Tíminn - 26.06.1956, Page 5
TÍMIÍíN, þriðjudagurinn 26. júní 1956.
r
7. marz s. 1. fóru fram miklar
umræður í sænska þinginu um ut-
anríkismál. Meðal ræðumanna var
Einár Dafil, þingmaður frá Udde-
valla. Kafli ýr ræðu hans, sem ekki
á síður erindi íil íslendinga en
Svía fer hér á eftir þýddur úr mál-
gagni UEA .(Uniyersala Esperanto
Asocio: Aiþjóðlega Esperantosam-
bandið), „Esperanto Inlernacia“,
júní 1956.
Engum dylst sú saðreynd, að
áhugi á aiþjóðamáium er næsta
lítill hjá sænsku þjóðinni. Ég er
þó þeii'rar skoðunar, að ríkur, inn-
gróinn áhugi á þeim málum, reist-
ur á skilningi og viljavitund fólks-
ins sjálfSj skiptir höfuðmáli fyrir
fp.rsæla þróuii þeirra á alþjóðavett-
vangi.
Svíþjóð treður braut hinnar al-
geru hlutleysisstefnu. En hlutleysi
á ekki að vera fólgið' í algeru af-
skiptaleysi,. heldur í því að láta
sér ekké|'t, mannlegt óyiðkomandi.
Ég áíit, að smáþjóð eins og Sví-
ar, eigi að taka virkan þátt í al-
þjóðamálum, Ég á ekki við, að við
eigum að blanda okkur í deilur
lieimsyfirráoá'sinna og bindast
blökkum og hernaðarbandalögum,
en það eru til aðrar leiðir, sem
geta gefið árangur.
jSmáþjóðirnar verða ekki einung
is að gjalda varhuga við aðgerðum
stórveldanna og beita atkvæðarétti
sínum samkvæmt því, sem heil-
brigið skynsemi segir hverju sinni,
ao; leiði til góð.s. Þær verða að vera
liin sívökula sámvizka Sameinuðu
þjóðanna, árvakir verðir. grundvall
arhugsj.óna þeirraf stöfnunar, jafn
vel þótt rödd þeirra vefði rödd
lirópandans í eyðimörk sjálfs-
hyggju og ofbeidis.
En hinar venjubundnu, diplamat
ísku aðferðií og árfhelguðu kroka
leiðir leiða seint til árangurs, þeg-
ar um heimsfrið og heildarhag'
mannkynsins er að tefla. Menn
mega ekki óttast að íroða nýjar
slóðir handan hversdagslegra Img
mynda og hleypidóma. Sú skugga-
mynd, sem íækniþróun vísindanna
dregur upp þessari og komandi
kynslóðum, sýnir glöggt, að engin
fórn er of stór, engin viðleitni of
dýr, ekkert verk of marklaust. ef
menn vilja skapa samhug og al-
þjóðaskiljiing á mannréttindum og
skyldum.
Enda þöít þróun alþjóðamála
eftir stofnuú SÞ í hörmungum síð-
ari heimsstyrjaldar hafi orðið önn-
ur en'vænzt var. óskað, trúað og
vonað, stendur þó hinn hugsjóna-
legi og mánnlegi grundvöllur SÞ
óhagstæðúr og markmið þeirrar
stofnunar skin — þrátt fyrir allt
— eins og vonarstjarna á orlaga-
leið mannkynsins.
Það er einmitt á þessum grund-
velli, sem smáþjóðir innan vé-
inu
banda SÞ verða að starfa, og cg
tel, að hin sænskabútanríkispólitík
verði þar að sýna fneiri lífsmerki,
framsóknarvilja og djörfung til að
gangast fyrir umbótum.
Öll reynsla sögunnar hrópar til
okkar þá aðvörun, að pólitík, sem
er reist á tortryggni, græsku, sí-
aukinni hervæðingu og hernaðar-
bandalögum dregur fyrr eða síðar
til styrjaldar. Við getum ekki lok-
að augunum fyrir þeirri staðreynd.
Við verðum þess vegna að skapa
víðtækt íraust og samstarfsvilja,
leitast við af fremsta megni að
brjóta þá múra, sem aðskiija merin
og þjóðir, mennta einstaklingana,
styrkja samhygð og bræðrahyggju,
því að úr þeim jarðyegi vex skiln-
ingur milli þjóða, cn hann er óhjá
kvæmilegt, skilyrði fyrir samlííi
þjóða í friði. Ef við vanrækjuin
eða vanmetum þessa hlið alþjóða-
mála, fleygjum við burt einum
hornsteini þeirrar franitíðarbygg-
ingar, sem við ætlum að reisa.
Ég geri mér þess fulla grein,
að það, sem ég liefi nú sagt, ber
keim orðaglamurs, og að ég hefi
bent á það, sem erfitt er að geía
lit og búning veruleikans, og sem
lítt slripar rúm í alþjóðamálum
dagsins í dag. En ég held, að eng-
inn, sem hugsar hlutrænt og af
sanngirni, muni neita gildi og
merkingu þessara sjónarmiða.
Það má cinnig nefna margvísleg
störf, sem unnin hafa verið og
eru unnin innan vébanda SÞ og
undirstofnana þeirra í anda mann-
úðar og fórnarlundar, t. d. hjálp
við þjóðir, sem skammt eru á veg
komnar, baráttan gegn sjúkdóm-
um og barnadauða, uppfræðsla o.
s. frv., sem auðvitað eru hin mikil-
vægustu.
En samt vil ég leggja á það enn
frekari áherzlu, að hið mikla loka-
takmark SÞ er svo mikilvægt, að
við verðum að vinna enn betur og
reyna að finna nýjar leiðir í bar-
áttunni fyrir friði.
Ég ætla að minnast á heims-
tunguvandamálið.
UNESCO gerði samþykkt í
Montevideo 1954, sem viðurkennir
hið mikla gildi Esperantos á syið-
um uppeldis- vísinda og menning-
ar, og samstarfi var komið á milli
UNESCO og UEA (Universala Es-
peranto-Asoeio). Sænsku fulltrú-
arnir greiddu atkvæði með sam-
þj'kktinni.
Á næsta þingi Evrópuráðsins
mun rætt um íillögu varðandi
kennslu á Esperanto til reynslu
í fimm löndum, og studdi Svíþjóð
þá tillögu, er hún var til meðferð-
ar í menningar- og vísindanefnd-
inni.
Menn geta haft ýmislégar skoð-
anir um heimstunguvandamálið.
Menn geta álitið það fjarstæðu.
Menn geta vérið á móti Esperanto
.sem hjálparmáli, en menn geta
aldrei neitað þeirri staðreynd, að
Esþeránto er lifandi veruleiki.og
notkð á sama hátt og þjóðmálin
í ræðu og riii, bókmenntum og.
vísindum o. s,- frv., að á hverju
ári koma um 2000 Esperantistar
frá- þrjátíu löndum saman á • al-
þjóðaþing, að UEA hefir komið á;
fót vél skipulögðu fulltrúakerfi íil
aðstoðar ferðamönnum, sem kunna
Esperanto o. s. frv. í meira en 50
löndum.
í stuttu máli: Esperanto er
praktísk tæki í þjónustu alþjóð-
legrar bræðrahyggju. Esperanto
starfar í anda Sameinuðu þjóð-
anna.
Við skulum gera okkur grein
fyrir afleiðingum hins alþjóðlega
sjónarmiðs og gefa vinsamlegum
orðum samþykktar UNESCO raun-
gildi með notkun alþjóðamáisins.
Við Svíar verðum bæði af sið-
íræðilegum og efnahagsiegum
ástæðum að styðja þá ósíngjörnu
viðleitni, sem hefir að markmiði
að gera mönnum kleift að víkja úr
vegi þeim hindrunuih, sem fjölcli
tungumálanna leggur í veg skiln-
ings milli þjóða.
Þeíta er unnt að gera á ýmsa
vegu, t. d. með kennslu til reynslu
í skólunum, með fj órfrámlögum
starfinu til styrktar, með þvi að
stuðla að gagnkvæmum ferðum
æskumanna milli landa, með al-
þjóðlegum tjaldbúðum, með íerða
styrkjum, með útvarpskennslu o.
s. frv.
Hér er ekki um að ræða miklar
fjárhæðir, sem sliga myndu ríkis-
fjárhirzluna, heldur aðeins auð-
sýndan vilja að vinna í anda Sam-
einuðu þjóðanna. Það gæti með
tímanum orðið mikilvægt þannig,
að menn myndu smám saman öðl-
ast þekkingu hver á öðrum og al-
þjóðamálum. Það myndi leiða
menn til skilnings.
Við getum vonað, að ef unnið
verður markvisst og djarft, mun
þrýstingsins að neðan éinhvern
tíma gæta í þeim sölum, þar sem
forvígismenn alþjóðastjórnmála
taka ákvarðanir um örlög mann-
kynsins.
Baldur Ragnarsson.
Ur Isikritinu Kínverski múrinn.
SÞýzksr leikbókmenntlr
Eftir fyrri heimsstyrjöldina
sköpuðust allmiklar og nýstárleg
ar leikbókmenntir af þýzkumæl-
andi rithöfundum og voru þar
fremstir í flokki þeir Toller,
Brecht, Chlumberg ásamt ýmsurn
fleirum, sem nú eru lítið leiknir.
Þessu hefir verið mjög á ann-
an veg farið eftir síðari heims-
styrjöldina. Þeir iejkritahöfundar
hinnar yngri kynslóðar, sem á
þýzku rita og nú eru þundnar
mestar vpnir við, eri) ;Svis'íú5nd-
ingarnir Max Frisch og Friedrich
Durrenmatt, Þe.ssum tveimur I höf-
undum er macgt 'sameiginlegt, en
þeir eru einnig um margt ólíkir.
Hér er ekk.Lrúm. til að segja frá
nema öðrunl'að'kinni. Við skulum
geyma okkur þan'if yngri, Friedrich
Diirrenmatt þar til síðar.
Max Frisch fæddist í Zúrich. ár-
ið 1911, þar sem faðir hahs vár
'llllllllllimilllllllllllllllllllllllllllillillllllllilllllllllllllllllllllllillllllllilllllllllllllillllllllllilllllilllllllilllllllllllllllll
Námskeiðf fyrir handa-
vinnukennara nýlokið
Nýlega lauk námskeiSi, sem Kennaraskóli íslands hélt fyrir
handavinnukennara víðs vegar að af landinu. Það var aðal-
lega sctt af kennurum, sem ekki hafa handavinnupróf, en
stunda handavinnukennslu jafnhliða kennslu í öðrum fög-
um. Kennsla á námskeiði þessu fór fram í þrem flokkum.
Rúmlega 40 kennarar sóttu námskeiðið.
Námskeiðið hófst 2. júní. Eins
og fyrr er sagt er það a'ðallega
sótt af kennurum utan af landi,
en s.l. haust var svipað námskeið
haldið á vegum Kennaraskólans,
sem ætlað var kennslukonum úr
Reykjavík og nágrenni.
Námskeiðinu var skipt í þrjár
deildir: Fyrir kennara, sem kenna
handavinnu telpna í barnaskólum,
og sem kenna piltum og stúlkum í
framhaldsskólum.
Nýlur.da.
Kennarar, sem sótt hafa nám-
skeið þessi hafa m. a. lært að
búa tii ýmsa hluti úr tágum og
er ætlunin að. kennsla í þeirri grein
verði tekin upp ,bæði í barna og
unglingá kólúm. Þettn mun vera
nýmæli hér á.landi og mjög líklegt
til vinsælda, því að hlutir búnir
til úr þessu efni eru mjpg smekk-
legir. I barnaskólum eru aðallega
búnir til tágmottur, en í framhalds-
| skólunum körfur, kökubakkar o. fl.
I
, Smíðar og saumar.
| Aðal handavinnukennsla stúlkna
er hekl og saumar. Þær læra einn
ig að sníða og voru mörg sýnis
, horn þessarar handavinnu að nóm
I skeiðinu loknu. Einnig lærðu
1 kennslukonui’ að búa til „gínur1,
sem notaðar eru við kjólasaum
o. fl.
Haiidavinnukennsla pilta er eink
um trésmíði og gerð ýmissa hluta
úr Jfappír og klístri. Má þar nefna
'grímur og alls kóftar Ííkön. Einnig
var kennd gerð éinfáldra j-afmót-
, ora og fleiri tæknilegrá hluta.
I
Námskeiðinu lauk i gær. Kenn-
arar voru Stói’íð,pr„Arnlaugsdóttir
og Elínborg Áðalbjarnardóttir, sem
kenndu kvennaflokkunum og Gunn
ar Klængsson, sem kenndi smíðar.
Og
vindfrétt.
ALLAR
STÆRÐIR
Það er gotí að vera léttur
á sér þegar sá stéri tekur
Austurstraeti
Jiiiiiuiiiiuiiuiiinmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiiiiuiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiuiiui
húsameistari. Frisch varð að
liætta námi um skeið sökum fjár—
skorts og hvarf þá að blaðaiv
mennsku og ferðaðist einnig uai >
Suður-Evrópu. Rúmlega þrítugur
lauk hann námi sínu í húsagerð-
arlist. Ferðaðist enn á ný um- álf-
una og vinnur nú fyrir sér jöfnum
höndum sem húsameistari og rit-
höfundur. Sem húsameistari er
hann kunnur fyrir hið írumlega
og nýtízkulega útibað í fæðingar-
borg sinni Zurich. En sem rithöf-
undur fyrir skáldsögur sínar og
nú síðast fyrir leikrit sín. Hann
hafði þegar gefið út fjórar bækur,
en fyrsta leikrit hans Nun singen
sie wieder (Nú syngur hún meira)
var frumsýnt í Zúrich árið 1945.
I þessu fyrsta leikriti sínu dregur
hann fram í draumlcendum stíl,
mannleg örlög í skugga heims-
styrjaldarinnar.
LEIKRITIÐ VAR einnig leik-
ið í fjölda þýzkra leikhúsa, en
hrökk skammt til að seðja hið
mikla hungur eftir nýjum þýzkum
leikritum, sem leikhúsin áttu þá
við að búa. Næst kom Santa Cruz,
sem sýnt var bæði í Sviss og Þýzka
landi en með þriðja leikritinu Die
Chinesische Mauer (Kínverski múr
inn) kynntust Norðurlandabúar
þessu svissneska skáldi, því að
þjóðleikhús Finna (Kansallisteatt-
erin) í Helsingfors sýndi leikritið
vorið 1949. Sama ár (1949) var
AIs der Krieg zu Ende war (Þegar
styrjöldinni var lokið) frumsýnt í
Zúrich, en í því tekur Frisch enri
til meðferðar efni fyrsta leikrits
síns. Leikritið gerist í Berlín eft-
ir að Rússar hernema borginá og
höfundurinn spyr með hróllvekj-
andi hreinskilni, hverjir séu ráun-
verulega ábyrgir fyrir stríðsglæp-
unum, sem framdir voru og beinir
spjótum sínum í ýmsar áttir. Loks
stöndum við frammi fyrir eftirfar-
andi spurningu: „Þar sem þeir
gátu gert þetta — samtímamenn
vorir — livernig get ég þá verið
fullviss um að fremja aldrei slík-
an glæp sjálfur? Ef maður getur
ekki treyst samborgurum sínum,
hvernig er þá hægt að treysta
sjálfum sér?“ í næst seinasta leik
riti sínu Graf Oederland (Oeder-
land greifi) drepur Frisch enn á
sama vandamál, en ekki útfrá styrj
öldinni heldur frá afstöðu manns-
ins gagnvart valdinu. Leikritið um
Oederland greifa er sagan um á-
kærandann, sem verður morðingi.
Morðingja, sem gerist uppreisnar-
maður. Uppreisnarmanns sem
hefst til einræðisvalds, en hafnar
að lokum, þar sem hann hóf feril
sinn - innilokaður í eigin dýflissu.
SÍÐASTA LEIKRIT Frisch
Don Juan kom út árið 1952, en
þykir misheppnað. Hann var hálf-
partinn að glata sjálfstrausti sínu
sem leikritahöfundur, er hann sá
sýnir.gu áhugamanna á Kínverska
niúrnum, og segist þá hafa komið
auga á hinar veiku hlioar vérjcá
sinna. (Þetta ér til íhugunar íyr-
ir ýrnsa aðila). Síðan heíir liann
umsamið áðurnefnt leikrit og
(Framhald á 8. si3u)