Tíminn - 18.10.1956, Qupperneq 5
TÍMI N N, fimmtudaginn 18. október 1956.
5
RITNEFND:
Áskell Einarsson, form.,
Ingvar Gíslason,
Örlygur Hálfdánarson.
Markmið háskólanna:
„Áð leita sannleikans og leiðbeina þeim, er
sannleikans leita” sagði Björn M. Olsen 1911
2343 ár síSan Plaion sloínaSi Akade-
mmsínaí Áþenn, sem er fyrsti há-
skóli í heimi
Eiigin fullvalda þjóS getur verið án háskóla, enda hljóta
allir hugsandi menn að viðurkenna þá staðreynd, að háskól-
ar hafa löngum lagt fram drýgstan skerf til aukinnar menn-
ingar og fegra mannlífs. Háskólarnir eru uppspretta há-
mennmgar hverrar þjóðar. Arið 387 f. Kr. stofnsetti ungur
menntamaður í Aþenu skóla, sem kallaður var Akademia,
.. Þessþ ungi maður var Platon, lærisveinn Sókratesar, og aka-
demía hans, sem átti eftir að starfa margar ókomnar aldir,
er af mörgum talin fyrsti háskóli í vestrænum heimi.
Segja má með nokkrum sanni,
að allir liáskólar að fornu og nýju,
geti rakið uppruna sinn til skóla
Platons, þótt hitt sé e. t. v. sann-
ara, að háskólar, eins og þeir ger-
ast nú á dögum sæki fyrirmynd
sína skemmra aftur í tímann. Eigi
að síður er ljóst, að háskólar eru
ckki tízkufyrirþæri, eða afsprengi
upplýsingastefnu og námskeiða-
mennsku nútímans. Varla nokkur
þjóðfélagsstofnun er svo rík að
erfðavenjum og raunverulegum
hugsjónakrafti sem góður háskóli.
Markmið háskóla.
Þegar dr, Björn M. Olsen, fyrsti
rektor Háskóla íslands, setti skóla
sinn í byrjun hins fyrsta starfsárs,
1911, hélt hann .stutta en hnitmið-
aða ræðu, þar sem hann gerði
grein fyrir markmiðum háskóla al-
mennt og hugsjónum hins akadem-
íska anda.
Björn M. Olsen sagði, að mark-
mið háskóla væri einkum tvennt:
1. að leita sannleikans í hverri
fræðigrein fyrir sig — og
2. að leiðbeina þeim, sem eru í
sannleiksleit, hvernig þeir eigi að
leita sannleikans í hverri grein
fyrir sig.
— og hið þriðja marlcmið.
Þá sagði dr. Björn, að enn væri
hið þriðja markmiðið, hið raun-
liæfa,
að veita mönnum þá undirbún
ingsmenntun, sem er nauðsyn-
leg, til þess að þeir geti tekizt
á hendur ýms embætti eða sýsl-
anir íyrir þjóðfélagið.
Háskólinn er m. ö. o. vísindaleg
rannsóknarsofnun og vísindaleg
fræðslustofnun.
Allir háskólar reyna að feta hina
grýttu leið að þessum markmiðum.
Árangurinn fer eftir atvikum. Auð
ugir háskólar stórþjóða eiga auð-
veldast með að vera trúir mark-
miðum sínum, en fátækir háskól-
ar smáþjóða eiga jafnan í vök að
verjast, þótt viljinn sé hinn sami.
Tákn sannleiksleitar.
Hinn akademíski andi er þannig
ímynd og tákn þeirrar sannleiks-
leitar og þekkingarþrár, sem skilur
manninn frá dýrinu, hvort heldur
er á öld Platons, Kóperníkusar eða
Einsteins.
Akademískir fræðimenn eru fjár
aflamenn andans. Þeir raða í gull-
kistur þekkingarinnar, auðga
mannsandann, lyfta mannkyninu
upp úr duftinu. Þeir afla mismun-
andi mikils, allt eftir hæfileikum
sínum og aðstæðum, en þeir eru
alltaf að verki og unna sér ékki
hvíldar, af því að hugsjón þeirra
er eilíf. Hefir þó ekki skort á, að
íhaldssöm öfl hafi gert sitt til þess
að hefta rannsóknarfrelsið og
hneppa þá í fjötra, sem mest hafa
afrekað. Engar dýflissur, engir
rannsóknarréttir hafa þó megnað
að stöðva þróunarferil mannsand-
ans. Þegar höfðingjar hinnar stöðn
HÁSKÓLI ÍSLANDS
í nærrl þrjá áratugi átti Háskóli íslands ekki hús yfir starfsemi sína. ÞaS
voru því mikil viðbrigði er háskólahúsið var tekið í notkun fyrir 16 ár-
um. Það þótti stórt á sinni tíð, en nú er svo komið að það rúmar illa
þá starfsemi, sem fram fer innan vébanda stofnunarinnar.
GAMLI GARÐUR
Gamii stúdentagarðurinn er nú bráðum aldarfjórðungs gamall. Hann hef
ir komið stúdentum í Háskóla íslands að miklum notum ásamt Nýja
Garði, sem reistur var fyrir 14—15 árum. Mjög væri æskilegt,. að reystvN
yrði þriðji stúdentagarourinn fyrir kvænta stúdenta. Ejns .og. lagt ?r til
í grein hér á síðunni í dag, er full þörf fyrir sföfnun „neméndagarðs"
fyrir nemendur framhaldsskóla í líkingu við stúdentagarðana.
uðu þekkingar pyntuðu Galileo
Galilei til þess að taka aftur kenn
ingar sínar í stjörnufræði, muldr-
aði hann fyrir munni sér: „Og
samt snýst hún.“ Og Jóhann Ilúss
lét brenna sig á báli, af því að
hann var trúr sinni akadémísku
köllun um rannsóknarfrelsi, mál-
frelsi og skoðanafrelsi. Og enn á
okkar dögum hafa háskólaborgar-
ar, prófessorar og stúdentar, orðið
að þola pyntingar og dauða, af því
að þeir stóðu trúan vörð um mál-
stað hins akademíska anda.
„Frömuður alheimsmenningar.“
Það er enn hægt að vitna til
orða Björns M. Olsens. Hann sagði
í setningarræðu sinni 1911, að há-
skólarnir væru frömuðir alheims-
menningarinnar. Með því á hann
vafalaust við það, að mannkyninu
fleygi fram fyrir tilstilli þeirra
rannsókna, sem háskólarnir standa
að og þeirrar fræðslu, sem þeir
veita.
Nútíma háskóli er alhliða rann-
sóknarstofnun. Verkefni vísind-
anna eru svo víðtæk nú á dögum,
að þau ná að heita má til allra
fræðigreina. Reynsluvísindi og
húmanistiskar fræðigreinar eru
stundaðar jöfnum höndum og
þykja jafn-nauðsynlegar báðar
tvær. Rannsáknarsvið hvers ein-
staks fræðimanns er að jafnaði
þröngt og afmarkað, en þegar á
heildina er litið, er ríki vísindanna
afar víðlent. Einn vísindamaður
markar sér e. t. v. ekki stærra rúm
í rannsóknum sínum en að kanna
háttu einnar fisktegundar eða sögu
einnar mannsævi eða eitt gos eins
eldfjalls. En rannsóknirnar, þótt
þær virðist ekki víðfeðmar, kunna
að leiða til uppgötvana, sem marg-
ar kynslóðir eiga eftir að njóta á-
vaxtanna af og greiða götu ann-
arra vísindamanna, sem á eftir
koma og eiga fyrir höndum að ná
enn lengra á þekkingarbrautinni,
einmitt végna þess að þeir áttu
I sér fyrirrennara, sem ruddu leið-
j ina og lögðu grudnvöllinn.
Háskóli íslands.
Háskóli íslands er reistur á
sömu grundvallarhugsjónum og
allir aðrir háskólar, þótt bæði sé
i hann ungur að árum og fátækur
1 að fé. Starfskraftar hans eru líka
' fáir 'nVfðkÖ við'h'in'af''voldúgú vís-
i íridasíoftíanir .stórþjóðanna. Hann
j er enn í bernsku. Frá stofnun
I hans eru liðin 45 ár og aðeins 16
ár síðan hann flutti í eigin húsa-
kynni. Það er tæplega hægt að
leggja á hann nokkurn dóm sem
vísindastofnun á heimsmæli-
kvarða. Það liggur við, að það sé
ósanngjarnt að freista þess. Eigi
að síður er það alveg ljóst, að há-
skólinn er einn af hyrningarstein-
um fullveldis okkar. Á vegum há-
skólans hafa ýms ágæt verk verið
unnin og það má telja fullvíst, að
enn eigi hann eftir að marka dýpri
framfaraspor, enda hefir hann á-
reiðanlega tímann fyrir sér. Og
þótt ekki sé gerlegt að telja há-
skóla okkar til fremstu vísinda-
stofnana í heimi, þá mættu ís-
lendingar samt gefa því meiri
gaum, sem unnið er af mikilvæg-
um verkum á hans vegum eða
stofnana hans, því að margt af því
hefir þegar haft raunhæft gildi
fyrir þjóðarbúskápinn, enda á það
svo að vera.
Frá stjórn S.U.F.
til lesenda
„Vettvangsins“
Eins og lesendur munu hafa
veitt athygli, hefir „Vettvangur
æskunnar" ekki komið út nú
um nokkurt skeið. Hefir svo
verið stundum áður, að hann
hefir tekið sér hvíld yfir sumar-
mánuðina, en hafið göngu að
nýju með hausti svo sem nú.
Sú brcyting hefir á orðið með
ritstjórn, að við henni tekur
þriggja manna nefnd. Áskell
Einarsson, sem um langt skeið
hefir annazt ritstjórnina á sæti
í nefndinni ásamt þeim Ingvari
Gíslasyni og Örlygi Hálfdánar-
syni. En þó að góðir menn skipi
ritnefndina, er eigi að síður
nauðsynlegt, að sem flestir
leggi hönd að því að gera þessa
síðu S. U. F. eins vel úr garði
og kostur er. Megintilgangur
hennar mun hér eftir sem hing-
að til verða hi^ sami, að gefa
ungu fólki tækifæri að koma
fram með skoðanir sínar og á-
hugamál.
Kristján Benediktsson,
íorm.
Nemendagarðnr
Á hverju hausti sækir fram-
haldsskóla bæjarins að sjálfsögðu,
mikill fjöldi utanbæjarnemenda.
Húsnæðismál utanbæjarnemend-
anna er orðið mikið vandamál. —
Eins og alkunna er, ríkir mikið
ófremdarástand í húsnæðismálum
bæjarins, og húsaleiga óhófleg. —
Þetta ástand bitnar ekki sízt á
utanbæjarnemendum. Því er ekki
að leyna, að fjöldi þeirra er raun-
verulega á hrakhólum hér í bæn-
um. Úr þessu þarf að bæta, koma
á upp görðum svonefndum fyrir
(Framhald á 8. siðuí
Brotið blað í ísienzkri pólitík
Síðan síðasti „Vettvangur" kom
út, hafa skeð örlagaríkir viðburð-
ir í stjórnmálaþróun þjóðarinnar.
Sú ríka ástæða, sem knýr á, að
þessar örlagaríku breytingar eru
teknar til umræðu í fyrsta „Vett-
vangínum" sém út kemur eftir
sumarhléið, eru augljósar. Sé
skyggnzt nokkur misseri til baka og
brugðið fyrir sjónir stjórnmála-
skrifum almenne, sést að málflutn
ingur „Vettvangsins" var með ger-
ólíkum hætti er snerti skoðun um
í æskilega og pólitíska framþróun í
í íslenskum stjórnmálum. Þessi sár-
j staða á sögulegar rætur og djúpar
| í baráttu samtaka ungra Fram-
sóknarmanna fyrir sameiningu
vinstri aflanna, sem var mótuð
1 á sambanddsþingin á Akureyri
1948.
Æ síðan hafa ungir Framsóknar
menn haldið grunnreyfir áfram
baráttunni. sem lauk með sigri á
síðasta flokksþingi, þrátt fyrir að
: tvívegis hafi orðið á þessu tíma-
bili að taka höndum saman um
Istjórn landsins við höfuðfjandann.
| Það reynir jafnan á þolinmæði og
1 dug að hvika ekki frá stefnumarki,
þegar hver sóknarlotan af annarri
rennur út í sandinn. Þessa raun
hafa þeir staðizt, sem staðið hafa
trúan vörð um málstað Framsóknar
flokksins og hafa haft bjargfasta
trú á köllunarverki hans, að sam-
eina vinstri öflin um stjórnvölinn
á þjóðarskútunni. En hinir er töldu
þann kost vænstan til þess að efla
vinstri öflin, að efna til ungrar
flokksstofnunar, hafa eftirminni-
lega rekið sig á þá ófrávíkjanlegu
staðreynd*að engin sameinar með
því að sundra. Þetta verða allir
vinstri menn að láta sér að kenn-
ingu verða og varast sundrungar-
starf í hverri mynd, sem það
birtist.
Úrslit kosninganna á síðasta vori
voru. ótvíræð. Þau brutu blað í
íslenzkri pólitík. Niðurstöður kosn
inganna voru skýlaus krafa til
vinstri aflanna um að standa sam-
an. I samræmi við megin niður-
stöður síðasta flokksþings hóf
Framsóknarflokkurinn að sameina
vinstri öflin um stjórn landsins.
Þetta tókst og þar með urðu
straumhvörf í stjórnmálum þjóðar-
innar.
Samstarf vinnustéttanna um
stjórn landsins tókst nú eftir 22
ára hlé. Þessum merka áfanga ber
að fagna, sérstaklega þegar á það
er litið, að hér hefur þrekvirki
verið unnið, sem er sérstætt í sögu
þjóðarinnar. Flokkar, sem áður
(Framhald á 8. síðu).