Tíminn - 28.06.1956, Page 7
I
’Vi'
T í MIN N, fimmtudagtnn 28. júní 1956.
Frelsi einstaklinga
(Framhald á 7. síðu.)
áherzlu á réttindi neytandans og
frelsi. En það frelsi, sem sam-
vinnumenn keppa að, er ekki fyr
ir hendi í framkvæmd ríkis-
sósíalisma. Aukin menning styð-
ur frelsiskröfurnar. Þróun þjóð-
nýtingar-hugsunarinnar í lýð-
ræðislöndum getur því vel orðið
sú, að færa hana nær sam-
vinnustarfinu en nú er.
Þá er athyglisvert, að í Bret-
landi hafa samvinnufélögin
sannað hæfni rekstursfyrirkomu
lags samvinnufélaganna til jafns
við einkarekstur og bjóðnýtt fyr-
irtæki, og auk þess hafa þau i
sumum greinum innleitt sam-
eign með möguleikum til beinn-
ar þátttöku og ábyrgðar á fyrir-
tækjunum. Er þetta meiri árang
ur en til þessa hefur náðst í
nokkru þjóðnýttu fyrirtæki.
Skipulag samvinnumanna hefur
þannig sýnt meiri hæfileika en
nokkurt annað rekstursform til
starfhæfrar lýðstjórnar í efna-
hags- og framleiðslumálum.
Þjóðnýting getur haft hlut-
verki að gegna í einstökum at-
vinnugreinum, einkum þar sem
lýðstjórnarfyrirkomulag sam-
vinnuhreyfingarinnar á síður
við. Þjóðnýting er rökrétt skref
í þá átt að fjarlægja ofurvald
einkafjármagnsins. En þjóðnýi
ing getur ekki orðið annað en
opinber einokun, nema hún geti
fundiö form, er skapar tiífinn-
ingu fyrir sameign og samstjórn
þein-a, er_ við hana eiga að búa.
Og það er ófundið enn í dag.
LýðræSi er grundvallaratriði.
f stórum og veigamiklum
greinum atvinnulífsins á hið
þvingunarkennda eðii þjóðnýt-
ingar og hin mikla sentraliser-
ing, sem henni er samfara, alls
ekki heima. Á þeim sviðum eru
einmitt stærstu verkefni sam-
vinnuhreyfingarinnar. Þar á hún
að starfa, ekki sem gæzlumað-
ur ríkisvalds, heldur sem sjálf-
stæð stofnun. Samvinnumenn
verða því að gera sér ljóst, hvort
samvinnustefnan er undanfari
sósialisma á þýðingarmiklu þró-
unarskeiði hans eða hvort hún
sjálf geymir hið ákjósanlegasta
form sameiginlegra fram-
kvæmda.
Vel má vera, að fljótfarnari
leiðir að þjóðfélagslegu réttlæti
en samvinnuleiðin verði að
finna í veröld framtíðarinnar,
þar sem aðstæður krefjast áætl-
unarbúskapar að einhverju leyti
og þrýsta ríkisvladinu til auk-
innar íhlutunar. Og þá má svo
fara, að því fleiri menn, sem af
fúsinn og frjálsum vilja gerast
áhangendur sósíalisma, því meiri
likur verði fyrir því, að fram-
kvæmd hans verði mannfólkinu
bæriiegri en er í dag. En sósíal-
ismi án lýðræöislegrar undir-
stöðu er gerfiefni. Slíkur lýð-
ræðisgrundvöllur er til innan
samvinnuhreyfingarinnar. En
samvinnumenn geta ekki þar
fyrir fallist á, að ríkisvaldið fái
samvinnufélögunum einum verzl
unarmál neytenda til úrlausnar,
því að þá væri grundvallaratriö-
inu um frjálst val neytandans
varpað fyrir borö. í afstöðu sinni
til þjóðnýtingar og sósialisma
verður samvinnuhreyfingin að
berjast gegn þeirri skoðun, að
það sé nauðsynlegt til að skapa
sameignarþjóðfélag að afnema
hið frjálsa val einstaklinganna.
Að skapa efnahagskerfi, sem
hvílir algerlega á ríkisþvingun,
er að skoðun forustumanna
brezku samvinnuhreyfingarinn-
ar jafngilt því, að taka ekkert
tillit til sjálfstæðis einstaklings-
ins og eyðileggja þá eiginleika,
sem hinn lýðræðislegi andi
mannsins er runninn af.
Tillaga Breta.
í samræmi við þá afstöðu, sem
hér hefur verið' lauslega lýst, var
svo tillaga sú, er Bretar báru
fram á 17. alþjóðaþingi sam-
vinnumanna og fékkst þar sam-
þykkt, þótt hún mætti harðvít-
ugri andspyrnu þeirra, sem telja
málefni alménnings bezt komin
í hernii almáttugs ríkisvalds.
.fr‘r
í tíjlögu Breta er skýrt tekið
fram,-i að aiger þjóðnýting at-
vinn^íifsins sé ekki rétta leiðin
að þvl marki að koma á sam-
eign Sg samáþyrgð þegnanna í
atvhrífúlífinu. Þjóðnýtingu verði
að ákveöa í hvert sinn með til-
liti tif þess ákveðna verkefnis,
sem Jáenni sé ætlað að leysa og
jafnframt eftir því, hvort þær
stai'fsaðferðir, sem fyrirhugaðar
efuj'Slnægi kröfum lýðræðisins,
en þfáð verði jafnan að vera
g r u i rd v.a 11 a rs ki 1 y r ð i framkvæmda
sem miða að sameign.
Krájist er .bátttöku neytenda
í stjóm þjóðnýttra fyrirtækja.
Viðurkennt er, að hver þjóð hafi
sín efnahagslegu og sögulegu
séreinken'ni, og þess vegna verði
hver þjóð að taka afstöðu út frá
mismunandi-forsendum, en með
tilliti til þeirrar reynslu, sem
fengin er af starfsemi sam-
vinnuhreyfingarinnar víðs vegar
um heim, er fullyrt, að frjáls
samvihhúsamtök hafi mjög
miklu hlutverki að gegna í þjóð-
félögunum og þetta hlutverk
geti þvingunarráðstafanir ríkis-
valdsins ekki tekið að sér að
leysa áf hendi. Samvinnuhreyf-
ingin viðhafi starfsaðferðir, sem
séu þjóðnýtingarrekstri miklu
fremri, sérstaklega í þeim iðn-
og atvinnugreinum, sem ætlað
er að fullnægja þörf neytenda,
þar sem þarfir og smekkur eru
mjög mismunandi. Ályktunin
hafnar gjörsamlega sameignar-
búskap, sem skipar samvinnu-
hreyfin'gunni takmarkað rúm í
þjóðfélaginú og leggur ríkishöft
á athafnafrelsi hennar. Þess er
krafist, að: samvinnufélög fái
fullt frelsi ,til starfa og þróun
samvinnuhreyfingarinnar sé
ekki hihdruð, enda verði þannig
bezt tryggt} að einstaklingarnir
haldi þeim rétti sínum að mega
starfa samán að eigin velferðar-
málum.
Frelsi til að velja og hafna.
íslenzkir samvinnumenn munu
yfirleitt sætta sig vel við álykt-
unartillögu... Breta, sem hér er
lýst. Þróunin hér og í Bretlandi
hefur verið svipuð í grundvall-
artariðum. Hér eins og þar hafa
samvinnumenn lagt lið takmark
aðri þjóðnýtingu. Hér eins og
þar hefur oft verið góð sam-
vinna með samvinnumönnum
og þjóðnýtingarsinnum um ým-
is mál, er þáðir hafa talið miða
að réttlátari þjóðfélagsháttum
og betri lífsmöguleikum fyrir
alla. En íslenzkir samvinnu-
menn hljóta að gera sér grein
fyrir því fýrr eða siðar, að þvi
voldugri, sem hvor þessara
stefna verður í lanöinu, því
minni verða líkurnar fyrir því,
að þessi sanibúð verði slétt og
felld. Samvinnumenn geta ekki
hér á íslandi fremur en sam-
vinnumenn á Bretlandi, lagt lið
ráðstöfunum, sem svipta sam-
vinnuhreyfinguna frelsi sínu og
þroskamöguleikum. Hér eins og
hljóta þeir áð berjast gegn þjóð-
nýtingu verzlunar og iðnaðar og
annarra starfsgreina, sem sam-
vinnufélögin hafa einkum látið
til sín taka. Samvinnumenn
verða að berjast gegn ófrelsi í
hvaða mynd sem það birtist.
Frelsi einstaklinganna til að
velja og hafna er grundvöllur
samvinnustarfsins. Þann grund-
völl verður samvinnuhreyfingin
að vei-ja gegn ásókn utan frá og
innan frá.
H. Sn.
titbremð TIMAXN
t'np-rxirxinin-n-ty'x-npj
7
Fimmiiidagur 28. |úní
Leo. 180. dagur ársins. Tungl
í suðri kl. 4,06. Árdegisflæði
kl. 8,30. Síðdegisflæði kl.
20,50.
SLYSAVARÐSTOfA REYKJAVTKUR
í nýju Heilsuverndarstöðinni, et
opin allan sólarnringinn. Nætur-
læknir Læknafélags Reykjavíkui
er á sama stað kl. 18—8. —
Simi Slysavarðstofunnar er 5030.
LYFJABÚÐIR: Næturvörður er i
Ingólfs Apóteki, sími 1330.
Holts apótek er opið virka daga til
kl. 8, nema laugardaga til kl. 4,
og auk þess á sunnudögum frá
kl. 1—4. Sími 81684.
Austurbæjar apótek er opið á virk-
um dögum til kl. 8, nema á laug-
ardögum til kl. 4. Sími 82270.
Vesturbæjar apótek er opið á virk-
um dögum til kl. 8, nema laug-
ardaga til kl. 4.
HAFNARFJARÐAR og KEFLAVÍK-
UR APÓTEK eru opin alla virka
daga frá kl. 9—19, nema laugar-
daga frá kl. 9—16 og helgidaga
frá kl. 10—16.
/ o
U 13 /V
Nr. 106
Lárétt: 1. að tóra. 6. ríki í Evrópu.
10. nafn á bókstaf. 11. fangamark
skóla. 12. börn. 15. ílát.
Lóðrétt: 2. mannsnafn. 3. stafur.
4. hundur. 5. að braka. 7. saumakassi.
8. ásamt. 9. að hylma. 13. herma eftir.
14. sniðug.
Lausn á krossgátu nr. 105:
Lárétt: 1. rella. 6. klaksár. 10. ló.
11. I. A. (Ingólfur Arnarson). 12. aur-
inn. 15.' frúar. — Lóðrétt: 2. eta. 3.
les. 4. öklar. 5. braut. 7. Lón. 8. kýr.
9. áin. 13. gor. 14. iða.
— Veiztu hvað, ég bókstaflega elska vorið. Það kemur mér til aS
finnast ég eiga allt lífið framundan.
Nýlega opinberuðu trúlofun sína
Ástríður Þorsteinsdóttir, hjúkrunar-
nemi frá I-Iúsafelli, og Guðmundur
Pálsson frá Hjálmsstöðum í Laugar-
dal. (
Nýlega hafa kunngert hjúskapar-
heit sitt ungfrú Inga Ingólfsdóttir,
Reykjavík og Björn Bergsson, Akra-
nesi. Ennfremur ungfrú Steinunn
Þorleifsdóttir, Kirkjubraut 30, Akra-
nesi og Gísli Erlendsson, Meðallandi
í Kjós. Erla Rasmussen frá Færeyj-
um og Jón Leosson, Sunnubraut 30,
Akranesi, ungfrú Sigurlaug Sigurð-
ardóttir, Kirkjubraut 7, Akranesi og
Magnús Jóhannsson, Krókatúni 14,
Akranesi. Ungfrú Birna Jóhanns-
dóttir, Borgarnesi og Óttar Magnús-
son, Kirkjubæ, Akranesi. Ungfrú
Guðný Sighvatsdóttir, Sauðárkróki
og Ævar Sveinsson, Suðurgötu, Akra
nesi.
S. 1. laugardag opinberuðu trúlof-
un sína ungfrú Kolbrún Jóhannes-
dóttir frá Litlu Brekku í Borgar-
hreppi og Ingvar Þorleifsson, Kirkju-
braut 30, Akranesi.
0TVARPIÐ
Útvarplð í dag:
8.00
10.10
12.00
16.30
19.25
19.30
19.40
20.00
20.30
20.45
21.10
21.30
22.10
22.30
23.00
Morgunútvarp.
Veðurfregnir.
Hádegisútvarp.
Veðurfregnir.
Veðurfregnir.
Tónleikar: Danslög (plötur).
Auglýsingar.
Fréttir.
íslenzk tónlist (Hljóðrituð á tón
listarhátío alþjóðasambands nú-
tímatónskálda í Stokkhólmi í
byrjun þessa mánaðar): Són-
ata fyrir fiðlu og píanó eftir
Leif Þórarinsson.
Erindi: Veðrið í maí o. fl. (Páll
Bergþórsson veðurfræðingur).
Einsöngur: Maria Reining og
Paul Schöffler syngja aríur úr
óperum eftir Mozart (plötur).
Útvarpssagan: „Gullbikarinn"
eftir John Steinbeck; II. (Hann
es Sigfússon).
„Baskcrville-hundurinn"; XVI.
Sinfónískir tónleikar (plötnr):
Fiðlukonsert nr. 4 í d-moll eft-
ir Paganini.
Dagskrárlok.
Skipadeild S. í. S.:
I-Ivassafell er á Akureyri. Arnar-1
fell er á ísafirði. Jökulfell er í Ham- j
borg. Dísarfell fór 26. þ. m. frá Riga
áleiðis til Austfjörða. Litlafell er í
olíuflutningum í Faxaflóa. Ilelgafell
fer í dag frá Húsavík til Þrándheims
og Stettin.
H. f. Eimskipafélag íslands:
Brúarfoss fór frá Húsavík í gær-
kvöldi til Akureyrar, Siglufjarðar
og Reykjavíkur. Dettifoss er í Lyse-
kil. Fjallfoss fór frá IIull 25.6. til
Reykjavíkur. Goðafoss fór væntanl.
frá New York í gær til Reykjavikur.
Gullfoss fór frá Leith 26.6. til Kaup-
mannahafnar. Lagarfoss fer frá Len
ingrad á morgun til Ventspils,
Gdynia, Gautaborgar og Reykjavík-
ur. Reykjafoss er í Ilamborg. Trölla-
foss fór væntanlega frá Hamborg í
gær til Reykjavíkur. Tungufoss fór
frá Flekkefjord 25.6. til Auslur- og
Norðurlandsins.
Flugféiag íslands h.f.:
Gullfaxi er væntanlegur til Rvíkur
kl. 17.45 í dag frá Hamborg og K.-
höfn. Flugvélin fer til Osló og Kaup-
Ferðafélag íslands
fer fjórar skemmtiferðir um næstu
helgi. Fyrsta ferðin er kringum Snæ
fellsjökul 2VÍ> dagur. Önnur ferðin
er í Landmannalaugar IV2 dagur.
Þriðja ferðin er að Hagavatni U/2
dagur. Lag taf stað í allar ferðirnar
kl. 2 á laugardag frá Austurvelli. —
Fjórða ferðin er út að Revkjanesvita.
Lagt af stað kl. 9 á sunnudagsmorg-
uninn frá Austurvelli.
Skandinavisk Boldklub.
Sunnudaginn 1. júlí. Bílferð til
Krýsuvíkur, Hveragerðis, Ljósafoss
og Þingvalla. — Poul Hansen, sími
1195.
mannahafnar kl. 11.00 í fyrramálið.
— Sólfaxi fer til Glasgow og London
kl. 08.00 í fyrramálið. Flugvélin er
væntanleg aftur til Reykjavíkur kl.
23.45 samdægurs. — Innanlandsflug:
í dag er ráðgert að fljúga til Akur- I
eyrar, Egilsstaða, ísafjarðar, Kópa- j
skers, Patreksfjarðar, Sauðárkróks,
og Vestmannaeyja.
Loftleiðir h.f.:
Saga er væntanleg kl. 9 frá New
York, fer kl. 10.30 til Osló og Lux-
i emborgar. — Edda er væntanleg kl.
| 19.00 frá Hamborg, Kaupmannahöfn
| og Bergen. Fer kl. 20,30 til New
i York.
Nóttin var kyrr og stjörnubjört
þegar þau gengu saman gegn um
skemmtigarðinn.
— Ég hefi aldrei kysst karl-
mann, viðurkenndi liún og roðnaði.
— Þá eigum við mjög vel sam-
an, svaraði hann, — ég hefi nefni-
lega aldrci gert það heldur.
Útvarpið á morgun:
8.00 Morgunútvarp.
10.10 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.30 Miðdegisútvarp.
16.30 yeðurfregnir.
16.50 Útvarp frá Helsinki: Sig. Sig-
urðsson lýsir síðari hluta lands-
leiks í knattspyrnu milli ís-
lendinga og Finna. Hann skýr-
ir emnig frá handknattieiks-
keppni íslenzkra kvenna í Finn-
landi.
19.25 Veöurfregnir.
19.30 Tónleikar: Harmonikulög (pl.).
19.40 Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20.30 Sauðburður og fráfærur: Sam-
felld dagskrá úr íslenzkum
bókmenntum. — Sveinn Skorri
Höskuldsson stud. mag. og Hall-
freður Örn Eiríksson stud. mag.
búa dagskrána til flutnings.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 „Baskerville-hundurinn“; XVII.
22.30 Endurtekin knattspyrnulýsing
frá Finnlandi.
23.30 Dagskrárlok.
Kunningi okkar,
JÓSEP, ætlar að
bregða sér í frí
yfir sumarmán-
uðina, og býst
ekki við að koma
aftur fyrr en
með haustinu. —
Hann sendir öll-
jm hinum mörgu
aðdáendum sin-
um beztu kveðj-
ur, og hlakkar
til að hitta þá
aftur, er hann
kemur úr fríinu.