Tíminn - 13.04.1956, Síða 8
.U-: :í. i j'jd •_}
T ÍWl N N, föstudaginn 13. aprfli!956
/slendingaþættir
ú--- —'
Sjötugur:
Björn Jakobsson
í dag verður sjötugur Björn
Jakobsson, skólastjóri íþrótta-
kennaraskóla íslands aS Laugar-
vatni.
Björn fæddist að Narfastööum
í Reykjadal 13. apríl 1886. Foreldr-
ar hans voru Jakob Jónasson, bóndi
að Narfastöðum, og kona hans Sig
ríður María Sigurðardóttir frá Arn
arvatni. Björn ólst upp á Narfa
stöðum, þar til liann fór til náms
í Gagnfræðaskólann á Akureyri
og lauk þar námi eftir einn vetur
1905. Haustið 1906 sigldi hann til
Danmerkur og dvaldi við nám
í lýðháskólanum í Askov í tvö ár,
en settist þá í Statens Gynmastik
höjskole og lauk þaðan íþrótta-
kennaraprófi vorið 1909.
Veturinn 1909—10 kenndi hann
við unglingaskóla hér í Reykjavík,
sem þeir Jónas Jónsson, Konráð
Vilhjálmsson og Guðmundur Guð-
mundsson stofnuðu til. Þann vetur
hóf hann að kenna fimleika við
Kennaraskóla íslands. 1916—18 var
hann kennari við unglingaskólann
á Breiðumýri í S-Þingeyjarsýslu,
en sá skóli var upphaf héraðsskól-
ans að Laugum.
Árið 1919 er Björn skipaður
íþróttakennari við Menntaskólann
í Reykjavík og Kennaraskóla ís-
lands. Annaðist hann kennslu við
þessa skóla þar til 1929 að hann
sagði stöðu sinni lausri og fór
utan til framhaldsnáms. Haustið
1931 ræðst Björn Jakobsson að
héraðsskólanum að Laugarvatni og
stofnar þar um haustið 1932 íþrótta
kennaraskóla sinn. Starfaði þessi
einkaskóli hans árlega í 9 mánuði
fram til ársbyrjunar 1943, er skól
inn var gerður að íþróttakennara
skóla íslands samkvæmt lögum,
sem samþykkt voru á Alþingi 1942.
Frá báðum þessum skólum hefur
Björn Jakobsson útskrifað alls 183
íþróttakennara. Þar af eru 65 kon-
ur.
Björn var ungur að árum, er
hugur hans hneigðist til íþrótta
og þegar að loknu námi hóf hann
að kenna íþróttir í félögum í
Reykjavík. Lengst af starfaði hann
^0 VL>
(7, (V) (?•'
hjá íþróttafélagi Reykjavíkur eða
í nær 20 ár. Kennsla hans í fim
leikum olli tímamótum í fimleik
um hér á landi. Átti ÍR á þessum
árum snjalla kven- oajyrlaflokka,
sem sýndu undir stjorn Björns á
11 stöðum erlendis í 6 löndum og
hér innanlands á 15 stöðum og þá
oft á sumum. Sérstakt orð fór af
fimleikaæfingum þeim, sem Björn
lét kvennaflokk ÍR sýna á Ling
viku í Gautaborg 1927 og á fim
leikahátíð í Calais 1928. Þótti æf
ingvalið frumlegt. Þá mun hann
vera sá fimleikakennari á Norður
löndum sem einna fyrstur hóf að
nota hljóðfæraslátt við fimleika
æfingar.
Björn átti sæti í fyrstu stjórn
íþróttasambands íslands og fyrir
hönd Ungmennafélags íslands var
hann í nefndum þeim, sem undir
bjuggu 2 fyrstu landsmót UMFÍ.
Á landsmóti UMFÍ 1911 í Reykja
vík sýndu konur úr Ungmennafé
laginu Iðunn fimleika, og var það
í fyrsta skipti, sem konur sýndu
opinberlega fimlelka hér á landi.
Björn er drátthagur vel og á hann
mikið safn teikninga og málverka.
Síðar verður birt hér í blaðinu
ýtarlegri grein um Björn í tilefni
af þesu merkisafmæli hans.
Minning: Gunnar Magnússon
Hinn 9. ágúst s.l. andaðist að
heimili sínu, Hjaltastað í Útmanna
sveit Gunnar Magnússon bóndi þar,
eftir alllanga og þunga sjúkdóms-
legu.
Fyrri hluta árs 1954 kenndi hann
vanheilsu nokkurrar. Fór þá um
sumarið til Akureyrar, til þess að
leita sér lækninga. Dvaidi þar
nokkurn tíma, en fékk enga veru-
lega bót. Kom svo heim og dvaldist
heima fram yfir áramót. Fór þa til
Reykjavíkur og lá þar í sjúkrahúsi
um sinn. En þegar séð varð að bata
mundi ekki verða auðið, kom hann
heim til þess að dveljast hjá ástvin
um sínum síðustu stundina. Naut
hann þar allrar þeirrar umönnun-
ar, sem hægt var að láta í té, unz
yfir lauk.
Fæddur var Gunnar að Hálsi 28.
marz 1883. Bjuggu þar þá foreldrar
hans, Magnús Einarsson og Sólveig
Sigfúsdóttir. Faðir Magnúsar var
Einar Rafnsson, kominn af Rafns-
ætt svokallaðri, sem kennd er við
Rafn Jónsson lögréttumann á Ket-
ilsstöðum í Jökulsár-Hlíð, og uppi
var á fyrri hluta 17. aldar. Hefir í
þeirri ætt löngum verið margt gáfu
manna og hagyrðinga. Móðir Magn
úsar var Aðalborg Jónsdóttir. Var
hún systir Sölva á Víkingsstöðum.
Hann var þjóðhagasmiður og þekkt-
ur um allt Austurland og víðar,
íyrir smíðar sínar. Þegar Gunnar
Var 4 ára fluttu foreldrar hans að
Hrolllaugsstöðum. Ólst hann þar
»pp til 11 ára aldurs. En sökum
þess að systkinin voru mörg, en
jarðnæði og efni foreldra hans tak
mörkuð, fór hann þá að heiman og
<lvaldist á ýmsum stöðum allmörg
hin næstu ár, fyrst sem smali, en
síðar sem vinnumaður.
Gunnar kvæntist vorið 1913, Guð
nýju Rustikusdóttir frá Hrollaugs-
stöðum. Bjuggu þau það ár á hálf-
um Hrollaugsstöðum. En vorið 1914
fluttu þau að Dölum og settu þar
saman bú. Virtist nú hamingjan
brosa við ungu hjónunum. En brátt
dró ský fyrir sólu. í ágúst 1917
misstu þau ungan son sinn er Magn
ús hét. Konu sína missti svo Gunn
ar árið 1918. Var hann þá sjálfur
einnig vanheill um nokkurt skeið.
Má af þessu sjá að þungar raunir
og miklir erfiðleikar steðjuðu að
Gunnari um þessar mundir. En
hann lét ekki bugast. Hélt hann
áfram búskap sínum og naut til
þess aðstoðar systra konu sinnar,
er voru hjá honum ráðskonur.
Fyrst Kristín, en eftir lát hennar
Ragnhildur, sem var hjá Gunnari
til síðustu stundar. Annaðist hún
heimilið af mikilli ósérplægni og
fórnfýsi. Árið 1935 fluttist svo
Gunnar að Ifjaltastað, og bjó á
hálfri jörðinni til dauðadags. Síð-
ustu árin ásamt tengdasyni sínum.
Auk drengsins, sem áður getur,
eignaðist Gunnar og kona hans 3
dætur.En þær eru: Ingunn gift Páli
Sigbjörnssyni, ráðunaut Búnaðar-
sambands Austurlands, Sólveig,
gift Sigurði Guðnasyni, bónda í
Gagnsstöð og Guðbjörg Aðalheið-
ur símastöðvarstjóri á Hjaltastað,
gift Sigþór Pálssyni bónda þar.
Bróðurdóttur sína tók Gunnar til
fósturs, en hún lézt 1933, laust inn
an við fermingaraldur. Þetta eru
helztu atriði úr lífssögu Gunnars,
hið ytra, en þó stiklað á stóru. Er
Brezkur hermaður
skotinn ti! bana
á Kýpur
London, 11. apríl. — Brezkur her-
maður var skotinn til bana af laun-
sátursmönnum í nótt. Þetta gerð-
ist í þorpi um það bil 10 mílur frá
Famagusta. Fjórir brezkir her-
menn voru í hóp saman, þegar á-
rásin var gerð, en einn beið bana.
Liðsauki kom á vettvang, en ekki
tókst að hafa upp á launsáturs-
mönnunum. Landstjórinn á Kýpur,
Sir John Harding, heimsótti þorp
á norðurhluta Kýpur í dag, en þar
hafa miklar óeirðir verið undan-
farið. Sir John bað menn að
hætta þessum óeirðum og skoraði
á íbúana að lifa í friði og spekt.
Þar standa deilurnar á milli
Grikkja og Tyrkja í þorpinu.
Palesiínuyfirlýsingin
(Framhald af 7. síðu.)
ástandið í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs. Talsmaður stjórn
arinnar sagði, að fundinum lokn-
um, að Bretar stæðu í einu og ölíu
við yfirlýsingu vesturveldanna frá
1951 um Palestínu, þar sem þessi
ríki skuldbinda sig til að skerast í
leikinn, ef til styrjaldar dregur
milli Arabaríkjanna og ísrael.
Bretar koma með þessa yfirlýs
ingu vegna þess, að blöð eru full
af þeim fregnum, að Bandaríkin
hyggjast smeygja sér undan að
standa við þessa skuldbindingu
og telji að ráðstafanir til að varð
veita frið og öryggi þar eystra eigi
eingöngu að koma fyrir milli
göngu SÞ. Þetta vilja Bretar með
engu móti að sé ríkjandi skoðun.
Ðaily Telegrapli segir í dag, að
þríveldayfirlýsingin frá 1951, sé
nú aðeins dauður bókstafur, sem
enga þýðingu liafi. Það sé einmitt
þessvegna, sem styrjaldarhætt
au hafi aukizt svo mjög við Mið
jarðarhaf. i
hún ekki ólík því, sem gjörist um
íslenzka bændur yfirleitt. En til
þess að kynnast persónuleika
manna þarf að skyggnast á bak við
atburðina, til þess að skynja hvern
ig það hjarta er „sem undir slær“.
Nefna vil ég því nokkur dæmi um
atorku Gunnars, félagslund hans
og framsýni.
Á þeim árum er hann var vinnu
maður, kom hann sér upp það mikl
um fjárstofni, að hann var vel bú-
fær þegar hann kvæntist. Þrátt fyr
ir vanheilsu sína og sinna, á nokkru
tímabili ævinnar, var hann þó jafn
an í röð betur stæðu bænda í
Hjaltastaðarhreppi. Jafnan byrgur
að heyjum, og fór vel með alla
gripi sína.
Jarðir þær er hann bjó á, sat
hann vel, og bætti að húsum og
með jarðabótum, og þá sérstaklega
Iljaltastað. Þar byggði hann, fyrir
fáum árum, vandað íbúðarhús úr
steini, ræsti fram land til túnrækt-
ar og færði út túnið á annan hátt.
Þessar síðustu framkvæmdir gerði
hann í félagi við Sigþór tengdason
sinn.
Trúnaðarstörf fyrir sveitarfélag-
ið voru honum falin, m.a. sat hann
í hreppsnefnd um skeið. í sóknar
nefnd átti hann sæti langt árabil.
Skömmu eftir að Gunnar missti
konu sína og son, stofnaði hann
sjóð til minningar um þau. Skal
verja vöxtum hans til styrktar sjúk
um í Hjaltastaðahreppi, þegar
hann hefir náð ákveðinni upphæð.
Þegar hafin var bygging félags-
heimilis í sveitinni, beitti Gunnar
sér fyrir sjóðstofnun, til þess að
búa félagsheimilið húsgögnum, þeg
ar það væri fullgert að öðru leyti.
Gunnar hafði mikla trú á framtíð
landbúnaðarins, var fljótur að átta
sig á nýjungum, er hann snertu, og
hafði brennandi áhuga á öllu því,
sem til framfara mátti horfa.
Gunnar var meðalmaður á vöxt
og svaraði sér vel, fríður sýnum,
hið mesta snyrtimenni í framkomu
og umgengni. Gestrisinn og glaður
heim að sækja. Hann var og einn
þeirra manna, sem þrátt fyrir erfið
lífskjör á ýmsan hátt, halda bjart-
sýni sinni og trú á lífið til hinztu
stundar. Slíkra er gott að minnast.
B. G.
Fylgið hrynur af kommúnistum
í ítölsk um verkalýðsfélögum
Torino — Verkalýðsfélagið CGIL á ítalíu, sem er undir
stjórn kommúnista, varð enn fyrir alvarlegu fylgishruni í
kosningum í starfsráð Fiat-bifreiðaverksmiðjanna hér í borg,
en þær fóru fram í síðustu viku marzmánaðar.
Við þessar kosningar juku lýð-
ræðisleg verkalýðsfélög enn meiri
hluta sinn í starfsráðunum, sem
þau unnu af kommúnistum í kosn-
ingunum árið 1955, en þá höfðu
kommúnistar haft þar meirihluta
óslitið undanfarin 10 ár.
Atkvæði greiddu 47 þúsund
verkamenn og 11 þúsund starfs-
menn á skrifstofum verksmiðj-
anna. Úrslit urðu þau, að CISL,
verkalýðsfélög frjálslyndra, hlutu
23.793 atkvæði, eða 45,8%
greiddra atkvæða; UIL, verkalýðs
félag sósíal-demókrata, hlaut
12,281 atkvæði, eða 23,6%o greiddra
atkvæða; CGIL, verkalýðsfélag
kommúnista, hlaut 15,864 atkvæði,
eða 30,5% greiddra atkvæða. Þann
ig hlutu verkalýðsfélög írjáls-
lyndra 94 sæti í ráðunum og verka
lýðsfélag sósíal-demókrata 39 sæti,
og eru það samtals 133 sæti gegn
45 sætum kommúnista. Aðrir and
kommúnistískir frambjóðendur
hlutu tvö sæti í ráðunum (en í
kosningunum árið 1955 hlutu þeir
fjögur sæti.
Kommúnistar liafa stórtapað.
Þessar tölur verða jafnvel enn
þýðingarmeiri, ef athuguð eru úr-
slit kosninganna í febrúarmánuði
í Fiat-verksmiðjunum í Avio, þeg-
ar kommúnistar hlutu ekkert sæti,
en verkalýðsfélög frjálslyndra
hlutu 17 sæti og verkalýðsfélag
sósíal-demókrata hlalut sjö sæti.
Þannig hafa verkalýðsfélög frjáls-
lyndra hlotið samtals 111 sæti í
kosninguunm í starfsráði Fiat-verk
smiðjanna, verkalýðsfélag sósíal-
demókrata 46 sæti og kommún-
istar 45 sæti.
Lítið afíast
Reynf að ná brezka
togaranum á Meðal-
landsfjöru út
Frá fréttaritara Tímans á
Kirkj ubæ j arklaustri.
Undanfarna daga hefir verið
unnið að því að undirbúa björgun
brezka togarans, sem strandaði á
MeðallandSfiöru fyrir nokkru.
Mun landhelgisgæzlan ætla að
reyna björgun. Að þessu vinna þó
mest menn hér austan úr Meðal
landi. Hefir gengið illa að halda
togaranum réttum, og ekki hefir
enn tekizt að grafa frá skrúfunni
og ná af henni vörpunni, sem í
henni þvældist, en það er höfuð
skilyrði þess, að hægt sé að reyna
björgun. Mun þó ætlunin að reyna
að hreinsa skrúfuna við stór-
straumsfjöru um næstu helgi og
reyna síðan að ná togaranum út
sem fyrst. . VV.
Stórvirk tæki
(Framhald af 5. síðu.)
. ■ I
Miklir fjármunir.
Áætlunin um kostnað vegna véla
kaupa svara til þess, að öllum fjár-
veitingum til nýbygginga vega og
hafna á árinu 1956 vær varið til
þessara hluta.
Baðsíofan
(Framhald af 5. síðu.)
okkur er sagt, að enginn gjaldeyr
ir fáist og við fáum ekki dreifara.
Svona er þá frelsið!"
við Húnaflóa
Hólmavík í gær. — Hér má nú
heita algjört fiskleysi og hafa bát-
arnir ekki aflað nema um eina og
hálfa lest í róðri. Sá afli nægir
vart til þess að borga beitu hvað
þá meir, enda hefir lítið verið ró-
ið undanfarið. Svipaða sögu er að
segja frá Skagaströnd.
í kuldakastinu, sem kom hér
fyrir nokkrum dögum, snjóaði tals
vert og áætlunarbíllinn úr Reykja-
vík komst ekki alla leið. Varð að
flytja fólkið á jeppabifreiðum síð-
asta áfangann. Nú er hlýrra og hef
ir snjóinn tekið upp að mestu .JB.
Góð vertíð á Bíldudal
Bíldudal í gær. — Gæftir hafa ver-
ið góðar undanfarið og afli mjög
sæmilegur. Þrír bátar stunda línu-
veiðar og eru mjög líkir að afla-
magni, um 350 lestir á bát. Einnig
hefir verið góð veiði hjá bátunum,
sem veiða rækju, en þeir eru íveir.
Yfirleitt má segja, að vertíðir. sé
orðin heldur góð. Atvinna hefir
verið mikil hér í vetur. Tíðarfar er
mjög gott, jörð snjólaus og byrjað
að grænka. — ST.
v
6PETTISOOTU 8
| SIGURDUR ÖLASON hrl. |
: L6írfr®SIskrlfstof*
Laugavea 24, kl. 5—7.
| t
Sfmar: 5535 — 11213. I
SVO MÆLIR Jón, og ekki að
ósekju. Nauðsynlegar yfirfærslur
ttl að kaupa landbúnaðarvélar og
verkfæri- og önnur tæki til at
vinnulífsins fást ekki á frelsistíð
Ingólfs og Ólafs og annarra fjár-
málavitringa. Skútan er strand og
kapteinninn að reyna að bjarga
sínu góssi upp í fjöru. Frosti.
Blómarækt
(Framhald af 4. síðu.)
coþelia. Aðrar tegundir eru fljót-
þroskaðri og þessvegna settar síðar.
í júní eru kassarnir með blómun
um, sem hafa verið nokkurn tíma
í ,.herzlu“, settar á bíla og ekið
niður í bæ. Sérstaka varúð þarf
að viðhafa við þessa flutninga, því
að lítið þarf að koma fyrir til
| þess að plönturnar eyðileggist.
Garðyrkjumenn setja þær niður eft
ir teikningu sem Garðyrkjuráðu-
nautur hefir útbúið og er hver
I tegund töiusett til hægðarauka við
j vinnuna. Það þarf margar hendur
. til að planta og enn fleiri til þess
! að hirða um reitina. Ef þurrkur
. er, þarf að vökva og það verður
I að gerast varlega fyrst um sinn,
meðan þessir landnemar eru að
skjóta rótum og festa sig í sessi.
Síðar koma unglingarnir úr skóla
görðunum og þeir lú og hreinsa
beðin og halda þeim í lagi undir
urnsjá garöyrkjumannanna.
Hafliði garyrkjuráðunautur sagði
að talsverð brögð væru að því, að
gengið væri í blómabeðunum. Þó
væri sýnilegt að eftir því sem árin
liðu væri slíkt háttarlag sjaldgæf-
ara og hann vildi hvetja foreldra
til þess að innræta börnunum að
skemma ekki og troða ekki á
blómabeðunum og heldur ekki að
slíta blómin þegar þau fara að
springa út.
Og í ágústmánuði eru öll blómin
í sínu bezta skarti. Mennirnir, sem
árlangt hafa unnið að undirbún-
ingnum sjá þá hverju þeir hafa á-
orkað og hverjar breytingar beri
að gera næsta sumar. En við hin,
sem ekki tökum beinan þátt í und-
irbúningnum, dáumst að blóm-
skrúðinu og hinum höfga ilm, sem
það sendir okkur vegfarendum á
kvöldgöngunni. — Sv.S.