Tíminn - 22.03.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.03.1956, Blaðsíða 6
6 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. „Athafnafrelsi" peningamanna T ÍAUSTIÐ 1953 brá L Morgunblaðið upp yrir sjónum þjóðarinnar dáfall igri ;.nynd: í skjóli „athafna- :relsis“ og afnáms hafta átti ramtak einstaklingana að fá að ijóta sín og leiða allan þjóðar- DÚskap á betri veg. Verzlunin átti að verða frjáls og fjárfest- mgareftirlit að hverfa sem mest ár sögunni. Og allt þetta skyldi þjóðin fá fyrir „atbeina Sjálf- stæðisflokksins“, sem hefði lagt grundvöllinn að „athafnafrels- inu“ enda „þótt fjarri sé að flokkurinn liafi enn komið fram allri stefnu sinni“, að sögn Ól- afs Thors á Varðarfundi um þessi mál í nóvember 1953. Um það var því ekki að villast í þá daga, að Sjálfstæðisflokkurinn lagði á það höfuðáherzlu að losa sem mest um fjárfestingar- eftirlitið og hleypa þar með af stað ofþenslunni, sem nú er að að sliga efnahagskerfi þjóðfél- agsins. „Forganga Sjálfstæðis- manna“ var upphrópuð í hverju AWorgunblaði, og upphafið rakað allt til landsfundar Sjálfstæðis- Oianna vorið 1953. Þessar staðreyndir þurfa menn að hafa í huga er þeir lesa staðhæfingar Sjálfstæð- ismanna í dag um að Fram- sóknarmenn hafi knúið fram stórfellda rýmkun fjárfesting- arframkvæmdanna með svo skjótum hætti sem varð 1953. Þetta liaust réðist Morgun- blaðið einatt mjög harkalega á Framsóknarmenn fyrir að benda á hættur þær, sem sani fara eru hömlulausri fjárfest- ingu. Hinn 26. nóvember 1953 not- aði Mbl. t.d. tileíni umræðna á Alþingi um þessi mál til að birta grein, sem það nefndi: „Er Framsóknarflokkurinn með eða móti athafnafrelsinu?" og lét auðvitað í það skína að Fram- sóknarmenn væru andvígir frelsiskenningum almennt af því að þeir höfðu bent á hætturnar sem eru samfara fjárfestingu, sem ekki er hagað í samræmi við almenna jafn- vægisstefnu í fjármálum. VIÐHORF FLOKKANNA komu einkar skýrt fram í ræð- um þingmanna á Alþingi, er trumvarpið um afnám Fjárhags :ráðs var á dagskrá. Við það tæki færi sagði Skúli Guðmunds :>on meðal annars þetta: Ég tel tvímælalaust æski- legast fyrir þjóðina, að hún búi við sem mest frelsi og lielzt fullt frelsi á viðskipta- sviðinu, en viss skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess, að um ótakmarkað frjálsræði í þeim efnum geti verið að ræða. Það er rétt. . . að aukin framleiðsla er hér undirstöðu- atriði, en auk þess þarf. . . jafnvægi í fjárhags- og pen- ingamálum og greiðsluhalla- lausan ríkisbúskap.“ Þarna var lýst viðhorfi Fram- sóknarflokksins, sem vildi taka fullt tillit til allra aðstæðna. En málsvarar „athafnafrelsis" braskaranna höfðu hér önnur sjónarmið. Við þessar sömu um ræður lýsti Jóhann Hafsíeinn þannig viðliorfi Sjálfstæðis- manna til fjárfestingar- og byggingamóla: „Ég fyrir mitt leyti tel mörg um sinnum heillavænlegra og ákjósanlgeri stefnu í þjóðfélag- inu að duglegir og atorkusamir byggingamenn og aðrir, sem hafa efni til þess, byggi ibúðir í landi sem vantar íbúðir, og selji þær öðrum, heldur en að menn, sem hafa einhver efni noti fjármagn sitt til þess að duldum leiðum að fó óhæfi- lega og ólöglega okurvexti af af því, eins og verið hefur“. (Leturbreyting hér) Leiðirnar voru því aðeins tvær, að dómi þessa alþingis manns, hömlulaust bygginga- og húsabrask, eða ávöxtun fjár með okurvöxtum „eftir duldum leið um“. Svo mælti einn helzti for svarsmaöur „athafnafrelsisins“ og lýsti raunar um leið skil merkilega innviðum þess frels is sem Sjálfstæðismenn hafa lengi haft á oddinum. ÞAÐ ER viðbótar saga, að þótt Sjálfstæðismenn fengju því ráðið á sinni tíð, að svo mjög væri losað um fjárfestingar- heimildir, að ofþenslahættu var boðið heim, hafa ýmsir liðs- oddar þeirra verið fremstir í flokld að sniðganga þær tak- markanir, sem eftir voru. Er Morgunblaðshöllin gleggsta og stórfelldasta dæmið um það, hvernig svikist hefur verið um að hlíta þeim takmörkunurn, sem í gildi hafa verið og áttu að vera nokkur stíflugerð fyrir framrás dýrtíðarhlaupsins og of þenslunnar. Þar er hlaðið hæð ofan á hæð, en undirstaðan er raunverulega prettir og svik við þá stefnu, sem Sjálfstæðismenn þykjast í orði kveðnu vilja í fjárfestingarmálum. Fram- kvæmd „frelsisstefnunnar" í i'iðskiptamálum hefur verið með svipuðum ósköpum gerð. „Frels ið“ er þannig vaxið, að í raun inni er verzlunin háð hinum römmustu höftum í bak og fyr ir. Það er því komið svo glöggt fram, sem verða má, að „at- hafnafrelsi“ sem hefur stundar hagnað fámennrar klíku að leið arsteini, er þjóðinni stórhættu legt. Athafnafrelsi verður að hvíla á traustum grunni heil- brigðrar þróunar í efnahags- málum og vera ciðað við heill fjöldans. Slíka stefnu getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki fram kvæmt. Þróun „athafnafrelsis- ins“ síðustu árin sannar það ó- tvírætt Uppskipunarhöfnin í Njarðvík TkJÖÐVILJINN hefir nú loks sagt frá ályktun "lokksþings Framsóknarmanna im varnarmálin eða meira en viku eftir að þinginu lauk. Sést bezt á því, að aðstandend- ur blaðsins eru ekkert ánægðir yfir því, að Framsóknarmenn hafa ákveðið að beita sér fyrir brottflutningi varnarliðsins, því að kommúnistar missa ákjósan- legt áróðursefni við brottför þess. Það fór líka, eins og vænta mátti, að Þjóðviljinn gat ekki sagt heiðarlega frá þessari á- lyktun flokksþingsins. Hann reynir að segja frá henni í þeim tón, að ályktun þeSsa sé ekkert að marka, heldur muni hún verða svikin. Því til sönn- unar þykist hann geta fært það, að utanríkisráðuneytið hafi ný- lega tilkynnt, að samkvæmt samkomulagi, sem lengi hefir verið í gildi, verði brátt hafist handa um hafnargerðina í Njarðvík og hafi íslenzkum að- ila verið falin aðalverktakan. ÞAÐ HEFIR margsinnis verið hrakið, að hin fyrirhugaða T11V11N N, fimmtudaginn 22. marz 1956 ERLENT YFIRLIT: Skurðgoði steypt af stalli HvaS boSar ræSa Krustjeffs um ógnarstjórn Stalíns? GAGNRYNI SU, á stjórn Stal- ins, er birtist opinberlega á ný- loknu flokksþingi kommúnista í Moskvu, vakti að vonum mikla at- hygli. Aldrei áður höfðu forvígis- menn kommúnista leyft sér að gagnrýna Stalin opinberlega. í ræðum ýmsra þeirra — þó einkum Mikojans — kom það nú fram í fyrsta sinn, að þeir töldu Stalin hafa verið einræðisherra, sem hefði innleitt persónudýrkun og sögufölsun og haft rangar skoð- anir á ýmsum mikilvægum atrið- um .Ofríki hans og einsýni hefði oft haft óheppileg áhrif fyrir flokk inn og þjóðina í heild, bæði inn á við og út á við. í þessum ræðum kom það hins vegar ekki fram, að Stalin hefði verið einn af grimmustu og ófyrir- leitnustu einræðisherrum sögunn- ar, eins og menn hafa löngu gert sér ljóst vestan járntjalds. Svo langt náði hin opinbera gagnrýni á flokksþinginu ekki. ÞAÐ ER NÚ hins vegar upplýst, að slík gagnrýni hefði komið fram á þinginu. Á lokuðum þingfundi 25. f. m., þar sem aðeins þingfull- trúar voru mættir, flutti Krusts- jeff 3Vz klst. ræðu, er eingöngu fjallaði um Stalin og mistök hans. höfn í Njarðvík eigi að vera herskipahöfn, eins og Þjóðvilj- inn heldur þó ennþá fram. Hún á fyrst og fremst að vera upp- skipunarhöfn fyrir Keflavíkur- flugvöll, svo að flutningar til hans þurfi ekki að fara um Reykjavík. Það liggur í augum uppi, að bygging uppskipunarhafnar í Njarðvík torveldar ekki brott- för hersins á neinn hátt, nema síður sé. Keflavíkurflugvöllur verður starfræktur af íslending um vegna millilandaflugsins, þegar herinn fer, og mun góð uppskipunarhöfn í Njarðvík auðvelda stárfrækslu lians á margan hátt. Jafnframt mun hún stórbæta aðstöðu útgerðar- innar og annars atvinnurekst- urs á Suðurnesjum. ÞAÐ HEFIR LENGI verið á- hugamál íslendinga, að þessi höfn verði byggð. Alþingi setti um hana sérstök lög fyrir nokkrum árum, en framkvæmd- ir hafa tafizt vegna fjárskorts. Þess vegna er full ástæða til að ast í framkvæmd, án þess að vegna er full ástæða til að verja þurfi til þess íslenzku fjármagni, sem nóg þörf er fyrir annars staðar. Við það er ekki heldur neitt að athuga, þótt erlendir aðilar leggi til fjármagnið, þar sem hér er um framkvæmd að ræða, er kem- ur til með að auðvelda rekstur Keflavíkurflugvallar sem milli- landaflugvallar, en það er hags munamál miklu fleiri en ís- lendinga. ÞJÓÐVILJINN reynir að vekja þá tortryggni, að Bandaríkja- menn muni ekki halda áfram með byggingu hafnarinnar, ef þeir eigi á hættu að þurfa að fara þá og þegar. Þess vegna hljóti hér einhver undirmál að eiga sér stað. Allt slíkt er til- hæfulaust. í sambandi við allar framkvæmdir, sem Bandaríkin hafa gert hérlendis, hefir þeim jafnan verið gert ljóst, að ís- lendingar teldu sér heimilt hve nær, sem væri, að nota sér uppsagnarákvæði varnarsátt- málans. Bandaríkin hafa samt lagt í framkvæmdirnar, því að þau hafa talið hag af þeim fyr- ir vestrænu þjóðirnar, þótt her inn væri látinn fara. Sama gild ir um Njarðvíkurhöfn. Því að- eins hefðu líka Framsóknar- menn fallist á framlag Banda- ríkjanna til hennar, að það tor Iveldaði ekki á neinn hátt, að herinn væri látinn fara. I ræðu þessari kom fram miklu harðári gágnrýni: á Stalin en opin- berlega hafði komið fram á flokks þinginu. Ræða Krustsjeffs hefir enn ekki verið birt opinberlega, en trúnað- armenn kommúnistaflokksins hafa fengið útdrátt úr henni og hafa unnið að því að skýra efni hennar fyrir flokksfélögum seinustu vik- urnar. Að sjálfsögðu hefir svo mik ið verið um þetta rætt manna á meðal, þar sem hér er dregin upp allt önnur mynd af Stalin en rúss- neskum alinenningi hafði verið áð ur sýnd. Á þennan liátt hafa svo útlendir fréttamenn fengið fregn- ir af ræðunni og geta sent blöðum sínum hrafl úr henni. Á nokkrutn stöðum í Sovétríkj- unum virðist þessum nýja boðskap um Stalin hafa verið illa tekið. Mest hefir þó borið á því í Ge- orgíu, heimalandi Stalins, en þar hefir hann verið mjög dýrkaður. ENN, SEM KOMIÐ ER, vita menn vestan járntjalds ekki full- j komlega um ræðu Krustsjeffs, því að enn hefir ekki fengist vitneskja um nema vissa kafla úr henni. Líklegt er, að það séu einmitt þeir kaflar, sem sögulegastir hafa þótt,, og af þeim verði því ekki dæmt um heildarmynd ræðunnar, nema að takmörkuðu leyti. Eftir því, sem næst verður kom- ist, hefir Krustsjeff skipt stjórn- artíð Stalins í þrjú tímabil. Tíma- bilið fram til 1934 mun Krustsjeff j hafa talið bera hæst í stjórnartíð Stalins. Næsta tímabil hefst með morði Kiroffs, einkavinar Stalins, og nær fram til stríðsloka. Krust- sjeff telur, að morðið á Kiroff hafi valdiö því, að Stalin hafi gerzt mjög tortrygginn og hafi það ágerzt svo með aldrinum að hann hafi mátt teljast geðveikur. Hann hafi þá látið taka marga andstæðinga sína af lífi fyrir falsk ar sakir, m. a. hershöfðingjana 1936, og liafi líflát þeirra veikt rauða herinn stórlega. Þá hafi Stalin gerzt mjög einrúður og ó- ráðþæginn, og m. a. skellt skolla- eyrum við aðvörunum um árás Hitlers 1941. Hann hafi jafnframt | látið fara að dýrka sig sem hálf- i guð. Seinasta tímabilið hafi svo náð frá stríðslokum og fram til dauða Stalins. Þá hafi hann verið langverstur í sambúð við með- starfsmenn sína. Þeir hafi orðið einræðissegg, mun hann hafa við- urkennt ýmsa hæfileika hans á að hlýða honum takmarkalaust og samt aldrei verið óhultir um líf sitt. Rétt áður en Stalin féll frá, hafi hann verið að undirbúa stór- fellda „hreinsun“, sem að likind- um hefði m. a. náð til Vorisiloffs, Molotoffs og Krustsjeffs sjálfs. Þótt Krustsjeff lýsti Stalin þann ig sem geðbiluðum og grimmum öðrum sviðum. Undir stjórn hans hafi Sovétríkin því eflzt, þrátt fyrir allt, en sá vöxtur hefði þó getað orðið meiri, ef Stalin hefði! sinnt meira ýmsum ráðum félaga sinna. Sögusagnir herma, að Krustsjeff hafi oft tárfellt, er hann flutti ræðu sína, og að liðið hafi yfir allmarga fundarmenn. LÝSING SÚ, sem Krustsjeff hefir gefið af Stalin, kemur ekki neinum manni vestan járntjalds- ins, sem eitthvað hefir fylgzt með málum, á óvart. Hún er í fullu samræmi við það, sem menn hafa lengi vitað, að væri hið rétta um Stalin. Hann er tvímælalaust ein- hver grimmasti einræðisherra, sem uppi hefir verið, enda haldinn blindri tortryggni og ofsóknaræði. Á hinn bóginn vérður svo að við- urkenna, að hann var á margan hátt mikilhæfur stjórnandi. Þótt lýsing Krustsjeffs kæmi þannig ekki á óvart neinum Vest- urlandamanni, sem hefir viljað sjá og heyra, er hún hins vegar hin ó- þægilegasta fyrir kommúnista -vest an tjalds. Þeir hafa hingað til ekki STALIN —■ mynd þessi er frá þeim tíma, þegar dýrkun hans var sem mest. vlljað viðurkenna neinar stað- reyndir um grimmd og glæfra Stalins. Þvert á móti hafa þeir dýrkað hann sem hálfguð og varið alla glæpi hans. Svo blind hefir Moskvutrú þeirra verið. Afhjúpan- ir Krustsjeffs á Stalin, eru jafn- framt afhjúpanir á hinni blindu ofsátrú þessa fólks. Þær staðfesta frá orði til orðs allt, sem hefir verið sagt um undirlægjuhátt og trúarblindu þess. FYRIR ÞÁ, sem hafa fylgst með málum með fullri íhugun, valda sjálfar upplýsingar Krustsjeffs um Stalin ekki neinni undrun, eins og áður segir. Hitt er hins vegar umnugsunarefni í þessu sambandi: Hvers vegna kemur Krustsjeff með þessar upplýsingar nú? Hver er tilgangurinn? Við þessum spurningum hafa birzt mörg sundurleit svör í vest- rænum blöðum. Sumir telja, að núverandi ráðamenn Sovétríkj- anna hafi viljað létta á samvizku sinni og rífa sig undan því oki, sem þjónustan við Stalin og Stalin- dýrkunin hafi lagt á þá. Slíkt væri vissulega mannlegt. í því gæti líka falist það fyrirheit, að þeir vildu sporna gegn því, að slík saga endurtæki sig aftur með því að gera það lýðum Ijóst, hvert ein- ræði gctur leitt. Aðrir telja, að þstta sé gert í því augnamiði að fegra hina nýju valdhafa bæði inn á við og út á við. Upplýsingarnar um Stalin eigi að sanna almenningi í Sovétríkj- unum, að nýr tími sé upprunninn þar og nýir stjórnarhættir komnir til sögu. Á sama hátt eigi að nota þetta til að sanna umheiminum hið sama. Hinir nýju valdhafar hafi sagt skilið við stefnu Stalins, sem einangraði Sovétríkin frá öðr um þjóðum vegna tortryggni sinn- ar og lét þau leggja meginkapp á vígbúnað af sömu ástæðum. Með því að hafna Stalin, skapist mögu- leikar til að vinna Rússum meiri tiltrú út á við. Loks er sú kenning, að Krust- sjeff sé að undirbúa „hreinsun", er beinist gegn andstæðingum hans og ætlunin sé að stimpla sem Stalinista. REYNSLAN EIN sl er úr því, hvað hæft er í þessum getgátum. (Framh. á a síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.