Tíminn - 21.09.1956, Side 1
S^lgizt með tímanum og lesið
TÍMANN. Áskriftarsímar 2323 og
B1300. Tíminn flytnr mest og fjöl-
breyttast almennt lesefni.
40. árgangur
12 síður
Reykjavík, föstudaginn 21. september 1956.
Við lifum við konuríki, bls. 4.
Umferðaslys og umferðamenning,
bls. 7.
Steinn Seinarr um Sovétríkin,
bls. 6.
Á ferð og flugi, bls. 5. j
Komið að Skógum, bls. 8.
213. blað.
Súez-ráðstefnuninni lýkur í dag
lest þátttökuríkin munu taka þátt
netendasamtökum vesturvetóanna
r
acs
komu ekld fram
I
i
Nokkrar umræður urðu á fundi j
bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær|
um tillögur þær, sem bæjarráð j
hefir samþykkt um kauphækkun j
bæjarráðsmanna og annara nefnda j
í bæjarrekstrinum. Guðmundur
! Vigfússon lýsti því yfir, að liann;
tæki aftur tillögu sína um sérstök j
laún til handa borgarstjóra fyrir j
formennsku í bæjarráði og lagði j
til, að afgreiðslu þessara tillagna I
yrði frestað. Bæjarstjórnarn;eiri-
hlutinn ræddi ekki málið oa komu
tillögurnar ekki fram á fundinum.
Þórður Björnsson ragði, að harui
hefði ekki greitt atkvæði um mál-
... . . . . . . . ,.....* iið á bæjarráðsfundi, þar sem hann
mannafundi, en sl.ka fundi heldur hann nu n*r hvern dag . aSalstoSvum . hefgi engan þátt viljag eiga j m.
Segja má, aS þerta sé maSur dagsins. ÞaS er forstjóri hins nýja og þjó'ö-
nýfta Súez-félags Egypfa Mamoud Yunes ofursti. Myndin er tekin á blaSa-
Skoðaiiir ern þó mp«' skiptar. Ðaeir og
Svíar segjast verða að ieggja aðild iisid-
ir úrskurð þingsins
London, 20. sept. — Lundúnaráðstefnan hélt áfram í dag.
Síðdegis var sett upp sérfræðinganefnd til þess að samræma
og fá skipan á þær tillögur, sem fram hafa komið. Var jafnvel
búizt við, að fundur kynni að verða í kvöld til að hlýða á nið-
urstöður sérfræðinganna. Þótt allt sé í mikilli óvissu og vart
hafi orðið mikils ágreinings á ráðstefnunni, virðist þó niður-
staðan sú. að notendasamband það, sem vesturveldin haía
stungið upp á, verði stofnað. Sú er að minnsta kosti skoðun
fréttaritara brezka útvarpsins. Ráðstefnunni lýkur sennilegá
annað kvöld.
sínum í Port Said.
Byrjað á þrenuir nýjum sjúkraflup;-
brautum á Austurlandi þessa dagana
Um þessar mundir er verið að hefja flugbrautagerð til
sjúkraflugs á þremur stöðum á Austurlandi, þar sem brýn
þörf er á. Hefir Björn Pálsson og samstarfsmenn hans viðj
þétta undanfarna daga verið að mæla fyrir þessum flugbraut-
um og leiðbeina um gerð þeirra, en annars sjá heimamenn á
hverjum stað um verkið.
lögum þessum og væri þeim ancl-
víkur.
Flugbrautir þessar verða í Breið
dal, Borgaríirði eystra og við
Norðfjörð. Norðfjarðar-brautin er
hyrjun á stærri ílugvelli íil innan
Margar flugbrautir hafa bætzt við
í sumar og næsta sumar verður
haldið áfram. Auk þess íjölgar
alltaf þeim túnum, sem lendandi
er á, því að ræktunarframkvæmd-
landsflugs. Mikil nauðsyn er a j jrnar eru svo stórstígar, nýjar og
sÍ^k^jjjSbraut þar,^ þvó að þetta! st5rar sléttur bætast við á hverju
ári.
er allfjölmenn byggð og vegurinn : ‘
um Oddsskarð lokast fljótt, svo að
hún er oft samgöngulaus á landi.
Einnig er nú verið að byrja á ílug-
braut við Dalvík.
Stórbætt skilyrðl.
Skilyrðin íil sjúkraflugs hafa
stórbatnað í sumar, sagði Björn
Pálsson, enda er þetta í fyrsta sinn
sem skipulega og raunhæft hefir
verið unnið að þessum málum.
Varí fyrir bíl og fót-
brotnaði
í gærkveldi varð maður fyrir
bíl á móts við húsið nr. 18 við
Kleppsveg og fótbrotnaði. Hét
hann Sigurgeir Ólafsson. Var hann
fluttur í slysavarðstofuna.
Tvö sjúkraflug í íyrradag.
Mikið hefir verið um sjúkraflug
síðustu vikurnar, enda oftast gott
flugveður. í fyrradag fór Björn t.
d. í tvö sjúkraflug. Annað sjúkra-
flugið var vestur að Stórholti 1
Saurbæ og var sóttur þangað 11
ára drengur mjög veikur og flutt-
ur í Landspítalann.
Hitt sjúkraflugið var að Þverá
í Vestur-Hópi. Þar lenti Björn á
túnsléttu við Harastaði og hefir
ekki lent þar fyrr. Þar hafði smá-
slys hent í hestarétt, þar sem
saman var komið mikið stóð. Hafði
hestur stigið svo harkalega á mann
að hann ristarbrotnaði. Björn fiutti
hann til Akureyrar.
Féll af hestbaki
og fór úr axlarlið
Blönduósi í gær. — Það slys
varð i skammt frá Blönduósi sið-
áegis í dag, að Björn Jónsson
bóndi í Haga féll af hestbaki og
fór úr axlarliði og hlaut önnur
minni meiðsl. Var Björn að koma
með fjárrekstur til slátrunar á
Blönduósi. Var hann fluttur í
sjúkrahúsið í Blönduósi, þar sem
Kolka læknir gerði að meiðslunum,
en síðan gat Björn farið heim. SA.
Það var Nuri Birgi, aðalfulltrúi
Tyrkja á ráðsstefnunni, sem stakk
upp á því, að sérfræðinganefnd
yrði sett á laggirnar. Kvað hann
margar góðar hugmyndir hafa
komið fram, sem vert væri að færa
saman í skipulega heild.
Unden farinn heim.
Það vekur nokkra athygli, að
Feisal og Ibn Saud
ætla að sættast
London, 20 sept. — Feisal kon
ungur í írak og Ibn Saud Ara-
bíukonungur hittust í dag í smá
bæ einum við Rauðahaf. Konung
arnir eru frændur, en mikill f jand
skapur hefir ríkt á milli þess
ara ættmenna undanfarna ára-
tugi. Þessi fundur þeirra er því
talinn muni marka tímamót í
sambúð ríkjanna og verða upphaf
að fullum sættum.
Hér sést hafnsögumaður standa vlð
stýrið á skipi sem siglir gegn om
Súez. Hlngað ti Ihefir hinu fámenna
| liði egypzkra hafnsögumanna tekizt
í að koma skipunum í gegn slysalaust.
| Gamlir félagar þeirra, sem komnir
eru til V-Evrópu, segja þó að ekki
! muni reyna á hæfni þeirra til fulls,
fyrr en haustmyrkur og sandstorfm-
ar leggjast á eitt uni að gera starf
þeirra erfitt.
Mikill rafmagnsskortur þjáir nýtt bæjar-
hverfi í Laugarnesinu, spennistöð vantar
Eins og kunnugt' er hefir á þessu ári risið stórt byggðar-
hverfi í Laugarnesinu, og er nú fólk sem óðast að flytja inn
í húsin. Þá bregður svo við, að mikill rafmagnsskortur er þar,
svo að til vandræða horfir. Þórður Björnsson hreyfði þessu
máli á fundi bæjarstjórnar í gær og bar fram tillögu um úr-
bætur.
Þórður sagði, að rafmagnsskort-
ur þessi, sem mun stafa af vöntun
á spennistöð fyrir þetta nýja
hverfi, væri svo mikill, að ýmis
rafmagnstæki einkum sjálfvirkar
kyndingar, gengju ekki og lægju
jafnvel undir skemmdum. Bar
hann fram eftirfarandi tillögu í
málinu. Var henni vel tekið og
vísað til umsagnar rafmagnsstjóra.
Tillagan hljóðar svo:
„Bæjarstjórn telur að bæta þuríi
hið bráðasta úr þeim rafmagns-
skorti, sem nú er í Laugarnesi og
leggur því áherzlu á að bæjarráð
og rafmagnsstjóri geri allt, sem á
þeirra valdi er, til að hraða bygg-
ingu spennistöðvar í hverfinu'”.
Hvítur maður
má ekki fá blóð
ur svertingja
Jóhannesborg: — Læknar í Suð
ur-Afríku hafa óskað þess, að
blóð sem nota á til blóðgjafa
síðar, verði merkt þannig að sjá
ist, hvort það er úr hvítum manni
eða svörtum. Læknaráðið sam-
þykkti í dag, að mæla nieð álits
gerð, sem fram var komin í mál
inu frá nefnd, er um það hefir
fjallað. Nefndin leggur til ,að
blóðglös skuli merkt með svört
um eða hvítum miða eftir því,
hvort blóðið í þeim er úr hvítum
eða svörtum manni. Þetta sé nauð
synlegt til að koma í veg fyrir, að
blóði úr svertingja verði dælt í
hvítan sjúkling. Endanleg ákvörð
un í málinu verður þó tekin af
heilbrigðismálaráðherranum í
stjórn Stijdoms.
Unden utanríkisráðlierra Svía fór
heirn af ráðstefnunni í dag. Sendi
herra Svía mun taka þátt í henni
fyrir hönd Svía. Unden hafði áð
ur lýst þeirri skoðun sænsku
stjórnarinnar, að rétta leiðin
væri að vísa málinu þegar í- stað
til S. Þ. í ræðu, sem hann hélt
í morgun kvaðst hann harma það
mjög, að svo virtist sem meiri
hluti fulltrúa á ráðstefnunni
væru á annarri skoðun í þessii
efni. Aðspurður af blaðamönnum,
hver verða myndi afstaða sænsku
stjórnarinna, kvaðst hann
ert vilja á þessu stigi segja um
það.
Hann flytur utanríkismálanefnd
þingsins skýrslu um förina í kvöld
eða morgun. Danir og Svíar hafa
og lýst því yfir, að þeir muni leggja
það undir úrskurð þingsins í
hverju landi, hvort taka eigi þátt
í notenöasamtökunum.
Engin vildi beita valdi.
Fulltrú'ar nálega allra ríkjanna
virðast algerlega hafna valdbeit-
ingu, skyldi svo fara að Egyptar
neiti allri samvinnu við væntan
legt notendasamband. Verði þá að
skjóta málinu til S. Þ. Að því er
séð verður hallast meiri hluti full
trúanna að þeirri skoðun, að not
emdasambandið skuli aðeins verða
samningsaðili við Egypta. Þetta
hefir komið skýrt fram í skýring
um Dulles á tillögunum.
Ræða Dulles.
Dulles hélt ræðu í dag, þar sém
hann skoraði á fulltrúana á ráð-
stefnunni að standa saman. Sundr
(Framhald ð 2. síðu.)
Nokkrar ábendingar um nauðsyn brott-
flutnings skúra og skrans í bænum
Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær ræddi Þórður
Björnsson lítið eitt um hreinlætismál í bænum og flutti þrjár
tillögur um fjarlægingu rusls á ákveðnum stöðum. Sagði
Þórður, að þótt allvel hefði að undanförnu verið unnið að
þrifnaði og hreinsun í bænum, væri enn víða pottur brotinn.
Fyrsta tillaga Þórðar var um
það, að bærinn léti fjarlægja
braggaskrifli, sem hann á noðran
í Öskjuhlíðinni, o'g notuð hafa ver-
ið til geymslu fyrir vatnsveitu og
hitaveitu. Þessari tillögu var vísað
til bæjarráðs.
Þá flutti hann tillögu um að
hreinsað yrði betur til við höfnina
en það viðgengst, að vöruskran og
alls kyns rusl liggi þar mánuðum
og misserum saman íil trafala og
óþrifnaðar. Var þeifri tillögu vís-
áð til hafnarstjófnaf.
Loks flutti Þórður tiliögu um,
að þeim, sem hafa geymslurúm á
leigu í ísbirninum sunnan við
Tjörnina, yrði sagt up’p -leigunní
og húsið rifið. Benti hann á, áð
þetta hefði dregizt allt of lengi.'
Þessi húskumbaldi og skúfar Við
hann væru til óþrifnaðar bg lýta á
þessum fagra stað. Borgarstjöfi
kvað þetta mál þegar tekið fyrir,
leigjendum hefði ve'rið' sagt uþp
og brottflutningur hússins undir-
búinn, og var tillögu Þórfar vísað
frá með dagskrá á þeim forsend-
um.