Tíminn - 14.07.1956, Page 4

Tíminn - 14.07.1956, Page 4
4 T í M I N N, laugardaginn 14. júli 1956, Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Seinheppni reiða mannsins REIÐI MAÐURINN í Morg- unblaðinu heldur áfram ó- hró.ðursskrifum sínum um Framsóknarflokkinn. Hann helgar Framsóknarflokkn- um forustugrein Mbl. í gmr og tekur nú á öllu, sem hann á til. Hann leitast við í grein inni að draga upp mynd af Framsóknarflokknum. Og hvernig hefir honum svo heppnazt myndgerðin? Það verður ekki annað sagt en hún hafi heppnazt furðulega, ef breytt er til um eitt orð í greininni, þ. e. nafn Sjálf- stæðisflokksins sett í stað- inn fyrir nafn Framsóknar- flokksins. Þá verður greinin ein hin raunhæfasta lýsing á Sjálfstæðisflokknum, sem enn hefir verið gerð. REIÐI maðurinn ber Fram- sóknarflokknum á brýn svik- semi við samstarfsmenn sína. Rngin dæmi nefnir hann þó um þetta. Hins veg- ar er hægt að nefna mýmörg slík dæmi um Sjálfstæðis- flokkinn. Það má t. d. nefna eið Ólafs, þegar hann lofaði Framsóknarmönnum að stuðla ekki að breytingu á kjördæmaskipuninni á þing- ínu 1942, en rauf svo eiðinn nokkrum vikum seinna og gekk til samstarfs við komm- únista um slíka breytingu. Það má nefna samning Ól- afs og Bjarna Ben., þegar þeir lofuðu Birni Ólafssyni öruggu sæti á Reykjavíkur- lista Sjálfstæðisflokksins, en felldu hann svo með útstrik- unum. Þannig má halda á- fram, en þetta nægir til að sýna, að umrædd lýsing á við Sjálfstæðisflokkinn, en ekki Framsóknarflokkinn. ÞÁ KALLAR reiði maðurinn Framsóknarflokkinn „aftur- haldssaman hentistefnu- flokk“ og ber honum á brýn andstöðu gegn ýmsum fram- rórum. Allt er þetta út í hött varðandi Framsóknar- flokkinn, en er hins vegar sönn lýsing á Sjálfstæðis- flokknum. Hann hefir í fyrstu barizt gegn flestum umbót- um,.sem komist hafa fram fyrir opinberan atbeina, en reynt svo að eigna sér þær á éftir. Þótt afturhaldsemin sé þannig upprunaleg stefna hans og myndi einkenna stjórnarhætti hans, ef hann réði einsamall, getur hann þó verið til með að varpa henni fyrir borð og taka „koll steypur“, ef hann telur sig geta tryggt hagsmuni milli- liða og gróðafólks betur á þann hátt. Höfúðtákmark hans er nefnilega að halda í völd og sérréttindi, hvað sem það kostar. Hann er valdastreituflokkur fyrst og fremst. í stuttu máli verð- ur honum ekki betur lýst en að kalla hann „afturhalds- saman hentístefhuflokk.“ ÞÁ SEGIR reiði maðurinn, að Framsóknarflokkurinn sé sérstaklega mótfallinn einni stétt, verkamönnum. Áttta menn sig ékki fljótt á því, hvaða flokk þessi lýsing á bezt við? Hver barðist gegn togaravökulögunum? Hver hefir harðsvíraðasta atvinnu rekendavaldið innan vé- banda sinna? Hver vinnur fyrir milliliðina, er gera kaup hækkanir að engu? Nei, það verður ekki af Sjálfstæðis- flokknum skafið, að enginn flokkur er andvígari verka- mönnum en hann, enda er hann fulltrúi þeirra stétta, er byggja hag sinn á því, að skerða kjör þeirra. SVO KEMUR lokaþátturinn hjá reiða manninum. Fram- sóknarflokkurinn reynir að svíkjast inn bakdyramegin. Við hvaða flokk skyldi þetta eiga bezt? Hvaða flokkur ger- ir mest að því að leyna stefnu sinni og tilgangi? Hvaða flokkur segist vera „flokkur allra stétta“?, en er í rauninni aðeins klíka stórgróðamanna og stórbrask ara? Þannig má halda áfram að nefna dæmin um það, hvernig Sjálfstæðisflokkur- inn reynir að svíkjast inn bak dyramegin. Vafalaust hefir það ekki verið ætlun reiða mannsins, þegar hann skrifaði grein sína, að draga athyglina fyrst og fremst að eigin flokki og veilum hans. Sein- heppni hans er aðeins sú, að þegar hann hyggst að lýsa verulega varhugaverðum flokki, þá verður lýsingin eins og hún sé samin um Sjálfstæðisflokkinn. Þessi lýs ing reiða mannsins er jafn- framt fullkomin skýring á því, hvers vegna Framsókn- armenn hafa gefizt upp á samstarfinu við Sjálfstæðis flokkinn og aðrir flokkar virðast ráðnir í að hafna því. „Kosningasvindlið" 1937 MORGUNBLAÐIÐ heldur því enn áfram að kalla kosninga bandalag Framsóknarflokks- ins og Alþýðuflokksins svindl og þrask. En hvaða nöfn vill það þá gefa kosningabanda- lagi Sjálfstæðisflokksins og Bændaflokksins 1937? Hvaða munur var á því og banda- lagi Alþýðuflokksins óg Fram sóknarflokksins nú? Mbl. ætti að svara þessari spurn- ingu áður en það skrifar meira um svindl og brask. Annars setja umrædd skrif þess miklu fremur svindlara- stimpilinn á Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson en for- ingj a Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, því að Ólafur og Bjarni áttu frum- kvæðið að bandalaginu 1937, er var fordæmið fyrir banda laginu nú. _______ , u ,,, Bretar ráðgera stðrfelldán niðurskurð hernaðarútgjalda Ætla að leggja niður orrustufIugsveitir og afnema herskyldu - markverðar upp- lýsingar í amerísku blaði ,'JýIega birti amertska tímaritið Newsweek athygiisverða grein um viðhorf Breta til herbúnaðar um þessar mundir og áætlanir þeirra um stórfelldan sámdrátt á því sviði, bæði vegna nýrrar hernaðai tækni og nýrra viðhorfa í al- þjóðamálum. Þessi grein er harla fróðleg, m. a. með tilliti til þeirra umræðna, sem fram hafa farið hér á landi um hernaðaröryggi og gildi varnarsveita að undanförnu. Verð- ur greinin því endursögð hér á eftir. Bretar ráðgera um þessar murid- ir stórfelldan niðurskurð á hern- aðarútgjöldum, segir Newsweek. Og þeir vilja að Bandaríkin og önnur vestræn bandalagsríki feti í sömu slóð. Fjármálaráðherra Breta, Harold MacMillan hefir tilkynnt, að hern aðarútgjöld verði skorin niður um sem svarar 200 milj. dollara til að byrja með. Þessi sparnaðaráætl un hefir þegar gersamlega kippt fótum undan brezku loftvarna- sveitunum, og hefir valdið því að i flotahöfninni í Scapa Flow er lok- að, en þar voru sögufrægar stöðv- ar í báðum heimsstyrjöldum. Fréttaritari Newsweek í London símar, að þessi niðurskurður sé undanfari þess, sem ríkisstjórn sir Anthony Edens ætli að verði alls herjar endurmat á varnarkerfi hins vestræna bandalags. Efling efnahagskerfis í London er því haldið blákalí fram, að vestræn lönd hafi engin efni á að verja stórfúlgum í venju legar gerðir af skriðdrekum, fall- byssur og jafnvel flugvélar, sem allt verði vitagagnslaust í atóm- styrjöld, sem væntanlega aldrei kemur. Nú þegar Rússar hafa fært sig um set, frá hernaðarárásum í fjármála- og viðskiptalegar inn- rásir, er enn augljósara en íyrr, segja Bretar, að lýðræðisríkin þurfa að styrkja efnahagskerfi sitt. Og í Bretlandi er engin leið til þess önnur en draga úr her- varnaútgjöldum. Þessi nýja „lína“ hefir verið að fæðast í Whitehall að undanförnu og spurningin er nú þessi: Hvern- ig á að fá sem mestan varnar- mátt á atómöld fyrir sem minnsta peninga? Nýja varnarfízkan Helzta atriði þess, sem sumir Bretar kallá nýju varnartízkuna, eru nú kunn. Undanfari er fyrir- heit um að leggja ekki út í ncinar stórbreytingar, nema í samráði við Bandaríkjamenn. En þeir eru samt ekki líklegir til að taka fagnandi við nýju tízkunni, þvert á móti. Búast má við hræðsluópum úr þeirri átt. Því að kjarni nýju tízk- unnar er, að minnka hervarnaút- gjöldin um %. Ekki er ljóst enn, hvernig þessi sparnaður muni koma við, en þó má eygja nokkur aðalatriði: Innan þriggja ára munu Bret- ar hafa innan við 500.000 menn undir vopnum, í stað 750.000 nú. Almenn herskylda verður af- numin 1959. í hennar stað kem- ur reglugerð um kjör hermanna, og herinn verður byggður upp í kringum kjarna sérstaklega æfðra sérfræðinga. Herafli Breta í Þýzkalandi verður minnkaður úr 4 14 her- deild í 2. Aðalvarnarkerfi Breta verður byggt á sprengjuflughernum og loftflaugum, en orrustufiugsveitir verða lagðar niður. Þrýstiloftsflug vélar til varnar eru taldar of dýr- ar og úreltar. Sérfræðingar Breta telja, að Bretar geti varið sig og staðið við allar sínar skuldbindingar gagn- vart öðrum með 100 nýtízku sprengjuflugvélum, sem fljúga hraðar en hljóðið fer, og eru gerð ar til að flytja vetnisvopn. Þenn- MacMillan fjármálaráðherra boðar niðurskurð lierútgjalda. an flugflota styðji lítill floti á sjó, búinn kjarnorkuvopnum, og síðan sveitir sérlega æfðra flug- hermanna, er kunna að beita kjarn orkuvopnum. Aðalröksemdin fyrir nýtízk- unni er: Rússar hætta ekki á heimsstyrjöld. Kjarnorkuvopn gera kleift að treysta hindrunar- vaidi þeirra einu saman. Eden forsætisráðherra lauk svo viðræðum sínum við' rússnesku stjórnmálamennina í apríl s. 1. að hann var sannfærður um, að'„á- tök í milli stórveldanna eru ó- hugsandi, því að þau jafngilda sjálfsmorði á heimsmælikvarða.“ Um vetnissprengjuna er Eden sagður hugsa á þessa lund: „Þegar þessi stórhindrun er fyrir augum beggja, hafa stórir herir, sem standa andspænis livor öðrum með allan búnað, byssur og skrið- dreka, engan veginn sama gildi og áður ... Sá tími er vissulega upp runninn, að allar hernaðará- ætlanir þurfa að taka tillit til hinna breyttu aðstæðna.“ Minni herútgjöld — meiri umsvif í útreikningum Breta veldur fjárhagshliðin miklu. Niðurskurð- ur hervarnaútgjalda er óhjákvæmi legur, ef Bretar eiga að geta stað- ið á eigin fótum í framtíðirini, telja forustumenn þeirra. Þegar létt væri þunga hernaðarútgjald- anna af þjóðinni, væri unnt að leggja meira af mörkum til sam- veldislandanna, styrkja aðstöðu brezka iðnaðarins í samkeppni við Rússa um efnahagsleg áhrif í vah- yrktum löndum víða á hnettinum. En veiki punkturinn er, og það viðurkenna Bretar, að vestrænar þjóðir gleymi því, að það var fyrst og fremst styrkleiki óg sam- heldni sem kenndi Rússiim þáu sannindi, að stríð borgar sig ékki. Og ef vestræn lönd yrðú aftur veik í vörnum, mundu kommún- istar e. . v. endurskoða þá afstöðu sína, segir Newsweek að lokum. Illa mundu þessj vísindi Breta og hins ameríska blaðs ;líta, Út í Morgunblaðinu á íslandi. 'BAÐSromN Smekkurinn, sem kemst í ker___ MARGRA GRASA kennir í erlend- um blöðum um þessar mundir, er þau ræða um ísland. En þaö er mikil tízka síðan Alþingi ákvað endurskoðun varnarsamningsins. Mikið af þessum skrifum ber keim af því, að umboðsmenn er- lendra fréttastofnana hér á landi sendu ranga og villandi fréttir af varnarmálásamþykktinni og stjórnarslitunum þegar í upphafi. Og smekkurinn, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber. Enn í dag má sjá greinar byggðar á þeim upplýsingum, sem símaðar voru héðan, að stjórnarslitin hafi orðið út af varnarmálinu og kosn- ingabaráttan hafi snúist um það eitt. Nokkuð ber á því, að stjórn- málaflokkarnir íslenzku séu flokk aðir í „anti“- og „pro“-ameríska flokka. Og afstaðan til varnar- málsins er þá merkjalínan. Lík- legt er að þessi rangi fréltaburð- ur verði til tjóns og leiðinda og er þung ábyrgð þeirra íslendinga, sem í upphafi sendu litaðar og rangar fregnir héðan. Flísin og bjáikinn. ÉG SÉ, að Morgunblaðið er ákaf- lega hneykslað yfir cinhverjum fréttum af stjórnmálaliorfum hér, sem lesnar hafa verið í danska út- varpið. Áður hafði blaðið birt hneykslunarplislil út af ummæl- um, sem New York Times hafði eftir Ólafi Thors. Ilneykslunin kann að vera réttmæt í sjálfu sér, en kemur heldur seint. Ame- rísk þlöð birtu í vor ummæli, sem höfð voru eftir utanríkisráð- herra íslands. Frumheimildin var fréttaskeyti til erlendrar frétta- stofnunar, sent af starfsliði Mbl. Augljóst var, að ummælin, sem erlendis birtust, voru stórlega úr lagi færð. Á skrifstofu Mbl. var afrit af símskeytinu, sem sýndi, hvað ráöherrann hafði í raun og veru sagt. Og hvað gerði Mbl.? Leiðrétti það misskilninginn? Ó- nei, hvorki leiðrétti né andmælti. Það tók upp orð hinna erlendu blaða, sem það vissi’ vel að voru stórlega úr lagi færð, og notaði þau til árása á utanríkisráðherra. Hneykslun Mbl. nú er því ekki tengd neinni sérstakri sannleiks- ást heldur aðeins umhyggju blaðs ins fyrir Ólafi Thors. Mbl. finnst allt í lagi að rangfæra ummæli andstæðinga í erlendum blöðum. Endurprentar slík ummælí með velþóknun og hotar sér í liag. En ef svona vinnuaðferðir snerta Ólaf Thors, þá er annað uppi á teningnum. Þá ætlar allt vitlaust að verða og stærsta fyrirsagna- letri er tyllt upp á forsíðu blaðs- ins. Já, hún er svo stór flísin sú arna, að bjálkinn hverfur al- veg í skuggann. Umgengnisvenjur og íslenzk b!öð. Á MEÐAL grasanna í urtagarði erlendu blaðamannanna, sem hér dvöldu, eru nokkur býsna athygl- isverð. Meðal annars þetta: Fréttaritari Manchester Guardian gerði að sérstöku umtalsefni að íslenzkir blaðamenn hefðu verið „útilokaðir" frá blaðamannafund- um, sem íslenzkir ráðherrar héldu fyrir kosningarnar. Þótti honum þetta merkilegt og undarlegt fyr- irbæri. Enda má taka undir það. íslenzk blöð útilokuð frá slíkum fundi, en alls konar fólk, sem kallar að það sé sent af erlend- um blöðum (sbr. bókavörðinn frá Gentofte, gistivin Mbl.) sjtur langa stund á viðræðufundi um viðhorf og atburði dágsins. Þetta er ekki eins og það á að vera. ís- lenzkir stjórnmálamenn sjá stund um ekki þjóðina fyrir flókknum,1 og nota ekki þau tæki, sem til eru í landinu, til að veita þjóð- inni upplýsingar og fréttir af því, sem er að gerast. Eðliíegt hefði verið að íslenzku blöðin hefðu átt fulltrúa á þessum blaðamanna fundum. Fjarvist jpeirra yakti sér- staka athygli erlendu blaðamann- anna, sem áttu erfitt- með að skilja þær umgengnísvenjur gagn vart blöðunum, sem í þessu birt- ust. Vonandi stendur þetta til bóta. — Frosti.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.