Tíminn - 29.04.1956, Qupperneq 1

Tíminn - 29.04.1956, Qupperneq 1
40. árg. Reykjavík, suimudagiim 29. apríl 1956. Áskriftarsími Tímans er 2323 og 81300. — Fylgist með tíman- um og lesið Tímann. f blaðinu í dag: 31 Þáttur kirkjunnar, bls 4. íslendingaþáttur, bls. 5. Lífið í kringum okkur, bls. 5. Munir og minjar, bls. 5. i Skrifað og skrafað, bls. 7. 97. blað. Handriíamálið á dagskrá í Danmörku: öosk blöö ræða tillögu dr. Alexanders Jóhannessonar Samkvæmt hermi skal koma á fót rannsóknar- stofnimum me“ð Ijósmyndum af handritunum í Kaupmannahöfn og Reykjavík, eftir a«S Islend- ingum hefir verið skilað öllum handritunum Fra fréttaritara Tímans í Kaupmannahofn í gær. Berlingske Aftenavis birtir í dag grein undir yfirskrift- inni: íslenzk tillaga um stofnun í Kaupmannahöfn með ljós- myndum af handritunum. í grein þessari vísar blaðið íil síðasta tölublaðs af Höjskolebladet, þar sem Poul Engberg rektor vitnar í bók Bjarna M. Gíslasonar um hin umdeildu handrit, en sú bók kom út í annarri útgáfu í Danmörku 1955. í bókinni er því haldið fram, að dr. Alexander Jóhannesson prófess or hafi borið fram uppástungu þess efnis, að ísland láti byggja og koma á laggir stofnun í Kaup- mannahöfn og sendi þangað ljós- myndir af ísl^pzku handritunum, sem nú eru í Danmörku, en skilist til fslands öllum. íslendingar sendi og þessari stofnun í Höfn vandað bókasafn um íslenzka sögu og bókmenntir, og íslenzkur fræði maður með víðtæka þekkingu á íslenzkri og danskri menningu starfi við stofnunina. Ömnur í Reykjavík. Samkv. tillögu dr. Alexanders skal svo í Reykjavík koma upp annarri sams konar stofnun sem danskur fræðimaður, sem jafn- framt sé prófessor í dönskum bók menntum, við Háskólá íslands, starfi við. Með starfi beggja þess- ara stofnana styrkisf vinátta og menningarsamband ísiendinga og Dana. Poul Engberg lætur það fylgjl grein sinni í Höjskolebladet, að það sé mjög miður, að viðræður og samningar í handritamáíinu skuli hafa strandað. Berlingske Aftenavis lýkur hins vegar sinni grein með því að rekja gang máls ins frá því að tillaga Hedtofts for- sætisráðherra um skiptingu hand- ritanna kom fram, þangað til fjár- veitingin vegna flutnings Árna- safns fékkst nú í vetur. — Aðils. Munur tveggja tillagna. Við þetta fréttaskeyti er aðeins því að bæta, að munurinn er að tillaga dr. Alexanders Jóhannes- sonar er að mestu samhljóða til- lögu dönsku stjórnarinn^r um handritastofnanir í Kaupmanna- höfn og Reykjavík, að því undan- skildu, að dr. Alexander gerir ráð fyrir, að Danir skili íslendingum öllum handritunum, en danska íil- lagan gerði ráð fyrir skiptingu þeirra, eins og kunnugt er, og er það allmikill munur í augum ís- lendinga. Ummæli Bjarna M. Gíslasonar. í bók Bjarna M. Gíslasonar, sem hér er minnzt á að framan, De Is- íFra’»nsia » 2. síöu.i Mikið íjón er fiskimjölsverk- smiðja brann í Sandgerði Verksmi^juhúsiÖ íéll niÖur á véíarnar í bruna- rústam, en hægt var að bjarga miklu al 300 smálestum rnjöls í geymslu í fyrrinótt varð mikið tjón af eldsvoða í Sandgerði. Eyði- lagðist þá í bruna fiskimjölsverksmiðja, sem h. f. Garður á og rekur, en verksmiðjan ásamt 300 lestum af fiskimjöli, sem þar var geymt, var vátryggt fyrir samtals yfir tvær miljónir króna. Unnið var í verksmiðjunni í fyrradag og hætt störfum klukkan sjö um kvöldið. Var þá gengið frá öllu eins og venja er til. En kl. rösklega hálf þrjú í fyrrinótt varð fólk vart við að kviknað var í verk smiðjunni og þegar að var komið, var verksmiðjuhúsið sjálft að mestu leyti alelda. Mjölinu bjargað. Slökkviliðið var kallað til hjálp- ar frá kauptúnunum og Keflavík- urflugvelli en eldurinn var þá þeg ar svo magnaður, að ekki var liægt að bjarga sjálfri verksmiðjunni og féll verksmiðjuhúsið niður ofan á vélarnar, sem líklegt er að alveg hafi orðið ónýtar í eldsvoðanum. Var björgunarstarfinu þá mik- ið snúið að því að bjarga út þeim hinurn miklu birgðum af fiski- mjöli, samjtals um 300 iestum, sem geymt var í áfastri bygg- ingu við verksmiðjuhúsið. Eld- urinn komst þó einnig í geymslu- hluta verksmiðjunnar og skemmdist mikið af fiskimjölinu af eldi og vatni en miklu var bjargað og var unnið að því að aka því í liús í gær. Ókunnugt um eldsupptök. Ekki er rannsakað að fullu hversu tjónið er mikið af þessum mikla eldsvoða en fullvíst má telja að það sé meira en ein milljón kr. í gær hófst réttarrannsókn í Sand- gerði út af brunanum, eins og venja er til, eftir slíka atburði, en ekki kom þar neitt fram, sem sagt getur til um upptök eldsins, þar sem allt var með venju, þegar vinna hætti í verksmiðjunni í fyrra kvöld. Talið er þó líklegt að kvikn að hafi í út frá rafmagpi, dða olíu- kyndingu, en hinn mikli tnjöl- þurrkari verksmiðjunnar v&r hit- aður með olíukýndingu. Séð til Hrútafells og Eiríksjökuls af Kili Fyrir norðan Hvítárvatn gengur hátt og mikið fiall austur ör Langiökli og heitir Hrútafell. Uppi á fjallinu er sérstakur jökull, sem nær út á brúnir. í krikanum á bak við fjalliS ganga smádalir upp að jökll og eru kaliaðir Þjófadalir. Þar hefir Fúlahvís! upptök sín. Á bak við Langjökul, sem sést að baki Hrútafells á mynd inni, er kollurinn á Eiriksjökli. Þannig var að sjá fil þessára iökla úr fiugvél yfir Kiii nú fyrir skömmu. Islenzkir seðlar boðnir til sölu í New York í stórum stíl Heilbúot af oýjum seðlum í númeraröð afhent kaupendum - Selj- endur virðast fá birgðir frá Genf Frá hvaða íslenzkum aðilum eru þessar fjárfálgur komnar á markað vestra? Þegar einn blaðarnaður Tímans var á ferðalagi vestur í Bandaríkjunum í sumar, varð hann var við, að á fleiri en einum stað í New York var hægt að fá keypta íslenzka pen- inga. Eftir nokkra leit og eftirgrennslan komst blaðamað- urinn að þeim furðulegu tíðindum, að á einum stað í Wall Street, 1 aðalviðskiptahverfi borgarinnar, var hægt að fá, að því er virtist, ótakmarkað magn af íslenzkum peningum undir réftu gengi. Blaðamaðurinn leitaði uppi stað inn og tók eigendur fyrirtækisins tali, en það virtust vera tveir Gyð- ingar. Þeir kváðust geta útvegað eins mikið magn af íslenzkum peningum og óskað væri eftir — jafnvel miUjónir ísienzkra króna. 20 þús. kr. keyptar á staðnum. Blaðamaðurinn varð áhorfandi að því, að einn viðskiptamaðurinn keypti 20 þús. íslenzkar krónur — allt í nýjum seðlabúntum, að því er virtist. Var þetta Bandarikja- maður. Við frekari eftirgrermslan komst hann að því, að flestir ís- lenzku seðlanna, sem til voru þarna á staðnum, VORU NÝIR OG ÓNOTAÐIR OG NÚMERIN VORU I RÖÐ. Voru þarna stærðar búnt af 100—500 kr. seðlum. Ekki ”:ldu Gyðingarnir skýra frá því, hvaðan þeir fengju þessa peninga, en blaðamaðurinn komst að því, að þeir hafa útibú í Genf í Svissíundi, e-n þar eru aðalstöðvar svarta mark aðsins í heiminum, og sendu þenn an dag skeyti til að fá meiri ís- lenzka peninga, sem Bandaríkja- maður nokkur pantaðf. Tíminn gerði Landsbankanum aðvart. Tíminn taldi rétt að gera Lands- bankanum viðvart, áður en birt væri frétt um þessar óvenjulegu birgðir af íslenzkum peningum. Lét blaðið Landsbankanum í té einn 50 kr. seðil, sem blaðamaður- inn kom með að vestan sem sýnis- horn, ef ske kynni, að seðlar þess- ir væru falsaðir. Landsbankinn lét senda seðil- (Framhald á 2. síðuj Blaðamenn ræddu í gær við próf. Bullen, Teresíu Guðmundsson veð- urstofustjóra og Eystein Tryggva- son, jarðskjálftafræðing. Próf. Bull en er Nýsjálendingur að uppruna' Á Nýja-Sjálandi eru eldfjöll og jarðskjálftar all tíðir. Á unga aldri fékk Próf. Bullen áhuga á jarð- skjálftafræði og vann að rannsókn- Vinningar í happdrætti Hringsins afhentir Sl. föstudag var hinn glæsilegi aðalvinningur í happdrætti barna- spítalasjóðs Hringsins afhentur, en það var Merzedes Benz-bifreið af nýjustu gerð. Vinningsnúmerið var 4840 og eigandinn frú Jónína Jóns dóttir Meðalholti 8, Reykjavík. Allir aðrir vinningar í happdrætt- inu hafa nú einnig verið sóttir. Happdrætti þetta hefir hlotið óvenjulega góðar undirtektir, enda er hér unnið að þörfu mál efni. Hrings-konur hafa beðið blað ið að ílytja öllum þeim, sem hér hafa að unnið hinar beztu þakkir. Hin góða útkoma happdrættisins hefir skilað þessu mannúðarmáli vel fram á leið. um í Nýja Sjálandi. Hann fluttist til Ástralíu og gerðist stærðfræði- prófessor við skólann í Sydney. Hann hefir stöðugt haldið áfram rannsóknum á jarðskjálftum og er nú talinn einn af frægustu jarð- skjálftafræðingum veraldar. Annað kvöld (mánudagskvöld) (Framhald á 2. slðu.. Stærðf ræði próf esso r frá Ástralíu heimsækir jarðskjálftastöðvar hér Flytur fyrirlestur í Háskélanum á morgun um rannsóknir sínar. Kemur hér vitS í hnattferS Það er ekki oft, sem nýsjálenzkir Ástralíuménn heim- sækja ísland, en hér í bæ er einn á ferð þessa dagana. Heitir hann K. Bullen og er prófessor við háskólann í Sidney í Ástralíu. Er hann nú forseti alþjóðasamtaka jarðskjálfta- fræðinga og er nú á hringferð um hnöttinn til að heimsækja jarðskjálftastöðvar í sem flestum löndum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.