Tíminn - 28.06.1956, Side 4

Tíminn - 28.06.1956, Side 4
T f M I N N, fimmtudagmn 28. júní 1956. ' Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Bitstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur i Edduhúsi við Lindargötu. Stmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsing«r 82023, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. ViS þurfum engin ráð frá Dönum TyfORGUNblaSið birt 1 1 ir í gær ummæli nokkurra danskra blaða, er benda til þess, að Darnr telji sig þess umkomna að gefa íslendingum ráð um það, hvernig þeim beri að haga sér í utanríkis- og varnarmálum. Einkum virðist svo sem aðalmál- gagn dönsku stjórnarinnar, Social- demokraten, telji það verkefni sitt að gefa ís lendingum ráð í þessum efn um. _ ________ Þau ráð, sem um- rædd dönsk blöð gefa íslend ingum virðast einkum á þá leið, að þeir eigi að hafa herinn áfram. Samkvæmt írásögn Mbl. virðast t. d. ráð hins danska stjórnar- blaðs vera á þessa 3eið. Um þessi ráð Dana, er það skemmst að segja, að Dönum væri sæmst að líta í eigin barm. Þeir hafa sjálf ir hafnað að hafa erlendar herstöðvar í landi sínu. Það er.enginn afsökun fyrir þess ari synjun, að Danir hafa sjálfir sýndarher. Reynslan fná 9, apríl 1940 er ótvíræð sönnun þess, að danski sýntíarherinn gæti tæpast varið iandið gegn innrás Mörýfeldis í hálfa klukku- stunú, hvað þá iengur. Dan mörk er því jafn vamar- laus, þótt hún hafi þennan her, Þrátt fyrir þetta hafna Danir erlendum herstöðv- um„ Lega Danmerkur er þó slík, að það hefir miklu meiri þýðingu fyrir varnar kerfi Atlantshafsbandalags ins að öruggar varnarstöðv ar væru i Danmörku en á íslandi. ÞJÓÐ, sem hefir slíka aðstoðu í þessum málum og Dailir, getur því leyft sér allt frekar en að krefjast þess af íslendingum að þeir leyfi erlendar herstöðvar í landi sínu á friðartímum. íslendingar gætu með miklu meiri rökum og rétti krafist þess af Dönum, að þeir leyfðu erlendar her- stöðvar í Danmörku. Þar væri miklu meiri þörf fyr ir þær en á íslandi, ef stríðs hætta væri yfirvofandi. Þrátt fyrir þetta, munum við íslendingar ekki gefa Dönum nein ráð um það, hvernig þeir hátta varnar málunum sínum. Því verða þeir að ráða sjálfir. En ís lendingar krefjast þess á móti, að Danir láti á sama hátt hlutlaus viðkvæm deilumál á íslandi. Og allra sízt ætty þeir að heimta á’f íslendingum að drekka þann kaleik, er þeir vikja frá sér sjálfir. ÞAÐ ER EKKI nema eðlilegt, að íslenzk stjórn mál beri á góma hjáhinum norrænu frændþjóðum um þessar mundir. íslend- ingum er það líka. ekki nema ánægjuefni, að frsend þjóðirnar sýni vsqcandi á- huga fyrir máium þe.irra. En það yrði hinsv.egar ekki til að treysta góða samþýð okkar og þeirra, ef þessi á- hugi birtist einkum í þyí, að gefa íslendingum ráð um að leggja á sig kvaðir, sem þessar þióðir, sjálfar vilja hinsvegar ekki leggja á sig. Slík ráð geta ekki talizfc vinaráð frá íslenzku sjónarmiði. ;. . Því ér bezt að segja það strax í tilefni af hinum dönsku blaðaskrifum:. ís- lendingar . teljá. sig -ekki þurfa á ,ráðurn. Dana að halda um þessi mál. ís- lendingar telja sig alveg dómbæra og einfæra um að marka þá stefnu, er þeim sé heillavænlegust. Ef svo væri ekki, hefðu íslending ar ekki háð langa barátt.u til að verða sjálfstæð þjóð. í nýloknum kosningum hafa íslenzkir kjósendur áréttað þá fyrri stefnu, að herseta verði ekki leyfð hér á friðartímum, og frá henni verður ekki horfið, hvað sem öllum erlendum ráðum líður. Liðsbón SiálfstæSisflokksins t MORGUNBLAÐINU er nú ákaft biðlað til Alþýðubandalagsins um að standa með Sjálfstæðis- flokknum að því ofbeldis- verki að vísa uppbótarmönn um Alþýðuflokksins af þingi og þverbrjóta því bæði stjórnarskrána og kosninga lögin. Kommúnistum er boð »inn einn þingmaður að laun um, en tvo ætlar Sjálfstæð isflokkurinn sér að fá. Fjórði maðurinn myndi falla Framsóknarflokknum í skaut, þar sem Vilhjálmur Hjálmarsson myndi ná kosn ingu í Suður-Múlasýslu, ef Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn yrði tal- inn einn flokkur. k FORVÍGISmönnum Al- þýðubandalagsins er ber- sýnilega um og ó. Sumir þeirra myndu að vísu ekki kveinka sér við að brjóta stjórnarskrána og kosninga lögin. Hitt sjá þeir hinsveg ar, að íhaldið myndi ekki aðeins græða nú þegar mest á þessu tiltæki, heldur myndi með því skapast slík ur fjandskapur milli vinstri afla landsins, að hann yrði seint upprættur. Til þess eru líka refirnir skornir hjá Sjálfstæöis flokknum fyrst og fremst. Hann vill nota þetta mál til að sundra vinstri öflun- um sem mest. Þetta mál er því ekki aðeins prófsteinn á löghlýðni forkólfa Alþýðu þandalagsins, heldur af- Shepilov leggur megináherzlu á „samtilvem" austurs og vesturs og friösamiega samkeppni Minnstu munaði, að hinn nýi utanríkisráðherra týndi iífinu í hreinsunum Staííns árið 1948 ShepiIöY er sanntruaSur kommúe- isti og trúir af einlægui á sigur kom- múnismans í heimimim Það var ekki fyrr en árið 1941 sem hinn nýi utanríkisráðherra Rússa, Dimitri Shcpilov, kom fram á sjónarsviðið. Þá var hami 42 ára gamall og heldur lágt settur í metorðastiga kommúnista flokksins þar til hann var gerð- ur yfirmaður áróðursmálastofn- unar kommúnistaflokksins. Nú þegar liann hcfir tekið við af Molotov sem utanríkisráðherra Rússlands 52 ára að aldri, vita menn varla hvað hann hafðist að fram til ársins 1947, er hann kom fram á sjónarsviðið. Brezki starfsbróðir hans, Sel- wyn Lloyd var ekki kosinn á þing fyrr en árið 1945 og varð ekki þekktur í Bretlandi fyrr en hann var 42 ára að aldri. Mismunurinn á einræðisríki og1 lýðræðisríki kemur mjög glögg- lega fram í þessum tveim tilfell- um. Hver getur ímyndað sér, að vcnjulcgir menn utan brezku ráðu neytisskrifstofanna í London gætu ekki grafizt fyrir um alla fortíð Sclwyn Lloyd áður en hann kom fram á sjónarsvið stjórnmálanna í Englandi — hva'ð hann gerði — í hvaða skólum bann var, hverra manna hann er, hvað hann gerði á striðsárunum og svo framvcgis. Enginn utan við múra Kreml veit í raun og veru nokkuð um fortíð Shepilovs — starf hans í rússneska kommúnistaflokknum í 8 ár er það eina, sem við vitum. Það er allt og sumt. Vitað er, að hann hefir verið kvæntur, þar sem hann á eina dóttur, sem nú er g-ift og hef- ir eignazt barn. Fæddur í Turkmeníu Shepilov er fæddur í Askhabad, sem er nú höfuðborg Turkmenfu, sem er eitt Ráðstjórnarlýðveld- anna. Þessu hefir hann skýrt frá í einkasamtölum. Shepilov hefir ennfremur skýrt frá því, að faðir hans hafi verið landbúnaðarverka- maður og bæði hann og móðir hans hafi verið af rússnesku blóði. Hvað sem þeim fullyrðingum ]íð- ur, ber hann greinilegt ættarmól Asíumannsins með sér •— hin svörtu augu og stórar augnabrún- ir leyna því ekki, að hann hlýtur að hafa meira en lítið af Asíublóði í sór eins og svo margir Rússar. Talið er, að hann hafi verið í skóla í Askahabad í æsku — ennfremur, að hann hafi verið 13 ára að aldri, er byltingin varð í landinu. Byltingarblóðið svall í honum og á hann að hafa farið til Moskva tveim árum seinna, árið 1919, en ekki er vitað hvernig hann komst þangað og með hjálp hverra. stöðu þeirra til vinstra sam starfs í landinu. S J ÁLFSTÆÐisf lokkur - hefir sýnt það glöggt í þessu máli, að hann metur einskis stjórnarskrá og kosninga- lög, ef hagsmunir nans era annarsvegar. Hann er hreinn ofbeldisflokkur. Þjóðin hefir hér glöggt dæmi um lögleysið og kúgun ina, er drottna myndi hér á landi, ef Sjálfstæðisflokkur inn ætti eftir að ráöa ein- samall. Það mun reynast lær- dómsríkt til að draga enn meira úr fylgi hans. Las lögfræði í Moskva Þar hóf hann laganám við há- skólann og gekk honum námið mjög vel. Hann fékk þegar í skól- anum mikinn áhuga á landbúnaði og rekstri samyrkjubúa og ritaði síðar bók um efnahagsmál með hliðsjón af rekstx-i samyrkjubúa. í stríðinu var hann stjórnmála- legur fulltrúi í her Ukraníu undir stjórn Krustsjeffs. Síðan varð hann æ virkarr í flokksvél komm- únistaflokksins og eftir að hafa ritað fjölda greina og bæklinga um starf og stefnu -hins fræðilega kommúnisma kom .hann að lokum fram á sjónarsviðið árið 1947, sem yfirmaður áróðursmálastofnunar flokksins. Þetta er allt og sumt, sem við vitum um þennan mann. en það er meira en vitað er um sunla af samstarfsmönnum hans af hinni uppvaxandi kynslóð í Rúss- landi. Við vitum nokkuð glögg skil á æviatriðum eldri leiðtoganna, þar sem. sumir þeirra voru orðnir kunnir fyrir byltinguna. Til þcss að fá upplýsingar um ævi Shepi- lovs verðum' við að rannsaka vel sögu hans síðustu 8 árin og til þess að kynna okkur útlit hans og einkalíf, verðum við að styðjast við’ sögusagnir, sem ganga manna á mcðal í Moskva. Metur hagsmuni kommúnista- flokksins framar öllu öðru Hann er hár vexti og laglegur í andliti. Eftir því sem bezt er vitað, er ekkert að athuga við framkomu hans eða einkalíf. Hann Virðist vera hæglátur og ber með sér kalda rósemi og alvöru, sem er greinilega einkennandi fyrir þá leiðtogá Rússa, sem fyrst komu fram á sjónarsviðið að byltingunni lokinni, jafnvel þó að núverandi leiðtogar séu nú farnir að vera brosmildir í meira lagi eins og kunnugt er. í stuttu máli — útlit hans ber það með sér, að hann sé einlægur og ákafur föðurlands- vinur og meti hagsmuni Rússlands og kommúnist<ifIokksins framar öllu öðru. Fyririítur stjórnskipulag lýðræðisþjóðanna Yfirleitt eru allar sögusagnii-, sem ganga manna á milli í Moskvu heldur hagstæðar honum. Sagt er, að hann hafi mikla og einlæga trú á yfirburðum hins fræðilega komm únisma og hafi fallið mjög þungt framkvæmd Stalíns á hugsjónum hinna fyrri leiðtoga og upphafs- manna hinna kommúnistísku kenn- inga. Sagt er einnig, að hann sé mjög hændur að fjölskyldu sinni og ætt- ingjutn, sem munu hafa hjálpað honum til að komast svo hátt í metorðastiga kommúnistaflokksins eins og nú er komið á daginn. Hann er Irúaður Leninisti — og er sag'ður hafa megna fyrirlitningu á „auðvaldsskipulagi" hinna vest- rænu þjóða og öllum þeirra at- höfnum. Hann mun vera sannfærður um óhjákvæmilegan lokasigur kommúnismans í heiminum og haga gjörðum sínunx í samræmi við það. Hann mun leggja mikla vinnu í það á bak við tjöldin að vinna sigur á alls kyns spillingu, sem stjórn fyrri leiðtoga hefir al- ið með ógnarstjórn þeirri, sem öllum er nú kunnugt um. Ilann er einn af aðalupphafsmönnum núverandi stefnu Rússa, sem legg ur áherzlu á samkeppni við vest- DIMITRI SHEPÍLOV ræn ríki í viðskipta- og yerzlunar málum um leið og áherzla er lögð á svokallaða „samtily.eru" lýðræð isríkjanna og kommínistaríkj- anna. Þetta var megini boðskapur hans cg 20. flokksþihg kommún- istaflokksins svo og: í ferðnm sín um í Egyptalandi ög viðræðum við Nasser hefir hanll lagt á- hcrzlu á þessar sömu kenningar. Fylgir Krusjeff í ainu og ölju Enginn vafi leikur á því, að hann er mikill stuð.ningsmaður Krusjeffs og fylgir honum; í einu og öllu. Hins vegar er' ekki vitað, hvenær og hvar samVlnná þ'eirrá'- - og vinátta hófst og ,'með i hváða hætti. Ef til vill hefir það vérið stríðinu. ..-.4 Rétt eftir að hnui’ vár gerðúr 2 yfirmaður áróðursmáiánna mun-" aði minnstu að Shepilov félli og '' týndi lífinu í hinusn- vitskertu ; hreinsunum Stalíns og bans'.t manna. Hann var kalíaður fyrir <. rétt og yfirhcyrður samkvæmt. , skipun miðstjórnár ííokksins fyr- ir samvinnu við hinn 'títigá og gáf- aða leiðtoga, Vuzneséxisky, en hann var skotinn samkvæmt skip- un Stalíns í einni af hreinsUnun-~ um á þeim árum. Enginn vafi er á því, að þar skall hurð nærri liælum og Shepiloy var .fullkunn- ugt um það. Þrátt fyrir víðtækar hreinsanir héit Shepilov lífi og kornst enn. lengra áfram er hann var kjörinn í miðstjórn flokksins og skömmu síðar var hann skipaður ritstjóri Pravda, sem er aðalmálgagn kom- múnistaflokksins. Fatl Molotoffs engin filviljun Eftir að hann hafði starfað við blaðið um skeið kom það betur í Ijós með hverjum deginum, að unnið var markvisst a'ð því að gera veg Krusjeffs sem mestan. Skömmu eftir að Pravda birti á- rásargrein á Lavrenti Bería var hann tekinn af lífi eins og alheim- inum er kunnugt. Á meðan a'ð Malenkov var forsætisráðheri’a hlaut hann lítið lof í Pravda og að lokum kom að því að hann var harðlega gagnrýndur fyrir þá stefnu sína að styrkja landbúnað- inn og framleiðslu matvæla á kostnað þungaiðnaðarins í landinu. Skömmu síðar lét Malenkoi'f af völdum og Bulganin tók við. Nú hefir Molotov verið viki'ð frá — vafalaust fyrri fullt og allt — og Shepilov kominn í embætti hans. Ekki er nokkur vafi á því, að fail Molotoffs stendur í beinu sam- bandi við vinmælgi Rússa við Tító, þar sem Molotoff var einn helzti andstæðingur Títós ásamt Stalín og áítu þeir frumkvæðið áð því að víkja Tító úr samfclagi komsnún- istaríkjanna vegna sjálfstæðrar stefnu hans. (Framhald á 3. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.