Tíminn - 13.04.1956, Síða 5
í li í »"
^tÍMINN, föstudaginn 13. aprfl 1956.
T Ó M A S GUÐMUNDSSO Nki
is*
%
HchUHgAkðelja
Flutt af skáldinu í háskólanum í gærmorgun
Heill konungi,
heill konungsbrúði!
Mæli ég velkomna
til vorra stranda
gesti göfgasta
þá, er gerðu för
langveg háan
um loft norður.
Fagnar yður fólk vort,
Friðrik konungur,
virðir veglátt þel
og vinarkveðjur.
Festir frændsemi
við forna samþjóð
bróðurorð, sem barst
um breiða sæi.
Öft varð löng leið
miíli landa vorra.
Týndi torleiði
tryggð og heitum.
Þræddi þá einatt
öndverða slóð
veidi Danmerkur
og vilji íslands.
Önnur er vor samvist
seinna orðin.
Leyst eru þau bönd,
sem bræðrum glata.
Hreppt sú vinátta,
sem vinnur þjóðir.
Slík er frjáls manns kvöð.
Sú er konungs gifta.
Fagnar yður fólk vort,
Friðrik hersir!
Geymiy þjóð mín
í þekku minni
ættliðu þrjá
yðar feðra
þá, er fold vora
fyrstir konunga
gistu göfgum hug
og góðu heilli.
Minnumst vér og gjörla
er að garði bar
ítran konungsson,
unga kóngsdóttur.
Greiddi þá úr vorskýjum
glaða sól.
Veit ég enga gesti,
er oss virtust betur.
Enzt hefur oss auðna
til endurfundar.
Því skal enn ort
á ættfold Braga.
Mun þar ei skálds vant
meðan skáldi geðjast
augu drottningar
og drenglund konungs.
Sóuð þér í annað sinn
ísland rísa
ögrum skorið
úr úrgum sævi,
jöklum bleikfannað
og brimi girt,
konunglegt á svip
er kalt í bragði.
Svo er oft land vort
sem á ljóð minni,
ort við eld og nótt,
ort feiknstöfum, *
rímað strandbergi,
stuðlað háfjöllum,
sorfið sælöðri
og svellum rist.
En í átthögum
hins yzta hafs
nam sér nýja jörð
norrænn andi.
Orti þar í einsemd.
og aldaþögn
stofni kynbornum
konungsdrauma.
Enn veit ég aðra
ættjörð norræna,
forna að frændsemi,
fræga í sögum.
Ólík er hún íslandi
um yfirbragð.
En fáar leit ég foldir
fríðari sýnum.
Vakir vorfögur
við vötn sín Danmörk,
silfurofin sundum,
saumuð kornökrum.
Ganga gullinhyrnd
í grænan skóg
ung árdegi
og einskis sakna.
Þó skín sama sól
Sjálandi og Esju,
hrynur sama haf
um Hornbjarg og Skaga.
Einn er og uppruni
ætta vorra,
samur eins og særinn
sá, er oss skilur.
En svo er veglaus firð
sem vild sér kýs.
Svo eru gangvegir
sem girnist hugur.
Því í mannshjartans
myrkri býr
hafið hyldýpsta
og hæsta stjarnan.
Hvort skal þá eigi
hugur ættþjóða
fylgja þeirri stjörnu,
sem stiklar djúpið?
Þvi hún er vináttan,
sem vísar oss
boðleið skemmstu
til bræðrastranda.
Svo nemist Norðurlönd
nýjum dögum.
Enn skal áfram sótt
að einu marki,
fram til fegurðar,
fram til mannvits,
hærri hamingju
og heilli trúar.
Hvi skyldum vér ella
aldurs freista?
Heyr vorn hug,
himnadrottinn!
Lít ljúfri sjón
lönd vor og þjóðir.
Kalla heill og frið
yfir heimsbyggð alla.
Svo skal drottning hyllt,
svo skal hilmi fagnað.
Fjölga þarf til muna stórvirkum
w ' f-r** V ^ i
Rannsóknir Breta á ísingarhættn
togara í NorSurhöfum
Merkileg tilraun meÖ togara-líkan
í vatnsþró í Weybridge
Nýlega skýrir Fishing News í
Bretlandi frá niðurstöðum all-
merkilegra rannsókna, sem Bretar
hafa gert á ísingu á togurum, sem
veiða í norðjægum höfum. Þessar
rannsóknir Breta hljóta að vekja
athygli hér á landi, og endursegir
þátturinn því hér á eftir aðalefni
greinarinnar:
í TILRAUNASTOFUM Vickers
Armstrong fyrirtækjanna hefir tek
izt að skapa aðstæður, sem segja
má að séu náttúrulegar miðað við
siglingu togara á norðlægum höf-
um. Eftir að tveir brezkir togarar
fórust norður af íslandi í janúar
1955 (skipin Roderigo og Lorella,
sein sum brezk blöð settu í sam-
band við friðunarlinu fiskimið-
anna) hófust viðræður í milli
Vickers-Armstrong (Aircraft) og
Rannsóknarstofnunar brezkra
skipasmíða, um ísingarhættu fyr-
ir skip, sem eru á siglingu.
Ákvéðið var að nota háloftstil-
raunastofu Vickers-Armstrong í
Weybridge til þess að rannsaka
ísmyndunina og nota togara-módel
í 1/12 stærð miðað við nýtízku
brezkan togara.
Áður en þetta stóra líkan var
tilbúið voru gerðar ýmsar tilraun-
ir i tilraunastofum Vickers-Arm-
strong, skipadeild, og í tilrauna-
þróm, og þá notað líkan í stærð-
inni 1/18, sem gert var eftir togar-
anum Roderigo. Þessar tilraunir
sýndu, að unnt var að skapa sams
konar aðstæður í tilraunastofum
og á hafinu.
1/12 STÆRÐAR LÍKANIÐ, sem
notað var í Weybridge, var gert
eftir togaranum „Kir.gston
Garnet“. Það var afhent með allri
yl'irbyggingu, með öllum helzta
þilfarsútbúnaði og reiða öllum, eins
og gert er ráð fyrir í teikningum
skipsins sjálfs, sem er byggt hjá
Cook, Welton og Gemmel í Bever-
ley. Kjölfesta var látin í líkanið til
þess að gefa því þunga og hæfni til-
tækjum
i eigu
ríkisi
ns
Jarðýtur, kranar og önnur nýtízku
tæki vinna stórvirki í hafnar- og
vegagerð
Snemma á stríðsárunum fluttu
Framsóknarmenn á Alþingi til-
lögur uin að skora á stjórnarvöld
in að auka notkun stórvirkra-
vinnuvéia við opinberar fram-
kvæmdir.,
Því miður voru íslendingar lengi
á eftir öðrum þjóðum á því sviði.
Olli þar miklu um fátækt þjóðar-
innar og að þeim, er fyrir fram-
kvæmdum réðu, gafst ekki tæki-
færi til að kynnast sem skyldi
vinnubrögðum, þar sem þau voru
bezt erlendis. En þegar Bretar og
einkum Bandaríkjamenn hófu
framkvæmdir hér upp úr styrjöld-
inni komust allmargir hér á landi
í kynni við vinnuvélar og afköst-
þeirra. Síðasta áratuginn hafa afl-
vélar og margskonar tækni í sam-
bandi við þær gerbreytt vinnu-
brögðum við opinberar fram-
kvæmdir hér á landi, og margt er
nú kleift, af þeim ástæðum, sem
áður var talið óvinnandi.
En er þá vélaþróunin í opin-
berum framkvæmdum nógu ör
og nógu almenn um land allt eða
vinnubrögð að öðru leyti sam-
kvæmt tímans kröfu?
Framsóknarmennirnir Skuli Guð
mundsson, Páll Þorsteinsson og
Eirikur Þorsteinsson eru í vafa um
að svo sé, því að þeir fluttu á Al-
þingi í vetur tillögu til þingsálykt-
unar um að skora á ríkisstjórnina
að láta í samráði við vegamála-
stjóra og hafnarmálastjóra „fara
fram athugun á því hvað tiltækt
sé af fullkomnum og lientugum
vélum og verkfærum til vega- og
hafnargerða hér á landi og hverr
ar viðbótar sé þörf af þeim tækj
um, til þess að í öllum liéruðuin
landsins sé hægt að vinna að
slikum framkvæmdum með sem
hagkvæmustum aðferðuin“.
Alþingi samþykkti að vísa þess-
ari tillögu til ríkisstjórnarinnar í
trausti þess, að hún taki til at-
hugunar milli þinga, hvað unnt sé
að gera til að auka vélaeignina.
En upplýsinga um vélakostinn var
aflað meðan þing sat.
svarandi þeirri aðstöðu, sem ætla :
mætti að skipið yrði að mæta á mið
unum, og er þá niðurstaðan þessi:
Stærð 1115 lestir, dýpt miðskipa
13 fet og 7 tommur, borðstokkur
miðskips 2 fet og 5 tommur.
Líkanið var nú sett í vatnsþró og
stefninu snúið gegn þéttum, lárétt-
| um vatnsúða. Hiti vatnsins var 1
■ gráða, Iofthiti í milli 6—10 gráðu
frost, vindhraði 22—27 fet á sek-
úndu, sem svarar til vindhraða 45
'—55 knot á hafinu.
Tilraunirnar sýndu, að hættan
fyrir togara í norðlægum höfum
: stafar af föstum ís, sem myndast af
! frjósandi úða, sem vindur ber með
i sér yfir skipið, eða skipið sjálft
vekur þegar það ber öldúrnar. Þessi
ísgerð — glærís — myndast við
lágt frostmark.
i
ÞEGAR MIKIÐ FROST er,
| verður úðinn, sem fer yfir skipið
ískristallar, og svo smáir og þurrir
að ekki festir á. Frostregn hylur
skip með glæris, en þa3 er sjald-
gæft og ekki talið að það standi
nógu lengi til að valda hættu. Það
I sem brezkir togaramenn nefna
| „Black Frost“ og oft var nefnt í
i sambandi við togarana Loreilo og,
Roderigo, myndast af ofkældum
dropum, sem hitta kalt skip, venju-
lega í kyrrum sjó, en ekki er sá
þungi talinn geta orðið mjög mik-
ill.
Tilraunirnar í Weybridge sýndu,
að togari helzt naumazt á floti eftir
að hafa tekið á sig 60 lestir af ís
undir aðstæðum, sem eru í kalda
úti á hafi og 140 Iestir setja skipið
á hliðina, þótt siór sé kyrr.
TILRAUNIRNAR eiga að leiða
: til þess að auka „iceworthiness“
í togara, er hér eftir verða ismíðaðir.
j En gagngerðar tillögur í þá átt
j verða ekki gerðar fyrr en að lokn
um fleiri tilraunum og meiri rann
i sóknum, segir að lokum í greininni.
. Merkilegar upplýsingar.
Við athugun málsins á þingi kom
komu fram ýmsar merkiiegar upp-
lýsingar. M. a. skýrði vegamála-
stjóri, þá frá, að 60% af öllum út
gjöldum við vega- og brúargerðir,
sé greiðsla fyrir vélavinnu, þar
með taldar bifreiðar.. Vitamóla
stjórinn, Emil Jónsson, sem á sín-
um tíma flutti inn dýpkunarskipið
Gretti, sem þá gerbreytti fram-
kvæmdamöguleikum í hafnargerð,
einkum í hinum smærri höfnum,
taldi nú þurfa að leggja í 8—9
milljón króna kostnað við vélakaup
á næstu árum, og vegamálastjóri
taldi sig þurfa 18 milljónir í þessu
skyni. Er þá jafnframt um endur-
nýjun véla að ræða.
Mikilvæg tæki skortir.
Meðal tækja, sem vitamálastjóri
telur vanta, eru flotkrani og sand-
suga fyrir 2,2 millj. kr„ vélknúin
loftdæla og fleira vegna köfun-j
ar og stærri krana en hann hefir j
nú til umráða, svo og fullkomnara
vélaviðgerðarverkstæðis. Vegamála
stjóri telur sig þurfa að fjölga ýms
um vélum sem í notkun eru og fá
til umráða nokkuð af stærri vélum
og bifreiðum. Þó telur hann sig
hafa nóg af ámokstursvélum eins
og nú standa sakir. Dýrustu vélarn
ar, sem vantar að dómi vegamála-
stjóra, eru 2 malarmulningsvélar,
sem kosta 450 þús. kr. hvor, véla-
samstæðu fyrir malbikun, sem kost
ar 600 þús. kr. og 3 mjög stórvirk
ar ýtur, sem kosta 400 þús. krónur
hver. (Framh. á 8. síðu.)
Nú má sópa og prýða! i
MARGT ER búið að segja og
skrifa um gagnkvæma vináttu
Dana og íslendinga og þá upp
lyftingu í samskiptum þjóðanna
sem konungskoman vekur, og
ekki skal ég draga neitt af því
í efa. En gestkoman kemur víðar
við. Mér er næst að halda aö við
þyrftum að fá hingað þjóðhófð-
ingja árlega til þess að við mætt-
um vera að því að sópa og prýða
borgina, fjarlægja rusl, mála hús
og yfirleitt reyna að nema á brott
það svipmót hirðuleysis, sem allt
of víða ríkir. Að undanförnu hef-
ir verið unnið gott starf í þessu
efni í miðbænum, þótt vera megi
að einhver úthverfi hafi orðið ut-
undan. En þetta er starf, sem
þarf að vinna alla daga ársins, en
ekki bara þegar gestir koma.
Bjart svipmót.
SVIPMÓT höfuðstaðarins var !
snnnarlega ánægjulegt á þriðju- |
daginn. Ofan á alla hreingerning-
una komu hinir björtu fánaiitir,
fallega gerðar gluggásýningar
verzlana og svo það sem mestu
máli skiptir: Þúsundir fólks í góð-
viðrinu, sem virtist kunna vel til-
breytingunni og hafa hug á að
fagna gestunum vel og.svo auðvit
að að sjá allt tilstandið.
Og nýstárlegt má það líka kall-
ast að sjá lögregluþjóna með
hvíta hanska þeysa á mótorhjól-
um á undan bilalest, þeytandi sí-1
renu eins og ef eldur væri uppi I
og aka gersamlega án tillits til j
umferðarljósa og annarra smá-
muna.
Miklir menn erum við.
NÚ, ÞETTA er bara eins og
það væri í Bandaríkjunum. sagði
rinhver á götunni, og í orðunum
lá: Miklir menn erum við, Hrólf-
ur minn. í þessum orðum var þó
engin illkvittni heldur bara undr-
un yfir því, hve miklar breyting-
ar eru orðnar hér hjá okkur á öll
um sviðum, líka í tilhaldi. Ekki
þarf að vera með neina hneyksl-
un út af því. Og vafalaust er, að
almenningur i höfuðstaðnum
hafði gaman af móttökuathöfn- .
inni allri. Þetta var vellukkuð sýn
ing. Þetta þykir líka bezta;
skemmtun i öðrum löndum. Og
lcemur þá allt saman í viðbót við'
aukinn skilning og velvilja og alltV
það, og er þá, með öllu saman,
sem sagt: Gott.
Bóndi kynnist „frelsi"
SjálfsíæSisf lokksins.
SNÚUM OKKUR svo að hvers ’
dagslegri hlutum því að þótt há--
tíð sé, verða þeir líka að fljóta
með. Hér er kominn í baðstofuna
bóndi, sem kallar sig-Jón í Flóan-
um, og hefir komist í tæri við við
skiptafrelsið sem Ingólfur á Héllu
og aðrar sjálfstæðishetjur hafa
verið að útvega þjóðinni aÖ und-
anförnu. Jón segir svo: V
„Viltu koma því á framfæri við
þá, sem hlut eiga að máli, og lík-ý
lega helzt þá sem „gáfu allfc
frjálst" (voru, það ekki Sjálístæð- .
ismenn með Ólaf Thörs.í broddi'
fyikingar?) hvers vegua ég, Jón
i Flóanum, get ekki fengið gjaid-
eyrisleyfi fyrir einum áburðar-,
dreifara nú í vor. Það tilheyrir"
fortíðinni að aka skítnum í'hlöss;/
út á tún og dreifa honum svo
með handafli, og enda ekkert fóllí 1
ti! þess. Það er sagt að fólkið sé
súður á Kenavikurflugvelli eða í
byggingarvinnu í Reykjavík. Við
bændur gerum kröfu til þess að
fá innflutt nauðsynlegustu verk-
færi til búrekstursins. Það ætti
að vera eins hægt að flytja inn
npkkra mykjudreifara frá Amer-,
íku, eins og gljáfægða lúxusbíla,
í landi þar sem „allt er frjálst".
En hér í minni sveit eru nú
fjórir bændur, sem eiga í pöntun
mykjudreifara, sem okkur liggur
mjög mikið á að fá fyrir vorið, en
(Framh. á 8. síðu.)