Tíminn - 13.04.1956, Síða 6

Tíminn - 13.04.1956, Síða 6
6 T í M I N N, föstudagian 13. apríl 1956, Útgefandi: Framaóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur i Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Strandið, sem er íramundan Í»AÐ ER hverjum manni * augljóst, sem eitt- ivað þekkir til efnahagsmál- anna, að nýtt strand útflutnings iramleiðslunnar er óhjákvæmi- legt um næstu áramót. Skalt- arnir, sem lagðir voru á um seinustu áramót, munu aðeins nægja til þess að halda útflutn- ingsframleiðslunni gangandi þetta ár. Ástæðan er sú, að þeir leiða af sér nýjar verð- og kaup- hækkanir, sem útflutningsfram- leiðslan þolir ekki. Sú leið að halda kaupgjaldsvísitölunni ó- breyttri með auknum niður- greiðslum á vöruverði, er ófær með öllu. Hún myndi hafa í för með sér útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð,. er næmi á næsta ári alltaf á annað hundrað milljón- ir króna. Það er því augljóst mál, að fyrir næstu áramót verð ur að finna ný úrræði til að tryggja rekstur útflutningsfram leiðslunnar, ef ekki á að bjóða heim atvinnuleysi og stöðvun brýnustu framkvæmda. Glögg áminning um þá kreppu, sem í vændum er, er hin sívaxandi gjaldeyris- skortur, sem hefir það í för með sér, að verzlunarhöftin harðna nú með hverjum degi. Þjóðiii býr nú við strangari innflutningshöft en um langt skeið. Og þau hljóta að auk- ast stöðugt, ef ekki verður breytt um stefnu. ÁSTÆÐAN TIL þess að þannig er komið í efnahagsmál- unum er næsta augljós. Fyrir at beina Framsóknarflokksins lief- ir núverandi ríkisstjórn margt vel tekist, sbr. rafvæðingu dreif býlisins, afkoma ríkissjóðs, framlögin til landbúnaðarins, framlögin til atvinnuaukninga í sjóþorpum, byggingalöggjöf- ina nýju o.fl.En stjórninni hefir ekki tekist að marka rétta stefnu í efnahagsmálunum. Ilið stóra óheillaspor var stigið þeg- ar rýmkað var um fjárfestingu við myndun stjórnarinnar sam- kvæmt kröfu Sjálfstæðisflokks- ins. í kjölfar þessa fylgdi of- þensla, verkföll og verð- og kauphækkanir, er sameiginlega hafa skapað það hættuástand, sem nú er. Af þessum ástæðum er nú svo komið, að algert strand efnahagsmálanna er framund- an, nema alveg verði breytt um stefnu. Orsök stjórnarslitanna Þ; SAÐ VAR ÞETTA fyrir- sjáanlega strand efna hagsmálanna, er var þess fyrst og fremst valdandi, að Fram- sqknarflokkurinn rauf stjórnar- samvinnuna. Eigi að afstýra þessu strandi, verður að grípa til nýrra róttækra aðgerða og nýrra úrræða. Þær ráðstafanir, sem þarf að gera, eru í fyrsta lagi þær að livarvetna sé útrýmt ó- eðlilegum milligróða. Til að ná því marki þarf m. a. að umskipuleggja bankakerfið, íiskverzlunina og fiskvinnsl- una. Víðtækar ráðstafanir verður að gera til að lækka byggingarkostnað og útiloka allt okur í sambanði við hús- næðismálin. Þegar þessar grundvallarráðstafanir hafa yerið gerðar, þarf að samja við stéttarsamtökin um vinnu frið á þeim grundvelli, að hér dafni blómlegt atvinnu og framkvæmdalíf. Með öllum þessum aðgerðum til samans á ekki aðeins að vera hægt að afstýra því hruni, sem nú er framundan, heldur að tryggja áframhaldandi framfarir og balnandi lífskjör á komandi árum. FRAMSÓKNARflokknum var það ljóst af langri reynslu, að engar af þessum ráðstöfun- um verða gerðar í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það er bú- ið að gera margar ráðstafanir með Sjálfstæðisflokknum á und anförnum árum til að tryggja rekstur atvinnuveganna, en þær hafa jafnan reynst ónógar eftir stutta stund og þá orðið að gera aðrar nýjar, sem farið hafa á sömu leið. Ástæðan er sú, að braskaraklíkan, er ræður Sjálf stæðisflokknum, hefir notað sér aðstöðu flokksins til að hlynna að ýmiskonar sérhagsmunum á sviði milliliðastarfseminnar, er fljótlega hafa gert þessar ráð- stafanir gagnslausar. Það er og deginum augljós- ara, að þær aðgerðir, sem gera þarf til að endurskipu- leggja bankana, fiskverzlunina og fiskvinnsluna verða ekki gerðar í samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinu. Flokkurinn eða gæðingar hans ráða yfir nær ölluin þeim stofnunum, er hér koma við sögu, og vill hann að sjálfsögðu ekki láta lirófla neitt við þeim yfirráð- um. Það eitt nægir til þess, að engar raunhæfar aðgerðir í þessum efnum eru framkvæm anlegar í samvinnu við hann. Stærsta mál kosninganna H1 rER AÐ FRAMAN hafa verið raktar meginor- nakir þess, að Framsóknarflokk urinn sleit samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn. Hann sá engar eiðir til að afstýra í samvinnu við hann því hruni, sem fram- andan er. Af sömu ástæðu leit- aði hann samstarfs við Alþýðu- ::lokkinn til að skapa grundvöll :fyrir þingmeirihluta, er gæti ieyst þessi vandasömu mál. Efnahagsmálin eða það, jivernig afstýra á hruni atvinnu- veganna og stöðvun fram- kvæmda, er mesta stórmál kosn inganna. Kjósendur verða að marka afstöðu sína til flokk- anna fyrst og fremst með tilliti til þeirra. Það ætti að vera hverjum einum augljóst, að efnahags- málin verða ekki leyst með eflingu Sjálfstæðisflokksins, sem fyrst og fremst hlynnir að hagsmunum braskaranna. Auk in völd hans myndu aðeins verða til þess að enn betur en áður yrði hlynnt að brösk- urunum. Það má einnig vera öllum ljóst, að efling hins svo kallaða Alþýðubandalags er heldur ekki leiðin, því að það hefir ekki minnstu möguleika til að ná meirihluta á Alþingi. Enn frekar gildir þetta þó um Þjóðvarnarflokkinn, sem að öllum líkindum mun cngan þingfulltrúa eiga á næsta þingi. Eina leiðin, sem er væn leg til árangurs, er því efling bandalags Framsóknarflokks- Fátt líkt með byltingunum í Frakklandi og ROsslandi - segir André Maurois Frönsku byltingarforingjarnir voru ekki líkir kommúnistom í dag, sem tiíbiðja skurðgoð í dag en hrækja á það á morgun Þegar gerast atburSir eins og þeir, sem orðið hafa í Rúss- landi, er skurðgoði er steypt af stalli, fá menn allt í einu löng- un til að blaða í veraldarsögunni og leita að hliðstæðum dæm- um og vita, hvort þeir geti ekki lært af sögulestri innsta gildi þeirra viðburða, sem þeir horfa á. Skipað þeim í huga sér þann sess, er þeir munu hljóta 1 sögunni þá tímar líða. Þetta getur vissulega verið fróð- legt og lærdómsríkt gaman, en menn skyldu gá að sér að vera ekki of skjótir að gera ályktanir eða ætla, að þeir hafi fundið algilda skýringu þótt þeir rekist á dæmi, sem telja má liliðstæð að einhverju leyti. Samanburður er ætíð hættulegur, einkum sögulegur samanburður. Og sú gamla kenning, að saga end- urtaki sig, gæti alveg eins verið: aldrei endurtekur sagan sig. Byltingar í Frakklandi og Rússlandi Þegar bylting var gerð í Rúss- landi var oft vitnað til frönsku stjórnbyltingarinnar og talið, að þar væri margt líkt. Lenin og hin- ir fyrstu byltingaleiðtogar höfðu kynnt sér rækilega sögu frönsku stjórnbyltingarinnar. Og vissulega eru einstakir atburðir í rás beggja CÆSAR André Maurios þvoSi af honum gyilinguna. byltinganna áþekkir á að líta úr fjarlægð, enda þótt þeir séu í raun- inni allt annars eðlis. Franska skáldið og rithöfundur- inn André Maurois liefir í hinni stóru Frakkiandssögu sinni raðað saman atburðunum úr sögu lands síns svo haglega að þeir verða eins og stórfelld mósaíkmynd. Hverjum stein raðað á sinn stað,meö öruggu handtaki listamanns. (Þessi bók er nú að koma út á forlagi Hagerups í ins og Alþýðuflokksins, sem getur auðveldlega náð þing- meirihluta, ef alþýðustéttirn- ar fylkja sér um það. Með sigri þess yrði tryggt, að unn ið yrði að lausn þessara mála með hagsmuni hins vinnandi fólks fyrir augum fyrst og fremst. Þetta verða kjósendur að gera sér vel ljóst. F.fling Sjálf- stæðisflokksins þýðir aukin völd braskaranna og milliliðanna. Bæði kommúnistar og Þjóðvarn armenn eru óralangt frá þvi að ná meirihluta. Bandalag Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins hefir hins vegar öll skilyrði til þess. Þess vegna eiga allir þeir, sem vilja leysa efnahagsvandamálin í samræmi við hagsmuni alþýðunnar, að fylkja sér um það. Kaupmannahöfn, 2. bindi nýkomið, 600 bls., kostar 48 d. kr.) „Aldrei hefir nokkur stjórn fram ið sjálfsmorð með svo skjótum hætti“, segir hann um fall Lúðvíks XVI. Og svo dregur hann myndina í skýrum aðaldráttum á nokkrum blaðsíðum. Hvernig stóð á því að menn þótt- ust sjá svo margt líkt með frönsku og rússnesku byltingunum? Orsak- irnar eru ósambærilegar, og þeir menn, sem stóðu í fylkingarbrjósti, mjög ólíkir. Það vantaði ekki anda og kraft í þing frönsku stjórnbyltingar mannanna! Og svo ógnarveldið eftir að borg- ararnir höfðu sigrað, og Robespi- erre vildi innleiða einræði, septem bermorðin, múgæði og hryðjuverk, — á yfirborðinu má sjá margt líkt, en í Frakklandi var einstaklings- byggja, sterk kennd til gagnrýni og persónuleg samvizka áberandi með al leiðtoga byltingarinnar. Þeir voru sannarlega ekki menn á borð við kommúnista nú á dögum, sem beygja kné frammi fyrir skurðgoði í dag, en steypa því af stalli með hrópum á morgun. Mismunandi sögulegar rætur Ef menn fara svo að hugleiða, hverjar séu helztu orsakir til grundvallarmismunar í milli þess- ara þjóðfélagshreyfinga verða þeir að leita lengra í sögunni, rekja ræt urnar langt aftur í tímann. Er hér um að ræða mjög ólíka efnahags- skipan á þeim tíma, er byltingin braust út? Eða þarf að fara miklu lengra aftur í tíman, e.t.v. allt til daga Cæsars, keisarans, sem nýlega var umtalaður enn einu sinni um alla vestrænan heim af því að 2000 ár voru liðin frá því að hann var myrtur. Cæsar hefir löngum verið dýrk- aður í skólum og lcennslubókum á Vesturlöndum, en í augum Maurois var hann blóðidrifinn ofbeldissegg- ur og óþokki. En til fróðleiks og samanburðar við seinni tíma persónur, ef menn vilja — en hér vitnun í bók Maur- ois: „. . hann var jafn metorðagjarn og hann var slóttugur, fágaður í umgengnisháttum, vel menntað- ur, virtist umburðarlyndur en var jafnframt samvizkulaus og gersamlega laus við meðaumkun. í stjórn sinni á Göllum var hann strangari og agasamari en nokkru sinni í Róm. Hann tók ekki nokk- urt tillit til annarra, lét handtaka umboðsmenn Galla, stela frá þeim verðmætum, selja þúsundir fanga á nauðungaruppboðum og varð af þessari þrælasölu auðugasti Róm- verjinn og jafnframt voldugastur. . . . Ógnarstjórn hans skapaði að lokum uppreisn.... Cæsar barði allan mótþróa niður með óskap- legri grimmd. Hann lét höggva hægri hendi af mörgum uppreisn armönnum. Stríðið í Gallíu hafði staðið í 10 ár og það breytti gjör samlega útliti Evrópu og framtíð. Ef Gallía hefði ekki verið gerð að rómversku landi, mundu Róma- veldi skjótt hafa orðið austur- lenzkt heimsveldi.... En latnesk Gallía skapaði mótvægi. Hinn gamla keltneska menn- ing lifði meðal alþýðunnar, andi hennar varð ekki drepinn, og e. t.v. er þar að finna frumástæðu ÞaS er valt a3 trúa á skurSgoS. Sú skoðun kemur fram í grein Maurios. Myndin lýsir því vel. Hún er gerS eftir mynd úr Pravda og er nokk- urra ára gömul. Aðalmáigagn Stalíns var a3 lýsa Tstó, sem þá skreið í duftinu fyrir framan myndir af fas- istiskum einræSisherrum og dró með sér blóðuga öxi. Einu sinni voru fasistarnir bandamenn kommúnista, og nú er Tííó aftur tekinn í sátt. HvaS snýr hér upp, og hvað niSur? þess, að við getum í dag talað uia evrópska menningu. Húnar og germanskir ættflokk- ar (en þetta er tvennt ólíkt) og svo Márar, rifu að lokum til grunna hið gallísk-rómverska ríki, og Evrópa varð síðan í marg ar aldir ótrúlega lík Mið-Afríku á dögum Mungcr Parks. Hið skrýtna veldi Karls mikla, sera náði allt að Weichsel-fljóti, páfa- veldi, lénsríki og borgarveldin — allt eru þetta mósaíksteinar í end urrcisn hins gamla rómverska framtíðardraums, að sameina öll menningarlönd í eina heild...“ Saga er lærdómur Saga Evrópu, segir Maurios, hvíl ir á Frakklandi, og um það verður ekki deilt. Þar þykist hann vita, hvað hann syngur. En hversu traustum böndum er Rússland tengt Evrópu? Eða Ameríka? Þegar Maurois ræðir þessar spurningar og margar fleiri, lætur hann sér ekki nægja að rekja sög- una til Napóleonstímans, heldur allt til samtímans, og hann notar orðtök og hugmyndir samtímis þeg ar hann ræðir um löngu liðna sögu. Umbyltingar síðustu tíma, verða lifandi í sögunni enda þótt ekki sé sífellt reynt að sanna að sagan sé að endurtaka sig. En öll saga er mikill lærdómur. Einvaldar samtímans eiga sér sína fyrirmyndir í löngu liðinni tíð, og öfgaflokkar og kredduhópar hafa vcrið til á öllum öldum. Menn hafa trúað á stokka og steina, á Ghengis Khan eða Cæsars.á Hitler eða Stalin Sporin eru þar á spjöldum sögunn- ar, en sértrúin hefir ekki lifað lengi og mannkynið bíður enn eftir frelsuninni, sem því var boðuð af klausturreglum miðalda, af frönsku stjórnbyltingarmönnunum og af ofsatrúarflokkum samtímans, kommúnistum og fasistum. Þessi fyrirbæri eru eins og bárur á straumi tímans. Þær brotna með gusugangi, en meginsóknin að lífs- hamingju, friði og hagsæld liggur dýpra. Verkfall á Spáni, London-Madrid, 11. apríl. — All- víðtækt verkfall er nú í borg einni á Norður-Spáni. Hafa 15 þús. verka menn í verksmiðjum lagt niður vinnu og krefjast hærri launa. Hef- ir lögregla verið send á vettvang en ekki hefir komið til átaka. Lík- ur eru á að verkfall þetta breiðist út. Verkföll eru bönnuð á Spáni sem í öðrum einræðisríkjum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.