Tíminn - 23.03.1956, Side 4
4
T í MIN N, föstudaginn 23. marz 1954!
Myndir hans sagðar fijóta í sjálfs-
morði og glæp, samt seijast þær
Kornungur franskur Iistmálari ortlinn stórríkur
af aí festa „dautíann uppmálaðan“ á Iéreft
Á sícSastliðnu ári spurði tímarit í París fimmtíu franska
listgagnrýnendur hverjir væru tíu beztu málarar Frakklands
eftir stríð. Efstur af fjörutíu tilnefndum var málari að nafni
Bernhard Buffet.
Samkvæmt góðri franskri venju, er næstum enginn á sama
máli hvað snertir verk Buffets, en það leikur ekki á tveim
tungum að maðurinn er fjárhagslega vel stæður — og hefir
orðið það af list sinni.
meðan á henni stóð birtust sam-
Buffet er ekki nema tuttugu og
sjö ára að aldri, sonur speglagerð-
armanns í París, og miðað við ald-
ur er líklegt að hann sé bezt stæði
málari heimsins.
Þegar hann opnaði briðju sýn-
jngu sína 1949 seldust olíumálverk
eftir hann á sextán hundruð krón-
ur stykkið. Nú seljast þau á þrjá-
tíu og tvö þúsund krónur hvert og
Buffet getur málað meir en þrjú
á viku fyrir utan margar vatns-
litamyndir, sem hann getur selt á
tals fimmtíu og átta harðorðar
greinar í Parísarblöðunum um
listamanninn. Reiðir listunnendur
rituðu skammir í heimsóknabók
sýningarsalarins, svo sem: „Þú ert
trúðurinn, Buffet" og „Fáranlegur
tilbúningur“. Jafnframt þessu voru
mörg viðurkenningarorð rituð í
bókina að viðbættu: „Sirkus þinn
er ekki eins ljótur og sá sem er
fyrir handan í Place de la Concor-
de“ (Þar sem franska þingið sit-
ur). Þessi athugasemd var undir-
rituð af Pierre Poujade, leiðtoga
sextán þúsund krónur stykkið. Ný-
lega lét hann heils árs framleiðslu | franskaÁkattamála fíokksins.
á erlendan markað, en erlendir
höfðu lengi þrábeðið um myndir
eftir hann. Þetta dró að sjálfsögðu
úr sölunni innanlands, en umboðs-
Svo virðist sem mörgum gagn-
rýnendum falli ekki svo illa list
Buffets né þeir séu argir út í
menn hans voru umsetnir fólki, frægð hans, heldur virðist sem
sem þrábað þá að láta sig sitja þeir hafi mest út á cfnahag hans
fyrir fyrstu fáanlegu mynd eftir
Buffet.
Það liggur ekki svo ljóst fyrir
hvað veldur því að myndir Buff-
ets eru svo eftirsóttar. Hann mál-
ar mest í svörtu og hvítu og hefir
aðeins nýlega tekið upp aðra liti.
að setja.
Vikublaðið Carrefour sagði: „Sýn-
ingin er ljót, en verðið fer hækk-
andi.“ Blaðamenn kalla hann
milljónamálarann og birta mikið
um fatnað hans, skóbúnað og
Daprir fílar í sirkus Buffets.
Þess vegna er meir um teikningu
að ræða en málun. Sagt er að mik-
til dauðskeimur sé að myndum
hans, að þær „fljóti sundur í
sjálfsmorði og glæp og hlutum
sem hafi verið skildir eftir af
þeim dauðu í kauptíðinni".
Dýramyndir hans eru allt frá
rotnum fiskum og dauðum kanin-
um til dapurlegra fíla. Fólk hans
er þó aumkunarverðast, málað
með skörpum andlitsdráttum og
vonleysissvip. Aðspurður hvers
vegna hann setji slíkan örvænt-
ingarblæ á myndir sínar, svarar
Buffet, sem annars vill ekki tala
um list sína, að honum finnist
myndir sínar ekki vera dapurlegar.
Buffet hélt nýlega sýningu í Par-
ís, sem hann nefndi Hringleikana
og stóð sýningin í þrjár vikur. .4
dýrar gjafir, sem hann færir vin-
um sínum. Sumir hafa miklar á-
hyggjur af því hvernig Buffet
muni bregðast við öllu meðlæt-
inu.
Öfundsjúkir málarar.
Þeir málarar í París, sem gæfan
hefur ekki verið eins hliðholl og
Buffet, eru ekki mjög hrifnir af
viðgangi hans, en þeim er þó ó-
mögulegt að afneita peningum.
„Hvers vegna ætti málari að
. svelta?“, spurði einn. Ungur banda-
! rískur málari í París segir: „Ég
: hef engan áhuga fyrir að mála ein
; ungis fyrir komandi kynslóðir. Það
j er gott hjá Buffet að ná þessum
I árangri.
I Máltæki málverkasalanna, „Þú
Bernhard Buffet
rotnir fiskar og kanínur
deyrð. Við sjáum um hitt,“ hefur
þegar verið of lengi í gildi.“
Minni tekjur en meistari.
Buffet er það ekkert launungar-
mál, að hann eyðir nítíu og sex
þúsund krónum á mánuði og hefur
tekjur, scm nema tvöfaldri þeirri
upphæð. „Samt vinn ég fyrir mik-
ið minni pcningum en Rubens,
Raphael og Michelangelo“, síðan
bætir hann við: „Hvað sem því
líður hafa örbirgð eða fátækt ekk-
ert að segja hvað viðkemur góðri
málaralist".
Þcgar sýning hans var opnuð í
rarís, yfirgaf Buffet borgina og
fór í frí til Rívicrunnar og Napolí.
Þar sem liann kærði sig ekki um
að aka Rolls Royce bifreið sinni
eftir snæviþöktum vegunum, lct
hann flytja bifreiðina með lest
suðureftir.
Þetta vandræðabarn, eins og
Buffet er stundum nefndur, hóf
líf sitt í hliðargötu skammt írá
Pigalle í París. Honum gekk illa
í skóla, en honum gekk vel að
teikna og komst því auðveldlega
til náms í málaralist.
Buffet hélt fyrstu sýningu sína
1946 án þess að vekja nokkra at-
hygli. Það var ekki fyrr en á næsta
ári, sem myndir hans vöktu at
hygli örfárra, en síðan hefur frægð
hans farið ört vaxandi. Og kvöl
um troðin, holdgrönn andlit hans
hafa sífellt unnið fleiri aðdáendur
á sitt band.
Aðalfundur Glímu-
ráðs Reykjavíkur
Aðalfundur Glímuráðs Reykja-
víkur (GRR) var haldinn 9. marz
s.l. í Skátaheimilinu. Mættir voru
16 fulltrúar frá Glímufél. Ármann
KR og UMFR, auk forseta ÍSÍ og
framkvæmdastjóra sambandsins
Hermanns Guðmundssonar.
Stjórn glímuráðsins gaf skýrslu
um störf sín á starfsárinu, sem
hafði ekki verið fjölbreytt. Glímu-
ráðið fól Glímufélaginu Ármann
(Framhald á 8. siöu. -
Nístandi ótti er urðu hjá Broderiek Crawford
| er hann hætti kúasmölun og gerð
Gamla bíó sýnir. Aðalhlutverk: ist skapgerðarleikari. En þetta fór
Joan Crawford, Jack Palance. j á annan veg, þegar leið á myndina.
Þetta gengur vel í byrjun. Kon- Palance varð bráðlega að þeirri
an þarf að hafa sinn mann, enda yfirspenntu persónu, sem hei'ur
er ekki nóg að vera leikritaskáld
til að öðlast hamingjuna að því
er manni skilst. En þessi hamingju
þorsti konunnar, svo ekki sé notað
ur annar þorsti til að móðga ekki
kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna,
verður konunni næstum að aldur
tila. Joan Crawford leikur konuna
og undirritaður hefur ekki séð
ekki annað markmið í lífinu en
komast yfir milljón dollara til að
geta borgað sjúkrahúsreikninga,
martinblöndur og viðhaldi sínu.
í þessu tilfelli giftist han leikrit
askáldinu (Joan Crawford) til að
gerast erfingi þess síðarmeir, en
meðfætt dramatískt geð konunnar
kemur í veg fyrir að hann erfi
þessa ágætu leikkonu gera öllu annað en sjálfan sig. í dauðanum
betur. Mótleikari hennar, Jack | enda er það samkvæmt eðli máls
Palance, hefur leikið í örfáum; ins og kvikmyndaeftirlitsins, því
myndum hérlendis og þegar hann 1 glæpir mega ekki borga sig í sið
kom fyrst fram í myndinni, mátti uðum kvikmyndum. Þótt þau séu
ætla að orðið hefðu samskonar um gift og allt bendi til þau sofi saman
skipti í leiklistarlífi hans og þeim. og hann sé að bauka hjá henni í
morgunslopp og sýnt sé hann hafi
bælt koddann má ekki mynda þau
saman í rúminu af því það er
ekki samkvæmt siðalögmálinu.
Hins vegar er það samkvæmt siða-
lögmálinu að hún gefi í skyn að
nætursvefn hennar hafi verið svona
og svona. Þegar kemur svo þar í
messunni að drepa þarf auka-
persónu myndarinnar, er ekkert til
sparað að gera því full skil. Mikið
er um hlaup og annað hark, áður
en það verður og þar tekst Palanee
fyrst upp, enda hleypur enginn
morðingjalegar en hann, gott ef
hann hefur ekki vátryggt göngu-
lag sitt, eins og Durantee stóra
nefið. Crawford og Palance leika
bæði prýðilega, einkum þó þegar
fer að draga til úrslita. Þetta er
góður reyfari og spennandi.
I. G. Þ.
Knud Gleie setti nýtt
Evrópumet í 200 metra
bringusundi sl. sunnud.
Keppir hér í kvöld í Sundhöllmni
Danski sundmaðurinn Knud Gieie, sem mun keppa hér
í kvöid, sefti s. I. sunnudag nýtt Evrópumet í 200 m bringu-
sundi á mcti í Belgíu. Synti hann vegalengdina á 2:35,0 mín.,
en bezti árangur hans áSur á vegaiengdinni, sem jafn-
framt var heimsmet um tveggja ára skeið, var 2:37,4 mín.
Eldra Evrópumetið var 2:35,9 mín., sem Þjóðverjinn Rade-
makers hafði sett nýlega. Heimsmetið er hins vegar 2:31,0
mín. og á Japaninn Furukawa það.
Daginn áður hafði Gleie keppt í 100 m bringusundi og
þar setti hsnn nýtt danskt met, synti á 1:09,6 mín., sem er
frábær árangur og ekki langt frá heimsmefinu.
Skriðsundsmaðurinn Lars Larson, sem einnig keppir hér
í Sundhöliinni í kvöld, náði einnig ágætum árangri á mót-
inu. í 200 m skriðsundi setti hann nýtt, danskt met, synti
á 2:11,0 mín., en eldra met hans á vegalengdinni var 2:11,6
mín. og sigraði í greininni. Hins vegar varð hann annar í
100 m skriðsundi á 59,9 sek.
Skemmtileg keppni verð
ur á sundmótinu í kvöld
Sunamót ÍR og Ægis hefst í Sundhöll Reykjavíkur í kvöld
kl. 8,30 Annar dagur mótsins verður á sunnudaginn kl. 2 e.
h. í Sundhöll Reykjavíkur. Á mánudaginn efna sömu félög
til móts í Hafnarfirði — í hinni nvlegu sundhöll þar. Er það
í fyrsta sinn, sem erlendir sundmenn keppa utan Reyk javík-
ur. En Sundhöll Hafnfirðinga er hin glæsilegasta og ein af
fáum sundlaugum í nágrenni Reykjavíkur, sem met fást
staðfest í. Lengd slíkra lauga verður að vera 25 m minnst.
Eins og áður hefir verið getið
eru meðal keppenda á niótinu tveir
af snjöllustu sundmönnum Dana.
Það eru Knud Gleie bringusunds-
og flugsundsmaður. Uann er í röð
fremstu bringusundsmanna heims
og átti heimsmet í 200 m. bringu-
sundi um nær 2 ára skeið. Hann
hefir nú hafið æfingar með þáttöku
í Melbourneleikjunum fyrir aug-
um. Hinn er skriðsundsmaður Lars
Larsson, tvítugur unglingur, sem
á þó öll dönsku skriðsundsmetin
og er í röð fremstu skriðsunds-
manna á Norðurlöndum. Þeir fé-
lagar hafa báðir keppt hér áður
Var það á Norræna mótinu s.l. sum
ar. Gleie vakti þá mesta athygli
útlendinganna og var talið að hann
hefði sett hér heimsmet í 100 m.
bringusundi. Á daginn kom að til
var betri tími — en tími Gleie var
þá nýtt Norðurlandamet.
Auk dönsku sundgestanna, taka
þátt í mótinu allir beztu sundmenn
Reykjavíkur, Akraness og Kefla-
víkur. Greinar mótsins fyrsta
keppnisdaginn (föstudagskvöld)
eru þessar.
200 rn. skriðsund. — Þar keppa
auk annarra Lars Larsson hinn
danski og Pétur Kristjánsson Á.
Ef dæma má af fyrri tímum
þeirra, á Lars að eiga sigurinn
vísan, en ísl. metið er áreiðan-
lega í hættu.
100. m. bringusund karla. —
Aðaikeppnin verður í síðari riðli.
Þar synda Þorgeir Ólafsson Á,
sem svo giæsiiegum árangri liefir
náð í bringusundi á síðustu mót-
um, Kmid Gieie fyrrv. heimsmet-
hafi í 200 b. bringusundi, Þor-
steinn Löve KR íslandsmethafi á
vegalengdinni og hefir hann lagt
sérstaka alúð við æfingar fyrir
þetta mót, og hinn fjórði er Sig.
Sigurðsson frá Akranesi, sem
skipar sess í hópi okkar efnileg-
ustu sundmanna.
50 m. flugsund karla. — Þar
stendur baráttan milli Péturs Á,
Ara GuSm. Æ (hins nýorðna met
liafa í greininni), Gleie hins
danska og Guðjóns Sigurbjörns-
sonar, Ægi.
f 50 m. skriðsundi kvétina —
siær þeim nú aftur saman Ingu
Árnadóttur frá Keflavík og Ág-
ústu Þorsteinsdóttur, hinni nýju
„stjörnu“ Ármanns.
I 4x50 m fjórsundi karla „bít-
ast“ KR, Ægir og Ármann.
Auk þess er svo keppt í 100 m,
baksundi, með þátttöku methaf-
ans Jóns Helgasonar, Akranesi.
(Framhald á 8. sZ3u.)
Lars Larsson — setti danskt met í 200 m skriðsundi s. I. sunnudagi