Tíminn - 22.08.1956, Blaðsíða 1
Sflgist með tímanam og IesiB
TÍMANN. Áskriítarsímar 2323 og
81300. Tíminn flytur mest og fjöl-
breyttast almennt lesefni.
f blaðinu í dag:
„Nýr republikanismi“ og forseta
kjör, bls. 4.
Þegar stórvatn er brúað, er hindr
un mannlegra samskipta rutt
úr vegi, bls. 5.
40. árgangur
Reykjavík, miðvikudaginn 22. ágúst 1956.
188. blað.
Bráðabírgðalög um bann við að nota
arhúsnæði til aimars en íbúðar
Gildir uííi aiit núverandi íbúSarhúsnæði
og húsnæði. sem samkvæmt teikningum
nusnæoi
Ríkis'stjórnin gaf í gær út tilkynningu um að sett hefðu
verið bráðabirgðalög, sem leggja bann við að nota íbúðarhús-
næði til annars en íbúðar, og gildir bannið einnig um húsnæði,
sem heitir íbúðarhúsnæði á teikningum. Er með þessum að-
gerðum verið að fyrirbyggja, að svindlað sé á fjárfestingar-
ákvæðum. Er alkunna að ýmsir aðilar hafa reist stórhýsi á
þeim forsendum, að þeir væru að byggja íbúðir, enda þótt
ætlunin sé og hafi ætíð verið að leggja húsnæðið undir skrif-
stofur og aðra starfrækslu. í fréttatilkynningu segir á þessa
leið:
ísfirðingar unrcu KR
í kvennaflokki
líandknattleiksir, ': íslands hélt
áfram í Haínarfiröi í fyrrakvöld
og fóru þá fram tveir leikir. í
kvennaflokki sigruðu ísfiröingar
Knattspyrnufélag Reykjavíkur
með 5 mörkum gegn 2 og í karla
• flokki sigraði Ármann Fram meö
. 21 marki gegn 13. — Mótið heid-
ur áfram i Engidal við Hafnar-
fjörð öll kvöM vikunnar.
4000 mál af ufsa hafa
borizt til Krossanes-
verksmiöjunnar
Akureyri í gœr: Á mánudag höfðu
4000 mál af ufsa borizt til Krossa
nesverksmiðjunnar. Þessi 4 skip
lögðu þennan afla upp: Snæfell
rúmelga 2000 mál, Súlan 860, Huk
ur I 890 og Jörundur með 230.
E.D.
„Að tilhlutan félagsmálaráðu-
neytisins hefur forseti íslands í
! dag gefið út bráðabirgðalög um af-
not íbúðarhúsnæðis.
í þessum bráðabirgðalögum er
lagt bann við því að nota íbúðar
húsnæði í kaupstöðum til annars
en íbúðar, en íbúðarhúsnæði telst
það húsnæði, sem við gildistöku
laganna er notað til íbúðar og er
íbúðarhæft án verulegra endur-
bóta, svo og húsnæði, sem ætlað er
til íbúðar samkvæmt teikningu
hlutaðeigandi húss og hefur ekki
verið tekið til annarra afnota við
gildistöku laganna. Þá leggja lög
in einnig bann við því að halda
ónotuðu íbúðarhúsnæði, sem kostur
er á að leigja.“
Sektarákvæði.
En segir: „Brot gegn íraman-
greindum ákvæðum varða 10.00.00
til 1.000.000.00 króna sektum, er
renna í varasjóð hins almenna veð
lánakerfis til aðstoðar við hús-
byggingar samkvæmt lögum nr. 55
20. maí 1955, en eftirlit með því að
ákvæðum laganna sé fylgt, er í
höndum húsnæðismálastjórnar.
Félagsmálaráðherra er heimilt
að veita einstökum kaupstöðum
undanþágu frá ákvæðum laga þess
ara enda liggi fyrir umsókn um
það frá hlutaðeigandi bæjarstjóra
og ekki sé þar um að ræða skort á
íbúðarhúsnæði.
Félagsmálaráðuneytið, 21. ágúst
1956.
Urslitastimdm nálgast á Súez-ráístefnunni
leiri hlnti
ríkja styöja vesturveidin
London, 21. ágúst. — í dag gerðist það helzt á Súez-ráð-
stefnunni, að fulltrúar Pakistan, Persíu, Tyrklands og Etiópíu
féllust á tillögur Dulles, sem hann setti fram í gær um al-
þjóðlega yfirstjórn á Súez-skurðinum. Áðurnefnd ríki gerðu
jió nokkrar breytingartillögur um orðalag, þannig, að form-
lega er meira tillit tekið til sjálfstæðis Egyptalands og yfir-
ráða yfir skurðinum, sem allir virðast nú viðurkenna að beri
lögum samkvæmt. Þessi afstaða fyrrnefndra Asíu- og Afríku-
ríkja merkir að ekki mun myndast klofningur sá, sem margir
óttuðust að verða myndi milli vestrænu ríkjanna og ríkja í
Asíu og Afríku.
Asío- m Aíríi
Fjögur ríki standa svo að þeim
tillögum, sem Krisna Menon bar
fram fyrir hönd Indverja, en sam-
kvæmt þeim er viðurkenndur ó-
skoraður réttur Egypta til að reka
skurðinn, en hins vegar ætlast til
að alþjóðleg ráðgjafanefnd sé þeim
við hönd og þá einkum til að
tryggja frjálsar og öruggar sigling
ar um skurðinn. Ríki þessi eru auk
Indlands: Ráðstjórriarríkin, Indó-
nesía og Spánn.
áíurinn með franska fjallgöngufólkið í
írviðri @g hrakningi á leið fi! GrænlandS
Skspverjar á Andvara sinna fiskvesðum og merk-
ingum og leita at5 gömlum íiskimiöum, meðan þeir
frönsku glíma viö fjallstinda
Nálgast lokastigið.
Fréttaritari brezka útvarpsins
sagði í dag, að rástefnan nálgaðist
nú úrslitastigið. Hefði stórum þok
ast nær því í dag, er Pakistan og
þau ríki, er því fylgdu, féllust í
megin atriðum á tillögur Dulles.
Er þetta skoðaður, sem mikill sig-
ur fyrir vesturveldin og fyrir Dull-
es persónulega.
Hvað gerir Nasser.
Málio horfir því þannig við, að
vesturveldin muni fara með sigur
af hólmi á ráðstefnunni, að vísu
er enn eftir að vita hver verða end
anleg viðbrögð Rússa og Indverja
við málinu eins og það horfir nú.
En hvernig sem fer mun yfirgnæf-
andi meiri hluti styðja sjónarmið
vesturveldanna. Þá er spurningin:
Verður Nasser reiðubúinn að fall-
ast á þá tilhögun málsins eða að
minnsta kosti taka upp samninga
á þeim grundvelli? Ef ekki til
hvaða ráða taka Bretar og Frakkar
þá?
Frönsku fjallgöngugarparnir
tólf, sem fóru til Grænlands með
vélbátnum Andvara um síðustu
niánaðaniót, eru nú senn vænt-
anlegir hingað aftur nieð sama
báti, sem beðið hefir þeirra við
Grænlandsströnd og stundað
fiskveiðar og merkingar, meðan
þeir frönsku glímdu við fjöll og
tinda við Grænlandsströnd.
Sjóferðin vestur til Grænlands
gekk miklu verr en upphaflega
var búizt við. Var reiknað með
að báturinn yrði rúma tva sól-
arhringa á leiðinni, en varð sex
þegar til kor.i. Hreppti skipið ill
viðri og náði ekki landi í Græn-
landi fyrr cn þetta.
í Grænlandi fóru Frakkarnir
á Iand og munu síðan liafa reynt
að kiífa þau fjöll, sem ætluniu
var að sigra, en fjöll á þessum
slóðum hafa aldrei áður verið
klifin.
Leiðangursmenn, en í þeim
hóp er kona, sem tekið liefir þátt
í Ilimalajaleiðangri og komiz't
hæst allra kvenna, munu reyna
að komast upp á nokkra erfiða
fjallatinda. Höfðu þeir með sér
Ijósmyndir af nakkrum fjöllum,
en ókunnugt var um ýmsar að-
stöður, þar sem fjallgöngumenn
hafa aldrei áður reynt við fjall-
göngur á þessum slóðum.
Það eru fjalitindar rétt austan
við Hvarf á Grænlandi, sem leið-
angurinn liafði aðallega í huga.
Á meðan Frakkarnir sinna fjall
göngum, verður báturinn við fisk
veiðar og rannsóknir við Græn-
landsströnd. Var meðal annars
ætlunin að leita að fiskimiðum,
sem ekki hafa verið stunduð af
íslendingum í mörg ár, en Bjarni
Olafsson frá Akranesi komst á á
sínum tíma á línuveiðara sínum
og fiskaði þar vel. Síðan hafa ís-
leiidingar ekki sinnt þessum mið
um, en vel má vera að þar sé nú
fiskilegt, og gott af þeim að vita
á ný, þegar fiskislóðir íslendinga
liggja til Grænlands í vaxandi
mæli.
í gær fékk blaðið sendar þessar myndir frá háfiðahöldunum að Hólum
á 850 ára afmæli Hólastóls. Á efstu myndinni sjást prestar ganga í skrúð-
göngu fil dómkirkjunnar. Á næstu mynd eru fyrrverandi kirkjumálaráð-
herra, Steingrímur Steinþórsson og dómkirkjupresturinn, séra Björn Björns
son. Á neðstu myndinni er Hermann Jónasson, kirkjumálaráðherra, að
flytja ræðu. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, þá var þetta fjölmenn
og fögur hátíð og eftirminnileg þeim er hana sóttu. Ljósm.: Adolf Bjömss.
Ringeyingar f jölmenniu a5 Laugum
á Bændadagimt á sunnudaginn var
Á sunnudaginn var haldinn
Bændadagur Þingeyinga að Laug
um. Ilúsfyllir var í samkomusaln
um og mikið fjölmenni víðsvegar
að.
Sungið var undir stjórn Sigfús-
ar Hallgrímssonar frá Vogum. Ein
söng sungu Jóhann Konráðsson frá
Akureyri og Stefán Þengill Jóns-
son frá Öndólfsstöðum. Áskell Jóns
son frá Akureyri lék undir. Hlaut
söngurinn hinar beztu undirtekt
ir. Aðalræðu dagsins flutti Jón
bóndi Sigurðsson að Yztafelli.
Kcppt í starfsíþróttum.
Að henni lokinni var keppt í
(Framhald á 2 síðu).