Tíminn - 04.07.1956, Side 1
Fylgist með tímanjm og lesið
TÍMANN. Áskriftarsímar 2323 og
81300. Tíminn flytur mest og fjöl-
breyttast almennt lesefni.
40. árg.
Skálholtsávarp forseta íslands, }
bls. 5. |
Flugslysið mikla við New York,
bls. 4.
íþróttir, bls. 5.
144. blað.
ÁUur síldveiðiflotinn í höfn
í gær vegna hrælu á miðunum
Afengisverzlun ríkisins á Siglufiríi loka<$ í
gær vegna landiegunnar
Frá fréttaritara Tímans
á Siglufirði.
I gær var bræla á miðunum og
flotinn því í höfn. Hér í Siglu-
fjarðarhöfn lágu 80—100 skip,
eða því sem næst öll þau skip,
sem enn eru komin til veiða.
Áfengisverzluninni lokað.
Þegar um landlegur er að ræða
eins og í gær, er gripið til þeirra
varúðarráðstafana, að loka áfeng
isverzluninni á staðnum. Er þetta
þörf ráðstöfun, þar sem mikið er
um fríska og knáa karla á flot-
anum, sem geta þegið og valdið
pústrum, eftir því sem verkast
vill, og fer þá stundum ýmislegt
lauslegt af stað samtímis.
Bátar missa nætur.
Vegna þess að það hvessti
snögglega á miðunum, misstu ein
ir þrír bátar nætur sínar. Og
minnsta kosti einn snurpubátur
tapaðist. Ekkert var saltað hér
í gær.
fbúðin í Kleppshoiti
„fór“ til Reyðarf j.
f gær var dregið í þriðja flokki
liappdrættis Dvalarheimilis aldr-
aðra sjómanna. Vinningar voru
þrír og féllu þannig: Tveggja
lierbergja íbúð, fullgerð, við
Kleppsveg 14, kom á númer 20173
sem selt var í umboðinu á Reyðar
firði. Vinnandinn er Marinó Sig-
urbjörnsson, verzlunarmaður í
Kaupfélagi Kéraðsbúa, giftur og
á þrjú börn og býr í leiguhús-
næði.
Rússnesk landbúnaðarbifreið
kom á númer 13383, sem selt var
í umboðinu á Akranesi. Vinnand-
inn er Karl Auðunsson, Mána-
braut 17, Akranesi.
Góðhestur með hnakk og beizli
kom á númer 35430. Vinnandi er
Ásta Valdimarsdóttir, Gunnars-
braut 9, Hafnarfirði, en miðinn
var seldur í umboðinu þar.
Mynd þessi er frá hátíðasamkomu, sem haldin var í Hiskóla ísiands í fyrradag í tilefni af 900 ára afmæli bisk-
upsdóms á ísJandi. Dr. Þorkell Jóhannesson háskólarektor er í ræíustól.
(Ljósm. F. Clausen.)
Aihýða kommúnistaleppr kja í A-Evrópu
kreíst persónufrelsis og sjálfstæðis
Félaga-samtök í Búdapest halda útifundi og
gagnrýna stjórn og valdhafa miskunnarlaust
London, 3. júlí. — Svo er að sjá sem uppreisn verka-
manna í pólsku borginni Poznan haíi stórum blásið að þeim
glæðum óánægju og mótþróa, sem ólgar undir niðri í komm
únistaleppríkjum Rússa í A-Evrópu. Má berlega sjá, að bæði
valdhöfunum í Moskvu og pótentátum þeirra í fylgiríkjun-
um þykir nóg um „gagnrýni“ þá, sem til þeirra er nú beint
og óttast að til algerrar uppreisnar kunni að koma, enda
herma fregnir frá Ungverjalandi, að á mótmælafundum, sem
haldnir hafi verið í Búdapest hafi sumir ræðumenn talað
um að gera yrði nýja byltingu, tryggja skoðanafrelsi og mann
réttindi, og umfram allt að losna við yfirráð Rússa í landinu.
Eitt aðalmáfgagn kommúnista-
flokks Ungverjalands „Szabad
Nep“ birtir grein í gær, þar sem
ráðizt er harkalega á samtök þau,
sem standa að gagnrýni þessari,
en þau heimta algert sjálfsforræði
til handa Ungverjalandi, málfrelsi
og skoðanafrelsi fyrir almenning.
Efnt verði til frjálsra kosninga og
Nagy, fyrrv. forsætisráðherra, sem
látinn var víkja fyrir Rakosi 1955,
fái uppreisn.
Poznan hræðir.
Blaðið segir, áð þessi starfsemi
sé hættuleg og þjóni aðeins hags-
munum tækifærissinna og andstæð
inga núverandi þjóðskipulags í
Skemmtun fyrir
starfsfólk A-Iistans
A-LISTINN í Reykjavík heldur
skemmtun fyrir starfsfólk sitf á
kjördegi í Iðnó, föstudaginn 6.
júlí og hefst samkomau klukkan
9 um kvöldið. Skemmtiatriði
verða f jölbreytt. Fólk er beðið að
vitja aðgöngumiða siuna í skrif
stofu Framsóknarfélaganna í
Edduhúsinu kl. 2—5 í dag og á
morgun.
Ungverjalandi. Biður ílokksmerm
að sýna mikla árvekni, svo að
ekki komi til sams konar atburða
í Ungverjalandi og í Póllandi fyr-
ir helgina. — Talið er, að Rakosi
forsætisráðherra sé nú í Moskvu,
að ráðfæra sig við hina nýju leið-
toga um hvaða stefnu eigi að
taka upp í Ungverjalandi.
Blaðamenn og æskufólk.
Það voru m. a. blaðamenn í
Búdapest og æskulýðsfélag verka-
manna, sem efndu til stærsta úti-
fundarins. Vrar komið íyrir gjall-
arhornum og safnaðist mannfjöldi
fyrir utan. Einn af ritstjórum
„Szabad Nep“, Maron Horvat, var
manna harðastur í gagnrýni sinni
og var mjög hylltur. Meðal þeirra
sem töluðu var ekkja Rajks, sem
dæmdur var til dauða íyrir nokkr-
um árum.
Enn fyrirskipanir frá Moskvu.
Um helgina barst boðskapur tii
allra kommúnistaflokka írá mið-
stjórn Kommúnistaílokks Ráð-
stjórnarríkjanna. Er þar svarað
ýmsri gagnrýni, sem kommúnista-
fcringjar á vesturlöndum hafa
beint að stefnu núverandi vald-
hafa, sagt að hún sé ástæðulaus,
árúsirnai- á Stalín hafi verið nauð
IFramhald á 2. siðu).
Þrír bátar frá Fá-
skrúðsfirði komoir
ásííd
Frá fréttaritara Tímans
á Fáskrúðsfirði.
Þrír stórir vélbátar eru nú farn-
ir frá Fáskrúðsfirði til síldveið-
anna fyrir Norðurlandi. Sá þeirra,
sem fyrstur var norður, er þegar
búinn að fa síld, en hinir tveir
voru rétt að komast á miðin í gær
þegar blaðið aflaði frétta frá Fá-
skrúðsfirði.
Nokkrir litlir bátar stunda veið-
ar á heimamiðum frá Fáskrúðs-
firði og afla sæmilega.
Norrænt verkfræöingamót í
Rvík. næstkomandi föstudag
Næstkomandi föstudag hefst í Reykjavík mót norrænna
verkfræðinga. Þetta er fimmta mótið sem norrænir verk-
fræðingar halda og jafnframt í fyrsta sinn, sem það er hér
á landi. Mótsgestir frá hinum Norðurlöndunum verða sex-
tíu og fimm og um eitt hundrað frá íslandi. Verkfræðinga-
félag íslands hefir séð um mótið og sérstök undirbúnings-
nefnd hefir starfað á vegum þess undanfarið.
Fyrsta mót þessarar tegundar
(Nordisk Ingenör-möde) var hald-
ið í Kaupmannahöfn árið 1929 í
sambandi við hundrað ára afmæli
tækniháskólans þar. Síðan hafa
mótin verið haldin í Svíþjóð, Nor-
egi og í Finnlandi. Þar var ákveð-
ið að næsta mót og það fimmta
í röðinni yrði haldið á íslandi.
Verkfræðingafélag íslands var
stofnað árið 1912 og voru stofn-
endur þrettán. Nú eru félagsmenn
Markmið norrænna verk-
fræðingamóta.
Markmið slíkra móta er að
greiða fyrir gagnkvæmri kynningu
og skapa vettvang, þar sem verk-
fræðingar frændþjóðanna geti
komið skoðunum sínum á fram-
færi: Rætt um tæknilega hluti og
náttúruvísindi. Jafnframt kynnzt
atvinnuháttum og náttúru land-
anna og stuðlað að aukinni þekk-
ingu norrænna verkfræðinga á
236. Félagið skipaði undirbúnings | högum hvers annars. Einnig að.
nefnd stuttu eftir að ákveðið var
að halda fimmta mótið hér. Nefnd
ina skipa þeir Gpir G. Zoega, Stein
grímur Jónsson, Guðmundur Hlíð-
dal, Jakob Gíslason og Guðmund-
ur Marteinsson.
Síldaraflinn s. I. laugardag 15 þúsund
tunnur en ekkert jafnsnemma s.l. ár
Smári aflahæsta skipið
Fiskifélag íslands gaf í gær út fyrstu síldarskýrslu sum-
arsins, og samkvæmt henni var síldaraflinn s. 1. laugardag
orðinn rúmlega 15 þús. mál og tunnur, en á sama tírna tvö
s. 1. ár hafði engin síld borizt á land. Aflahæsta skipið nú
| er Smári frá Húsavík með 940 mál og tunnur. Síldarskýrsl-
' an fer hér á eítir:
Síldveiöin við Norðurland hófst
óvenju snemma að þessu sinni.
Fyrsta síldin barst á land 26. f. m.
Enn er ekki vitað hve mörg skip
fara norður til síldveiða á þessari
vertíð, cn atvinnumálaráðúneytið
hefir veitt 160 skipum veiðileyfi.
Síðastliðinn laugardag, 30. júní
á miðnætti, var síldaraflinn sem
hér segir: 8730 tunnur saltaðar
(aðailega sykur saltað). 5396 mál
fóru í bræðslu og 978 tunnur fóru
til frystingar.
A sama tíma í fyrra og hitteð-
fyrra hafði engin síld borizt á land.
A þeim tíma, sem skýrsla þessi
miðast við, var vitað um 66 skip,
sem fengið höfðu afla, en af þeim
höfðu 7 skip aflað 500 mál og tunn
ur samanlagt og þar yfir.
Þau skip, sem hafa aflað 500 mál
og tunnur eru þessi:
Akraborg, Akureyri 520; Grund-
firðingur II, Grafarnesi 651; Heim-
ir, Keflavík 528; Kap, Vestm.eyj.
664; Kristján, Ólafsfirði 646; Smári
Húsavík 894; Víðir II., Garði 552.
treysta vináttubönd þessara þjóða,
sem um margt hafa við svipuS
vandamál að stríða.
Dagskrá mótsins.
Setning fimmta norræna verk-
fræðingamótsins fer fram í há-
tíðasal Háskólans að morgni 6.
júlí að viðstöddum forsetahjón-
unum, en forseti íslands er vernd-
ari mótsins. Ambassadorar Norð-
urlanda verða einnig viðstaddir
setninguna.
A mánudaginn hefst erindaflutn
ingur. Rætt vcrður um fiskiðnað.
Frá Noregi koma meðal annarra
tveir verkfræðingar, þeir Erik
Heen, forstjóri Fiskeridirektorat-
(Framhald á 2. síðu).
Skálholtshátíða-
nefnd sá um undir-
búning í Skáíholti
Blaðið hefir verið beðið að geta
þess, til þess að fyrirbyggja mis-
skilning, að það var hátíðanefnd
Skálholtshátíðar, sem sá um allan
undirbúning, vegna hinnar miklu
hátíðar í Skálholti, en ekki Skál-
holtsnefnd, sem sér um endurreisn
staðarins.