Tíminn - 26.06.1956, Side 7
T í M I N N, þriðjudagurinn 26. júní 1956.
Það hefir verið allmikið í tízku
undanfarið að skrifa um Njálu.
Veldur því að nokkru, að Njála
hefir verið gefin út nýlega í hinni
vönduðu útgáfu Hins íslenzka forn
ritafélags. Mikilvirkastur við þetta
hefir þó verið Barði Guðmundsson,
þjóðskjalavörður. Hann hefir, eins
og alþjóð er kunnugt, liaft það fyr-
ir aukastarf að spila eins konar
Svarta-Pétur við Njálu og Sturl-
ungu, hefir verið að leita að sam-
stæðum í þessum tveimur bókum
Er helzt svo að sjá, að Sturlunga
skipi sama rúm í huga Barða eins
og pýramýdinn mikli í hugum
pýramýdasérfræðinga. Hann þarf
ekki annað en 'fletta upp í Sturl-
ungu til þess að geta lesið þar allt
mögulegt, sem hann vantar skýr-
ingu á, Fyrir 5 árum skrifaði Barði
grein í Andvara, er hann nefndi
Örgumleiða, og var það skýring
hans á því, hvernig hin þekkta per
sóna, Víga-Hrappur í Njálu, væri
tilkomin. Allt fann hann með því
að fletta upp í Sturlungu.
Ég hélt nú satt að segja, að Barði
hefði fengið þá útreið fyrir þessa
grein, að hann fýstist ekki til að
koma fram á þessum vígstöðvum
aftur, enda hafa liðið svo 5 ár, að
ekki hefir bólað á Barða, og var
ég að vona, að hann hefði áttað
sig á því, að þessi spilamennska
lians er erfiðið og ekkert annað
og spilið alveg óvinnandi. f haust
kemur svo Barði fram í Andvara
enn, og er nú tvöfaldur í roðinu
og skrifar tvær greinar um Njalu
í sama stíl og áður. Hina fyrri
nefnir hann: „Nú taka öll húsin
að loga“, og er þar eingöngu vitn-
að í Sturlungu, en sú síðari heitir:
„Lesmál kringum kantaraborg." í
síðari greininni bregður svo undar
lega við, að Barði er allt í einu
farinn að vitna í Heimskringlu og
bera það saman við Njálu.
Andvari er svo útbreiddur, að
óþarft er að vitna mikið í þessar
greinar, enda hefi ég hvorki tíma
né löngun til þess að róa langt út,
á þetta Barðagrunn að þessu sinni.
Þó get ég ekki látið vera að gera
athugasemd við þá niðurstöðu, sem
Barði fær út úr fyrri greininni í
gi einarlok, og er það á þessa leið:
„Svo sem. við var búizt, reyndist
höfundurinn lítið hafa vitað um
Njálsbrennu umfram nafnið. Þess
vegna tók hann það til ráðs að
leita söguefnis í rituðum brennu-
lýsingum frá Sturlungaöld. Eftir
að þetta er ljóst orðið, er óþarft
að fjölyrða um það, hvort Njálu
beri að telja sagnfræðirit eða skáld
verk, Þótt leitt sé að vita, er það
síðara staðreynd."
Ég hefði nú helzt haldið, að
þessi furðulega niðurstaða Barða
Guðmundssonar ætti eitthvað skylt
við það, þegar alnafni hans í Ás-
bjarnarnesi kastaði síðasta mörs-
iðrinu út í Borgarvirki, sem munn-
mæli herma. Jæja, segi ég, þá er
það nú orðin staðreynd, að Njála
er skáldsaga eftir Þorvarð Þórar-
insson. í þær 17 aldir, sem liðnar
eru frá því að Njála var rituð, hef
ir enginn leyft sér að svívirða
Njálu þannig, og skyldi langt til
annars slíks.
En heldur Barði sjálfur, að hon
um sé stætt á þessari fullyrðingu
sinni^ sem ekki einasta er alger-
lega andstæð heilbrigðri hugsun
lieldur öllum staðreyndum. Er það
skoðun Barða, að mál verði sann-
að með eintómum fullyrðingum en
engum rökum og hann þurfi ekki
að hugsa neina hugsun til enda. Ef
Njála er skáldsaga eftir Þorvarð,
þá er Landnáma það líka, því svo
víða ber þeim saman, og hvað með
kristniþáttinn í Njálu og Brjáns-
bardaga, er það líka eftir Þorvarð?
Þó tekur út yfir allt, þegar mað-
Urinn leyfir sér að nota orðið stað-
réynd um' þessa hluti. Það er að-
eins tvennt til, annað hvort leggur
Barði allt aðra merkingu í þetta
orð en allir aðrir eða hann leyfir
sér að misnota orðið svo, að slíkt
er einsdæmi. Þetta orð er svo gam
alt í málinu, að það er alveg úti-
lokað, að það hafi verið myndað
á þeim forsendum, að allt væri
staðreynd, sem Barði Guðmunds-
son heldur fram, hvaða endileysa
sem það er.
Annars er óþarft að fjölyrða um
þessa hluti hér, það hefir verið
gert af mér vitrari mönnum, bæði
dr. Einari Ól. Sveinssyni og Guðna
Jónssyni mag., og báðir komast að
þeirri niðurstöðu, sem vitað var
fyrirfram. Allir merkustu viðburð-
ir Njálu hafa gerzt, og er það þá
Orðið er frjálst:
Helgi Hannesson
ekki einkennileg sagnfræði, að
neita öllu hinu, sem ekki er sann-
anlegt?
Ég get»HÚ"ekki hugsað mér ann-
að en Barði hafi lesið formálann í
Njálu eftir dr, Éinar Ól. Sveins-
son um sai^tfrægjý sögunnar, það
sem niðurstaðan er sú, að- allir
merkustu viðburðir sögunnar eru
sannaðir með tilvitnunum í aðrar
heimildir. Hvað eigum við svo að
hugsa, ólærðu mennirnir, þegar
sagnfræðingarnir standa hver fram
an í öðrum og segja: „Klippt var
það — skorið var það“? Það er
ekki öldungis ónýtt að eiga dýran
og dýrmætan háskóla til þess að
láta hann samþykkja með þögn-
inni ámóta vísindi og Barði ber á
borð fyrir þjóðina í Andvará á síð-
astl. hausti. Svo er hitt, sem engan
sagnfræðing þarf til að sjá, að höf-
undur Njálu er meira skáld en
sagnfræðingur. Hann er fyrst og
fremst höfuðskáld, sem lagar efnið
í höndum sér eftir þörfum, þótt
hann styðjist við sanna viðburði.
En flest má nú segja íslendingum,
ef það á að telja þeim trú um það,
eins og Barði ætlar sér, að höf-
undur Njálu hafi verið í vandræð
um með að koma orðum að hugsun
sinni og hafi orðið að sækja allt
til annarra.
Ég hafði nú haldið, að menn
hefðu fremur leitað til Njálu eftir
orðum við öll möguleg tækifæri,
og þegar Biblían er frátekin, er
víst, að ekki hefir verið vitnað oft-
ar í neina bók en Njálu. Það vita
bók. sem vitað er, að hann hefir
ekki skrifað einn staf í. Þeim hugs
aðist ekki það snjallræði að vitna
í Sturlungu, sem Snorri hefir
hvorki skrifað eða lesið. Nú er al-
veg óhætt að staðhæfa að sama á
sér stað með Þorvarð Þórarinsson.
Það er enginn ágreiningur um
það, að Sturla Þórðarson hefir rit-
að Sturlungu, og ég sé engan mögu
leika á því, að Þorvarður Þórarins
son hafi séð það handrit. Spilin
liggja þá þannig: þeir eru samtíða
menn, Sturla og Þorvarður, þó er
Sturla lítið eitt eldri. Sturla skrif-
ar Sturlungu vestur í Dölum á sín-
um efri árum, eftir að friður er
kominn á og hann er setztur að búi
sínu. Þá er búið að skipa Þorvarð
Þórarinsson yfir hálft landið með
Hrafni Oddssyni, og maður gæti
hugsað sér, að hann hefði haft ann
að að starfa en lesa úr pennanum
hjá Strulu Þórðarsyni. Sjálfsagt
heldur Barði Guðmundsson ekki,
að skinnhandritin hafi verið látin
í vasann og þeystst með þau á
milli landsfjórðunga eða þau send
með pósti eins og nú gerist með
bækur.
Það ber því allt að sama brunni.
Spilið er vonlaust hjá Barða, og
er þó hæsta trompið eftir ótalið,
sem útiiokar Þorvarð alveg frá
þeim heiðri að hafa skrifað Njálu.
Fyrir 5 árum skrifaði Benedikt
Gíslason frá Hofteigi grein á móti
Barða og færði gild rök fyrir því,
að höfundur Njálu er gjörókunn-
menn líka, að þar sem orðréttar
setningar úr Njálu eiga við, verða | A1______a,_._er.
hlutirnir ekki sagðir öðru vísi bet-
ókunnugur maður, sem lýsir ferð
Flosa frá Njarðvík og um Vopna-
ur. Liklega geri eg engum rangt!f-K _ , ,
.. itjorð, og af þessu einu saman er
til af okkar mætustu monnum, þo i , *
* , ., , iÞorvarður uti með þa sæmd að
að eg haldi þvi fram, að hofundur , , , , x, , .
’ .. . , , geta talizt hofundur Njalu, og kem
Njalu se mesti og bez i íslenzku-' J ’ 6
kennari, sem þjóðin hefir átt, enda
allir okkar beztu menn hans læri
| ur þó fleira til, þó hér verði ekki
væri nú ekki réttara, að
_ * . ... Barði leysti þennan hnút, áður en
RVe«ar f mmnÆ hann heIdnr 1^8« á þessari braut,
Barði vdl halda þvi fram, að Njalu þyí engjnn mun um kunnug;
leika Benedikts á þessum slóðum.
höfundur hafi leitað til Sturlu
Þórðarsonar og lært af honum.
Það mætti segja mér, að þetta
væri alveg öfugt og Sturla hafi
eins og aðrir fleiri verið læri-
sveinn Njáluhöfundarins. Einn af
fræðimönnum okkar hefir komizt
svo að orði: „Njála er bókin, sem
er sál íslenzkra bókmennta að
fornu, og þess vegna sama og sál
íslenzku þjóðarinnar.“ Þetta er vel
sagt og viturlegt.
Þá fræðir Barði okkur á því, að
höfundur Njálu hafi ekkert vitað
um Njálsbrennu nema nafnið eitt.
Þarna er mikill vizkumunur, Barði
veit allt, höfundur Njálu ekkert.
Hvaða ár ætli það hafi verið, sem
liöfundur Njálu gekk undir sögu-
próf hjá Barða Guðmundssyni?
Það væri nógu ga.man að fá út-
skýringu á því, hvernig Barði veit
alveg' nákvæmlega, hvað maður sá
vissi, sem lifði fyrir 700 árum.
Ég vil nú gera það að tillögu
minni, að Barði hætti við þessa
vonlausu spilamennsku við Njálu,
,en í stað þess skrifi hann ámóta
listaverk og Njála er. Það ætti að
vera auðvelt fyrir hann, svo vel
veit hann um vinnubrögð höfund-
arins. Það er ekki annar vandinn
en tína saman efni eftir öðrum,
héðan og handan, þá er listaverkið
komið. Það hefir ekkert að segja,
þótt það hafi aldrei tekizt í ver-
aldarsögunni að skapa listaverk
upp úr öðru listaverki, en Barða
dettur svo margt í hug, sem eng-
um öðrum hefir dottið í hug.
Svo er nú ótalið ennþá, það sem
er þungamiðjan í öllum þessum
skrifum Barða Guðmundssonar, og
það er að finna þöfund Njálu. Það
eru nú mörg ár, síðan hann sagði
okkur, að það væri Þorvarður Þór
arinsson, aðeins er gallinn sá, að
hann hefir aldrei fært nein rök
fyrir þessari skoðun sinni, og er
það auðvitað af þeirri góðu og
gildu ástæðu, að þau eru ekki til.
Það eru nokkur ár síðán fræði-
menn slógu því föstu, að Egils
saga Skalla-Grímssonar væri rituð
af Snorra Sturlusyni, og sö.nnuðu
Það er auðséð, að Barða langar
mikið til þess að finna höfund
Njálu, og það er sorglegt, að hann
skuli eyða kröftum sínum og hug-
myndaflugi í svo ófrjótt starf sem
þetta. Ástæðan til þess, að hann
er ekki búinn að finna höfund
Njálu fyrir löngu er sú, að hann
er áttavilltur og það svo hræði-
lega, að engu er líkara en Svanur
gamli á Svanshóli hafi tekið geit-
skinn sitt og veifað um höfuð sér,
þegar Barði lagði á stað í þessa
leit.
Barði hefir fundið mörg vörðu-
brot á leið sinni, sem benda til
þess, hver höfundurinn er, en þau
eru öll á leiðinni vestur um land,
og Baroi áttar sig ekki á þcim af
þeirri ástæðu, að hann heldur, að
hann sé á leið til Austurlands.
Njála er skrifuð á Vesturlandi en
ekki Austurlandi. Allur saman-
burðurinn á Njálu og Sturlungu
er auðvitað réttur og rittengslin
milli þeirra, sem Barði bendir á, í
mörgum tilfellum sömuleiðis.
Vegna þess að hann er áttavilltur,
dregur hann rangar ályktanir af
því, sem hann finnur. Það rétta í
þessu máli er, að höfundur Sturl-
ungu, Sturla Þórðarson, hefir lagt
síðustu hönd á Njálu og haft hana
undir höndum, þegar hann skrif-
aði Sturlungu, og einmitt sótí í
Njálu margar snjöllustu setningarn
ar, sem finnast í Sturlungu. Það
er aðeins lítið brot af því tagi,
sem Barði hefir komið auga á.
Ég ætla að nefna eitt dæmi af
fjölda mörgum. í Njálu segir svo,
þegar Hákon jarl hafði tekið Njáls-
syni höndum og hann skipaði að
drepa þá: „Sveinn sonur hans
mælti: „Svo mun vera verða, en
ekki hefi ég vaskari menn fyrir
fundið en þessa, og er það hinn
mesti skaði að taka þá af lífi.“ í
Sturlungu segir svo eftir Flugu-
mýrarbrennu: „Það sögðu brennu-
menn, að þeir skyldu þeirri vörn
við bregða, sem veitt var á Flugu-
mýri, því að þeir hefðu aldrei vask
ari menn fyrir fundið.“ í stuttri
þeir það með því að vitna í rithátt blaðagrein er ekki hægt að fara
Snorra bæði í Heimskringlu og víð
ar. Þá var enn ekki fundin sú að-
ferð að sanna, að maður væri höf-
undur bókar, með því að vitna í
langt út í þessa sálma, þótt það
væri freistandi.
Nú legg ég það undir dómgreind
manna, hvort sennilegra er, að
Sturla Þórðarson sé eitthvað við
Njálu riðinn, maðurinn, sem Nor-
egskonungur sagði um: „Það hygg
ég, að þú yrkir betur en páfinn,“
eða hitt, sem Barði heldur fram,
að stjórnmálavafsari eins og Þor-
varður Þórarinsson hafi lesið úr
pennanum hjá Sturlu Þórðarsyni
og. skrifað upp úr því skáldsögu
þá, er Njála heitir. En þrátt fyrir
það, þótt Sturla kvæði betur en
páfinn, er hann enginn maður. til
þess að skrifa þann kafla Njálu,
sem gerist í Rangárþingi. Það hef-
ir aðeins einn maður getað á þessu
landi, Snorri Sturluson. Mér er það
óskiljanlegt, að fræðimenn, sem
alltaf eru að grúska í þessum
fræðum, skuli ekki hafa séð það
fyrir löngu, að sami maður hefir
skrifað Ólafs sögú helga og Njálu.
Það er aðeins eðlileg framför frá
Ólafssögu til Njálu. Snorri skrifar
Ólafs sögu fyrst en Njálu síðast.
Trúlega hefir Snorri dáið áður
en Njála var fullbúin og Sturla
Þórðarson svo hlaupið í skarðið og
bætt í hana ættartölum og jafnvel
fyrsta þættinum um Hrút og Mörð
og sennilega einnig Brjánsbardaga,
því á honum er einmitt stíH, sem
minnir mjög á stíl Sturlu.
Fyrir einu ári skrifaði ég grein,
sem birtist í Morgunblaðinu 30.
júní 1955, en hún hefir ekki kom-
ið í ísafold og því almenningi út
um land ókunn að mestu. Þar benti
ég á þær líkur, sem ég teldi fyrir
því, að Njála hefði verið rituð í
Borgarfirði og fann það til meðal
annars, að höfundur Njálu ritar
þannig um áttir í sögunni: vestur í
Dali, austur á Rangárvelli, suður
í Engey og Laugarnes. Ég held, að
það þurfi engan sagnfræðing til
þess að staðsetja mann, sem þann-
ig ritar, því að það sjá allir, að
hann hlýtur að vera í Borgarfirði.
Mér er það vel ljóst, að ef sanna
skal mál eins og það, hver er höf-
undur Njálu, þá dugar ekki að
taka aðeins þau rök, sem mæla
með, það þarf engu að síður að
meta það, sem á móti mælir. Meira
að segja getur aðeins ein mótbára,
cf hún er nógu sterk, slegið niður
allt það, sem mælir með.
í þessu tilfelli hefi ég enga sUka
mótbáru fundið heldur allt, sem
bendir til þess, að Sturlungar séu
höfundarnir. Meira að segja allt
það, sem ég hefi séð ritað um þetta
mál frá fyrstu tíð, bæði það sem
mér finnst ritað af mestu viti og
minnstu, fellur ágætlega inn í
þann ramma, að Snorri sé aðalhöf-
undurinn og Sturla hafi lokið verk
inu, þegar hann er setztur að búi
sínu vestur í Dölum, eftir að friður
er kominn á. Þá er hann orðinn
þrautþjálfaður rithöfundur, vanur
að skrifa eftir heimildum frá öðr-
um, búinn að skrifa ævisögu No-
regskonunga, Hákonar gamla og
Magnúsar lagabætis. Þá tínir hanr.
saman allt, sem skrifað hefir verið
um landnámið hér á landi, bæði
eftir Ara fróða og öðrum, og skrii-
I ar Sturlubók og svo síðast en ekki
sízt sögu Sturlungaaldarinnar og
það með þeim ágætum, að lengra
verður ekki jafnað um óhlutdrægni
og heiðarleik. Honum svipar til
Njáls, er bæði fornspár og draum
spakur og fyrst og fremst speking-
ur að viti. Ég get bent á ótal mörg
rök fyrir þessu máli, en það er
ekki hægt í stuttri blaðagrein, mér
gefst ef til vill tækifæri til þess
síðar. Áðeins ætla ég í lokin að
benda á tvo staði í Njálu.
Sagan endar á þessa leið: „Ok
lýk ek þar Brennu-Njáls sögu“.
Hvaða maður á þrettándu öld er
líklegastur til þess að hafa ritað
þessa setningu? Hér er brotin ís-
lenzk málvenja, og þetta nafn hef-
ir aldrei festst við Njál. Hann
Brenndi engan og því. ólíkt íslend-
ingum að láta hann fá sama viður-
nefni og Flosa. í Landnámu, sem
er rituð um sama 'leýti og Njála,
er hann nefndur „Njáll, sem inni
var brenndur," svo það sýnir, að
þetta er ekki málvenja í þá tíð.
Það vill nú samt svo vel til, að
hægt er að sanna, að einn maður
á þrettándu öld nefnir Njál þessu
nafni, og það er enginn annar en
Snorri Sturluson sjálfur. Það er
ein vísa í Snorra-Eddu, sem yfir
er ritað: „Eins og Brennu-Njáll
kvað.“ Mér er ekki kunnugt um
nema tvo staði í ritum frá þrett-
ándu öld, sem þetta nafn er notað,
og það er 100% öruggt, að Snorri
hefir ritað það fyrst, svo vitað sé.
Eru þá ekki allsterkar líkur fyrir,
að það síðara sé frá hans hendi?
Þó að nú sé sú alda uppi að vé-
fengja flest, sem forfeður okkar
hafa samansett, þá held ég, að eng
inn vogi sér að neita því, að
Snorri hafi skrifað Eddu þá, sem
við hann er kennd.
Á blaðsíðu 286 í Njálu Fornrita-
félagsins, þar sem rakin er ætt
Snorra goða, segir svo: „Þorgrím-
ur hét faðir Snorra og var son Þor
steins þorskabíts, Þórólfssonar
Motrarskeggs, Örnólfssonar fisk-
reka, en Ari hinn fróði segir hann
vera son Þorgils reyðarsíðu.“
Hérna hefir alveg óvart hrotið úr
penna Njáluhöfundarins setning,
sem vert er að athuga. Hvaða mað
ur er það á þrettándu öld, sem tel-
ur sig þess umkominn að rengja
Ara fróða og segir alveg ákveðið,
að hann hafi farið rangt með ætt-
artölu Snorra goða. Frá mínu sjón
armiði er ekki nema um aðeins
einn mann að ræða, og það er
Sturla Þórðarson, ekki hvað sízt
vegna þess, að þetta er einmitt
ættartala Sturlunga, sem hann er
að leiðrétta, en Sturlungar voru
komnir frá Halldóri Snorrasyni.
Hvaða ástæða væri fyrir óviðkom-
andi mann að fara að skjóta þessu
inn í Njálu, enda líklega enginn
nema Sturla vitað um þetta.
Ég ætla nú ekki að fara lengra
út í þessa sálma að sinni, enda <•
mun ýmsum þykja nóg komið. Þó
að ég hafi hér látið í ljós það, sem
er mín skoðun á þessu máli, þá
dettur mér ekki í hug að vera eins
ósvífinn og Barði Guðmundsson,
að telja það staðreynd, heldur
halda mér við það, sem Ari fróði
sagði, „að skylt er að hafa það
heldur, er sannara reynist.“ Þá er
ég tilbúinn að rök ræða þetta mál
við hvern sagnfræðing, sem vera
skal, og geri mér þar um engan
mannamun.
Vel veit ég það, að ég er ekkert
nema fáfróður fjallabúi, sem enga
sagnfræði hefi lært, en það er eitt
hvað innra með mér, sem gerir
uppreisn móti þeim aldaranda,
sem nú er að færast í aukana þessi
síðustu ár, með þjóðinni.
Nú leyfist hvaða skáldaskúm
sem vera skal að vaða með skítuga
skóna um gullaldarbókmenntir okk
ar og brautin eftir þá er eins og
andskotinn sjálfur með öfugum
klónum hafi umsnúið þar öllu. Við
öllu er þagað í þessu klíku- og
kunningsskaparins landi.
„Hvárt munu þessir allir ragir
Austfirðingarnir, er hér flýja, og
jafnvel rennur hann Þorkell Geit-
isson?“ Þannig komst Njáluhöfund
ur að orði í skopi. Hefði hann nú
mátt til að tala um Andvaragrein-
arnar í haust, hefði það þá ekki
verið á þessa leið: „Hvárt munu
þeir nú allir ragir sagnfræðingarn-
ir, sem nú þegja, og jafnvel þegir
nú hann dr. Einar Ól. Sveinsson?“
og þú líka barnið mitt Brútus.
Flugmálaráðherra
Breta í Moskvu
London, 21. júní. — Flugmálaráð-
herra Breta og nokkrir aðrir hátt
settir menn úr flugmálaráðuneyt-
inu brezka flugu í morgun til
Moskvu, en á morgun verða þeir
viðstaddir mikla hersýningu rúss
neska flughesins í Moskvu. Fór ráð
herrann í boði rússnesku stjórnar
innar. Hann og fylgdarlið hans
flaug * þrýstiloftsflugvél af gerð
inni Comet II og er það í fyrsta
sinn sem sú flugvélategund fer til
Moskvu.
Raftagnir
VlðgerSir
Efnissala.
Tengill h.f.
HEEDI Y/KLEPPSVEO
uiiiiiiiiiniuiiiiinw