Tíminn - 28.03.1956, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.03.1956, Blaðsíða 8
8 T í 1Y11N N, miSvikudaginn 28. marz 1956, íslen.d.ingaþættir Kveðja til bræðranna Jóns og Kristins Sæmundssona Dagana fyrir jólin nær skamm degið á íslandi sínu mikla lág- marki. — Þá er nóttin löng og dimm. Dagurinn stuttur. Stundum aðeins skíma um hádegið. í húminu sem lykur landið, henda oft stóru slysin. Þá skapast tíðum óvæntir harmleikir, er skilja eftir ógræðandi sár og trega Eitt af slíkum stórslysum varð síðla dags hinn 18. desember s. 1. Þá drukknuðu bræðurnir Jón og Kristinn Sæmundssynir í Hvítá, skammt undan Iðu í Biskupstungu- um. Hvítá var ísilögð. En í skuggum skammdegisins sáu bræðurnir ekki vök á ísnum og fórust báðir. Hér var ekki um að kenna ókunnugleika á þessum slóðum. Báðir voru þaulkunnugir. Fæddir og uppaldir á Eiríksbakka. Höfðu verið starfsmenn í Skálholti aður fyrr, hjá Skúla heitnum lælmi er þar bjó um langt skeið. — En enginn má sköpum renna. Jón og Kristinn höfðu um nokk urt skeið unnið að húsasmíði í Skálholti. Jón var múrarameistari og Kristinn trésmíðameistari. Báð ir voru þeir viðurkenndir dugn aðarmenn og mjög færir í störfum sínum. Samvizkusamir, vandaðir og vinsælir. Þennan dag 18. des., höfðu þeir ákveðið að gera lilé á störfum sínum í Skálholti, og hugðust hverfa suður til heimila sinna í Reykjavík, en þangað voru þeir fluttir fyrir all mörgum árum síð an. í stað þess að taka sér bíl- far beint suður, að loknu starfi þenna dag, lögðu þeir land undir fót, og hugðust ganga yfir Hvítá, og siðan eins og leið liggur nið ur Skeið og hitta þar vini og kunningja á leið sinni suður. Jól- in voru framundan. Hátíð tíma- skipta og rísandi birtu. Heima biðu ástvmir, eiginkon ur bræðranna og börn, íull eftir væntingar og tilhlökkuriar til sam verunnar um jólin. En að þessu sinni komu bræðurnir ekki með jólin heim til ástvina sinna. Harmafregnin barst út, alla setti hljóða. í skuggum íslenzka skamm degisins hafði orðið stórslys. Tveir dugmiklir drengskapar- menn og hæfileikamenn höfðu misst lífið. Hin vota gröf varð þeirra jólaheimkynni. í dag er annar þeirra jarðsettur. Blessuð sé minning þeirra beggja. Hilmar Stefánsson. Tónskáldafélagið (Framhald af 4. síðu.) að jafnaði verið miklu lægri en önnur listamannalaun, — hæstu laun til tónlistarmanna t. d. ekki verið nema um þriðjungur af út- hlutuðum hæstu launum til ann- arra listamanna. Nú er það alkunnugt, að tón- listarnámið er langdýrasta list- námið og störf tónlistarmanna oft háð mjög dýrum hljóðfærakosti. Þeir tóniistarmenn, sem leggja síðan fyrir sig tónsmíðar, hafa þó enn örðugari aðstöðu, og verður skilyrðum þeirra helzt líkt við að- stöðu fornskáldanna, er skráðu verk sín á skinn, án þess að mögu leikar væru á prentun eða út- breiðslu. Starf tónskáldsins, er skrifar erfiðari og alvarlegri verk. er tímafrekt og margháttað og svip að starfi listmálara, sem gerði ekki nema eitt pensilstrik á dag eða viku. Einnig má helzt líkja vinnu tónskáldsins við starf myndhöggv- ara, sem lætur stóra höggmynd verða til á löngum tíma án þess að sölumöguleikar séu fyrir hendi. Hins vegar getur hvert mannsbarn skoðað höggmyndina, en löng leið og lcostnaðarsöm er fyrir tónskáld- ið þar til verk hans hljómar í hinni réttu mynd. Það getur tekið áratugi að kynna slík tónverk með margendurteknum flutningi, enda þótt öllu hafi verið tilkostað um fjölritun eða prentun raddskrár (partitur) og raddhefta fyrir hvert hljóðfaari fyrir sig. íslenzk tónskáld vilja ekki mikl ast af sínum verkum, enda tekur oft mjög langan tíma að átta sig á gildi alvarlegri tónverka. Af þeim ástæðum, er að framan greindi, er líka ekki nema mjög takmarkaður hluti íslenzkra tón- verka, sem skapazt hafa á liðnum aldarhelmingi, ennþá kunnur ís- lenzkum almenningi. Ekki er heldur enn til neinn ís- lenzkur tónhöfundur, sem hafi að- stöðu til að lifa fyrir tónsmíða- vinnu sína eingöngu og af henni. Ef Islenzkur tónskáldskapur á að fá 'áð dafna í framtíðinni þarf að verða stefnubreyting í allri að- hlynningu við hann og í úthlutun listamannalauna til tónskálda. Þetta er úthlutunarnefnd lista- mannalauna vinsamlega beðin að athuga í komandi störfum sínum. Nú þegar veigamiklir fram- leiðslustyrkir eru veittir mörgum atvinnugreinum, virðist augljós- ara en áður að réttmætt sé að Hefir ailaS 850 skippund Höfn, 26. marz. — Afli hefir verið heldur tregari síðustu dagana en þó oftast 20—30 skippund í róðri. Gissur hvíti er nú búinn að fá um 850 skippund á vertíðinni, og er það mjög gott. Hann er aflahæst- ur báta hér. — AA. Ágæt nemendaskemmtun í Skógaskóla Hvolsvelli, 26. marz. — Árshátíð Skógaskóla var haldin s. 1. laugar- dag. Samkoman hófst með ávarpi formanns skólafélagsins Daða Sig- urðssonar, en síðan flutti skóla- stjórinn, Jón R. Hjálmarsson ræðu. Sýndir voru tveir sjónleikir. Þá var danssýning, og hafði einn nem andinn, Kristrún Ása Kristjáns- dóttir samið dansana. Einnig voru sungnar gamanvísur, og eftir það fór fram skrautsýning. Að henni lokinni kom ungfrú Ásta Einars- dóttir fram í gervi fjallkonunnar og flutti hátíðaljóð Huldu og fór að því búnu fram fánahylling og allir sungu þjóðsönginn. Milli at- riða var sungið undir stjórn frú Guðrúnar Sveinsdóttur. Hún lék einnig undir við ýmsa þætti skemmtiskrárinnar. Þessi skemmt- un nemenda Skógaskóla var öll með miklum menningarbrag og vel undirbúin. Heilsufar hefir verið ágætt í skólanum í vetur. — PE. Syndir annarra sýndar á BreiSumýri Fosshóli 26. marz. — Ungmenna- félagið Efling í Reykjadal sýndi leikinn Syndir annarra að Breiðu- mýri um síðustu helgi tvisvar sinn- um við góða aðsókn og frábærar viðtökur. Inflúenzan stingur sér niður hér og hvar. Nemendur Laugaskóla fara í páskafrí á morg- un. — SLV. ———■—r—“1—■■**&*-**/ )C*g veita sambærilega framleiðslu- styrki til andlegrar sköpunar, sem gæti orðið til að auka álit íslands er fram líða stundir og hjálpa til að tryggja því sjálfstæði og þjóð- frelsi á komandi öldum. Reykjavík, 13. marz 1956. Fyrir hönd Tónskáldafélags íslands: Páll ísólfsson, heiðursforseti. Jón Leifs, formaður. * * •i íllefu sinnum í viku til og frá Beykjavik í sumar Viðkomustaðir: ★ LUXEMBORG ★ HAMBORG ★ KAUPMANNAHÖFN ★ GAUTABORG ★ OSLÓ ★ STAFANGUR ★ BJÖRjGVIN ★ NEW YORK Við seljum farmiða með öllum flugfélögum til flestra flugstöðva í lieimi Sími 81440 Heiman og heim í sumaríríiinu með L0FTLEIÐUM * «• * «• * * ; LOFTLEIÐIR n 9 *• >/41 • IJU • I A l • IAI • I *11 - I A t • I A L • IAI • I A t Sprengingum að mestu lokið við Gríms- árvirkjun og hafa gengið mjög vel Verkið er nokkuS á undan áætlun. Byggingavinna hefst eftir páska ef veíur helzt gott Fréttaritara Tímans á Egilsstöðum. Sprengingar við Grímsárvirkjunina hafa gengið mjög vel og miklu betur en búizt var við, svo að verkið er nú talsvert á undan áætlun. Eftir páskana verður farið að steypa upp íbúðarhús og fleiri byggingar, ef veður leyfir, og hefir margt manna verið ráðið til starfa við það. í haust var lokið við að sprengja fyrir stöðvarhúsinu, en seinni hluta vetrar hefir verið unnið að því að sprengja láréttu vatnsgöng- in, og er því nú lokið að mestu. Eru þessi göng 50—60 metra löng. Eftir er þá að sprengja lóðrétt göng upp í ána við stífluna, en það verð- ur ekki gert strax. Byggingar hefjast. Einmuna tíð hefir verið, og hald- ist hún eftir páska verður þegar byrjað á steypuvinnu við hús- byggingar, íbúðarhús og fleira. Hafa margir menn verið ráðnir til þeirra starfa á Héraði og víðar. Stórar vélar fluítar að. Um þessar mundir er verið að flytja þungar vinnuvélar að Gríms- árvirkjun, svo sem krana, steypu- vélar o.fl. Voru þær fluttar á skipi Fékk lax í þorskanetin Höfn, 26. marz. — Vélbáturinn Hrafnkell, frá Neskaupstað, sem stundar netaveiðar í útilegu kem- ur hingað inn stundum. Fyrir nokkrum dögum fékk hann 24 punda lax í net. Er það talið sjald- gæft, að lax veiðist í þorskanet hér, en þó fékk sami bátur einn lax í fyrra líka. — AA. til Reyðarfjarðar en þaðan á stór- um bílum til Héraðs. Ganga þeir flutningar vel ,enda er færð yfir Fagradal ágæt. — E.S. Aðalhækkanir í hinum nýju gjaldskrám eru sem hér segir: 1. Póstburðargjöld fyrir venju- leg bréf innanbæjar hækka úr 75 aurum í 1 kr. og innanlands og lil Norðurlanda úr kr. 1,25 í kr. 1,50. Skrásetningargjald ábyrgðarbréfa hækkar úr kr. 1,50 í kr. 2,00. Burð- argjöld til annarra landa hækka ekki. 2. Gjöld af talsímum hækka r.ð meðaltali um 13 af hundraði. Um- framsamtöl við sjálfvirkar stöðvar, aiMiiuutiiimimi'umiimiuimiiHiiiiuiMiiiiiiiiiiinnB jSIGURÐUR ÖLASON hrl.l L&gfrœSlskrlfstof* Laugaveg 24, kl. 5—7. Simar: 5535 — 11213. ..................... Skotin dynja vitS Eyjaf jör'S Svalbarðseyri, 26. marz. — Síðastl. laugardag virtist heldur ófriðlegt hér við Eyjafjörð. Dundu þá sí- fellt skot í eyrum og var líkast sem styrjöld væri. Voru þá um allan fjörð bátar á sveimi, og fóru þar svartfuglsskyttur. Munu um 20 bátar þessara erinda hafa verið hér innarlega á firðinum í einu samtímis. Ekki er kunnugt um fram yfir 700 símtol á ársíjorðungi, hækka úr 30 aurum í eína krónu, hvert viðtalsbil ög símskeytagjöld innanlands úr 50 aurum í 60 aura fyrir orðið. nnanbæjarsímskeyta- gjald hækkar úr 40 aurum í 50 aura fyrir orðið. Símtala og símskeytagjöld til út- landa hækka ekki. Þessi hækkua Helztu hækkanir samkvæmt gengur í gildi 1. apríl 1956 að und- anteknum ákvæðum um umfram- símtöl, taka þau gildi 1. okt. 1956. veiði. — SJ. Póst- og símagjöld hæ kka fyrsta apríl næstkomandi Póstur og sími hafa nú tilkynnt hækkun gjaldskrár, en símagjöld hafa haldizt óbreytt síðan 1952 og póstþjónustu- gjöld hafa ekki hækkað síðan 1953. í greinargerð Póst- og símamálastjórnarinnar segir að kaup og annar kostnaður hafi hækkað um 18—36 af hundraði og þó að tekjur þessara stofnana hafi aukizt, svari það hvergi nærri hinum aukna kostnaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.