Tíminn - 13.04.1956, Side 4

Tíminn - 13.04.1956, Side 4
4 T í M I N N, föstudaginn 13, apríl 1956. Úr rósahúsinu í Gar'óyr.,lu.tucmm í Reykjahiið. Það er mikið starf að rækta blómin er gleðja vegfarendur Ræit viS garSyrkjonienn í Langardal og ReykjahlíS, þar sem spretta hSám og tré, sem ætlcð eru görSim og torg- um í ágúst þegar næíurnar fara að lerígjast og eftir góðviðrisdag, er hinn fjólublái litur kvóldsins legg;t yfir höfuðborgina. göngum við um Austurvöll og dáumst að marg- breytilegu blómskrúði er þar get- tir að líta. Við fyllumst hrifningu yfír litum blómanna og ilmi þeirra. Þökkum forsjóninni fyrir þann unað er sýnin veitir okkur. En fæst okkar gera sér grein fyrir þvi starfi sem að baki þessarar marg- litu blómabreiðu liggur. Með natni og umhyggjusemi hafa þeir sáð til þessara blóma, fóstrað þau og séð þau vaxa, unz þeirra tími var kominn og þau voru sett á þann stað, sem þeim hafði verið valinn, fvrir ári síðan. Blaðamaður frá Tímanum átti þéss nýlega kost að kynnast að litlu leyti starfi þeirra manna, sem anbast skrúðgarða bæjarins: Haf- liða .Tónssyni garðyrkjuráðunaut Reykjavíkurbæjar og samstarfs- manna hans. Hafliði er enn ungur maður. Hann útskrifaðist frá Garð yrkjuskólanum á Reykjum árið 1643 oe hefir unnið við skrúðgarða alla líð síðan. Lengst af hjá Reykja víkurbæ. Hann vill sem minnst um sín eigin störf tala, þótt vitað sé að þau eru bæði mörg og tímafrek, heldur þakkar hann árangurinn sínum góðu samstarfsmönnum. Gróðrastöðin í Laugadal hefir nú verið í eigu Reykjavíkurbæjar í rúmt ár. Hún er ein aðal upp- eldisstöð fyrir trjáplöníur sem sett ar eru í skrúðgarða í umsjá bæj- arins. Hér eru margar sjaldgæfar trjátegundir, útlendingar í is- lenzkri mold, sem sumir hverjir hafa náð góðum þroska. Ýmsar grenitegundir og lerkið eru vel úr grasi vaxnar og lík því sem þau eru í heimkynnum sínum. Hér er líka eik, að vísu ekki ris- mikil og minnir lítið á frændur sína sunnar á hnettinum, en samt sem áður er þetta eik og hver veit, nema hún verði með tímanum stór og sterk og að barna- barna- barnabörn okkar komi hér og skoði styrkan stofn hennar. í góðviðrinu undanfarið er brum trjánna farið að lifna og þrútna og birki og lerki, ásamt víði og reyni, er farið að skjóta frjóöng- um. ! Þessa gróðrastöð hefir Eiríkur Hjartarson starfrækt í mörg und- í anfarin ár, en eins og áður er j sagt, seldi hann Reykjavíkurbæ i stöðina og bærinn tók við rekstri hennar í marz í fyrra. i í fyrrasumar voru margar trjá- plöntur teknar úr stöðinni í Laug- ardal og þeim plantað í skrúð- garða bæjarins. Þá var meðal ann í ars plantað í 6212 fermetra beð í Tjarnargarðinum og þar settar um 5 þús. trjáplöntur. Alls var í fyrrasumar plantað út í skrúð- garða bæjarins 7—8 þúsund trjá plöntum. Fræjum trjánna er sáð í þar til gerða kassa og þar eru þau látin | koma upp. Síðan eru plönturnar ! settar í sérstök uppeldisbeð, sem eru umgirt skjólbeltum og þar eru , þau til 5—6 ára aldurs. Eftir þann i tíma eru þau tekin og sett niður á j þann stað sem þeim er fyrirhug- j aður í einhverjum garðinum. | Starf garðyrkjumannsins er því uppeldisstarf. Starf sköpunar og lífs og hann gleðst yfir hverjum i nýjum sprota, er klýfur jarðskorp una og undir hans umsjá og að- hlynningu vaxa þeir, unz þeir eru |ferðafærir út í heiminn. Skjólbelt- in sem áður er um getið eru ung- viðinu nauðsynleg, því að í skjóli þeirra vex það, þar til það er einfært um að standast storma og hret. Skjólbeltin eru oftast víðir og eins meters há belti veita skjól átta metra und- an vindáttinni. Þetta hafa bændur annarar landa notfært sér og víða þar sem skógar hafa staðið en verið höggnir, eru belti skilin eftir og landinu þannig skipt í skjól- reiti. En okkar skjólbelti eru ekki ennþá eins hávaxin og víða er- lendis, og þá verða þau að vera þéttari. Eins og áður er sagt, eru marg- ar tegundir trjáa í Gróðrastöðinni í Laugardal og ein er sérstaklega vekur athygli er bláfuran. Hún er mjög lithrein og hin bláa slikja er þess valdandi að hún sker sig j úr grænum lit hinna trjánna. Blá- furan er mjög seinvaxin og Hafliði garðyrkjuráðunautur lét þess getið að þarna væru nokkur tré sem væru á líkum aldri og hann sjálf- ur. En þótt mannskepnan sé sein- þroska, er bláfuran þó ennþá seinni og Hafliði hafði góðan vinn ing yfir þessa jafnaldra sína. Mikið starf er framundan þarna í Laugardalnum. Stöðin þarf lag- færingar við og þótt margir menn i komi til með að vinna þar að ftveirn [staðaldri, er þó alltaf mikið G@rSyrkiurá6unöutur ReykfavíVur, HafliSi Jónsson. Hann er þ3rna meSal bgert að kvöldi. En þetta eru allt b’áfuranna í GarSyrkjustöSinni í Laugardal. Ungir menn og áhugasamir og þeir . Ivmna otullega ao þvi ao ala upp Betribær: ! ‘ii.i Hvers á höfnin að gjalda? Umgengnin þar er borginni til vansæmdar f DAGBLÖÐUM bæjarins var fyrir nokkru getið um endurbætur á gatnahreinsun í Reykjavík, Tek- in skulu í notkun fljótvirk tæki, sópunarvélar, sem auðvelda munu alla hreinsun og spara mikinn tíma frá því sem áður var. Þess skal getið, sem vel er gert, og lofar þetta vissulega góðu. OKKUR, SEM heima eigum í Reykjavík, þykir yfirleitt vænt um bæinn og fögnum því öllu sem gert er honum til fegurðarauka. Þar hef ir margt verið vel unr.ið á liðnum árum, þó enn megi að mörgu finna. Þegar farið er að ræða um auk- inn þrifnað í bænum, verður mér hugsað til haínarinnar. Þangað hef ir þrifnaðarandinn ekki náð ennþá. Að höfninni leitar fjöldi fólks sér til skemmtunar, þegar vel viðr ar, enda athafnalífið þar oft mikið og því margt að sjá, auk þess sem útsýn þaðan er mjög fagurt. En sú ánægja, sem getur verið *því samfara, að ganga með höfn- inni, er þó æði oft gerð að engu, með þeim fádæma sóðaskap, sem þar er alltof víða. Hverskonar drasl öllum ónýtt er þar í haugum á mörgum stöðum. Spýtnarusl, kassaræksni, ónýtar tunnur, gamlir flekar og bátar, auk margs annars liggur til og frá inn an um vöruhlaða, sem bíða flutn- ings af hafnarsvæðinu. Forin er vaðin upp fyrir skó- sóla ef blautt er um, enda sjaldan eitt í það tíma, að þrífa hafnar- bakkana, þó að slíkt væri mjög auð velt með litlum tilkostnaði, ef það væri gert reglulega og fengnir til verksins nokkrir menn, með afl- miklar dælur sér til aðstoðar. FYRIR NOKKRU heyrði ég tvo Dani tala saman við tollskýlið á hafnarbakkanum. Þeir töldu sig hvergi hafa komið, þar sem annar eins sóðaskapur hefði liðizt við far- þegaafgreiðslu og hér. Varla væri hægt að drepa niður fæti fyrir for, og auðvitað útilokað að leggja af sér töskur eða annan farangur. Þeim kom saman um, að íslend- ingar væru sóðar, enda stutt síðan þeir hefðu búið í moldarkofum og étið maðkað mjöl. Hvar voru nú okkar ágætu land- kynningarmenn, er telja hér allt svo fullkomið og gott? Þeir sáust hvergi enda hefðu þeir lítið getað sagt okkur til málsbóta, eins og þarna stóð á. i Hvað stoðar fagur fjallahringur við blikandi sund og grösugar eyj- ar, þegar ferðamaðurinn sér ekki fegurðina fyrir forinni, sem hann verður að vaða tim leið og hann stígur á land? Það á að heita, að hafnarsvæðið sé hreinsað af sérstökum mönnum, sem af og til sjást þar á ferð með kústa og skólfur ásamt vörubifreið, sem taka á við ruslinu. Varla ver'ð- ur þó sagt, að þau vinnubrögð séu til fyrirmyndar. Það er kroppað í draslið hér og þar, en mest af því þó .skiljð eftir, enda útilokað, að hægt sé að hreinsa, svo að gagni ver'ði á þenn an hátt. Það þarf vissulega meira LÍl. Krafa okkar, sem byggjum þenn an bæ og viljum veg hans sem mestan er sú, að þegar verði haf- ist handa um að þrífa til við höfn- ina, fjarlægja allt það drasl, seni þar hefir safnast fyrir og þvo síð- an allar bryggjur og uppfyllingar reglulega. ÞAÐ ER EKKI endalaust hægt að sætta sig við þann sóðaskap, er þarna hefir allt of lengi fengið að þrífast, landinu til skammar og öllum sómakærum borgurum til skapraunar. Þá verður að gera strangar kröf ur til afgreiðslu skipa, sem oft veld ur miklum óþrifnaði. Hafnarstjóra ber að fylgja því fast eftir, að fyllsta þrifríaðar sé gætt á hafnarsvæðinu. Þá fyrst, þegar allur óþrifnaður er horfinn þaðan getum við aftur farið að ganga okkur til skemmtunar við höfnina, og tekið þar kinnroðalaust á móti erlendum ferðamönnum. Hitt er svo önnur saga, hvort ekki væri heppilegt, að loka höfn- inni fyrir öllum öðrum en þeim, sem þangað eiga erindi atvinnu sinnar vegna. Að vísu mundu margir sakna þess, að fá ekki að fara þar frjáls- ir ferða sinna, en hins vegar yrði með þeim hætti allt tolleflirlit gert auðveldara. Þá væri og síður hætta á, að drukknir rnenn, færu sér þar að voða. En nóg um það í bili. ÞESS SKULUM við að lokum minnast, að glöggt er gests augað, og að um Reykjavíkurhöfn fara árlega þúsundir útlendinga, sem bera okkur söguna eftir því, sém við höfum sjálfir til unnið. Sjómaður. trjáplöntur, sem seinna fegra garða höfuðstaðarins. Eftir að hafa dvalið um stund þarna í Laugardalnum ökum við upp að Reykjahlíð, en þar á Reykjavíkurbær myndarlegt gróð- urhúsahverfi, þar sem aðallega eru ræktuð skrautblóm. Sumt er selt í blómabúðum bæjarins og önnur eru ræktuð fyrir skrúðgarðana, sem eru fjórir, auk margra minni sem garðyrkjuráðunautur bæjar- ins sér um áð skreyta. Alls eru húsin ellefu og um 2 þúsund fermetrar að flatarmáli. Þessa gróðrastöð annast Jóel Kr. Jóelsson ásamt þrem öðrum garð- yrkjumönnum. 1 Reykjahlíð er sannarlega í mörg horn að líta og hér er hverahitinn notaður við blómaræktina, eins og víða annars staðar. ★ í sáðhúsinu byrja blómin hér- veru sína. Til þeirra er sáð í sér- staka kassa og hitastigi og raka er haldið mjög nákvæmu. Kass- arnir eru þannig útbúnir að auð- velt er að tempra vatnshæðina und ir yfirborði moldarinnar og það er breytilegt hve hinar ýmsu ólíku tegundir þurfa og þola mikinn raka. Eftir að fræin eru vel kom in upp, eru plönturnar teknar og settar í aðra kassa, fimmtíu í hvorn. Enn um stund eru þær geymdar í sáðhúsinu við það hitastig, sem þær hafa vanizt. Ef tíðarfar er ! gott eru kassarnir settir út undir ! bert loft eftir miðjan maí og látn [ ir standa á milli gróðurhúsanna. 'Það er kallað að setja blómin í „herzlu" og þannig eru þau vanin stig af stigi, við þau veðurskilyrði sem okkar land hefir upp á að bjóða. Þetta sem nú er sagt á við um blómin, sem á sumrin skreyta Austurvöll og aðra garða í bænum. Hin, sem eru seld í búð | ir, eru látin þroskast áfram inni í gróðurhúsunum. í ÁGÚSTMÁNUÐI hvert ár er ákveðið hvernig niðurröðun blóma og trjáa skuli vera árið eftir Um það leyli eru allar tégundir búnar að ná fullum þroska og litskrúðið í algleymingi. | Garðyrkjuráðunauturinn skrifar i þá hjá sér athugasemdir hvernig þessu verði bezt komið fyrir næsta ár og hverjar breytingar beri að gara frá síðasta sumri. Eftir að ( hafa gengið frá áætlun fyrir næsta sumar, reiknað út hvern blett og j hvert beð og hve mörgum ný- j græðingum þurfi á að halda. í ! október sendir hann pöntu;n sína jum blóm til Jóels í Reykjahlíð. Jóel sér um næsta þátt: Aka inn nýrri gróðrarmold, mala hana og blanda með sandi, áburði og söx uðum mosa. í janúar er farið að sá til seinvaxinna tegunda-, svo sem stjúpmæðra, ljónsmunna og 1 (Framh. á 8, ,síðu.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.