fundizt athyglisverður skoðan-
ir Sveins og góðviljaðar ábending-
ar, enda styðjast þær við merka
reynslu. ?
í Sveini frá Fossi býr mikið af
því bezta í bændamenningu lands-
ins. Hann hefir heilsteypta skap-
gerð, er glöggskyggn og réttsýnn,
leggur jafnan gott til mála og hefir
lifandi áhuga fyrir frarnfaramál-
um samtíðarinnar. Sveinn er jafn-
an léttur í lund og bjartsýnn að
eðlisfari, og er óvenju bóngóður,
hver sem í hlut á. Ráð Sveins eru
venjulega betri en annarra manna.
Það fer lítið fyrir Sveini hversdags-
lega, en hann hefir reynst trúr
hugsjónum sínum og sannast á
Sveini frá Fossi, að góðir menn
eru jafnan gæfumenn. Hanrí brauzt
úr fátækt í góð efni, hefir notið
mikils barnaláns, trausts og virð-
ingar samtíðar sinnar.
Mesta gæfa Sveins er lífsföru-
nauturinn, Jóhanna, sem ól honum
15 börn og átti ríkasta þáttinn í
er óvenju vel gerð kona, sterk á
hverju sem gengur, létt í lund
góðgjörn og starfssöm og jafnan
æðrulaus þ ómörg börn væru í pils-
faldinum á sama tíma og Syeinn
oft að heiman. Afrek Jóhönríu er
erfitt að meta að verðleikum, en
fullvíst er að hún nýtur óbland-
innar aðdáúnar þeirra, sem þekkja
hana. Þáu Sveinn og Jóhanna hafa
auðgað samfélagið með óvenju
stórum hópi nýtra þegna og verð-
skulda sérstaka virðingu samtíðar
sinnar. — Árangursríkt lífsstarf
Sveins frá Fossi er ofið úr lífs-
sigrum þeirra beggja hjónanna.
Ég árna Sveini og Jóhönnu heilla
í tilefni af merkum tímamótum og
samfagna samfélaginu með góða
þegna. . 28. febr. 1956.
Jóhannes G. Belgason.
T í M1N N, fimmtudaginn 8. marz 195*.
STAFRÓF BIFREIÐAEIGENDA
SkriÓuföll og snjóflóti
(Framhald af 7. síðu.)
verða. Sums staðar verða jarðhlaup
nokkuð reglulega, eftir 100—130
ár.
Víða er málvenja að kalla það
hraun, er springur fram úr fjalli.
Svo er til dæmis um Möðrufells-
hraun í Eyjafirði, sem svo er nefnt.
En það er framhlaup úr fjallinu.
Skriðuföll sunnanlands.
Ólafur hefir hér að framan eink-
um nefnt ýmsa staði norðanlands.
En hann upplýsir, að sunnanlands
sé ekki síður um að ræða merki-
leg rannsóknarefni. Hann nefnir
til dæmis geysimikil skriðuföll í
Kjós árið 1886 og urðu stór-
skemmdir á ýmsum jörðum. Og
svo mætti lengi telja.
Ferðazt víða.
Ólafur hefir að undanförnu ferð
ast víða um land til þess að gera
athuganir á stöðum, sem annálað-
ir eru fyrir skriðuföll og snjóflóð
Hann hefir komið sér upp mynda-
safni frá þessum stöðum. Á hann
merkilegt safn mynda, sem teknar
eru beinlínis til þess að lýsa stað-
háttum, þar sem skriður hafa fall-
ið og breytt ásýnd landsins, eða
þar sem snjóflóð hafa hlaupið og
eytt fólki og húsum.
Ólafur Jónsson hefir unnið þessi
störf öll af áhuga. Hann hefir not-
ið nú hin síðustu ár ofurlítils styrks
frá Menntamálaráði til rannsókna
sinna ,en að öðru leyti unnið þau
af eigin ramleik.
Notadrjúgar frístundir.
Ólafur Jónsson vann það þrek-
virki í frístundum sínum á all-
mörgum árum, að kanna Ódáða-
hraun og landið umhverfis og rit-
aði um það stórfróðlega bók. Hann
er einn af þeim mönnum, sem
aldrei lætur verk úr hendi falla.
Hann er nú langt kominn að ljúka
öðru verki, sem einnig á að auka
þekkingu manna á náttúru lands-
ins og sögu. Frísturídirnar < hafa
orðið honum rtotadrjúgar. Skyldu
nokkrir hafa gert betur nú hin
allra síðustu ár?
A ALLT Á SAMA STAÐ
B Blackhawk verkfæri og bílalyftur
C CHAMPION-kerti - CARTER-blöndungar
D DAVID COE — áklæði og þéttikantur
E EPCO-bílalyftur fyrir verkstæði
F FERODO-bremsuborðar FAFNIR-legur
G GABRIEL-miðstöðvar og vatnslásar
H HOWARD CLAYTON-þéttikantur
1 IMPERIAL BRASS — fittings, nipplar og slöngur
J JOHN PAYEN — pakkningar og sett "
K KIENZLE - „Dagbók bílsins11
L LAMELLEN — kupplingsdiskar
M MICHELIN — hjólbarðar MAREMONT - fjaðrir
N NUFFIELD — Morris og Wolseley bílar
O Oftast fáið þér það, sem yður vantar í bifreiðina hjá okkur
P PONTIAC-bílar PITTSBURGH-málning
Q QUICK SEAL-þéttiefni
R RAMCO-stimpilhringir
i S SOUTH BEND-rennibekkir SPEN-jeppakerrur
T TRICO-þurrkur THOMPSON-vörur TIMKEN-legur
U Úvegum varahluti í allar bifreiðategundir
V Við sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er
W WILLYS-bílar
X X-100 SHELL smurningsolíur
Y Yður er í hag að verzla hjá Agli
Z ZENITH-blöndungar
Þ Þaulvanir fagmenn annast viðgerð á bif- reiðum yðar
Æ Ætíð fyrirliggjandi mikið úrval varahluta
■■ O Öllum ber saman um að verðið sé hag- kvæmt hjá Agli
tt
tt
tt
H
3
Egill Vilhjálmsson h.f.
. y . ;.!vrj Uugaveg 118. — Sími 8-18-12
c '1 )f. '■-.■■■ ?.:■ . .Y - '■ .
tttttttt»»ttt»tt»t»mtm»m»»tt»»tttttt»ttt»»tKtwKtttttttt»»tmtttttttmi