Tíminn - 18.10.1956, Page 6

Tíminn - 18.10.1956, Page 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 18. október 19$<L Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Heimild til togarakaupa í TOGARAtíTGERÐIN á við fjárhagsörðugleika að stríða um þessar mundir, og umræður um þau efni verða stundum til þess að menn Játa sér yfirsjást gildi henn- ar fyrir þjóðarbúskapinn í heild. Menn mikla þá fyrir sér þá rekstrarstyrki, sem lagðir eru fram af sameigin- Jegum sjóði, en meta ekki rétt látlega þann afla, sem dreg- inn er að landi. Heyrist þá stundum sagt sem svo: Til Invers á að auka togaraflota, sem er baggi á þjóðfélaginu? Spurningin er sannarlega á misskilningi byggð. Á s. 1. ári öfluðu togararnir nær helm ing þess fisks, sem fiskiskipa- ílotinn í heild lagði á land, að síld undanskilinni. Hlutur togaranna í gjaldeyrisöflun Jandsins er því ekki smár, ©g án gjaldeyris til kaupa á jmargvíslegum nauðsynjum til daglegra þarfa fólksins og irekstrar atvinnutækjanna, getur þjóðin ekki lifað í land inu. Þar á ofan er þess að gæta, að síðan það var ljóst, af sjálfri reynslunni að tog- araútgerð getur ekki síður Iblómgast úti um byggðir landsins en við Faxaflóa, dylst engum heilskyggnum manni, að hlutur þessarar út gerðar i atvinnulífi lands- ioyggðarinnar er mjög þýðing armikill, og eins og nú horf- Sr í atvinnumálum verður ekki komið auga á heppi- legri leið til að tryggja þar íframtíðaraðstöðu og afkomu Sólksins, en að endurnýja ekipakostinn sem fyrir er og auka hann, hvar sem því verð ur við komið. ÞE58I sjónarmið réðu gerðum stjórnarflokkanna er jþeir ákváðu, við stjórnar- myndunina, að hef jast handa am að endurnýja og auka fiogaraflota landsmanna. Sér stakri nefnd var falið að íjalla um undirbúning máls- Sns, og hún hefur gengið nrösklega til verks og skilað frumvarpi til stjórnarinnar, sem lagt er fram þegar í þingbyrjun. í því felst nauð- synleg lagaheimild fyrir stjórnina til að hefjast laanda um togarakaupin, og nm leið er lagður grundvöll-' ERLENT YFIRLIT: Stjórnarsamvinnan í Svíþjóð Bændaflokkurinn kýs áfram samstarf við AlþýSuflokkinn og verkalýSssamtökin ur að framtíðarskipan útgerð arinnar, einkum með tilliti til þess, að atvinnulíf í fjórð ungunum verði eflt og að því stefnt, að framleiðslustörfin verði unnin af kappi, alls staðar þar sem það má telj- ast hagkvæmt. Til þess að ná því marki, er gerð ráð fyrir heimild til að ríkið reki tog- ara til atvinnujöfnunar, jafn framt því, sem ríkisvaldið reynir af fremsta megni að stuðla að því að unnt verði að kaupa skipin og reka þau sem víðast, af aðilum heima í þorpum og kaupstöðum í þeim fjórðungum, sem við erfiðasta aðstöðu hafa búið hin seinni ár. Svó er komið hag togaraútgerðarinnar, vegna dýrtíðar og annarra heimatilbúinna erfiðleika, að litlar líkur eru á því, að eðli- leg endurnýjun flotans fari fram nema með opinberri for göngu. Meðalaldur íslenzku skipanna, sú reynsla, sem fengin er, og nýjungar í gerð togara, styðja og mjög það sjónarmið stjórnarflokk- anna, að tímabært sé að hef j ast handa um togarakaup nú þegar. Jafnframt verði útveg uð nokkur minni fiskiskip til þeirra staða, sem ekki hafa aðstöðu til að notfæra sér togaraafla að neinu ráði. ÞÓTT MÁLIÐ hafi þann- ig verið rösklega undirbúið, er að sjálfsögðu langt í land fyrir hina nýju togara. Enn er eftir að útvega lánsfé til kaupanna og ganga frá samn ingum um smíðina. Sennilegt er, að þar verði óyfirstígan- legir örðugleikar. í rauninni er ekkert eðlilegra en fisk- veiðiþjóð eins og íslendingar endurnýji skipakost sinn með eðlilegum hætti, og afli láns- fjár til þess. En þegar nýju skipin sigla að landi, þyrfti þjóðin að vera búin að sigr- ast á torfærunum, sem nú rísa hærra: Taprekstri at- vinnutækja vegna dýrtíðar og annarra heimatilbúinna vandræða. Á þeim vettvangi er stærsta viðfangsefni stjórn arinnar. Frumvarp hennar um togarasmíðina sýnir, að forustumenn stjórnarflokk- anna eru bjartsýnir að einnig þar takist að ná settu marki. Sex menn í valnum I FYRRADAG lauk á Al- þingi vikulöngu málþófi Sjálf Otæðismanna til þess að :.eyna _að hnekkja úrskurði ,7bns Ásbjörnssonar í land- jijörstjórn um úthlutun kjör bréfa. S j álf stæðisf lokkurinn ';efldi fram hvorki meira né minna en sex helztu köpp- ' ím sínum til þessarar við- ireignar og höfðu þeir dreg- I.ð að sér vopn og verjur um langan tíma og ekki sízt gerzt anuplsamir á ýmsa hluti í vopnasafni kommúnista. iryrstur gekk til atlögu ridd- (irinn prúði Bjarni Benedikts ÞAÐ VAR tilkynnt um seinustu! helgi í Stokkhólmi, að Alþýðuflokk urinn og Bændaflokkurinn hefðu orðið ásáttir um að halda áfram samstarfi um ríkisstjórn. Tilkynn-! ing þessi var birt eftir ítarlegar ‘ samningarviðræður, en árangur þeirra var sá, að samkomulag tókst um nýjan málefnasamning. Eins og vitað er, urðu þau úrslit kosninganna til neðri deildar þings sem fóru fram í seinasta mánuði, að stjórnarflokkarnir, Alþýðuflokk urinn og Bændaflokkurinn, biðu nokkurn ósigur og þó einkum sá síðarnefndi. Alþýðuflokkurinn missti fjögur þingsæti en Bænda- flokkurinn sjö. Endanlegar úrslita tölur í kosningunum urðu þessar: Alþýðuflokkurinn 1.729 þús. atkv. og 106 þingmenn, í stað 1.742 þús. atkv. og 110 þingmenn í kosning- unum 1952. Hann fékk 44.6% greiddra atkv. í stað 46.1% í kosn- ingunum 1952. Frjálslyndi flokkurinn félck 924 þús. atkv. og 58 þingsæti, en fékk 925 þús. atkv. og 58 þingmenn ’52. Hann fékk þá 24.5% af atkvæða- magninu, en 23.8% nú. j íhaldsflokkurinn fékk 664 þús. atkv. og 42 þingmenn, en 544 þús. atkv. og 31 þingmann í kosning- unum 1952. Hann fékk nú 17.2% af atkvæðamagninu, en fékk 1952 14.4%. Bændaflokkurinn fékk 367 þús. atkv. og 19 þingmenn, en fékk Tage Erlander hafi náð aftur sínu fyrri aðstöðu eins og t. d. 1928, þegar hann hafði 73 þingsæti. Hinsvegar hefur hann sótt sig mikið síðan 1948, þegar hann fékk ekki nema 23 þingmenn kjörna. Tvennt er talið ráða mestu um það, að hann hefur rétt sig við aftur. Annað er mikil og harð- skeyttur áróður, sem hefur stuðzt við rífleg fjárráð, og hitt er þrótt- mikil forusta Jarls Hjalmarssons. Það gildir einnig um kommún- ista, að þeir mega muna sinn fífil fegri, þótt þeir bættu heldur að- stöðu sína nú. f kosningunum til 406 þús. atkv. og 26 þingmenn.í neðri deildar þings 1944 fengu þeir son, en síðan þeir hver af öðrum kempurnar Jón Pálmason, Gunnar Thorodd- sen, Ólafur Thors, Magnús Jónsson og Björn Ólafsson. í heila viku stóð áhlaup þessara fræknu manna á úr- skurð Jóns Ásbjörnssonar. Skorti þar vissulega ekki vilj - an til að ryðja þeim óvini úr vegi og tryggja Sjálfstæðis- flokknum frægan sigur. Enda lokin urðu samt þau, að eft- ir vikuna lágu allar þess- ar stórkempur fallnar í valn um, en Jón Ásbjörnsson stóð sigri hrósandi, þótt hvergi hefði komið nærri né hreyft kosningunum 1952. Hann fékk nú 9.4% af atkvæðamagninu, en fékk 1952 10.7%. Kommúnistar fengu nú 194 þús. og 6 þingmenn, en fengu 1952 164 þús. atkv. og 5 þingmenn. Þeir fengu 5% af atkvæðamagninu nú, en 4.3% 1952. Nú var kosið einum þingmanni fleira en 1952. EINS OG þessar tölur bera með sér, tapaði Bændaflokkurinn mestu fylgi, en íhaldsflokkurinn vann mest á. Tap Bændaflokksins verður þó ekki talið stórfellt, ef litið er á atkvæðatöluna og tillit tekið til þess, að fólki hefur tals- vert fækkað í sveitum á síðastliðnu kjörtímabili, en flokkurinn á allt sitt fylgi þar. Það hefur annars verið venja í Svíþjóð, að þeir flokkar, sem færu með stjórn, töpuJSu fylgi í kosn- ingum. Þegar íhaldsmenn og Frjálslyndir stóðu seinast að ríkis- stjórn í Svíþjóð á árunum 1928— 1932 lækkaði þingmannatala íhalds flokksins úr 73 í 58 og Frjálslyndra úr 32 í 24. Bændaflokkurinn tap- aði 8 þingsætum eftir stjórnarþátt tökuna á árunum 1936—’39. Hann hefur nú setið í stjórn síðan 1951. Á stríðsárunum var samsteypu- stjórn, en Alþýðuflokkurinn fór einn með stjórn á árunum 1946— 1950. Sá flokkur, sem bezt hefur hald- ið hlut sínum, þrátt fyrir stjórn- arþátttöku, er Alþýðuflokkurinn, er hefur haft stjórnarforustu óslitið um meira en tuttugu ára skeið. Það sýnir bezt, hve öflugt fylgi flokksins er, að hann skuli hafa að baki sér 44.6% kjósenda og ekki verða fyrir nema óverulegu tapi í kosningunum. ÍIIALDSFLOKKURINN 'vann mest á í kosningunum, en mikið vantar samt enn á það, að hann 318 þús. atkv. og 15 þingmenn og 10.3% af atkvæðamagninu. í kosn ingunum til efri deildar 1946 bættu þeir aðstöðu sína og fengu þá 372 þús. atkv. og 11.2%. Þrátt fyrir fylgisaukningu sína nú, eru þeir ekki hálfdrættingar við það, sem þeir voru 1944 og 1946. Nú hafa þeir ekki nema sex þing- menn af 15 1944 og ekki nema 5% af atkvæðamagninu í stað 11.3% 1946. Fylgisaukning kommúnista nú er einkum talin stafa af því, að kosn- ingabaráttan stóð fyrst og fremst milli stjórnarflokkanna annarsveg ar og hinna borgaralegu andstæð- inga hinsvegar. Kommúnistar eins og gleymdust að mestu leyti og gátu því leikið lausum hala með áróður sinn. Víst þykir, að Alþýðu- flokkurinn muni draga þá ályktun : af úrslitunum, að hann gefi áróðri kommúnista meiri gaum eftir en áður. ■ " ' ----------------------1 FYRST eftir kosningarnar greip um sig nokkur órói innan Bænda- flokksins yfir úrslitunum. Nokkuð var um það rætt ,hvort réttast væri að slíta samstarfi við Alþýðuflokk- inn og taka upp samstarf við flokk ana til liægri. Þrátt fyrir ósigurinn hélt flokkurinn þeirri lykilstöðu í sænskum stjórnmálum, að það valt á honum, hvort stjórnarforustan yrði í höndum Alþýðuflokksins eða hægri flokkanna. Eftir miklar umræður í flokkn- um, varð það niðurstaðan, að fyrst skyldi rætt við Alþýðuflokkinn um áframhaldandi stjórnarsamvinnu. Sú niðurstaða byggðist einkum á tvennu: Samvinna við Alþýðu- flokkinn og verkalýðssamtökin myndi bezt tryggja heilbrigða efna hagsþróun og hlutur bændastétt- arinnar yrði bezt tryggður í sam- vinnu við þessa aðila. Niðurstaðan af viðræðum Bændaflokksins og Alþýðuflokks- ins urðu þær, að stjórnarsamstarf þeirra heldur áfram, eins og áður segir. í nýjum málefnasamningi, sem gerður var, fékk Bændaflokk- urinn því m. a. framgengt, að land- búnaður og smáiðnaður, sem eink um er starfræktur í sveitum, fá verulega aukið lánsfé til umráða. Einnig verður unnið að því að létta byrðar, sem nú hvíla þungt á ýmsum sveitarfélögum. í sambandi við fyrirhugaða skattalækkun, verði þeirri skipan komið á, að húsmæður fái sérstakan frádrátt eða hliðstæðan þeim konum, er vinna úti, en Alþýðuflokkurinn hefir mjög borið hag þeirra fyrir brjósti. Þá verða alþýðutryggingar auknar, en jafnframt komið á Framhald á bls. 8 ‘BAÐsromA/ hönd eða fót til varnar. Þannig verða leikslokin jafnan þegar barist er gegn réttum málstað. Því geystar, sem þeir fara, er rangt mál sækja, því betur sézt, hve höllum fæti þeir standa og því meiri verður ósigur þeirra. Þessvegna hrósar úr- skurður Jóns Ásbjörnssonar ,nú fullum sigri meðan þeir, sem þóttust ætla að hnekkja honum, liggja í valnum, falln ir fyrir vopnum sjálfra sín. Lífill árangur af hreingerningu. „HEIMAKÆR“ ritar baðstofunni alllangt bréf um útvarpsdag- skrána, það eih'fðarumræðuefni, og kemur víða við. M. a. spjallar hann um sunnudagamúsíklcina, og kemst þá að orði á þessa leið: „.... Einhvern tímann las ég það í Tímanum, að tveir menn störf- uðu að því hjá útvarpinu að hreinsa til í plötusafni þess og fjarlægja skemmdar plötur,, sem sumar hverjar hafa víst verið í gangi síðan útvarpið var stofnað, og oft verið misnotaðar. Var ekki að undra, þótt tími þætti til lcorn- inn, að gera þarna hreingern- ingu. Mér brá því heldur í brún á sunnudaginn var, er ég hlýddi á hádegisútvarp. Það hófst með Adagio eftir Schubert, og lék Lundúnastrengjakvartettinn Þetta reyndust vera tvær plötur, en ekki datt þeim í hug að hætta eftir að fyrri plötunni var lokið, heldur fengu hlustendur þá seinni líka. En þær voru báðar svo stórskemmdar, að ekki náði nokkurri átt að leika þær. Þar var sannarlega um misþyrmingu á góðri músík að ræða, og ekki hafa eyru hreingerningarmann- anna verið næm, fyrst þeir létu þessi ósköp fram hjá sér fara. Þegar Lundúnastrengjasveitin hafði lokið sér af með þessum ósköpum, tók ekki betra við. Þá settu þeir á fóninn plötu, sem Elsa Sigfúss syngur, Bí bí og blaka, og einnig hún var mikið skemmd. Þá gafst ég upp á að hlusta á meira af svo góðu.“ Það kastar tólfunum á sunnudögum. ENN SEGIR heimakær: „Manni . gremst oft, hversu sérvizkulega er valið úr plötusafninu á sunnu- dögum. Tökum síðasta sunnudag: Morgunútvarp hefst með tokkötu og fúgu eftir Bach, leikið á orgel, þar næst kemur enskur kór og syngur sálmalög æði stund. Skyldi vera margt fólk hér á landi, sem hefir gaman af ensk- um sálmalögum? Þá kom konsert eftir Vivaldi og loks hljómsveitar- verk eftir Smetana, og var það skemmtilegast fyrir óbreyttan hlustanda. Að þessari dagskrá lokinni hófu þeir svo hádegisút- varptö með Adagio eftir Schu- bert. Ég verð að segja eins og er, mér finnst þetta ofrausn. Val út- varpsins á sunnudagamúsik merk ir annað tveggja, að þeir telja þjóðina kirkjulegar- og kristileg- ar sinnaða en aðrar þjóðir í vest- rænum heimi, eða hér er á ferð hræsni og yfirdrepsskapur af verstu tegund. Sunnudagsmúsíkk- in á ekki að vera neinn kirkju- lconsert. Hóf er bezt á hverjum hlut. Kirkjan fengi sitt, þótt öðru vísi væri á haldið, og þá væri þess og gætt, að útvarpið er fyrir alla. Þótt ég lasti ekki helgimú- síkk og hátíðlegheit, er þess að gæta að landsmenn gera meira en dvelja í andanum uppi á kirkjulofti á sunnudögum. Þeir borða líka góða steik um hádegið, halla sér út af með pípu og góða bók og eru þá móttækilegir fyrir músíkk, sem er ofurlítið snortin af veröldinni í kring um þá. Ég er ekki frá því, að ein- strengingsleg sjónarmið i vali tón- listar á sunnudögum, tefji stór- lega fyrir því, að ungt fólk, sem einkum hefir músíkþekkingu úr útvarpinu, læri að meta klassíska tónlist og njóta hennar. Þegar af þeirri ástæðu, er þörf á endur- skoðun á tónlistarflutningi út- varpsins, sem á að vera lifandi og upplífgandi, en ekki stein- runninn og sérvizkulegur...“ Og lýkur þar með þesum kafla bréfs- ins. Annað efni úr því bíður betrl tíma. — Frostl.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.