Tíminn - 26.06.1956, Síða 6

Tíminn - 26.06.1956, Síða 6
T í MIN NT, þriðjudagurinn, 26. Júní 195S, B Útgofandi: Framsóknarflokkurinn. Eitstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur f Edduhúsi við Lindargötu. Ernar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingwr 82523, afgreiSsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Bandalag umbótaflokkanna I KEGAR ÞETTA er ritað, eru úrslit kosning- mna ekki endanlega kunn, m. 3. ekki hvernig uppbótarsæti muni skiptast. Það er þó aug- Ijóst, að bandalag umbóta- flokkanna hefir unnið glæsi- legan sigur. Það hefir bætt idð sig fimm kjördæmakosn- um þingmönnum, öllum frá Sjálfstæðisflokknum, en misst eitt þingsæti til Alþýðu- bandalagsins. Þessi sigur bandalags umbótaflokkanna er enn glæsilegri, þegar þess er gætt, að andstæðingar þess beittu sameiginlega nær öll- um áróðri sínum gegn því. Að sjálfsögðu hefir það borið nokkurn árangur. Þrátt fvrir það hefir alþýðan um allt land skipað sér fastar undir merki þessara flokka en lengi áður, þegar Reykjavík er undanskil- in. I þessum sigri umbótaflokk- anna kemur fram greinilegur vilji alþýðustéttanna til að sameinast í trausta fylkingu og tryggja sér þannig aukin völd í þjóðfélaginu. Reynsla síðustu áratuga hefir sýnt al- þýðustéttunum augljóslega, að sundrung þeirra hefir veitt afturhaldi og gróðamönnum síaukin völd. Eina rétta álykt- unin, sem varð dregin af því, var sú, að alþýðunni bæri að standa saman. Því hefir hún skipað sér jafn eindregið um bandalag umbótaflokkana og raun ber vitni um, þrátt fyrir allan áróður og blekkingar andstæðinga þess. FALL Þjóðvarnarflokksins ber merki um þennan sama skilning alþýðustéttanna. Ósig ur hans þýðir því raunveru- lega ekki, að kjósendur hafi fordæmt stefnu hans eða út- skúfað foringjunum, sem ýms- ir eru álitlegir menn, eins og t. d. Gils Guðmundsson. En alþýðustéttirnar fundu, að leiðin til að ná betri árangri var ekki sú að sundra kröftun- Lim, heldur að sameinast. Þennan lærdóm verða forustu- menn Þjóðvarnarflokksins að draga af úrslitunum. Þess vegna eiga þeir hvorki að balda klofningsstarfi áfram né draga sig í hlé. Þeir eiga að koma inn í fylkingu um- bótaflokkanna og stuðla með þyíað framgangi þeirra mála, er þeir bera fyrir brjósti. ÞAÐ MÁL, sem stuðlaði svo að sigri umbótaflokkanna næst vilja alþýöustéttanna til þess að sameinast, var án efa stefna þeirra í varnarmálunum. Sigur um- bótaflokkanna er tvímælalaust yfirlýsing þjóðarinnar um það, að hún vill halda fast við þá stefnu, að hér sé ekki her á friðartímum, en samstarfinu við Atlantshafsbandalagsþjóð- I irnar um varnarmálin verði ! hins vegar haldið áfram á þeim grundvelli, er var mark- J aður við inngönguna í Atlants- j hafsbandalagið 1949. Kosning- I arnar hafa þannig orðið skýrt •jákvæði þjóðarinnar við þá ályktun, er samþykkt var á seinasta Alþingi um varnar- málin. ÚRSLIT kosninganna í Reykjavík eru kapítuli út af fyrir sig. Ljóst er, að þar hef- ir feluleikur kommúnista bor- ið nokkurn árangur og þeim tekizt að véla eitthvað af kjós- endum frá umbótaflokkunum. Það er þó sigur Sjálfstæðis- j flokksins, er setur mestan svip | á úrslitin í Reykjavík. Vafa- laust hefir þar ráðið mestu, að alltof margir Reykvíking- ar hafa látið blekkjast af þeim áróðri, að hér yrði gjaldeyris- skortur og atvinnuleysi, ef herinn yrði látinn fara. Úrslit- in í Reykjavík eru því alvar- leg áminning um, að ekki er síðar vænna að láta herinn fara, ef trúin á þjóðina sjálfa , og lándið á ekki að bíða alvar- legasta hnekkir og leppríkis- hugmyndin fagni vaxandi fyigi. SIGUR umbótaflokkanna færir þeim ýmsan vanda, sem verða stórum örðugri við- fangs vegna þess, að traustur þingmeirihluti þeirra náðist ekki. Vafalaust fellur stjórnar- forustan þeim í skaut í sam- ræmi við úrslit kosninganna. Stjórnar þeirrar bíða tvö höf- uðverkefni. Annað er það, ao vinna.að lausn efnahagsmál- anna í samráði við verkalýðs- samtökin og önnur stéttarsam- tök. Hitt er það að koma fram ályktun seinasta Alþingis urn varnannálin. í HEILD eru kosningaúrslit- in mikill ósigur fyrir Sjálfstæð isflokkinn. Alþýðubandalagið hlaut hins vegar skárri út- komu en vænta mátti. Eftir er að sjá, hvernig því nýtist sá ávinningur. En áreiðanlega hafa mjög margir þeirra, er veittu því fylgi sitt, gert það í þeirri trú, að það væri ekki kommúnistískt fyrirtæki ein- göngu. Reynslan sker úr því, hvort vonir þessara manna rætast. Höfuðniðurstaða kosning- anna er svo sú, að alþýðustétt- irnar hafa sýnt eindreginn vilja til samstarfs og samein- ingar með því að fylkja sér um bandalag umbótaflokk- anna. Sú einingaralda, sem hér hefir risið, mun ekki láta numið staðar. Þetta er aðeins byrjunin. Takmarkið er að bandalag úmbótaflokkanna fylki allri alþýðu íslands um merki sitt í framtíðinni. Frá starfsemi S. Þ. Metár hjá tæknihjálp Sameinuðu þjóðanna 1400 séríræSingar vinna a<S því aí bæta afkomu manna í 101 landi og ný- lenduni, — Óperur inn á heimill — Erfitfleikar landbúnaSarins í ýmsum lönd- Orsakir slysa meÖal barna. i um. — Árið 1955 lögðu 71 þjóð fram samtals 27,9 milljónir dollara til tæknihjálpar Sameinuðu þjóðanna Árið áður námu fjárframlögin 5 milljónum dollurum. Það varð því metár hjá tæknihjálp S. Þ. s. 1. ár. Stjórn tæknihjálparinnar — Technical Assistance Board, skamm stafað TAB — hefir nýlega birt skýrslur um tæknihjálpina árið sem leið og þar sést, að um 1400 sérfræðingar, frá ýmsum löndum, hafa verið sendir til 101 lands og lendna til þess að kenna vinnu aðferðir, meðferð véla og mennta almenning, eða lækna í þeim til- gangi, að auka framleiðslu og bæta lífsskilyrði þjóða, sem skortir kunn áttu til að notfæra sér til fulls gæði jarðarinnar og framleiðslu möguleika. í skýrslunni er tekið fram, að tækniaðstoð Sameinuðu þjóðanna er í flestum tilfellum liður í við leytni þjóðanna sjálfra til að bæta og auka framleiðslu sína oð öðlast betra líf. Hjálpin er veitt af Sam einuðu þjóðunum og sérstofnunum. Hvernig eru peningarnir notaðir? í skýrslunni er gerð grein fyrir á hvern hátt tæknileg aðstoð hef ir verið veitt og hvaða árangur hefir náðst. Hér fara á eftir nokkur dæmi: f Júgóslafíu hefir tekizt, fyrir ráðleggingar sérfræðinga Samein uðu þjóðanna, að lækka reksturs kostnað verksmiðju, sem framleiðir rafmagnsáhöld, um 50 milljónir din ara árlega. í Jordan hefir fram leiðsla tilbúins áburðar aukizt úr 2000 smálestum á mánuði í 20.000 smálestir með aðstoð frá S. Þ. — í Yenzuela er verið að reisa stærstu áburðarverksmiðju í Suður-Amer- íku. — í Egyptalandi hefir hveiti og hrísgrjónaframleiðslan verið stóraukin. — Kaffiframleiðslan í Abesseniu er meiri en hún hefir nokkru sinni verið fyrr. í Mið- Ameríku hafa sérfræðingar frá tæknihjálp S. Þ. komið upp skóla útvarpi. í Somalilandi læra hirð- ingjar að lesa og skrifa. Á Haiti hafa 1000 kennarar tekið þátt í námskeiðum-S. Þ. Á sviði heilbrigðismála hafa sér fræðingar frá Alþjóða heilbrigðis málastofnuninni (WHO) og Barna hjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) unnið mikið og þarft verk í ýmsum löndum. •— í Mar okko og Tunis nutu um 500.000 manns læknishjálpar s. 1. ár við hinum hættulega augnsjúkdómi tracoma. Hvernig lijálpin skiptist. Hér um bil fimmti hlutinn af öllum íbúum í suðurhluta Asíu njóta nú góðs af ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið á vegum S.Þ. til þess að útrýma hitasótt, — malar- ía. — Tæknileg aðstoð S. Þ. og sér stofnanna skiptist þannig milli heimsálfa: 31,1% af aðstoðinni, sem veitt var á s. 1. ári var veitt þjóðum í Asíu og hinum fjarlægari Austu; löndum. 26,4% til Suður-Ameríku þjóða. 21,9% til þjóðanna við austan- vert Miðjarðarhaf. 8,5% til Afríkuþjóða og 8% til Evrópuþjóða. Matvæla og landbúnaðarstofnun S. Þ. (FAO) er sú af sérstofnunum S. Þ., sem hefir veitt hlutfallslega mesta tæknilega aðstoð árið sem leið. X—X—X Ópernr inn á heimilin. Ópera í útvarpi, sjónvarpi og á kvikmyndum verður aðalumræðu efnið á fundi, sem Menningar og vísindastofnun S. Þ. (UNESCO) gengst fyrir I sambandi við hljóm- listarhátíðahöldin í Salzburg í ár. x—x—x Erfiðleikar landbúnaðarins í heiminum. Iíin sífjölgandi íbúatala heims- ins, kröfurnar um betri lífsskil- yrði ásamt óhagstæðri afkomu land búnaðarins í hlutfalli við iðnaðinn í flestum löndum, veldur kreppu og erfiðleikum meðal bænda um allan heim. Eins og er steðja ugg vænleg vandamál að landbúnað- inum í heiminum í heild. Matvæla og landbúnaðarstofnun S. Þ. (FAO) kemst að þessari nið urstöðu í nýútkominni skýrslu, sem á ensku nefnist „Agriculture in the Worold Economy". Skýrslan er byggð á rannsóknum, sem FAO hefir látið gera um landbúnaðinn og afkomu hans hin síðari árin. Landbúnaðarframleiðslan í heim inum er tæpast nóg til að brauð- fæða mannkynið, segir í skýrslunni. Auk þess er afurðunum ójafnt skipt milli þjóða. Dreifingarvandamálið er svo flókið, að það mætti segja, að engin lausn væri fyrirsjáanleg á þessu máli, ef ekki væru leiðir til að auka ræktun og framleiðslu matvæla með þjóðunum, sem ekki hafa í sig af eigin framleiðslu. Hægt er að auka ræktun og fram leiðslu matvæla með þjóðuml sem ekki hafa í sig af eigin framleiðslu. Hægt. er að auka landbúnaðarfram leiðsluna með því að veita nýju fjármagni til hennar með því að notfæra sér tæknilegar og vísinda legar nýjungar, sem komið hafa fram hin síðari ár. Röng sjónarmið. Þjóðirnar verða að endurskoða I landbúnaðarmál sín og samræma t þau iðnmálunum, segir í skýrslu IFAO. Mönnum hættir við að líta svo á, að landbúnaðurinn og iðn ! aðurinn séu keppinautar, eða jafn vel andstæðingar í efnahagslífi þjóð anna. f rauninni er það svo, að . þessar framleiðslugreinar styðja hvor aðra í viðleitni til að auka og bæta afkomu almennings. Blómstrandi landbúnaður veitir ! iðnaðinum betri lífsskilyrði og af ; komumöguleika. Heilbrigður iðnað ' ur hjálpar landbúnaðinum á sama I hátt. En þetta er því miður ekki | almennt viðurkennt nú á dögum. ] Allt of margir, segir enn fremur ,í skýrslunni, misskilja staðreyndir j og sambandið milli þessara tveggja ! aðalframleiðslugreina. Þar af íeið j andi er landbúnaðinum veitt óhag stæð afkomuskilyrði. Landbúnaðurinn er elzta atvinnu grein mannkynsins og ef hann á að geta séð fyrir matarþörf jarðarbúa í framtíðinni verður að hefja hann til vegs á ný. Það þýðir með öðrum orðum, að ríkisstjórnirnar verða að taka meira tillit til landbúnaðarins en gert er nú, þegar þjóðarbúskap urinn , heild er skipulagður. Það veltur á meiru en margan grunar að rétt sé á þessum málum haldið einmitt nú, segir í skýrslu FAO. x—x—x Það er hægt að fyrirbyggja mörg slys meðal barna. Hvort er happasælla til þess að íyrirbyggja slys meðal barna og unglinga, aðvaranir eða bann? Þessi spurning var ofarlega á baugi á alþjóðaráðstefnu, sem haldin var í London á dögunum á vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunar S. Þ. (WHO). Sérfræðingar víðsvegar að úr heiminum hittust á fundinum til að bera saman ráð sín um hvernig væri bezt að fyrirbyggja hin tíðu slys meðal barna. í hagskýrslum frá Ameríku, sem lagðar voru fyrir fundinn ^mátti meðal annars sjá, að 37,2% allra dauðaslysa meðal barna á aldrinum 1—4 ára voru umferðarslys. 19,9% voru brunaslys, 15,4% drukknun, 6% hrösun, eða fall, 5.2% eitrun, 4,4% kyrking og 11,9% af öðr- um orsökum. 40 af hverjum 100 slysum meðal barna í þessum aldursflokki eiga sér stað á heimilunum, eða í ná- grenni þeirra. Mestur hlutti umferð arslysanna varð á götunni fyrir utan heimili barnanna. í aldursflokknum 5—14 ára skipt ust orsakir slysa á annan hátt. Þar eru 39% umferðaslys, 30% drukn un, 9% bruni, 5% voðaskot 17% af öðrum orsökum. Slysahættan frá rafmagni hefir aukizt mjög hin síðari ár. Rafmagns tækjum fjölgar stöðugt á heimilun um og freista barnið til fikts. Skapstyggum börnum hættara við slysum. Sérfræðingar á fundinum í Lond on kom saman um, að slysahætta meðal barna gæti oft stafað a£ sálrænum orsökum, ekki síður en af efnalegum eða líkamlegum or sökum. Þreyta, slæmt skap, eða al- menn stífni, t: d. vegna þess að barnið hefir orðið fyrir einhverju mótlæti, getur leitt til slysa. Sér fræðingar töldu einnig, að börn, sem eiga gott með að semja sig að öðrum börnum og leika sér í hóp um, komist hættuminna gegnum líf ið. en börn, sem eru einræn, fara einförum, eða eru skapstygg. i Almennar varúðarreglur. Almennar varúðarreglur gegri slysum meðal barna, t. d. að læsa vel lyfja- og verkfærahirslum. láta ekki bitvopn liggja á glámbekk o. s. frv. eru vitanlega sjálfsagðar. En það getur líka verið hættulegt að gera of strangar varúðarráðstaf anir. Það á enn við, að brennt barn forðast eldinn og bezta vörnin gegn slysi af bitvopni, er að barnið hafi kynnst því að eggvopn skera. Ef að börn eru útilokuð frá öllum hættum og læra ekki sjálf af reynsl unni að forðast þær, er hætta á að þau eigi vérra með að forðast slys in þegar þau fara út í lífið á eigin spítur. WHO hefir ákveðið að halda á fram að safna skýrslum um slys meðal barna og unglinga til þess að l fá sem bezt yfirlit yfir hvar hætt urnar liggja. Síðar er ráðgert. að reyna að hafa áhrif á löggjöf, sem miðar að því að forðast slysin með al barna og unglinga. (Frá upplýsingastofnun S.Þ. í Kaupmannahöfn.) Rússar Sáía vingjaoi- Sega við Arabaríkin Damaskus, 26. júní. Shepiloff, utanríkisráðherra Rússa dvaldist í Sýrlandi um helgina, eftir að heim- sókn hans lauk í Egyptalandi. I yfirlýsingu, sem gefin var út í dag, segir, að fullkomin eining hafi ríkt í viðræðum þeim, sem hann átti við leiðtoga Sýrlands. Var rætt um ýms vandamál í alþjóðastjórnmál- um, en þó einkum um efnahags- lega samvinnu þessara ríkja, og muni hún verða aukin. Forseti Sýr- lands mun senn fara í heimsókn til Ráðstjórnarríkjanna. Shepiloff er nú kominn í heimsókn til Líban- on. Eisenhower á góðum batavegi Washington, 26. júní. Opinbi lega var tilkynnt í Washingtor dag, að Eisenhower forseti mur fara af sjúkrahúsi því, sem ha: hefir legið á síðan hann var ski inn upp, n. k. föstudag, en síð dveljast nokkra daga sér til frek: hressingar á hæli í Pennsylvan Læknar hans segja bata hans mj góðan. Ákveðið er að forsetinn f: í opinbera heimsókn til Panar 21—22. júlí n. k., en heimsói Nehrus forsætisráðherra Indlan til forsetans, sem átti að verða —10. júlí, hefir verið frestað u nokkurn tíma

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.