Tíminn - 22.03.1956, Blaðsíða 8
T í IYIIN N, fimmtudaginn 22, marz 195g
Fjöldi gesta sótti heim
Guðmund Hannesson
fyrrv. bæjarfógeta
Eins og frá var skýrt hér í blað
inu 17. þ. m. varð Guðmundur
Hannesson fyrrv. bæjarfógeti í
Siglufirði 75 ára þann dag.
Vinir og kunningjar bæjarfógeta
hjónanna og fyrrverandi samstarfs
menn minntust afmælisins m. a.
með því að fjölmenna á hið vist
lega heimili frú Friðgerðar og Guð-
mundar Hannessonar að Blöndu-
hlíð 6 hér í bæ, þennan dag.
Á annað hundrað gesta heim-
sóttu afmælisbarnið. ^
Margar ræður voru fluttar og
mörg minni drukkinn.
Afmæliskveðjur bárust víðsveg
ar af landinu m. a. frá Bæjar-
stjórn Siglufjarðar og fjölmörgum
félögum, sem Guðmundur Hannes-
son hefur starfað í.
Norræna félagið í Siglufirði
minntist Guðmundar Hannessoonar
sérstaklega á árshátíð félagsins,
sem var haldin í Siglufirði þetta
kvöld. Vinir Guðmundar Hannes-
sonar höfðu látið Sigurð Sigurðs
son listmálara gjöra málverk af
honum og var það afhent honum
þennan dag.
Ágæt kvenfélags-
skemmtun
Hvolsvelli, 19. marz. — Kvenfélag-
ið Eining hér á Hvolsvelli hélt fjöl
breytta skemmtun s. 1. laugardags
kvöld og önnuðust konurnar sjálf-
ar allan undirbúning og skemmti-
atriði. Þrir leikþættir voru sýndir,
sungnar gamanvísur, lesið upp o.
fl.,en milli þessara atriða söng
kvennakór. Meðan skemmtiatriðin
fóru fram nutu samkomugestir
ágætra veitinga sem konurnar
báru fram af rausn og smekkvísi.
Loks var dans stigin fram eftir
nóttu af miklu fjöri.
Samkoman var fjölsótt og' öllum
sem að henni stóðu til sóma. í
gær endurtóku konurnar öll
skemmtiatriðin og buðu öllum börn
um í sveitinni á þá skemmtun. PJ.
Sjónleikur sýndur
á Dalvík
Dalvík, 19. marz. — Leikfélag Dal-
vikur hélt ársfagnað sinn siðast
liðið laugardagskvöld og sýndi þá
sjónleikinn Apann, sem er þýddur
gamanleikur. Leikstjóri var Manr.ó
Þorsteinsson, en leikendur Elín
Skarphéðinsdóttir, Friðrika Óskars
dóttir, Vilhelm Þórarinsson, Hjálm
ar Júlíusson og ngólfur Jónssoon.
Einnig söng Jóhannes Jóhannesson
með undirleik Gests Hjörleifssonar.
Að lokum var dansað.
Heildaráætlun
(Framhald af 7. síðu.)
1955 til stofnunar sjóðsins, sbr. 22.
gr. XLV. þessa árs fjárlaga.
í frumvarpi því, er hér liggur
fyrir, er lagt til, að Alþingi kjósi
5 manna jafnvægisnefnd í byrjun
hvers kjörtímabils, sem hafi með
höndum skýrslu- og áætlanagerð
samkvæmt framansögðu, og að
jafnframt verði stofnaður sérstak-
ur lánasjóður, er nefnist Jafnvæg-
issjóður, undir stjórn jafnvægis-
nefndar."
Erlent yfirlit
(Framhald af 6. síðu.)
En hvað, sem gerist í framtíðinni,
er rétt að fagna því, að forráða-
menn Sovétríkjanna hyggjast að
segja söguna um Stalin eins og
hún er. Það er alltaf til góðs, að
það sé sagt, sem rétt er.
Þess ber jafnframt að vænta, að
þessi nýja söguritun sé fyrirboði
um batnandi stjórnarhætti í Sovét
ríkjunum. Meira verður þó að ger
ast en þetta eitt, ef menn eiga að
styrkjast í þeirri trú. Þá þarf ekki
aðeins söguritunin að breytast,
heldur einnig stjórnarhættirnir.
Stjórnskipulagið þarf þá að breyt-
ast í lýðræðislega átt. Þar sem
kommúnistiskt skipulag ríkir, gct-
ur nýr Stalin alllaf komist til
valda. Og því miður vofir sú hætta
enn yfir Sovétríkjunum, ef stjórn-
skipulagi þeirra verður ekki
breytt.' — Þ. Þ.
Bækur og höfundar
(Framhald af 4. síðu.)
réttu talinn faðir nýbókmennta
vorra, en stjórnmálaþjark, sem er
algjörlega utangarna, þegar fjallað
er um hæfni manna til að segja
frá, hefir því miður blindað marg-
an góðan mann, þegar meta skal
verk Þórbergs og áhrif stíls hans
á aðra, sem hafa verið hin heilla-
vænlegustu, af því að mál hans er
gott og stíltöfrar hans eru grund-
vallaratriði.
UNDIRRITAÐUR gerði sér
ferð heim til Þórbergs nú í vikunni
til að spjalla við hann og eyddi
mjög ánægjulegri kvöldstund hjá
frú Margréti og honum. Það
var sýnilegt á skrifborði Þórbergs,
að eitthvað nýtt var í aðsigi. „Ég
er að vinna að einhverjum and-
skotans samsetningi. Ég hefi alltaf
verið á skakkri hillu í rithöfundar-
skapnum“. Og þá veit maður að
næsta bók verður ekki um lífið
eftir dauðann. Þórbergur sagði
mér ennfremur að margir hefðu
tekið Bréfi til Láru vel, þegar það
kom fyrst út. „Einn mesti speking-
ur, sem ég hefi þekkt, Magnús Arn-
bjarnarson, lögfræðingur, sem var
pólitískur heili Sjálfstæðisflokks-
ins í sjálfstæðisbaráttunni við Dani,
sagði að bókin væri góð. Hann
hrósaði fáu. Ég heyrði hann hrósa
einum manni í mannkynssögunni.
Það var Sókrates“. Af skáldsagna-
höfundum finnst Þórbergi mest til
um Dostojevski. „Ég hefi gaman
af Poe“, segir hann.
HVERNIG ER að líta til baka?
„Pjah. Það hefur nánast ekki ver-
ið neitt. Þetta hefir verið stutt;
næstum ekki neitt. Það styttist
alltaf eftir því sem maður lifir leng
ur. Það sem var stóratburður verð-
ur að engu“. Hvað finnst þér um
atómkveðskapinn? „Ég á auðvelt
með að yrkja í atómstíl. Ég gæti
ort nokkur atómkvæði á dag“.
Það er löng leið milli Bréfs til
Láru og Sálmsins til blómsins, sem
er síðasta verk Þórbergs. Fólki ligg
ur misjafnlega orð til þeirrar bók-
ar, en það er gott ef Sálmurinn er
ekki einstæðasta verk heimsbók-
menntanna hvað snertir upptöku
barnamálsins. Fólki lá líka mis-
jafnlega orð til Bréfs til Láru, þó
hófst nýtt tímabil í íslenzkum bók-
menntum með þeirri bók. En á með
an á öllu þessu gengur er Þórberg
ur að hugleiða hve gott hefði verið
að eiga mikið af peningum og
skrifa um dulspeki.
Það er nú gott að hann Þórberg-
ur varð ekki ríkur.
I. G. Þ.
íþróttir
(Framhald af 4. síðn.)
Stúlkur 13—14 ára, Gígja Krist-
björnsdóttir.
Drengir 13—14 ára, Kristinn
Finnsson.
Drengir 15—16 ára, Aðalgeir
Finnsson.
B-flokkur karla — Sigurður
Guðmundsson.
Stórsvig:
Stúlkna 7—8 ára, Halldóra Sig-
urðardóttir.
Drengja 7—8 ára, Eðvald Magn-
ússon.
Stúlkna 9—10 ára, Sóley Stef-
ánsdóttir.
Drengja 9—10 ára, Jón Björns-
son.
Stúlkna 11—12 ára, Anna F. Eð-
varðsdóttir.
Drengja Finnsson. 11—12 ára, Bragi
Stúlkna 13—14 ára, Hildur
Magnúsdóttir.
Drengja 13—14 ára, Garðar
Steinsson.
Karla í C.-flokki, Sveinn Stefánss
Karla í B-flokki Stefán Ólafsson.
Karla í A-Hokki, Ármann Þórð-
arson.
Svig:
Stúlkna 11—12 ára, Sigríður
Vilhjálmsdóttir.
Drengja 11—12 ára, Sigvaldi
Einarsson.
Drengja 13—14 ára, Björn Þ.
Ólafsson.
C-flokkur karla, Sveinn Stef-
ánsson.
A-flokkur karla, Ármann Þórð-
arson.
Stökk:
Drengja 11—12 ára, Gunnar
Halldórsson.
Drengja 13—14 ára, Björn Þ.
Ólafsson.
Drengja 15—17 ára, Sveinn
Stefánsson (tökk lengst 27% m).
B-flokkur karla, Sigurður Guð-
mundsson (stökk lengst 40 m).
Skíðafæri var mjög..ákjósanlegt
og aðstæður allar slíkar, að ekki
varð á betra kosið.
B. S.
(Framhald af 4. síðu.)
mynd um gang leiksins. f fyrri
hálfleik voru liðin mjög svipuð,
en Birmingham skoraði þá eitt
mark. í síðari hálfleik var Sunder-
land miklu meira í sókn, en vörn
Birmingham var afar traust, eink-
um landsliðsmennirnir, markmað-
urinn Gil Merrick, bakvörðurinn
Hall og miðvörðurinn Smith, og
varð sóknarmönnum Sunderland
ekkert ágengt. Hins vegar tókst
framherjum Birmingham tvívegis
að skora í hinurn fáu upphlaupum
liðsins í seinni hálfleik.
Leikur Manch. City og Totten-
ham var afar jafn, eins og eina
markið í leiknum gefur til kynna,
en enginn vafi lék þó á því, að
betra liðið sigraði. Skozki lands-
liðsmaðurinn Johnstone skoraði
sigurmark City í fyrri hálfleik.
Úrslitaleikurinn í bikarkeppn-
inni verður háður á Wembley í
London fyrsta laugardag í maí.
Verður það sjötti úrslitaleikur
City. Fyrsta skipti, sem liðið
komst í úrslit var 1904, og vann
það þá Crystal Palace. 1926 og
1933 tapaði City úrslitaleikjunum
gegn Bolton og Everton, en 1934
komst liðið enn í úrslit og vann
Portsmouth með 2-1. í fyrra komst
City í fimmta skipti í úrslit, en
tapaði sem kunnugt er fyrir New-
castle. Ef sagan endurtekur sig,
ætti Manch. City sem sagt að vinna
bikarinn í ár.
Birmingham hefir aðeins einu
sinni leikið úrslitaleik í bikarn-
um og var það 1931, en West
Bromwich sigraði þá, og komst
jafnframt upp í 1. deild um vorið
og er það í eina skiptið, sem slíkt
hefir komið fyrir. Hins vegar hef-
ir Birmingham verið mjög gott
bikarlið undanfarin ár, þótt ekki
hafi því tekizt að komast á Wemb-
ley, en það hefir hvað eftir annað
komizt í undanúrslit. Þá má geta
þess, að Birmingham komst upp
í 1. deild sl. vor og hefir nú unnið
sér rétt í úrslit án þess að leika
einn einasta leik heima, en slíkt
hefir ekki skeð fyrri.
1. deild:
Manch. Utd 35 20 8 7 70-46 48
Blackpool 34 18 7 9 78-52 43
Manch City 32 14 9 9 62-50 37
Botton 33 15 6 12 60-41 36
Newcastle 35 16 4 15 75-57 36
Sunderland 32 14 7 11 65-71 35
Portsmouth 34 14 7 13 66-73 35
Wolves 32 14 6 12 69-55 34
Birmingham 33 13 8 12 60-48 34
Burnley 33 13 8 12 49-43 34
Luton Town 34 14 6 14 56-51 34
Cardiff 33 14 6 13 47-56 34
West Brom. 34 15 4 15 48-60 34
Charlton 34 14 5 15 68-67 33
Everton 35 12 9 14 47-55 33
Chelsea 33 12 8 13 51-64 32
Arsenal 33 10 10 13 44-56 30
Preston 33 11 6 16 58-59 28
Tottenham 31 11 5 15 41-46 27
Sheff Utd. 32 10 6 16 46-56 26
Aston Villa 33 6 11 16 37-61 23
2. deild:
Sheff Wed 34 16 11 7 78-48 43
Leicester 35 18 5 12 83-62 41
Liverpool 33 17 6 10 73-50 40
Bristol City 34 17 5 12 73-54 39
Bristol Rov 34 16 6 12 74-61 38
Blackburn 33 16 5 12 68-53 37
Port Vale 34 13 11 10 47-45 37
Swansea 34 16 5 13 64-63 37
Nottm. For. 32 16 4 12 54-52 36
Leeds Utd. 33 15 6 12 54-51 36
Stoke City 31 16 3 12 55-48 35
Fulham 34 15 5 14 69-63 35
Lincoln City 31 13 7 11 53-44 33
Middlesbro 32 13 6 13 59-63 32
Bury 33 12 8 13 65-75 32
West Ham 31 10 8 13 57-52 28
Barnley 34 9 10 15 38-65 28
Rotherham 31 9 8 14 43-56 26
Notts County 35 9 8 18 48-68 26
Doncaster 31 8 9 14 56-76 25
Plymouth 35 9 7 19 45-69 25
Hull City 32 7 3 22 38-76 17
(T-~
í slendingalDættir
Dánarminning:
Ólöf Guðmundsdóftsr
frá Hvammi
Þó liðinn sé nú nokkur tími frá
dánardægri Ólafar í Hvammi, lang-
ar mig til að minnast hennar að
nokkru, sökum þess að mér finnst
að hún verðskuldi það ekki síður
en ýmsir aðrir sem skrifaðar eru
um langar minningargreinar.
Ólöf var fædd á Hreggstöðum í
Barðastrandarhreppi 13. nóv. 1891.
Faðir hennar var Guðmundur Jóns-
son, grasbýlismaður þar, og Hall-
björg Helgadóttir vinnukona.
Fyrstu æviárin ólst Ólöf upp hjá
föður sínum á Hreggstöðum, en
stálpuð fór hún að Haga til Krist-
jáns bónda Snæbjörnssonar frá
Hergilsey, og konu hans Hákoníu
Hákonardóttur ljósmóður, og þar
dvaldi hún þar til húsbóndinn fórst
af slysförum við landið í Haga, og
ekkja hans brá búi og fluttist
burtu úr sveitinni.
Þau ár sem Ólöf var vinnukona
í Haga, var þar einnig önnur stúlka
Salóme að nafni. Salóme giftist
litlu síðar merkisbóndanum Gísla
Gíslasyni og byrjuðu þau búskap
í Hvammi vorið 1913, og þangað
fluttist Ólöf með þeim.
Gísli og Salóme eignuðust mörg
hörn, og var Ólöf þeim öllum svo
ástrík og umhyggjusöm, sem þau
væru hennar eigin, en hún eign-
aðist sjálf ekki börn, og var aldrei
við karlmann kennd.
Eftir 10 ára búskap í Hvammi,
lézt Gísli bóndi úr lungnabólgu og
stóð þá ekkjan uppi ein með stór-
an barnahóp, það elzta 9 ára, en
það yngsta á fyrsta ári. Þetta bless
aðist samt allt vel. Börnin komust
öll vel til manns, og alla tíð stóð
Ólöf við hlið vinkonu sinnar, og
annaðist með henni börn og bú,
sennilega fyrir lítið peningagjald,
þar til hún brá búi og fluttist burt
um stundarsakir. Fór Ólöf ein.iig
með henni, og með henni kom hun
aftur eftir fá ár. En þá fór tengda
sonur Salóme að búa á Brjánslæk
og voru þær þar báðar þar til þessi
æskuvinkona hennar andaðist. En
að Hvammi fluttist Ólöf 1941 með
dóttur Salóme og manni hennar,
sem fóru þá að búa þar, og hjá
þeim hjónum dvaldi hún til æfi-
loka, 12. júlí s.l.'Og hafði þá þjón-
að sömu ættinni að heita mátti ó-
slitið í 43 ár. Ilún fórst í bifreiðar-
slysi skammt frá bænum í Hvammi,
og var þá að koma frá vinnu í þágu
hemilisins.
Ólöf var með afbrigðum gott hjú
og húsbóndaholl. Hagur og velferð
fjölskyldunnar var hennar eina á-
hugamál. Sorgir þeirra voru henip
ar sorgir, og gleði þeirra hennar
gleði. Öll börn Salóme leituðu lið-
sinnis hennar jafnt sem móðurinn-
ar. Og sama var að segja um barna-
börnin. Þau áttu líka „hauk í
horni“ þar sem Ólöf var.
Ólöf var með afbrigðum hjálp-
söm kona. Hún vildi öllum hjálpa
sem þurftu hjálparhendi með. Fór
hún oft á bæina í kring ef með
þurfti og vann í forföllum annarra.
Og alls staðar vildu börnin vera
hjá henni ,,Lóu“ en svo var hún
einatt nefnd. Og alltaf var hún
létt í lund og kát, eiginlega á
hverju sem gekk. Engan þekki ég,
sem ekki var vel við hana. Hún var
jarðsett að Brjánslæk að viðstöddu
fjölmenni.
Sumir trúa því, að kærleikurinn
sé göfugasta kennd mannsálarinn-
ar, og að sá sem eigi hann í ríkum
mæli, muni verða vel settur, þegar
komið sé yfir móðuna miklu sem
aðskilur þennan heim og landið
hinumegin. Ef svo er, get ég mér
til að „Lóa í Hvammi“ hafi átt þar
góðu að mæta.
G. E.
Butterick snið
Hagstætt
verð.
9 1
f Á 1
t f v*m.
Skoðið sýnis- og pantið
hornabækur
I öllum
kaupfélögum sniðin þar
BUTTERICK