Tíminn - 22.08.1956, Blaðsíða 4
Tí MI N N, miðvikudaginn 22. ágúst 1956.
V’
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Ritstjórar: Haukur Snorrason
Þórarinn Þórarinsson (áb.). !
Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu.
Sfmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), |
auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Dýrtíðarsteína íhaldsins
TVÍSÖNGSMENNTIN
blömgast í málgögnum Sjálf-
stæðisíiokksins. Þau gera
ýmist að „fara upp“, og lýsa
blómlegum arfi, sem Ólafur
Thörs' hafi látið eftir sig á
stranclslaönum, eða „fara
riið,ur“, og tala um dýrtíð og
vandræði, sem aðrir beri
ábyrgð á. Vísir lýsti því hér
á dögunum, að það hlyti að
vera fjármálaráðherra Fram
sáknárflokksins, sem bæri á-
býrgð á því, að dýrtíð er að
stöðya framleiðsluna og
hvers konar vandræði knýja
á dyr. Morgunblaðið lýsti
því daginn áður, að aldrei
fyrr hefði nokkur ríkisstjórn
setzt að eins blómlegum arfi
og sú, sem tekið hefði við eft-
ir 3 ára stjórnarforustu Sjálf
st’æðisflokksins. í gær er blað
ið aftur komið á lægri nót-
urnar, Dýrtíð er að sliga
þjóðfélagið, en ábyrgð á því
bera ekki þeir, sem höfðu
stjórnarforustunar heldur
aðrir aðilar, einkum komm-
únistar.
TIL ÞESS að rökstyðja
ádéiluna á kommúnista vitn-
ar Morgunblaðið mjög í þing
ræður Eysteins Jónssonar og
tilfærir orð og setningar úr
samhengi. Vill blaðið, með
þessu reýna að telja fólki
trú um að Eysteinn Jónsson
og aðrir forustumenn Fram-
sóknarflokksins hafi talið
kóriimúnista og verkalýðs-
stettirnar einar bera ábyrgð
á þvþ;að dýrtíðarstefna varð
hér ofan á og verðhækkanir
á öllum sviðum komu fram-
leiðslunni á kaldan klaka.
' i>etta er auðvitað hin herfi
legdsta blekking. Framsókn
armenn deildu fast d komm
únista fyrir ábyrgðurleysi
þeirra, en þeir deildu líka
ftíst 'og engu vœgilegar á
Sjálfstœðismenn fyrir
þerrra hlutdeild i dýrtíð-
árstefnunni.
,(§>,tórfellt brask og kaup-
ipang, sem aldrei mátti
hrófla við, sífellt aukin ásókn
verðbólgubraskara og ann-
arra máttarstólpa íhaldsins,
ótímabærar verðhækkanir og
önnur fjárplógsstarfsemi
þróaðist undir verndarvæng
íhaldsins án þess að væri
gert. Á þetta allt deildu Fram
sóknarmenn fast. En um það
þegir Mbl. í villandi tilvitn-
unum í ræður þingmanna
reynir þaö að láta líta svo
út, sem Framsóknarmenn
hafi verið sammála íhaldinu
í því að kenna verkalýðs-
stéttunum og kommúnistum
um alla ábyrgð á þróun dýr-
tíðarstefnunnar. Þeita er svo
augljós blekkingartilraun, að
hún missir gersamlega
marks.
ÞAÐ ER m. a. þessi
reynsla af samstarfi við í—
haldið sem stendur undir
undir þeirri fullyrðingu Fram
sóknarmanna, að ekki sé
unnt að leysa efnahagsmál-
in í samstarfi við Sjálfstæð-
isflokkinn. íhaldið er ætíð
reiðubúið að tala um þær dýr
tíðarráðstafanir, sem almenn
ingur verður að standa undir,
en þegar kemur að hinni hlið
inni, allskonar braski, ótíma-
bærum verðhækkunum og
öðrum ófarnaði, sem jafnan
fylgir íhaldsflokki í valdaað-
stöðu. þá er annað uppi á ten
ingnum. Þá á lýðskrumið eitt
að duga, en raunhæfar að-
gerðir eru stöðvaðar. Alþýðu
stéttirnar í landinu þekktu
þessi vinnubrögð af langri
reynslu og tortryggðu allar
ráðstafanir til úrbóta, sem
íhaldið kom nálægt. Höfðu
líka oft ærna ástæðu til þess.
Einnig af þeirri ástæðu var
tilgangslaust að ræða um að
leysa efnahagsmálin í sam-
starfi við íhaldið.
Eina leiðin til bjargar eins
og nú er komð, er traust sam
starf vinnustétta framleið-
enda og ríkisvalds um að
leysa vandann. Á þeim
grunni er núverandi stjórn-
arsamstarf reist.
I samstarfi við fólkið
ÍHALDSBLÖÐIN reyna
að gera lítið úr fyrirætlun
r}P), .„i'íkisstjórnarinnar um
hagfræðilega rannsókn og
birtingu gagna. Ala einkum
á'itortryggni í garð nefndar
þeirra, sem skipuö hefur
verið. ,Um hæfni einstakra
riÍ£|ri.pá,ér óþarfi að deila við
íþáldíð á þessu stigi málsins.
R.py,pslan mun sýna, hvert
starf þessi nefnd innir af
hendi. Þá er nægur t.ími til
döma þótt Morgunblaðsmenn
vilji' Ógjarnan bíða þess. Á
mgðan má gera sér grein
fýjrír því,’ hver reginmunur er
á þéim vinnubrögðum, sem
r^isst|órnin ætlar að við-
riafa ;í þessu efni og viðhorfi
ifealdsins meðan það sat að
völdum. Hér á nú að fara
frárii sérfræðileg rannsókn,
í.samráði við fulltrúa vinnu-
stetþanriá, sem fylgjast með
því að rannsóknin sé réttlát
og ítarleg. Þessi rannsókn er
því fyrir opnum tjöldum, í
augsýn fólksins í landinu. í-
haldið fór öðru vísi að. í
fyrra var framkvæmd nokk-
ur hagfræðileg rannsókn á
ýmsum þáttum þjóðarbúskap
arins og gert um það sérfræði
legt álit, Hvernig var farið
með það? Það var læst niður
í skúffu ráðherra og þing-
manna og kom aldrei fram í
dagsins Ijós. Upplýsingar
þær, sem þar var að finna
um efnahagsástandið, voru
meðhöndlaðar eins og ríkis-
leyndarmál. Þær hafa enn
ekki verið birtar almenningi.
Þjóðin breytir ekki eftir álits
gerðum, sem hún þekkir ekki.
Efnahagsmálin verða ekki
leyst af nokkrum sérfræðing
um, eða fáum stjórnmála-
mönnum, sem rýna í álits-
gerð ofan í skúffu. Þar þarf
til samstarf stéttanna, byggt
á gagnkvæmu trausti og rétt
um upplýsingum.
”Nýr repúblikanísmi” og forsetakjör
Flokksþingið í San Fransisco verður
fremur hyllingarhátíð en mikilvæg
politísk samkunda
Á blaSamannafundi í Hvíta-
húsinu fyrir nokkru varð blaða-
maður frá Chicagoblaði til þess
að leiða umrœðurnar inn á
óvenjulegar brautir. Hann sagði
Eisenhower forseta beint og op-
inskátt frá því, að gamlir vinir
hans í Gettysburg, en þar á Eisen-
hower búgarð — óttuðust það
beinlínis, að hann mundi ekki
lifa af önnur fjögur ár í Hvíta
húsinu.
Það var ekki auðvelt að ræða
þetta mál, jafnvel ekki fyrir svo
sviðsvanan mann sem Eisenhower,
en hann lét samt í ljós álit sitt.
Hann sagði, að svo lengi sem
Republikanaflokkurinn teldi það
hollt fyrir flokkinn að hann
gegndi embætti forseta, þá teldi
hann það skyldu sína að gefa kost
á sér. Það væri svo ameríska þjóð
in, sem felldi lokaúrskuröinn.
Eisenhower hefir þunga byrSi
bera, segir teiknarinn Hesse í St.
Louis Globe Democrat. Hann hefir
sett sér aö betrumbæta og endur-1
skipuleggja Repúblikanaflokkinn.
Srsertir hvern kjósanda
Þessi blaðamaður drap þarna á
mál, sem óhjákvæmilega snertir
hvern einasta kjósanda í Banda-
ríkjunum í haust: Heilsufar Eis-
enhwers. Kjósendur munu grand-
skoða hann í sjónvarpstækjum
sínum, er hann kemur fram og
flytur ræður. Þeir munu lesa með
áfergju tilkynningar lækna eftir
hverja skoðun, en þeir munu ekki
taka eins alvarlega tilkynningar og
fregnir, sem sífellt ganga út frá
aðalstöðvum Repúblikanaflokksins.
En samkvæmt þeim er heilsa Eis-
enhowers sérlega góð um þessar
mundir. Eisenhower gaf flokks-
stjórninni þó efni í góða frétt hér
á dögunum. Hann lék uppáhalds-
leik sinn, golf, á frægum golfvelli,
fimm vikum áður en hann hafði
áætlað að verða hæfur til þess eft-
ir uppskurðinn, og tók ekki nærri
sér. En loforð hans um að láta
fara fram nákvæma læknisfræði-,
lega rannsókn á sér áður en til
kosninga er gengið, stendur. Þetta
er í fullu samræmi við viðhorf
Eisenhowers, allt frá því að heilsu
hans tók að hraka. Hann vill ekki
að þjóðin þurfi að kjósa mann,
sem ekki er nema hálfur maður
vegna heilsubrests. Það mun vera
einlægur ásetningur hans að tjá
þjóðinni allan sannleika um málið.
hafði verið. Þetta kom m. a. í ljós
í atkvæðagreiðslum í þinginu þar
sem þingmenn flokksins, sumir
hverjir, snerust á móti frumvörp-
um, sem forsetinn stóð að. Og veru
legur sannleikur er íólginn i
spurningu, sem nýlega var lögð
fyrir Eisenhower á blaðamanna-
fundi, en hun var á þessa leið.
Þegar þér genguS í Repúblik-
anaflokkinn 1951, gcrðuð þér það
með sama hugarfari og kona, sem
giftist manni íil þess að betrum
bæta hann? |
Eisenhower brosti að þessu og:
svaraði neitandi. En samt er Ijóst,!
að hann hefir smátt og smátt náö
meira tangarhaldi á ílokksstjórn-
inni og á sívaxandi þátt í að móta
stefnu flokksins. Og í dag er hann
í augum amerísks almennings
helzti fulltrúi hins nýja repúblik-
anisma, sem svo er kallaður. Þessi
nýju viðhorf koma áreiðanlega í
Ijós í kosníngastefnuskrá hans, og
amerísk blöð telja, að þetta muni
m. a. birtast í aukinni áherzlu á
félagslegar umbætur í landinu.
Hinn nýi repúblikanismi
í þessu sambandi er minnt á
samband Eisenhowers við vara-
verkamálaráðherrann, Arthur Lar-
son, sem nýlega hefir gefið út bók
sem heitir „A Republican Looks
at his Party“, en þar ræðir hann
hinn nýja repúblikanisma Eisen-
howers. „Time“ segir frá því, að
Eisenhower hafi lesið bókina mjög
rækilega, er hann var veikur. Lar-
son heíir síðan oft verið kvaddur
til ráða. Hann er í hópi hinna
yngri og frjálslyndari manna. Lar-
son er sagður muni verða helzti
ráðgjafi Eisenhowers við að semja
kosningaræður í haust. Það er eft-
irtektarvert, að Adlai Stevenson
hóf þegar eftir útnefningu sína að
vekja athygli á því, að hvað sem
liði nýjum repúblikanisma r.voköil-
uðum, væri flokkurinn samt ílokk-
ur auðmannanna í landinu. Þetta
viðbragð Stevensons sýnir, að
Demokratar gera sér ljóst, að hinn
nýi repúblikanismi Eisenhowers
fellur vel í geð margra Bandaríkja
manna.
Persónuleg harmsaga
Það er persónuleg harmsaga, að
Eisenhower skuli ekki endast
heilsa til þess að taka kröftuglega
forustu í flokknum einmitt þegar
aðrar aðstæður leyfa. Hann er á
þröskuldi þess að endurskipu-
leggja flokkinn, en hætt við, að
af því verði ekki að ráði vegna
þess, hve hann er veikur fyrir. En
ef hinn nýi repúblikanisnn fær
ekki að festa rætur, og hin gamla
stefna veður aftur uppi, geta Repú
blikanar varla vænzt þess, að halda
í þær miljónir kjósenda, sem
fylgja þeim að málum vegna Eis-
enhowers og þeirrar stefnu sem
hann markar. Þetta gera sumir
leiðtogarnir sér Ijóst, og í þeim
hóp er sennilega nú orðið Richard
Nixon, varaforseti, sem vafalítið
verður endurkjörinn með yfirgnæf
andi meirihluta nú eftir að upp-
reisn Stassens gegn honum hefir
runnið út í sandinn. Nixon virðist
nú leggja megináherzlu á, að hann
sé fylgjandi stefnu Eisenhowers
og muni framfylgja henni. En
hvort kjósendur líta sömu augum
á það, er ekki yjst.
Skoíæfingar
varnarliðsins
Skotæfingar varnarliðsins í
landi Voga á Suðurnesjum hefj-
ast, eins og venja hefir verið 1.
september n. k.
Æfingar standa til 15. október.
— Utanríkisráðuneytið, Rvík, 20.
ágúst 1956.
Sigurvissa Republikana
En enda þótt óvissan um heilsu
forsetans liggi eins og mara á allri
kosningabaráttu Repúblikana-
flokksins, þá setti hún ekki neinn
skugga á flokksþingið, sem hófst í
San Francisco í gær. Þar ríkti sig-
urvissa. Repúblikanar telja að þeir
muni sigra undir merki Eisenhow-
ers, líklega glæsilegar en 1952.
Þetta styður m. a. síðasta Gallup-
skoðanakönnun, sem fram fór í
þessum mánuði. Samkvæmt henni
fær Eisenhower 61% af atkvæð-
unum (tilsvarandi tala 50% í ágúst
1952) en Stevenson 37%, miðað
við 43% í ágúst 1952. Foringjar
flokksins vita fullvel, að það er
persóna Eisenhowers en ekki
flokksfylgi, sem stendur undir sig-
urhorfunum með þessum hætti.
Þegar bakgrunnurinn er þessi, má
fullvíst telja, að flokksþingið, sem
háð er í San Francisco þessa dag-
ana, verði fremur hátíð til að hylla
manninn, sem hefir endurvakið
sigurvilja og mátt flokksins eftir
5 kjörtímabil demókratískra for-
seta, cn mikilvæg pólitísk sam-
kunda.
Sfefnuskrá Eisenhowers
En svo vaknar spurningin:
Verða fulltrúar á flokksþinginu
eins hrifnir af kosningastefnuskrá
Eisenhowers og þeir eru af sigur-
horfunum undir hans forustu?
Það er á allra vitorði, að á fyrstu
mánuðum í forsetatíð sinni mætti
Eisenhower mikilli andspyrnu írá
hægri armi flokksins, því a'ð það
kom í ljós, að forsetinn var frjáls-
lyndari, meira til vinstri, en ætlað
StórhríS í sólskini.
MIKILL óskaplegur rykmökkur lá
yfir þjóðvegunum hér sunrian-
lands um helgina. Yfir hvelfdist
blár himinn, en sólskinið náði
varlá að ylja farþegum í bílunum.
Umhverfis þá luktist stórhríð um
sumardaginn. Hríðin var svo
dimm á köflum, að maður varð að
fara eins og í dimmri þoku.
Næsta bíl skaut skyndilega út úr
kófinu á stuttu færi og þá var
betra að vera við öllu búinn. Vit
fylltust af ryki og inni í bílnum
var lag á fötum og sætum. Þetta
er sú versta rykhríð, sem ég hefi
séð, sagði bílstjóri, sem er búinn
að aka hér í Reykjavík og grennd
í 20 ár, og er þó langt jafnað.
Hann kallaði þetta miklu verra
en *á Skálholtshátíðinni. Það er
auðvitað langvinnur þurrkur, sem
veldur, en frumástæðan er þó of-
aníburður sá, sem valinn er. Það
sést glöggt, ef menn aka nokkuð
langan vegarspotta, og bera sam-
an mökkinn, sem rís upp af ein-
stökum vegarköflum.
Moldin er verst.
Á LÖNGUM köflum á Þingvalla-
veginum er til dæmis mjög mold-
arblandaður ofaníburður. Þegar í
hann er komið, er kófið svo þétt,
að varla grillir í vegarbrún. Svo
styttir upp um skeið. Það er af
þvf að þá er ofaníburðurinn á
þeim kafla leirkenndari. Þessi
reynsla bendir til þess, að ofaní-
burður sé valinn af handahófi, og
hreint ekki með tilliti til þess,
hvernig hann rykast upp og setzt
í vit þúsunda manna, sem ferðast
um veginn. Skyldi maður þó ætla,
að það væri dálítið atriði. Mold-
arblandan, sem er á vegunum
hér í kring um Reykjavík, getur
varla verið góður ofaníburður,
frá hvaða sjónarhól, sem skoðað
er.
Meiri upplýsingar.
HÉR Á DÖGUNUM ritaði skáldið
á Gljúfrasteini liarðorða ádrepu
um rykið á vegunum í eitt dag-
biaðanna. Þar var fast að orði
kveðið um þessa hluti, og verk-
kunnátta vorra manna talin helzt
til lítil. Hvað sem um það er,
væri áreiðanlega hollt að útskýra
fyrir almenningi, hvers vegna
vegagerðarmenn velja ofaníburð
eins og moldarblönduna hér í
kring um borgina. Fróðlegt væri
líka að heyra, hvort athugað hef-
ir verið að láta rykbindiefni á veg
inn. Sums staðar erlendis tíðkast
það og gefur góða raun. Vel má
vera, að það kosti of mikið, en
þá ættum við að fá að heyra um
það. Aðalatriðið er, að vegfar-
endur hafi ástæðu til að ætla, að
vegagerðarmenn séu að ieita úr-
bóta, en láti sér ekki gersamlega
á sama standa, þótt þúsundir
manna fari um veginn með ýitin
troðfull af ryki. — Frosti.