Tíminn - 28.03.1956, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.03.1956, Blaðsíða 9
í1 í M I N N, miSvikudagipn 28. niarz 1956. t*&'’ 9 Eftir HANS MARTIN ttatn::::::::::: ll 73 unum og hýðingunni, sem Maríanna fékk og hefndinni, sem hún kom fram viö kvalara sinn — um hina dökku vin- konu Maríönnu, og svarið, sem Maríanna gaf Walter, þeg ar hann fann þær tva?r sam- an. Um flóttann og húsið, sem brann. . . Hún sagði frá, eins og hún hafði sagt iækninum í Des Indes frá á sínum tíma, e. i hún vissi, ao Uernard haí'ði dýpn skilning á því, sem hún var að segja. Það fór að skyggja, og í fyrsta sinn heyrði hún fuglasöng úti frá þakbrún- inni. Eftir hið langa og alverlega samtal klæddu þau sig þegj- andi. — Soffía ,sagði Bernard loks. — Þú hefir átt erfiða daga. Nú veit ég betur en nokkru sinni fyrr, aö ég verð að stjana í kring um þig. —■ Það hefir alltaf verið stjanað kring um mig, svaraöi hún — og mér hefir oftast lið- ið betur en flestum öðrum. — Sama er að segja um mig, Soffía. En dóttir okkar á eftir að valda okkur sorg, og þá byrði verðum við neydd til að bera. En við munum bera hana saman ,ekki sitt í hvov’i lagi. Hann stóð við gluggann og hlustaði á vorsöngva fuglanna. — Um hvað ert þú að hugsa, spurði hún. — Um það, að ef til vill hefir Maríanna haft rétt fyrir sér. Kannske hefði hún orðið öðru vísi ef við hefðum verið sam- an. Það er bitur hugsun, eins og ásökun, sem nístir mann. — Við skulum ekki erta ham ingju okkar með reiði, sagðir þú í kvöld, Bernard. — Já, það er rétt. Hann snéri sér við og horfði á hana bursia svart hár sitt fyrir framan spegilinn. — Reiðin grefur undan hamingjunni. En er það ekki að fara á bak við sjálfan sig, að viðurkenna ekki sakir sinar, ef þær eru fyrir hendi. Því að á þeirri viðurkenningu er hægt aö byggja. . . — Hvað? — Ef til vill annað sjónar mið á Maríönnu . . . ég veit ekki. Ég hefi það bara á til- finningunni, að það só eitt hvað, sem við enn þurfum að kippa í lag. Soffía þagði, sannfærð um, að dóttir þeirra myndi alltaf verða þeim lokuð bók. Að í’l- girni hennar og hefnigirni myndi ávallt koma í ljós, eins og þegar hún siló Prawiro með svipunni, var ruddarleg við þjónana og fékk reiðiköst, sem Henk frænda gramdist að þurfa að vera vitni að. Hér var engin sök fyrir hendi, sem hægt væri að koma í sátt. Hér var um að ræða innræti frá forfeðrum, sem hafði iegið niðri í marga ættliði, en kom nú fram í þessu stúlkubarni. — Ég þekki yður af mál- verkinu, sagði Sdffía þegar hún heilsaði Margot. — Þakka yður fyrir, sama get ég sagt. Bernard getur gert myndir ótrúlega lifandi. . . . Heima hjá mér hangir málverk af Marga, móðir minni. Það verðið þér einhvern tíma að koma að sjá. Bertie málaði það eftir minni. Það er stórglæsilegt. Margot hættz snögglega og sagði svo feimn islega: — Ég segi víst Bertie nokkuð kunnuglega, en sann leikurinn er sá, að hann er eiginlega eins og faðir fyrir mér. Soffía b’’.wti um leið og liún leit á málverkið af Margot, síöan sagði hún og var mjög ákveðin: — Þegar hann málaði þetía málverk af yður var hann yður meira en faðir. — Verkar það einnig svo sterkt á yöur, sagði Margot vandræðalega. Jú, það er rétt í þann tíð var hann mér ann að og meira en faðir. En þrátt fyrir það héldum við áfram að vera einungis góðir vinir . . . og þannig vilai það til aö eftir dauða föður míns gekk hann mér í föður stað. En — og nú brosti Margot — yður get ég alls ekki hugsað mér sem stjúpmóður mína. Þér er- uð svo ungar! — Þakka yður fyrir. En nú skulið þér líka bara kalla mig Soffíu. Soffía var kyrr um nóttina. Það var svo leiðinlegt að vera að kveðja á stoppistöð eða í sporvagni. ... Bernard svaf á legubekknum í vinnustofunni. Gegnum dyrnar, sem stóðu opnar, buðu þau hvort öðru enn einu sinni góða nótt. Hann sofnaði strax, en hún lá lengi vakandi og hugsaði um liðna tíma. Þaö var svo undarlegt að vera nýkomin í hóp fyrri kunningja og njóta þar jafnréttis, mega tala um fortíðina eins og þau höfðu gert seinni hluta dagsins. Við allt þetta var eitthváö nýtt og óvænt, sem hún eiginlega gat ekki skilið til fulis ennþá. Nú skyldist henni, að í Preang er hafði í rauninni aldrei ver- ið um raunveruleg samtöi að | ræöa, þar sem skipst væri á skoðunum og sjónarmiöum, til finningar látnar í ljós og geði deilt. Þegar hún nú rifjaði upp samtölin við Henk frænda og Walter, við menn og konur á plantekrunum fannst henni að þau hefðu verið án kjarna og þungamiðju, rétt eins og ekkert hefði veriö henni ein- lægt áhugamál þarna í A-Ind- íum, nema ef vera skyldi um- hyggja hennar fyrir Maríönnu og daglegar áhyggjur af ' rekstri plantekranna. En við- ræður þeirra fjögurra i kvöld myndi hún ávallt muna vegna þess hve margþættar þær voru. Minningin um þessa kvöldstund virtist henni fela í sér heil auðævi, en er hún leit til kvöldanna í Austur-Indí- um, fann hún aðeins tóm- leika og leiða. . . Eða var orsökin ef til vill bara sú, að henni fannst þessi kvöldstund og viðræðurnar svo skemmtilegar vegna þess hve lengi hún hafði verið ein angruð. Það var þó satt, að fyrst í Preanger hafði hún átt viðræður við Fenk frænda, ar t.d. um trú, siði og hætti á ‘ t.d. um trú, siði og hætti á Austurlöndum. Ekki meining-i arlaus, en þau voru einhliða. | Innikróuð og sundurtætt milli tveggja heima hafði Walter sagt þegar þau ræddu um þessi tengsl milii austurs og vesturs. j Þegar hún kom aítur tii A-! Indía hafði henni funtiist eins og hún væri að koma heim. Þá tilfinningu hafði hún ekki orð ið var við er hún kom til Hol- lands, en nú loks þetta kvöld j var hún skyndilega gripin þess j ari kennd. Hér var hún heima hjá sér. ’ Að henni fannst svo var ekki eingöngu nærveru Bernards j að þakka, heldur öllu andrúms loftinu, sem hér ríkti í kring- um vinnustofuna, fólkið og störf þess. í Austur-Indíum hafði „heima“ merkt afturhvarf til bernskuáranna. Hún hafði skynjaö þá tilfinningu strax og Siti gamla tök á móti henni og fór að annast um hana. Nú fyrst í þessu húsi fann hún til svipaðra tilfinninga, en þær virtust auðugri, dýpri og sprottnar úr öðrum jaröveg. Soffía dvaldi þarna í heila viku. Dag nokkurn fór hún heim í stofuna sina og sótti föt og snyrtiáhöld. Eftir fyrstu hlýju vordag- ana, hafði tekið að rigna inik- ið og einnig var mjög storm- samt. Það var þægilega hlýtt í vinnustofunni og Soffía fór þangað niður með kaffi handa Bernard, sem vann að stóru landslagsmálverki. Af og til flautaði hann og raulaði eða talaði við Snúð, sem lá í körfu sinni. Hún lagaði til íbúðina upp, bjó til mat, las í bókum hans eða sat aðgerðarlaus við Tiikynning m útboö íslenzkir Aðalverktakar s. f., sem eru að undirbúa byggingu hafnar í Ytri-Njarðvík, hafa í hyggju að láta nokkurn hluta verksins í ákvæðisvinnu sem verður boð- in út innan skamms. Ákvæðisvinna sú sem hér um ræðir nær til bygg- ingu og niðursetningu 14 steinsteyptra kera, sem hvert um sig er um 7500 rúmmetrar, og nota á í brimbrjót hafnarinnar, jöfnunar botnsins og undirbyggingu ker- anna og sprenginga á sjávarbotni innan hafnarinnar. íslezkir verktakar, sem kynnu að hafa hug á að bjóða í verk þetta, geta fengið ýtarlegri upplýsingar á skrifstoíu íslenzkra Aðalverktaka s. f., Keflavíkurflug- velli, þriðjudaginn 27. þ. m. kl. 14—18 og miðvikudag- inn 28. þ. m. kl. 10—12, enda geri þeir þá grein fyrir möguleikum sínum til að framkvæma verkið. Reykjavík, 23. marz 1956. Islenzklr aðalverktakar s.f. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦* ♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦H Al!t til páskanna á einum stað Austurstræti •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦^♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦iSJ SunÉi Reykjavíkur I og sundlaugamar ♦♦ ♦♦ :: vería opnar til hádegis á skírdag, en loka<S- || :: ar á föstudaginn langa og páskadagana. || H Á laugardaginn fyrir páska vertJa þær opnar |1 :: allan daginn. — Sundnámskeíð heiiast eftir :: páskana í Sundhöllinni, sími 4059. :: »•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■. .♦♦♦♦♦*♦♦♦♦•♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦••*♦♦♦♦< .. *•♦•♦•♦♦♦•♦♦♦♦♦«♦♦♦♦•♦♦♦♦•••♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦••♦♦♦<♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦•♦♦««♦«•♦♦♦♦♦•♦••♦♦♦♦♦♦♦♦•4Í umýtam aUC Á KVENPALLI Páskamatur Flestar húsmæður reyna að breyta til í mat um hátíðar. Nú fást víða ágætar súpur og búðing- ar í pökkum, sem fljótlegt er að elda og eru prýðilegur matur, ekki sízt ef bætt er t. d. ögn af rjóma í súpurnar eða einu þeyttu eggi o. s. frv. Hvernig væri að reyna eitthvað af eftirtöldum mat um hádegið þessa helgidaga, sem nú eru fram- undan? Skírdagur. ASPARGUSSÚPA, lambslæri, steikt í ofni, með bökuðum kart- öflum og gulrótum eða grænum baunum. (Ef hægt er að fá ferskar gulrætur, eru þær engu síður góð- ar bakaðar heldur en kartöflurn- ar.) Bakaður eplaréttur. Föstudagurinn langi. Soðið hangikjöt með kartöflu- jafningi og grænum baunum eða soðnum gulrófum. Ávaxtagrautur j með rjómablandi. I Páskadagur. Sveppasúpa. Hænsni með hrís- jgrjónum (uppskrift af þeim rétti i er í blaðinu frá 18. febrúar s. 1.) ! Döðlubúðingur. I | Annar páskadagur. Kúbanskur hrís. Súkkulaðibúðing- ur með þeyttum rjóma. í búðing- inn má t. d. bæta möndium eða örlitlu af ávöxtum til tilbreytni. Hér koma uppskriftir af þeim réttum, sem ekki er víst, að allar húsmæður þekki: Bakaður eplaréttur. 1 bolli sykur og 1 bolli vatn er soðið saman. % kg epli afhýdd og skorin í tvennt, lögð í grunnt, eldfast mót og sykurleginum hellt yfir. IV2 bolli hveiti, 3 tesk. gerduft og % tesk. salt er sigtað saman. (4 bolli af smjörlíki mulinn útí. % bolli af mjólk hrærður þar í. Deigið látið í smábollur ofan á eplin og í miðjuna á hverri bollu er látin ein tesk. af eftirfarandi blöndu: 2 matsk. bráðið smjör, 2 matsk. sykur V2 tesk. kanill. Mótið látið í ofn og bakað í hálf- tíma. Bera má þeyttan rjóma með ef vill, en það er alls ekki nauð- synlegt. Döðlubúðingur. 60 gr. smjörlíki 75 gr. hveiti 2V2 dl. mjólk 4 £gg 1 matsk. sykúi* 125 gr. steinlausar, hakkaðar döðl. Rifinn börkur af einni sítrónu. j Smjörlíkið brætt, bakað upp 1 með hveitinu og mjólkinni. Tckið j af eldinum og eggjarauðurnar 1 hrærðar útí, síðan döðlurnar, syk- urinn og sítrónubörkurinn, en síð- ast er stífþeyttum eggjahvítunum blandað í. Látið í eldfast mót og bakað í tæpan klukkutíma. Borið fram með vanillusósu, sem vel má búa til úr bálfum pakka a£ ; yanillubúðingsduíli. . Kúbanskur hrís. i: 1 bolli hrísgrjón j V2 kg. lambalifur -1 1 lítill laukur 4 egg |2 stk. bananar 100 gr. smjörlíki, salt, 1 matsk. smjör. Hrísgrjónin skoluð og soðin í söltuðu vatni. (Munið að hella þeim hægt út í sjóðandi vatnið og hræra ekki i þeim, heldur hrista pottinn.) Lifrin hreinsuð og skor- in í litla bita, laukurinn sneiddur og hvort tveggja brúnað í smjör- hkinu. Soðið í 10 mínútur. Eggin steikt, bananarnir teknir úr hýðinu og klofnir að endilöngu, brúnaðir örstutta stund í smjöri. Hrísgrjónunum skipt á fjóra diska, lifrin lögð ofan á grjónin, steikt egg þar ofar.á og hálfur ban- ani efstur. (Þið megið trúa mcr að þetta er gott, þó að það hljómi kanske einkennilega).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.