Tíminn - 13.04.1956, Blaðsíða 12
Veðurspá. Faxaflói:
V Austan og norðaustan gola eða
| kaldi. Víða léttskýjað.
flO. árg._________________________L
Föstudagur 13. aprfl.
Hiti á nokkrum stöðum kL 18: 1
Reykjavík 5 stig. Akureyri 0 si.
Kaupmannahöfn 6 stig. London
8 stig. New York 12 stig.
Viðræður brezkra og íslenzkra
togaraeigenda hafnar á ný í París
Bjóðast brezkir togaraeigendur nii
til að afnema löndunarbannið?
París, NTB, 12. apríl. — Fullírúar brezkra og íslenzkra
togaraeigenda gerðu í dag nýja tilr^.un til þess að ná sam-
lcomulagi í deilunni um löndun íslenzks fisks í Bretlandi.
Viðræður þessar eiga sér stað í París og hófust í dag. Stóö
sá fundur sjö klukkustundir.
Ekki var gefin út nein frétta-
lkynning að þessum fundi lokn-
m, og talið er, að engar upp-
singar verði gefnar um viðræðurn
r fyrr en þeim er lokið, en bú
;t er við, að þær star.di niarga
Báðir aðilar liafa í fyrri við-
ræðum um málið lýst sig sammála
því í sjálfu sér, að löndun ísienzks
fisks hæfist í Bretlandi á nýjan
leik og löndunarbanninu væri af
létt.
Til viðbótar þessari frétt frá
NT3 hefir Timinn aflað sér upp
lýsinga um það, að þeir fulltfúar
íslenzkra togaraeigenda, sern farn
ir eru utan til þessara funda, eru
hinir sömu og sátu fund í París
um sama efni fyrir nokkru, þeir
Jón Axel Eétursson, Kjartan Thors
og Loftur Bjarnason.
Nýjar tHiögur.
Þá er blaðinu kunugt um, að
Croft Baker, formaður samtaka
brezkra togaraeigenda, hefir fyrir
viku látið hafa það eftir sér í
blöðum í Grimsby, að brezkir tog
araeigendur mundu leggja fram
nýjar tillögur um lausn löndunar
bannsins. Hins vegar er ekki ljóst
af þesari frétt, hvort þær eru nú
til umræðu í París.
JLaiosm.: övemn öœmunasson
helmllisiðnaðarsýningunnl. Frú Sigrún Stefánsdóttir leiðbeinlr drottn>
Ingu um sýninguna.
Ný stjórn á Ceylon
Ceylon, 12. apríl. — Jafnaðar-
maðurinn Solomon Bandaranaike
myndaði í dag stjórn á Ceylon.
Flokkur hans, sem hafði kosninga
bandalag við kommúnista og Trot-
skista, vann stórkostlegan kosn-
ingasigur á dögunum. Ráðherrar
eru 12 og eru nokkrir þeirra úr
flokki Trotskyista. Eden forsætis-
ráðherra sendi hinum nýja for-
sætisráðherra heillaóskaskeyti í
dag og kvaðst gera sér von um
góða samvinnu Breta og Ceylon-
búa, eins og hingað til. Forsætis-
ráðherrann eða flokkur hans hefir
lýst yfir þeirri stefnu að Ceylon
yrði lýðveldi og gengi úr brezka
ríkjasambandinu.
Bandarískir sjóliðar
fái bækistöð á Krít
Washington, 12. apríl. — Staðfest
er í Washington, að Bandaríkja-
stjórn hafi farið þess á leit, að
bandarískir sjóliðar fengju leyfi
til að ganga á land á Krít og fleiri
stöðum við strendur Grikklands.
Væri hér um að ræða æfingar og
myndu landgönguliðar þessir verða
staðsettir þarna um skeið meðan
þær færu fram, en talsmaðurinn í
Washington kvaðst ekki álíta að
ætlunin væri að þeir hefðu þarna
bækistöð til langframa. Ekki er
enn kunnugt um afstöðu grísku
stjórnarinnar.
Konungsmóttök-
unum lýst í Dan-
mörku
Kaupmannahöfn í gær. — Útvarp-
að var í gærkvöldi hér dagskrá frá
Reykjavík, þar sem lýst var hátíða
höldum í sambandi við konungs-
heimsóknina. „Hátalarablöðin“ á
Ráðhústorgi segja oft á dag frá
hinum ágætu móttökum, sem kon-
ungshjónin hafi fengið á íslandi,
og ræða mikið um hin sterku vin-
áttu- og hróðurhönd, sem nú styrk-
íst milli þjóðanna. — Aðils.
Glæsileg hátíöasýiiing í Þjóö-
ieikhúsinu í fyrrakvöld
Liósm.: Sveinn Sæmundsson
Að Reykjalundi. Konungshjónin ganga heim hlaðið í fylgd með yfirlækni vinnuheimilisins, Odái Óiafssyni. Fjöldi fólks úr Mosfellssveit auk heima-
fólks að Reykjalundi fagnaði konungshjónunum.
S i n í óní y lil j óins\eitin aftur komin
fram á sjónarsviðið - og fórst vel
í fyrrakvöld var glæsileg hátíðasýning í Þjóðleikhúsinu
til heiðurs dönsku konungshjónunum og var húsið fullskip-
að boðsgestum. Voru gestir í hátíðabúningi og báru heiðurs-
merki allir, er slíku geta tjaldað. Auk konungshjónanna og
forsetahjónanna, er sátu í forsetastúku, voru viðstaddir ráð-
herrar, sendiherrar erlendra ríkja, embættismenn og fjöldi
annarra gesta.
Er konungur og drottning höfðu
gengið til sætis mælti Vilhjálinur
Þ. Gíslason, form. Þjóðleikhúsráðs,
fyrir ferföldu húrrahrópi, til heið-
urs konungshjónunum. Var það
kröftuglega gert. Eftir að kon-
ungssöngurinn danski hafði verið
leikinn hófust tónleikar sinfóníu-
hljómsveitarinnar, sem kemur nú
aftur fram á sjónarsviðið eftir
nokkurt hlé. Stjórnaði dr. Páll ís-
ólfsson hljómleikunum.
Á dagskrá var. Egmont-forleikur
op. 84 eftir Beethoven, síðan Intro-
duction og Passacaglia í F-moll eft-
ir Pál ísólfsson og loks sinfónía í
C-dúr, Bjarkamál eftir Jón Nordal
og var það verk nú flutt í fyrsta
sinn. — Vöktu hin íslenzku verk
sérstaka athygli.
Óperusýning.
Síðan var gert hlé, og voru born
ar fram veitingar í Leikhúskjall-
aranum og göngum hússins, en síð-
an hófst sýning á óperunni Cavall-
eria Rusticana, og stjórnaði dr.í
Urbancic hljómsveitinni.
Leikendur og söngvarar voru:
Santuza, Guðrún Á. Símonar; Tu-
riddo, Ketill Jensson; Alfio, Guð-
mundur Jónsson; Lucia, Guðrún
Þorsteinsdóttir og Lola, Þuríður
Pálsdótlir.
Flutningur óperunnar tókst mjög
vel. Var söngvurunum klappað lof
í lófa. Guðrún Á. Símonar fór
þarna með aðalhlutverk af mikl-
um ágætum, og aðrir söngvarar
gerðu sínum hlutverkum einnig
góð skil. Ekki sízt kórinn. Lauk
kvöldinu með því að einsöngvarar
og kór sungu þjóðsönginn.
Góðar heimildir eru fýrir því,
að hinum mörgu dönsku gestum,
sem viðstaddir voru, þótti mikið
til koma þessa hátíðakvölds í Þjóð-
leikhúsinu, og bæði hljómsveit og
söngfólk vera þjóðinni til sæmdar.
Þetta er í fyrsta sinn, sem slík
hátíðasýning fer fram í Þjóðleik-
húsinu, og er ástæða til að óska
stjórn þess til hamingju, liversu
vel allt fór úr hendi.
Liósm.: Sveinn Sæmundsson
Kristján Eldjárn þjóðminjavörður sýndi Ingiríði drottningu þjóðminjasafnið.
Mollet við sama
heygarðshornið
París, 12. apríl. — Mollet forsæt-
isráðherra hefir enn áréttað þá
skoðun stjórnar sinnar að vestur-
veldin verði að koma sér niður á
einhuga utanríkisstefnu, sem sé í
samræmi við hið nýja og breytta
viðhorf í alþjóðastjórnmálum. —
Hann væri hins vegar viss um að
þetta myndi takast innan skamms.
Stefna Frakka í utanríkismálum
væri óbreytt og byggðist á vináttu
við Bandaríkin og þátttöku í A-
bandalaginu.