Tíminn - 08.04.1956, Síða 5
T í MIN N,' snnnudaginnn 8. apríl 1956.
5
IYIargir kannast við dirfskuför
Sturlu í Fljótshólum, sem gekk
yfir öræfin einn síns liðs á önd-
verðu vori 1912 til að hitta unn-
ustu sína, sem beið hans sunnan
fjalla. Ferð Sturlu er talin hið
mesta þrekvirki og hefir ekki
miklu munað, að hann hafi átt
sinn siðasta næturstað á fjöllun?.
Sýnir ferðin glögglega, „að tefla
má framarlega á hlunn, ef ein-
beittni ag karlmennska fara
saman og gæfa er í verki með“,
eins og Pálmi Hammesson segir í
ágætri lýsingu á þrekraun Sturlu
í bókinni Hrakningar og Heiða-
vegir.
Nú um páskana unnu 6 íslenzkir
háskólasiúdentar það afrek aS
ganga norður í EyjafjörS beint yfir
fjöll og jökla. Sýnir þaS glögglega,
aS islénzk œska býr enn yfir þrófti
og karhnennsku, þrátt fyrir bar-
lóm og harða dóma margra á þess-' 4í>ilsaö upp á Sankti-Pétur við botn Eyjafjarðar. ÞaSan er
um „síSustu og verstu tímum." j
Það var unnusta Sturlu, sem
seiddi tiann suður yfir jökla og
hver voif;'nema stúlkurnar á Ak-
ureyri hafi orSið þess valdandi, að
hugurinn hafi borið þá hálfa leið 1
og seítf stúdentana yfir jökulstrýt-1
ur og hamrabelti. En hvað sem því
liður sýnir þetta, að ísienzkir æsku
menn eru ekki dauðir úr öllum
æðum og mætti þetta verða mörg-
um þeim, sem mest berja lóminn 1
til sæmilegrar sáluhjálpar. 1
Þessir fjallagarpar heita: Eiríkur
Sveinsson frá Akureyri, Magnús
Hallgrímsson, Akureyri, Jóhann
Lárus Jónasson, Akureyri, Leifur
Jónssbn, Reykjavík, Haukur Árna
son, Akureyri og ÓIi Björn Hann-
esson frá Hnífsdal. Allir eru þeir
stúdentar1 frá Menntaskólanum á
Akureyri, nema einn, og hafa geng
ið á fjöll um árabil. Lögðu þeir
félagár áf stað á laugardagsmorg-
uninn 'fyrir Pálmasunudag kl. 5
og komu þeir til byggða niður í
Eyjáfjörð kl. 5 á Skírdagsmorgun.
Höfðu þeir matvæli til tveggja
vikna' og margs konar útbúnað frá
Flugbjöfgunarsveitinni, en allix uppi í Kerlingarfjöllum og hvíld-
eru þeir meðlimir sveitarinnar. ust mestan næsta dag, því að mikil
.;
hið dýrlegasta útsýni yfir hina fögru byggð.
6 stúdentar gengu yfir öræf-
in í svarta þoku um páskana
Höfðu þeir m. a. jöklatjald, ísaxir,
og línu, auk allra öryggistækja
svo sem áttavita, sem kom að góð-
um notum, vegna þess, að þeir
gengu í þoku mestalla leiðina og
oft í náttmyrkri.
Fundu ekki sæluhúsið.
Strax og komíö var upp á há-
lendið spenntu þeir á sig skíði og
gengu á þeim unz þeir komu niður
í snjólausa dali Eyjafjarðar.
Fyrsta kvöldið fundu þeir ekki
sæluhúsið, sem þeir ætluðu að
leita gistingar í, en þeir tjölduðu
í Hvítárnesi og sváfu þar vel um
nóttina. Aðra nóttina gistu þeir
Drukku sítrónute um nótt á hábimgu
Hofsjökuls - Stúlkurnar á Akureyri
seiða háskólastúdenta yfir jökulstrít-
ur og hamrabelti. - Æskan sýnilega
ekki dauð úr öllum æðum
görpunúm. Þeir reyndu að hringja
til Akureyrar, en það gekk heldur
erfiðlega. Loksins eftir langa bið
tókst þeim að fá bíl, sem flutti þá
| til Akureyrar. Luku félagarnir
; þessum áfanga ferðarinnar með
’ sítrónute á Hótel K.E.A. Nokkrir
; höfðu hálsbólgu og kvef, þegar
; lagt var á fjöllin, en allir sjúkdóm-
1 ar ruku út í veður og vind uppi á
í öræfunum.
Siglt um Eyjafjörð og
gengið á Súlur.
Ekki settust félagarnir í helgan
stcin þegar til Akureyrar kom,
því að strax daginn eftir, á Föstu-
daginn langa, gengu þeir á fjöll
og heimsóttu meðal annars. alla
skjðaskála í nágrenni Ákureyrar,
Útgarð, Ásgarð, Fálkafell og
Skíðastaði. Á laugardaginn fengu
þeir sér trillubát og sigldu fram
og aftur um hinn lygna og fagra
Eyjafjörð. Á kvöldin skemmtu
þei rsér á Páskavikunni, sem
þótti takast mjög vel þar nyrðra.
Á páskadagsmorgun var lagt á
i Súlur, eu þar var glampandi sól-
1 skin og ljómandi skíðafæri. Eins
, og Akureyringar þekkja er hið
dýrlegasta útsýni af Súlutindi yf-
ir Akureyri og allt þetta fagra
I hérað. f góðu skyggni sést vel
| suður til jökla og langt austur á
Mývatnsöræfi, þar sem fjalla-
, drottningin Herðubreið gnæfir til
i himins. Suður á Krumma var
I ofsarok, en þangað komust stúd-
eníarnir loksins, en illstætt var
orðið þar uppi á fjallahryggnum.
Farið til baka á 45 mínútum.
j Það hefði þótt heldur ótrúlegt
fyrir nokkrum árum, að hægt yrði
að skreppa á milli landshluta á 45
Á kqrtið pr teiknuð ieiðin, sem þeir félanar fóru yfir öræfin. Næturstaðir
eru inerkiir inn á kortið með iitlum hringum. Sést greinilega ferð þeirra
garpapna yfir Hofsjökul, en þeir héldu beinni stefnj í svarta myrkri
og þoku.
Þarna er komið heim að Laugarfelli eftir tæplega sóiarhringsgöngu. í
augarfelli dvöidu þeir nwrri heilan dag. Sæluhús þetta er byggt af Ferða-
'^?Ötan félagi Akureeyrar.
og erfið ganga var í vændum yfir
sjálfan Hofsjökul og var ferðinni
heitið yfir stærstu jökulbungu ut-
an Vatnajökuls, sem er 1765 metra
á hæð.
Gengu í 22*4 tíma samfleytt.
Klukkan 10 á þriðjudagsmorgun
lögðu þeir félagar af stað í lengstu
og erfiðustu göngu allrar ferðar-
innar. Áður en haldið var af stað,
; reiknuðu þeir félagar nákvæmlega
út stefnuna á kortinu og höfðu
þeir tvo áttavita uppi alla leiðina
[ til að halda stefnunni og sannar-
lega tókst þeim það, því að þeir
: hittu nákvæmlega á þann stað,
’ sem þeir höfðu reiknað út, þegar
komið var niður af Hofsjökli og
verður það að kallast vel af sér
vikið. Þeir sáu aldrei glóru á jökl-
inum, því að svarta þoka var á og I
náttmyrkur mestan tímann, sem 1
þeir voru að fara yfir hann. Lítið
var um sprungur og virtist þeim,
1 sem snjólag lægi yfir allan jökul-
inn. Vindur var í bakið og skóf
dálítið á hábungunni. Þeir voru
12 tíma í allt á jöklinum, en eftir
22 og hálfa klukkustund komu þeir
að Laugarfelli, en þar er sæluhús
Ferðafélags Akureyrar og höfðu
þeir þá farið 80 kílómetra í mjög
slæmu færi.
Drukku sítrónute í svarta myrkri
á hábungunni.
Ferðamennirnir námu tvisvar
staðar uppi á jöklinum, tjölduðu
og hituðu sér sítrónute, sem varð
ákaflega vinsæll drykkur í ferð-
inni. Gerist það áreiðanlega ekki
oft, ad menn hiti sér sítrónute
um hánótl uppi ó hábungu Ilofs-
jökuls og sýnir það glögglega,
hve áhugamál mannanna eru
mörg og margbreytileg. Þeir
gengu alltaf í einni röð yfir jök-
ulinn og bar sá fremsti og aft-
asti áttavita, því að auðvelt er að
villast í þoku og náttmyrkri.
Versti kaflinn var frá Hofsjökli
í Laugarfell, því að þeir þurftu
að ösla yfir krapaelg, en loksins
eftir tæpan sólarhring ná þeir
Laugarfelli og var þá klukkau
hálfníu á miðvikudagsmorgni.
Heiisað upp á Santí-Pétur
á Skírdagsmorgunn.
Allan miðvikudaginn hvíldust
fjallagarparnir í Laugarfelli,
sítrónute og gerðu nestinu góð skil,
sem var mikið og veglegt. Þeir risu
úr rekkju eldsnemma á Skírdags-
morgun og var ferðinni heitið nið-
ur í Eyjafjörð. Það var ekki fyrr
en á efstu brúnum Eyjafjarðardala
að það tók loksins að birta og þok-
| mínútum, en svo er það nú orðið
á þssu kalda landi „við yzta haf“.
j Eftir ánægjulega daga uppi á ör-
i æfum og norður á Akureyri ventu
i þeir félagar sínu kvæði í kross á
| annan dag páska, og tóku sér far
unni létti, en þá var sólskin og blíða með einni Skymasterflugvél Flug-
niður á Akureyri. Eins og sannir félags íslands suður yfir jökla og
ferðamenn námu þeir staðar við voru komnir yfir Reykjavík eftir
vörðu Santi Péturs, en hinn heilagi 45 inínútna flug frá Akureyri. Lesa
dýrlingur stendur þarna eilífan
vörð ofan við Vatnahjallaveg, sem
liggur upp úr Eyjafirði. Eftir að
hafa veitt hinum heilaga Pétri við-
eigandi lotningu var haldið niður í
móti og komið niður í Hólsgerði,
sem er innsti bær í Eyjafirði.
Erfiðleikarnir byrja með
tækninni.
í Hólsgerði var þeim tekið með
kostum og kynjum, enda heldur ó-
venjulegt að fá gesti ofan af fjöll-
um um páskaleytið sunnan af landi.
Það var fyrst, þegar komið var í
snertingu við tækni nútímans, að
erfiðlega fór að ganga fyrir göngu-
þeir nú af krafti læknisfræði og
verkfræði í Háskóla íslands, sól-
brúnir og endurnærðir á sál og
líkama.
Blaðið óskar þeim félögum til
hamingju með afrekið. Þeir hafa
sýnt það og sannað, að enn býr
karlmennska og kraftur með ís-
lenzkri æsku. Mættu ýmsir taka
þá félaga sér til fyrirmyndar, því
að göngur um jökla og öræfi eru
til andlegrar og líkamlegrar
heilsubótar og náttúra landsins
býr yfir miklum töfrum. Með
hækkandi sól ættu fleiri að leita
til öræfanna, því að oft er ,,fag-
urt á fjöllum“. — h.h.
Komiö niður í Hafrárdal og sjást þarna fjöllin í botni Eyjafjarðar. Sfást
þeir með ailan farangurinn, en hver bar um þaö bil 30 kíló.
iökulhamri uppi a Hofsjökli
Gengið fram