Tíminn - 18.10.1956, Side 2
2
T f M I N N, fimmtudaginn 18. október 1956.
GáS. saniYÍima
(Framh. af 1. síðu.)
stefnunnar gefi þeim beztar vonir
um heppilegan árangur. Samvinnu-
menn í alþjó3asamtbkunum vilja j
gjarnan rétta hjálparhönd til þess
að fólkið í þessum löndum geti
hjálpað sér sjálft og byggt á gam-
alli reynslu samvinnufélaganna í
öðrum löndum. Fyrir lá skýrsla frá
sérstökum sendimanni ICA til þess
ara landa. Rætt var um hana og
um möguleika á því, að efna til
aamvinnuráðstefnu í Asíu til að
Tæða þessi mál og koma samstarfi
á skipulegan grundvöll. Er ákveðið
að slík ráðstefna verði kvödd sam-
an áður en langt um líður.
Samvinna í tryggingamálum
Um annað innbyrðis samstarf er
jþaö helzt að segja, að þegar er
starfandi nefnd á vegum ICA í
London til að stuðla að auknum
innbyrðisviðskiptum í millum sam-
vinnusambanda. Er þegar árangur
af starfi hennar og vonir standa til
að viðskipti fari mjög vaxandi á
aæstu árum.
Þá var haldinn í Moskvu fund-
ur í samstarfsnefnd samvinnu-
trygginga hinna ýmsu samvinnu-
sambanda, en sú stofnun er miS-
stöð fyrir endurtryggingarkerfi
jþað, sem samvinnumenn hafa
komið á fót með sér innbyrðis.
Þessi stofnun er sá grundvöllur,
sem Samvinnutryggingarnar ís-
ienzku hafa byggt á í endurtrygg
ingakerfi sínu, sem þegar hefir
sparað þjóðinni mikil gjaldeyris-
útgjöld og á marga lund hefir
orðið til að efla hér heilbrigt
iryggingastarf og opna sýn til
nýrra möguleika á því sviði.
Kynntust þið rússnesku
samvinnustarfi í ferðinni?
Centrosojus, samband rússneskra
pamvinnufélaga, undirbjó mið-
utjórnarfundinn af miklum myndar
'ikap og gafst fulltr. tækifæri til að
Itynna sér kaupfélagsbúðir utan
við Moskvu og aðra starfsemi, sem
tengd er sambandinu. Var það fróð
legt. Ýmsir fulltrúar fóru í ferða-
j.ag í boði samtakanna, sumir allt
til Samarkand, 4000 km. veg frá
i.VIoskvu, en mér gafst ekki tími til
að taka því boði. Þurfti að vera
kominn til Svíþjóðar í tæka tíð
til að veita þar móttöku hinu nýja
olíuskipi, og þótt margt merkilegt
hæri við í þessari ferð, var sá at-
burður, er íslenzkur fáni var dreg-
í.nn að hún á þessu glæsilega skipi,
mestur í mínum augum. Það var
Mtíðleg stund, nokkur þáttaskil í
í'slenzkri siglingasögu.
ÍOvölin í Rússlandi?
Það er ætíð lærdómsríkt að koma
£ fyrsta sinn til framandi lands,
en til kynna þarf tíma, meiri en
ég hafði. Margt nýstárlegt ber fyr-
ir augu Vesturlandabúa, en um
merkingu þess dæmir maður
trauðla á grundvelli nokkurra daga
Jaeimsóknar. Tíma, sem gafst frá
tundarstörfum og öðru því, sem
íengt var sjálfum fundinum, not-
uðu flestir til að fara í leikhús og
eyddu margir flestum kvöldum í
jBolshoi-leikhúsinu í Moskvu og
var það mjög eftirminnilegt.
Tækifæri fil viðræðna
Það er gagnlegt fyrir okkur hér
að sækja aðalfundi ICA-stjórnar-
:.nnar, sagði Erlendur, jafnvel þótt
aýnilegur árangur af hverjum
:undi virðist ekki mikill. Þarna
Ííoma saman ýmsir leiðtogar sam-
vinnumanna í mörgum löndum, og
Jpar gefast jafnan tækifæri til við-
;ræðna um sameiginleg hagsmuna-
:mál, eða til að brjóta upp á nýj-
ungum. Ýmis efni, sem á góma
jnefir borið á slíkum fundum og
Jpingum samvinnumanna á liðnum
árum, eru nú áþreifanlegir hlutir
bæði hér og annars staðar. Þannig
ípokast mál áfram í vinsamlegum
samskiptum, þótt eitthvað kunni
ella að bera á millþ á sviði stjórn-
mála til dæmis. í því efni var
fundurinn í Moskvu líka gagnleg-
ur, sagði forstjórinn að lokum.
Maður og kona
í kvöld fer fram síðasta sýning
á Ieikritinu Maður og kona í Þjóð
lejkhúsinu. Leikritið hefir nú verið
sýnt 38 sinnum, bæði hér í Reykja-
vík og úti á landi.
sfield er i kvold
Mansfield þjálfari veiur anna^ kappliíiS
Á þriðjudagskvöld fór fram fyrri hluti kveSjumóts sund-
manna fyrir Joseph F. Mansfield. Vegna forfalla gátu KR-ing-
ar ekki sent lið til keppni og kepptu því íslandsmeistararnir,
Ármann, við lið Ægis. í kvöld fer fram síðari hluti kveðju-
mótsíns og munu þá keppa í sundknattleik tvö lið, annað valið
af Mansfield, en hitt valið af forystumönnum sundknattleiks-
deilda félaganna. Auk þess verða sýningar.
Hatojama reyair að
semja við Eússa
Moskvú, 17. okt. — Hatojama
forsætisráðherra Japana sat á fund
Um í dag með Bulgánin og Krust-
joff. Talsmaður sendinefndarinnar
kvaðst enn vongóður um ao árang-
ur myndi nást af viðræðunum.
Sennilegt er þó talið, að Rússar
muni ekki slaka neitt til að því er |
tekur til yfirráða yfir eyjum, er!
áður lutu Japönum. Fari svo, mun \
samt verða samið um upptöku'
stjórnmálasambands landanna og
ágreiningsatriði látin bíða betri
ííma.
Tillögnr Snd¥erja um !ausu Súez»
deiíuimar lagSar íyrir deiluaSiIa
Frekari samningaviðræður hefjast innan skamms
New York og London, 17. okt. — Öll stórveldin og Egyptar
hafa nú fengið í hendur nýjar tillögur Indverja um endanlega
lausn Súez-deilunnar. I grundvallaratriðum eru þær byggðar
á afstöðu Indverja á fyrstu Lundúnaráðstefnunni. Ekki hafa
tillögur þessar verið birtar, en sagt er, að höfuðatriði þeirra
fjalli um samvinnu Egypta og notendasamtakanna, sem vest-
urveldin hafa stofnað.
Á þriðjudagskvöldið fóru leik-
ar svo, að Ægir vann
með 6 mörkum gegn 5. Leikurinn
var mjög skemmtilegur og spenn-
andi. Ægir-ingar áttu á 1. mínútu
tvö ágæt tækifæri en náðu ekki
að skora. Síðan náðu Ármenningar
yfirhöndinni og skoruðu 3 mörk í
röð. Ægir-ingar sóttu samt á, og
úr hornkasti á Ármannsmarkið
varð Ármann fyrir því slysi að fá
á sig sjálfsmark. Síðan var eitt
mark skorað hjá hvoru liði í fyrri
hálfleik, sem endaði þannig 4:2
fyrir Ármann.
Strax er leikur hófst að nýju,
skoruðu Ægir-ingar sitt 3 mark og
síðan önnur 3, án þess að Ármenn-
ingum tækist að skora, fyrr en að-
eins 3 mínútur voru eftir af leik,
er þeir úr vítakasti settu sitt 5.
mark og hið síðasta, sem skorað
var í leiknum.
Fyrsti ósigur í 8 ár.
Ármenningar hafa í mörg ár ver-
ið ósigrandi í sundknattleik, og er
þetta víst eini leikurinn, sem þeir
hafa tapað s. 1. átta ár. Leikurinn
í fyrrakvöld gefur því vonir um
að breiddin í íþróttinni sé að auk-
ast, svo að ekki sé lengur fyrir
fram augljóst hverjir bera sigur
af hólmi.
J. Mansfield sýndi nokkur atriði
úr æfingum sundknattleiksmann-
anna og auk þess sýndu 3 stúlkur,
Ágústa Þorsteinsdóttir, Bergþóra
Lövdal og Sigríður Sigurbjörns-
dóttir. Aðgangur er seldur á kr.
10,00 sætið, kr. 5,00 stæðið og kr.
3.00 fyrir börn .
í yfirlýsingu þeirra Edens og
Mollet eftir viðræðurnar í París
segir, að algert samkomulag hafi
Öryggisráðið ræðir
kæru Jórdaiiíu
London, 17. okt. — Talsmaður
brezku stjórnarinnar sagði í dag,
að Bretar teldu sig ekki skuld-
bundna samkvæmt samningi sínum
við Jordaníu til að koma henni til
hjálpar í landamæra-skærum. Áð-
ur hafði yfirmaður jordanska hers-
ins látið að því liggja, að flugvélar
Breta myndu koma hersveitum sín-
um til aðstoðar klukkustund eftir
að þær yrðu fyrir árás. Vopna-
flutningar halda áfram til Jordaníu
bæði frá Sýrlandi og Egyptalandi.
náðst um afstöðuna í frekari samn-
ingum um Súez-deiluna. Tekið er
fram að þau styðji í einu og öllu
þær tillögur, sem samþykktar voru
í öryggisráðinu, einnig þann hlut-
ann, er Rússar beittu neitunarvald
inu gegn, en hann var um alþjóð-
lega stjórn á Súez. Ráðherrarnir
segjast enn halda fast við alþjóð-
lega stjórn á skurðinum.
16 manna nefnd.
Sagt er, að í tillögum Indverja
sé gert ráð fyrir 16 manna nefnd,
er annist samstarf egypzka félags
ins og notendasambandsins. í þess
ari nefnd verði fulltrúar frá stór-
veldunum, einnig Indlandi, Japan
og Egyptalandi, en auk þess níu
fulltrúar frá ýmsum hlutum heims.
Þá segir, að gert sé ráð fyrir að
siglingagjöldin verði ákveðin hin
sömu og giltu áður, en þau voru á-
kveðin af Egyptum og gamla Súez-
félaginu.
FjalM nm samvinnu NorSnrlanda í
björgunar- og slysavörnum á ráð»
steínu í Stokkbólmi
Henry Hálfdánarson sat rát$stefnuna fyrir
hönd Slysavarnafélags íslands
Nýlokið er ráðstefnu í Svíþjóð, sem fjallaði um björgunar-
mál og slysavarnir á sjó. Öll Norðurlöndin tóku þátt í ráð-
stefnu þessari, en Henry Hálfdánarson sat ráðstefnuna af
hálfu Slysavarnaíélags íslands. Sænska sjávarútvegsmálaráðu-
neytið og sænska slysavarnafélagið gengust fyrir því, að þetta
mót var haldið, sem stóð yfir dagana 7.—11. október í Stokk-
hólmi.
Tehúsið
(Framhald af 12. síðu).
sumir þeirra sem koma þarna fram
að vera með austurlenzku yfir-
bragði og líta því sumir út eins og
Japanir. En minnsta kosti þrjú
börn koma fram, sem eru af kín-
verskum ættum, en þá er líka upp-
talið, sem hægt er að leggja til af
„réttu“ fólki. í leikritinu fer geit
með eitt hlutyerkið og er hún frá
Úlfarsfelli og jafnframt þarf að
hafa jeppa á sviðinu, en hann verð
ur bandarískur og stríðsmálaður.
Leikritið er í þremur þáttum og
stendur sýning í tæpa þrjá tíma.
(Framhald af 12. síðu.)
ir atvinnulíf landsins. S.iálfsagt
væri að rannsaka áhrif styttingar-
innar á styrkleika hersins.
Getur ekki lengi haldizt.
Dahigaard formaður róttækra,
sem nlla tíð hafa verið andvfgir
aðild Danmerkur að A-bandalaginu
krafðist lækkana á útgjöldum til
hernaðar. Trúir nokkur því, sagði
bann. að forsvarsmenn 16 mánaða
b.iónustutíma í Danmörku muni
lengi geta staðið á móti styttingu
herskyldunnar, þegar að ráð
Atlantshafsbandalagsins hefir fall-
izt á aðeins 12 mánaða herskyldu-
tíma í Vestur-Þýzkalandi?
Gómúika
(Framh. af 1. síðu.)
herra, að því er talið er. Frétta-
menn eru með ýmsar bollalegg-
ingar í sambandi við þessa at-
burði í Póllandi. Núverandi leið-
togar krefjist þess nú að mikill
hluti rússneskra liðsforingja sé
sendur heim frá Póllandi og stór-
fækkað í setuliði Rússa. Sé þetta
tilraun til að auka sjálfstæði Pól-
lands og einn liðurinn í baráttu
kommúnistaríkjanna í A-Evrópu
til þess að láta Rússa standa við
loforð sín frá flokksþinginu 20.
febr. s. I. þar sem kommúnista-
flokkum þessara ríkja var heitið
fullu jafnrétti á við Kommúnista
flokk Rússlands. Vitað er, að
að Gomulka er því fylgjandi að
allar rússneskar hersveitir hverfi
úr landinu.
Uiimiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiimmiiiiiiiiiiimiiiiii
f A’Seins kr. 3,10 pr. stk. 1
Tilgangurinn með björgunarráð-
stefnunni var að efla samvinnu
Norðurlandanna í björgunarmálum
og samræma sjóslysavarnir þess-
ara landa heima fyrir og út á við
og reyna að fyrirbyggja mistök
með því að láta yfirstjórn þessara
mála vera sem mest á einni hendi
á hverjum staö og að farið verði
eftir ákveðnum reglum.
Um öryggi mannslífa á sjó.
Almennt var álitið að björgunar-
starfsemin væri betur sett í þeim
löndum, íslandi, Noregi og Finn-
landi, þar sem hún er í höndum
slysavarnafélaga, en ekki stjórnar-
valda eins og í Danmörku og Sví-
þjóð að einhverju leyti. Aftur á
móti, þrátt fyrir sjálfboðaliðsgrund
völl slysavarnafélaganna, var því
haldið fram að því opinbera bæri
skylda til að styðja • og styrkja'
björgunarstarfsemina með rífleg-
um fjárframlögum í hverju landi
fyrir sig. Þá var látinn í ljós vafi
á því, að sum Norðurlöndin hefðu
staðið að fullu við þær skuldbindr
ingar, sem stjórnir landanna und-
irrituou snemma á árinu 1948 cg,
voru alþjóðlegt samkomulag um
öryggi mannslífa á sjónum, m. a,
varðgæzlu með ströndum og upp-
setningu miðunarstöðva.
Gúmmíbátar.
Á ráðstefnuni var rætt um gagn-
semi gúmmibjörgunarbáta, nauð-
syn þess að öll skip yrðu útbúm
þessum þýðingarmiklu björgunar-
tækjum til viðbótar þeim björgun-
arútbúnaði skipa, sem þegar hefir
verið fyrirskipaður. Einnig var
rætt um þýðingu helicoptervéla til
björgunarstarfa og nauðsyn þess
að svo dýr tæki sem helicoptervél
ar yrðu reknar með alþjóðasamtök
um.
Fulltrúi Islands lagði fram ýtar-
Iega greinargerð fyrir hinni merki
legu og góðu reynslu íslendinga af
gúmmíbátum, er þegar hefðu bjarg
að mörgum mannslífum í tilfellum
sem annarri björgun befði varla
verið komið við og gat um að Slysa
varnafélagið heföi þegar fengið
ýmsu áorkað um bættan útbúnað
þessara báta samkvæmt íenginni
reynslu. Þá gat hann um reynslu
fslendinga af lielikoptervélum, er
þar hefðu verið staðsettar að und
anförnu og skýrði frá aö svo
snemma sem 1948 hefði Slysavarna
félagið fengið Helicoptervél leigða
í tilraunaskyni, en eitf af 'dagskrár
atriðum i;áðgtefnunnar var að, at-
huga gagnsemi heíicoptervéla til
björgunarstarfsemi.
Listmunauppboðið
(Framhald af 12. síðu.)
vatnslitamynd Ásgríms Djákninn á
Myrká og eitt málverk eftir sama,
sem búið er að vera aldarfjórðung
í Indónesíu.
Uppboðsmunir verða til sýnis í
Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 2—7 og
á morgun kl. 10—4, en uppboðið
sjálft hefst kl. 5 stundvíslega.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmiiiiiiiiiiiiiiiitmiiiiiiiiimiiiiíí
imiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimiuiiuiiiiiiiiiiiiiiumiiiiiiuiiiiiiiiiiimiiiiiiiHuiiiiiiiiumiiuiimiiiiiiiiR
| NÝKOMIf) |
| Ukola krossviður 5 mm |
| Stærð 80x205 — VerS kr. 64,00 |
1 Þilplötur |
| 1/8” — StærcS 122x250 — VerS kr. 46,00 |
I Kristján Siggeirsson hi. |
1 Laugavegi 13 — Sími 3870. I
íúiiimmmmiiuiiiiuminiuuiimiiiiiimnmiimiiiimmiimiuiiiimimiimiiimimmiiimimiiiiimuiiiiiiiimili