Tíminn - 14.07.1956, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.07.1956, Blaðsíða 1
m ifylgist me3 tímanam og lesið TÍMANN. Áskriftarsímar 2323 og 81300. Tíminn flytur mest og fjöl- breyttast almennt lesefni. 40. árg. í blaðinu í dag: Bretar ráðgera stórfelldan niður* skurð hernjðarútgjalda, bls.4. Akranes—Spora, bls. 5. í Reykjavík, laugardaginn 14. júlí 1956. 158. blað. ÍM' Fyrsta síldin til Þórshafnar Aðalfundur Samvinnutrygginga að Bifröst: Samvinnutryggingar hafa end- urgreitt 9,6 millj. kr. á 10 árum Aukið freisi í brunatryggingamálum úti um land bein afleiðing af baráttu Þessar myndir voru teknar á Þórshöfn daginn sem söltun hófst þar. Skipin viö bryggjuna eru m. s. Víðir og m. s. Oddur. (Ljósm. Guðm. Ágústsson). samvianumanna - Tíunda starfsár Samvinnutrygginga varS ekki aðeins stærsta starfsárið, heldur reyndust tryggingaiðgjöld félags- ins meiri en nokkurs annars tryggingafélags í landinu og 2,8 miljónir króna tekjuafgangur var endurgreiddur hinum tryggðu eftir árið. Eru Samvinnutryggingar orðnar stærsta tryggingafélag landsins og hafa á tíu ára starfsferli sínum endurgreitt hinum tryggðu 9,6 miljónir króna. Síldarsöltunin nemur nú alls 123,500 tunnum á norður- og austursvæðinu Útlit fyrir veioi í nótt á miðsvæSinii, þar sem síldin heldnr sig ennþá, eins og í garnla daga og er þaS góðs viti í gær var bræla á miðunum fyrir Norður- og Austurlandi því lítið um veiði. Veður fór batnandi fór batnandi með kvöld inu og útlit fyrir sæmilega veiði í nótt. Söltunin nemur nú 123,500 tunnum fyrir norðan og austan en á sama tíma í fyrra nam söltunin 34,000 tunnum. Fyrra sólarhring var saltað í rúmar tólf þúsund tunnur á Siglufirði, en í fyrra nam heildar söltunin þar tæpum 18 þúsund tunnum. Alls hefur nú verið saltað í tæpar 57 þúsund tunnur á Siglufirði . . f fyrradag bárust rúmlega fimm þúsund mál síldar til Síldarverk smiðja ríkisins á Siglufirði ,en í gœr var engin veiði á miðsvæð inu frá því snemma í gærmorgun. Frá Raufarhöfn var blaðinu símað í gærkveldi að nokkur góð köst hefðu fengizt þá um daginn út af Sléttu. Annars var bræla á austursvæðinu fram eft ir degi. Afiahæsta skipið, sem kom til Raufarhafnar var Magn lis Marteinsson frá Norðfirði með 700 mál. Undir kvöldið fór veð ur batnandi og búizt við góðu ; veiðiveðri í nótt. Verið var að salla á tveimur plönum í gær. Vísitalan Kauplagsnefnd hefir reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík hinn 1. júlí s. 1. og reyndist hún vera 185 stig. Stingur sér við minnstu hræringu. j í gærkveldi sá flugvél að eitt- \ hvað af mönnum voru í bátum um . 20 mílur norður af Grímsey, enn l fremur var einn bátur að veið- um n. a. af Rauðanúp og aðrir á leið þangað. Síldin er hin erfið asta viðureignar. Er eins og hún þoli ekkert. Ilún er komin á stund inni upp á yftrborðið ef lygnir, en um leið og fer að gola er hún horfin. Heldur sig á miðsvæðinu. Það heíur vakið nokkrar vonir um áframhaldandi veiði .að sild in virðist vera kyrr á miðsvæðinu en undanfarin sumur heíur orðið að elta hana útí haf. Ægir hefur athugað svæðið frá Langanesi og austur að Gerpi. Vart varð við tais verða átu, en hún er þó ekki mik il. Síldin virðist ekki komin austur og heldur sig enn á miðsvæðmu (Framhald á 2. síðu). Lítið seglskip frá Argentínu sigraði í kappsiglingunni miklu London, 13. júlí. Fyrstu skipin eru nú að koma í mark í liinni miklu seglskipakappsiglingu frá Suður-Englandi til Lissabon í Portúgal. Fyrst kom í mark lítið seglskip frá Argentínu, Yachta að nafni. Tæpri klukkustund síð ar kom fyrsta seglskipið í mark, sem er yfir 100 tonn, var það tyrkneska seglskipið Ruyam. Þriðja í röðinni var hin stóra brezka þrímastraða seglskúta Creole. Von er á öðrum skipum í höfn bráðlega. Ekki er enn fullvíst, liver endanleg úrslit eru sökum forgjafarkerfis, en fullvíst má telja, að hið Iitla seglskip frá Argentínu hafi borið glæsileg an sigur úr býtum. □ Rússneska stjórnin hefir lagt það til, að kjarnorkufræðingar Evrópuríkjanna og Bandaríkj- anna haldi hið fyrsta þing til að ræða, hvernig kjarnorkan verði bezt hagnýtt til friðsam- legra nota. Nauðsyn bseri til þess að stórauka samvinnu kjarn orkufræðinga allra landa til þess að sem beztur árangur geti náðst. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Samvinnutrygginga sem haldin var að Bifröst í Borgar firði í dag. Formaður félagsins Er lendur Einarsson, forstjóri, flutti þar skýrslu um störf stjórnarinnar s. 1. ár, en framkvæmdastjórinn Jón Ólafsson hæstaréttarlögmaður flutti skýrslu um starfsemina á s. 1. ári. Fundarstjóri var kjörinn Þórarinn Eldjárn. 10 ára starf Samvittnutryggingar tóku til starfa a áririifl946 og'nuinu halda upp á 10 ára afmæli sitt síðar á þessu ári. Hefur félagið vaxið jafnt og þétt síðan, unz iðgjaldatekjur þess eru nú orðnar 31,4 milljónir króna og fclagið er orðið, bæði hvað snertir iðgjaldatekjur og sjóði, bezta tryggingafélag lands ins. Iðgjöld í Brunadeild voru á síðastliðnu ári 6,5 milljónir króna, í Sjóðdeild 12,2 milljónir króna, í Bifreiðadeild 9,4 milljónir króna og í Endurtryggingadeild 3,1 mill jónir króna. Brunatryggingamálin Höfuðátak í tryggingamálum á s. 1. ári voru brunatryggingar húsa utan Reykjavíkur, sem gefnar voru frjálsar á árinu. Höfðu Samvinnu tryggingar barizt mjög fyrir því, að þessar tryggingar yrðu gefnar frjálsar, og höfðu á það veruleg áhrif að brunatryggingariðgjöld húsa utan Reykjavíkur lækkuðu að marki. Gerðu 84 sveitarfélög í land inu samninga við Samvinnutrygg ingar um brunatryggingar húsa. Kosningar í stjórn Samvinnutrygginga eiga nú sæti: Erelndur Einarsson, for stjóri, sem er formaður félagsins, ísleifur Högnason, Jakob Frímanns son, Karvel Ögmundsson og Kjart an Ólafsson. Aðalfundur Andvöku Að loknum aðalfundir Samvinnu trygginga fór fram aðalfundur Líf tryggingafélagsins Andvöku, en Jón Ólafsson er einnig fram- kvæmdastjóri þess og stjórn þess hin sama og Samvinnutrygginga. Iðgjöld á árinu námu 1,9 milljónir króna, en tryggingarstofn félags ins er nú samtals 74,7 milljónir króna. Nýtt íslandsmet í míluUaupi Á frjálsíþróttamótinu á íþrótta vellinum í gærkveldi setti Svavar Markússon nýtt íslandsmet í míluhlaupi (1609 m.). Hljóp hann vegalengdina á 4.15.8 mín. Annar varð Sigurður Guðnason á 4.17.8. Gamla metið var 4.21.2 og átti það Pétur Einarsson. Þrátt fyrir slæmt keppnisveður náðist ágætur árangur í flestum greinum, sem keppt var í. Hilm ar Þorbjörnsson hljóp 200 metr ana á 21.8 sek. Stefán Árnason liljóp 3000 metra hindi unarhlaup á 9.45.4 sek. og er það 2 sekúnd um lakar en íslandsmetið. Guð- jón Guðmundsson hljóp 400 m. grindahlaup í fyrsta skipti á 57 sek. og Sigurður Lárusson stökk 1.83 í hástökki. Spora keppir á Ak- ureyri Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Knattspyrnuliðið Spora kom hingað til Akureyrar um klukkan átta í gærkveldi, cn ákveðinn hefur verið kappleikur milli þess og úr valsliðs Akureyrar. Hefst sá leik ur klukkan 16,30 í dag og bíður fólk spennt úrslitanna. Búizt er við miklu fjölmenni á völlinn. Fiskaflinn á öllu landinu 240,829 Iestir í júnílok Frá áramótum til júníloka var heildarfiskaflinn á öllu landinu 240.829 smálestir. Af þessu magni var bátafiskur 146.534 smál., en togarafiskur 94.295 smál. Á sama tjma í fyrra var heildaraflinn 256.707 smál., þar af bátafiskur 170.370 smál., en togarafiskur 86.337 smál. Aflinn 1.1.—30.6. 1956 skiptist þannig eftir verkunaraðferðum (samsvarandi tölur fyrir 1955 í svigum): 1. Síld: Til frystingar 97 smál (22), söltunar 1.179 smál. (0), bræðslu 728 smál. (26). 2. Annar fiskur: ísfiskur 781 smál. (728), til frystingar 103.617 smál. (105.322), herzlu 43.706 sml. (54.966), söltunar 85.807 smál. (91.978), mjölvinnslu 2.248 smál. (2.112), annað 2.666 smál. (1.553). Aflamagnið er miðað við slægð a* fisk með haus, nema síld, sem vegi* er upp úr sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.