Tíminn - 21.09.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.09.1956, Blaðsíða 6
s T í MIN N, föstudaginn 21. september 1956. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Kitstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur I Eddubúsi vi3 Lindargötu. Dmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaöameun), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. «tí!l Grænmetisverzlnn landbúnaðarins Á AÐALFUNDI Stéttar- iambands bænda, sem ný- !ega var haldinn að Blöndu dsí var m. a. samþykkt svo hljóðandi ályktun um græn- .metisverzlunina: „Aðalfundur Stéttarsam- bandsins lýsir ánægju sinni með hina nýju skipan mat- jurtasölunnar og telur að A1 þingi hafi mætt óskum fyrri aðalfundar sambandsins í að . alatriðum. . Fundurinn telur, að stofn- ' un Qrænmetisverzlunar land búnaðarins undir yfirstjórn Framleiðsluráðsins, muni iæta aðstöðu framleiðenda ., til þess að gera garðræktina öruggari búgrein og hæfari til að gegna hlutverki sínu. Aðalfundurinn telur að auk in vörugæði séu hagsmuna- mál framleiðenda og neyt- enda garðávaxta, að gagn- kvæmur skilningur sé til hagsbóta fyrir báða aðilja og heitir á fulltrúa fundarins, að stuðla að því beint og ,1 félagssamtökum bænda, að starf Grænmetisverzlunar landbúnaðarins komi fram- leiðendum að sem beztum notum.“ MEÐ STOFNUN Græn- -ftn metisverzlunar landbúnaðar ins, er tók til starfa um sein ;ustu mánaðamót, er stig- Inn nýr áfangi á þeirri braut, að bændur annist sjálfir :;“J;sÖlu afurða"sinna. Þeir ann- ast nú sjálfir mjólkursöluna ' að öllu leyti og kjötsöluna að langmestu leyti. Þetta fyrir- . komulag hefur gefist bænd- um vel og og þvi hafa sam- tök þeirra beitt sér fyrir því, áð grænmetisverzlunin kæm ist í hendur þeirra. Þótt Grænmetisverzlun ríkisins væri vel rekin, hafa bændur talið hitt skipulagið heppi- legra. Það fyrirkomulag, að fram leiðendur önnuðst sjálfir af- urðasöluna, hefur ekki að- eins reynzt þeim heppilegt, . heldur engu að síður neyt- endum. Sá rógur, sem var hafður í frammi á sínum tíma gegn því að bændur ónnuðust sjálfir mjólkursöl- una, er nú löngu kveðin nið- Sarntal við Stein Steinarr skáld - ur. Fyrirkomulagið hefur reynzt neytendunum hag- kvæmt. Slíkt er ekki heldur undarlegt, því að engir eiga meira í húfi en framleiðend- urnir, ef illa tekst til með söl una eða óánægja skapast meðal neytenda. Svipuð verður vafalaust reynslan af starfsemi Græn- metisverzlunar landbúnaðar ins. AF HÁLFU bænda er Grænmetisverzlun landbún- aðarins ekki sízt ætlað að beita sér fyrir aukinni inn- lendri framleiðlslu á garð- ávöxtum. Enn á sér venju- lega stað verulegur innflutn- ingur á kartöflum. Takist að koma þessum málum í það horf, að ekki þurfi að flytja inn kartöflur, vinnst tvennt í einu, að mikill gjaldéyrir sparast og að landsmenn fá betri vöru. Það er staðreynd, sem ekki er sízt viöurkennd af útlendingum, að íslenzkar kartöflur eru einhverjar tbeztu í h,eiminum. Senni- lega stafar það af því, að þær vaxa hér í meiri birtu en víðast annarsstaðar. Grænmetisverzlun lánd- búnaðarins fær hér mikið og gott verkefni áð vinna og ber sannarlega að vænta þess, að henni takist að leysa það vel af hendi. ISLENZKIR BÆNDUR hafa nú tekið nær alla sölu afurða sinna í eigin hendur. Því miður er ekki hægt að segja það sama um útgerðar- menn og sjómenn. Verzlunin með afurðir þeirra er enn allt of mikift í höndum ýmissa milliliða. Þangað má m. a. rekja, hve illa gengur með afkomu sjávarútvegsins, þótt að sjálfsögðu komi margt fleira til greina og þó vitan- lega framar öðru röng fjár málastefna að undanförnu. Vissulega myndi hlutur út- vegsins batna, ef útgerðar- menn og sjómenn færu hér að dæmi bænda og hefðu sjálfir samtök um sölu af- urðanna. Það er tvímælalaust eitt þeirra stórmála, sem nú er mest aðkallandi að koma fram. Nú bregst Adenauer líka SEINUSTU missirin hef- nr Mbl. lagt mikin átrúnaö á tvo erlenda stjórnmála- menn. Báðir eru þessir menn hinir merkustu. Hitt er svo annað mál, að ekki er alltaf heppilegt að miða viðhorf við afstöðu erlendra stjórnmála .nanná. Morgunblaðið hefur nú íka orðið hált á þvl. Þessir tveir menn, sem Mbl. hefir trúað svo mjög á að undanförnu, eru þeir Dull as og Adenauer. Því hefur nýlega verið lýst hér í blaðinu, hvernig Dulles hefur brugðist Mbl. Hann gerði það í fyrsta lagi, þegar hann tók allt öðruvísi undir ályktun Alþingis um varnar- er vonan , sem koma sk málin en Mbl. hafði gert. Hann hefur svo í öðru lagi brugðist Mbl. með því að vinna öðrum fremur að frið samlegri lausn Súezdeilunn ar, sem Mbl. hefur bersýni- lega ekkert haft á móti að leiddi til stórstyrjaldar og áframhaldandi hersetu á Is landi. Mbl. hefur því verið fá- mált um Dulles seinustu dag- ana. Jafnframt hefur það huggað sig við það, aö það ætti þá Adenauer eftir. En nú virðist Adenauer ætla að bregðast líka. Sein- ustu fréttir benda til þess, að hann sé kominn á þá skoð un, að herskyldutíminn í Vestur-Þýzkalandi skuli ekki Fyrir skömmu síðan var nokkr- um íslenzkum listamönnum boS- íð til Sovétríkjanna og var Steinn Steinarr skáld einn þeirra. Steinn er nú kominn heim fyrir nokkru og birti AlþýðublaðiS nýlega vifi- ial vi8 hann um fer'ðalagið. Þar sem vi'ðtal þetta hc-fir vakið mikla athygli og marga mun fýsa að kynnast því, er Steinn hefir að segja, hefir Tíminn fengi'ð leyfi ritstjóra Alþýðublaðsins tii að birta það. Steinn Steinarr fór í sendinefnd austur til Rússlands í sumar. Und- irritaðúr mæltist til þess við hann á sínum tíma að segja frá förinni og áhrifum hennar, ef einhver yrðu. Skáldið tók tilmælunum hæg lætislega en ljúfmannlega. Fyrir skömmu áttum við svo tal saman um allt þetta, og Steinn léði máls á að leyfa lesendum Alþýðublaðs- ins að fylgjast með. Samtalið fer hér á eftir og þykir sennilega nokk ur tilbreyting. EKKI MJÖG HRIFINN. — Jæja, þú fórst til Rússlands sem frægt er orðið — hvernig leizt þér á? „Humm — mér hefir verið kennt að tala gætilega um stórveldin, hvaða nafni sem þau kunna að nefnast. En Rússar eru ýmsu van- ir — og sannast að segja varð ég ekki mjög hrifinn. Sovét-Rússland er að vísu stórt og auðugt land, ef til vill auðugasta land þessa heims, og þar er mikið um alls konar verk legar framkvæmdír. En það út af fyrir sig er ekki nægilegt til að hræra hug og hjarta hins „úrkynj- aða skálds frá auðvaldsheiminum", eins og vinur minn og samferða- maður Jón Bjarnason myndi orða það.“ SÓSÍALFASISMI? — Finnst þér, að Rússar séu að framkvæma sósíalismann? „Nei, ekki held ég það. Það er að minnsta kosti ekki sá sósíal- ismi, sem okkur „gömlu mennina" eitt sinn dreymdi um. Ég held, að það sé einhvers konar ofbeldi, ruddalegt, andlaust og ómannúð- legt —. Og okkur svokölluðum Vesturlandamönnum myndi senni- lega finnast það óbærilegt. Mér er að vísu ekki fyllilega ljóst, hvernig þessu er varið, en það er ekki sós- íalismi, það er miklu fremur ein- hver tegund af fasisma. Kannske er þetta sá margumtalaði sósíalfas |ismij ef menn vita þá; hvað það orð þýðir.“ SKOPLEG ALVARA. — Hvað fínnst þér um skáldskap og listir í Rússlandi? „Það, sem við köllum skáldskap og listir, á mjög örðugt uppdrátt- ar í Sovétríkjunum. Flokkurinn á- kveður hvemig mála skuli mynd, skrifa skáldsögu og yrkja kvæði. Þetta lcalla þeir sósíalrealisma og þykjast góðír. Sömu lögmálum lýt- ur byggingarlistin, það er erfitt að hugsa sér auvirðilegri hégómaskap og andla'usara tildur en sumar ný- byggingarnar í Moskvu, t. d. há- skólánn, Metro og fleira slíkt. Fyrst í stað heldúr maður kannske, að verið sé að skopast að Viktoríu- tímabilinu brezka eða jafnvel Thor- valdsen gamla. En svo kemur það upp úr kafinu, að þetta er ramm- Jvið værum hinar svívirðilegi’.stu j auðvaldsbullur. Annars voru „fras- I ar“ hans furðu „billegir" og minntu mig allmikið á tvo gnrnla vini mína hér heima, þá Ólaf Frið- riksson og Guðbrand heitinn Jóns- son. En það er mikill misskilhing- ur, sem ég hefi einhvers staðar réð á prenti, að við höfum veitzt að þessum ágæta manni og sovétvéss- neskum bókmenntum yfirleití Ég gat að vísu ekki gert greinarmun á bókmenntagildi tveggja sovétrúss neskra skáldsagna, sem ég sagðist hafa lesið, þeirra „Lygn streymir Don“ eftir Sjólókov og „Saga af sönnum manni“ eftir Polevoj. En við sættumst fljótlega á þeim for- sendum, að það væri of langt síð- an ég hefði lesið aðra og of stutt síðan ég hefði lesið hina. Þar með var það deiluatriði úr sögunni. SÁLFRÆÐI LAXNESS. Rússar eru ákaflega hrifnir af Halldóri Laxness. Ég spurði einn frægan bókmenntagagnrýni þeirra, hverju það sætti. „Laxness er svo mikill sálfræðingur", svaraði hann. „Hvað er til marks um það?“ spurði ég. „Jú, hann er svo lííikill sálfræðingur, að hann minnir á Ibsen“ svaraði gagnrýnirinn. Svo var því samtali lokið. Yfirleitt fundust mér þessir „andans menn“, sem við hittum í Rússlandi, frekar leiðinlegir og jafnvel ógeðfelldir. En þeir lnfa Steinn Steinarr asta alvara — „listsmekkur sósíal- ismans", gerið þið svo vel! Það er víst þetta, sem við köllum hlægi- legt og aumkunarvert í senn.“ ÆSTIR OG ÓÐAMÁLA. — Náðuð þið tali af einhverjum skáldum og rithöfundum? „Jú, við hittum nokkra rithöf- unda og bókmenntamenn, en það var lítið á þeim að græða. Spyrði maður einhvers urðu þeir strax dálítið æstir og óðamála. Sumir fóru jafnvcl að hrakyrða Bería sál- búið vel um sig og hugsa og skrifá uga. Þeir vita lítið sem ekkert um, það eitt, sem Flokkurinn vill.“ vestrænar nútímabókmenntir. Rúss! ar flytja ekki inn erlendar bækur. Það er ekki til gjaldeyrir! Öðru máli gegnir þó um bækur frá lepp- ríkjunum. Ég' sá í nokkrum búðar- gluggum verk Lenins og Chekovs í austur-þýzkum og tékkneskum út gáfum. Kommúnistaflokkurinn læt- ur þýða og gefa út allmikið af vest rænum og jafnvel amerískum bók- menntum, en það verður helzt að vera lofgerð um þá sjálfa eða mjög einfaldar og naktar árásir á kapí- talismann. Stundum misskilja þeir þetta sem vonlegt er, og við því er ekkert að-segja. Við töluðum lengi dags Við þann fræga mann Ilja Ehrenburg. Hann var allstrangur í tali og hélt, að STALÍN ER ENN „VINUR“ OG „FAÐIR“. — Hvað segja þeir um Stalín? „Sennilega er það allt satt og rétt, sem þeir Krústjov og félagar hans segja um Stalín. Sennilega hefir hann verið brjálaður glæpa- maður, og sennilega er það fyrst og fremst honum að kenna, hvern- ig hin mikla hugsjón Lenins hef- ir verið svívirt og fótumtroðin í Rússlandi. En hvað um það. Þetta veit ekki rússneska þjóðin í dag, af einhverjum ástæðum hafa ráða mennirnir í Kreml ekki ennþá treyst sér til að flytja sinni eigin þjóð þessi hörmulegu tíðindi. Stal- (Framhaíd á 8. siðu) VAÐsromA/ vera nema 12 mánuðir, en hann hefur áður beitt sér fyrir 18 mánaða herskyldu- tíma. Ástæöan er ekki sízt sú, að Þjóðverjar telja friöar- horfur batnandi Mbl. getur því ekki hér eftir vitnað með góðu móti til Ad enauers, þegar það er að reyna að rökstyðj a stríðshætt una. Hvert krosstréð fellur nú af öðru, sem það hefur helzt treyst á. ENN HEFIR MAÐUR orðið fóraar dýr vegadauðans. M&ður á góðum aldri verður fyrir bifreið á breið- um, malbikuðum og mjög vel upp lýstum vegi um nótt, skaddast mjög, liggur meðvitundarlaus í sólarhring í sjúkrahúsi og deyr siðan af sárum sínum. Þetta er eins og mannskæð styrjöld. Vega dauðinn vofir yfir börnum sem fúllorðnum. Þetta eru ekki eins og víg, heldur launmorð. Dauða- valdurinn ekur áfram og skilur manninn, sem hann hefir ekið á, eftir í blóði sínu á vígvellinum. Hann strýkur frá verknaði sínum og iðrast heldur ekki næsta dag. Rannsóknarlögreglan leitar allra ráða til þes að hafa upp á mann- inum, en það tekst ekki enn. Ólík legt er, að ekki hafi einhverjir fleiri verið á ferii um Suðurlands brautina milli klukkan 3 og 4, er slysið varð. Jnfnvel þótt þetta fólk hafi ekki séð slýsið eða neitt grunsamlegt, er ekki ólíklegt, að éinhverjar upplýsingar frá því gætu auðveldað lausn málsins og leitina að hinum seka bílstjóra. Allir, sem þarna hafa verið á ferð um þetta leyti, ættu því að verða við tilmælum lögreglunnar og koma til tals við hana og segja frá því, sem fyrir augun ber. Þegar margt fólk kemur þannig með sínar upplýsingar getur svo farið að við samanburð komi ýmis legt í ljós sem bendi til lausnar í málinu. Það er mikil nauðsyn að upplýsa þetta mál. Slíkt má ekki viðgangast, að fólk verði vegadauðanum að bráð án þess að til þess náist, sem sekur er. Slíkt freistar annarra manna, sem lenda í slíku óláni, freistar þeirra til að flýja frá verknaðinum og leynast. Ef það yrði alvanaiegt, er siðgæði okkar illa komið. Sú spurning hlýtur og að vakna hvort hinum seka bílstjóra, sem hlýtur að hafa orðið slyssins var að því er rannsóknarlögreglan segir, finnst ekki mál til komið að gefa sig fram. Verður honum sektin og iðrunin bær í felum öllu lengur? HER ÞARF EIÍKI að vera um öku níðing að ræða. Slysið getur hafa orðið með þeim hætti, að maður- in, sem slasast til ólífis hafi átt þar einhverja sök, ekki sfzt þar sem hann virðist hafa verið öivað ur. Hann getur hafa gengíð íyrir bílinn eða fallið utan í hann :neð þeim hættl, að bílstjórinn hefir ekki getað að gert. Ilins vogar verður brotthlaup bílstjórans jafn undarlegt fyrir því og einnig jafn óafsakanlegt. Á SKAMMRI stundu skipast veð- ur í lofti mega menn segja eink- um á Norðurlandi. Síðustu daga hefir þar verið einmuna blíða, hiti 15—18 stig, jafnvel 20. En í gær- morgun er komin slagveðursrign- ing og grátt í fjöllum, gránar jafn vel í byggð í krapahríðinni. iilarg ir eru komnir úr göngum, én aðr ir eru í þeim eða að leggja af stað í þær í dag, t. d. Hólsfjalla- menn, sem frestuðu göngum i tvo daga, misstu þar með af blíðviðr- inu og verða nú að leggja af stað í rigningu og hríð. Hárbarður,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.