Tíminn - 25.10.1956, Qupperneq 1
Fylgizt með tímanum og lesið
TÍMANN. Áskriftarsímar 2323 og
81300. Tíminn flytur mest og íjöl-
breyttast almennt lesefni.
40. árgangur
Reykjavík, fimmtudaginn 25. október 1956.
12 síður
Viðtal við Nínu Tryggvadóttur,
bls. 4.
íþróttir — Skák, bls. 4.
Gömul og ný viðhorf, bls. 5.
Erlent yfirlit, bls. 6.
Um fyrirlestra Sig. Þórarinssonar,
bls. 7.
242. blað.
Blóðug uppreisn í Ungverjalandi gegn harðstjórn
lerópið var: Russneskur her
ieim,ferum að dæmi Pólver ja
kommúnista og rússneska hernum
Rússneskar hersveiiir kallaðar til að bæla uppreisnina
mður, - enn barist i gærkv. í Búdapest og vffiar í landinu
Sjónarvottar segia frá atkirðum \
UíigverjalaEdi i gær |
_f;' ' ’ . ’ . . ' . /.’■■■• |
„Vi8 sœttum okkur aMrei viS a'S vera þrælar“ ;
Ferðamenn, sem komið hafa í dag til Póllands og Austur-
ríkis og voru sjónarvottar að uppreisninni í Búdapest, segja
að um miðjan dag á þriðjudag hafi mannfjöldinn undir for-
ustu stúdenta og liðsforingja tekið að safnast saman á göt-
unum. Fóru þeir fylktu liði og æptu slagorð sem þessi: Rúss-
neski herinn verður að fara heim. Förum að dæmi Pólverja.
Við sættum okkur aldrei við að vera þrælar.“
Hófst við útvarpsstöðina.
Mannfjöldinn óx stöðugt. Allur
borgarlýðurinn virtist kominn á
götur út. 1 fyrstu bar mest á æs-
ingum gegn Rússum, en síðar snér-
ust, óeirðirnar upp í uppreisn gegn
stjórn landsins og kommúnistum
yfirleitt. Mannfjöldinn stefndi fyrst
að útvarpsstöðinni og reyndi að
kömast inn í hana. Vopnaðar lög-
reglusveitir snérust til varnar. —
Beittu þær skotvopnum, en mann-
fjöldinn svaráði með grjótkasti.
Gerö æptur niður.
Gífurlegur mannfjöldi réðist
einnig strax í upphafi að þing-
húsinu. Á aðaltorginu var brotin
niður risastytta af Stalin. Einnig
beindist hatur mannfjöldans mjög
að rauðu stjörnunni, sem er yfir
opinberum byggingum. Var hún
hvarvetna rifin niður.Gerö.sem tók
við af Rakosi, sem framkvæmdar
stjóri flokksins, út á svalir þing-
liússins og reyndi að sefa mann-
fjöldann, en var æptur niður. —
Dundu á honum ókvæðisorð og
svívirðingar.
Er Gerö hafði verið æptur niður,
heyrðist í skriðdrekum og bryn-
vörðum vögnum í næstu götum.
Manníjöldinn réðist á þá og æpti
til hermannanna: Komið með okk-
ur. Þegar hér var komið geisuðu
blóðugir bardagar um alla borg-
ina.
Náðu útvarpsstöðinni um skeið.
Um skeið í nótt virtist svo sem
uppreisnarmenn hafi haft útvarps-|
stöðina á valdi sínu. Um tveggja
klukkustunda skeið heyrðist ekk-
ert til hennar nema kerfisbundnar
truflanir. Skömmu áður höfðu þul
ir tilkynnt, að uppreisnarmenn
væru hvarvetna í húsinu.
Búdapest eina heimildin.
Fregnir eru mjög óljósar og út-
varpið í Búdapest eina heimildin
um hverju fram fer í landinu, þar
eð símasambandslaust hefir verið
við útlönd síðan í gærkvöldi. Allar
samgöngur við landið flugleiðis
hafa stöðvast og fréttamenn frá
V-Evrópu, sem hafa reynt að kom-
ast austur hafa ekki fengið vega-
bréf. Uppreisnin kann því að vera
miklu alvarlegri, en enn hefir verið
látið uppskátt.
IMRE NAGY
FjÖlmeíinið á Fram-
sóknarvistiiia i kvöld
Framsóknarvistin hefst kl. 8,30
í kvöld. A3 þessu sinni verður
spilað í Tjarnarkaffi og er húsið
opnað ki. 8. Eftir að úthlutað
hefir verið verðlaunum til sigur-
vegaranna flytur Halldór Sigurðs
son, alþingismaður, ávarp, Karl
Guðmundsson, leikari skemmtir.
Dansað verður til kl. 1.
Þeir miðar, sem enn eru óseld-
ir, verða seldir í skrifstofu Fram-
sóknarfélaganna í dag — símar
5564 og 6066.
Friösamleg þróun skilyrði
fyrir sjáifstæði Póllands
Sá var kjarni í ræðu Gomólka á fjöldafundi í
gær. - Boðaði samvinnu við sósíaSistísku ríkin
Varsjá, 24. okt. — Wladyslaw Gomulka ávarpaði í dag
mörg hundruð þúsund manns, sem safnast hafði saman á
Stalíntorginu í Varsjá. Hann kvað það komið undir pólsku
þjóðinni sjálfri, hversu fljótt unnt yrði að senda heim alla
rússneska sérfræðinga í pólska hernum og kvaðst hafa lof-
orð Krustjoffs fyrir því, að allar rússneskar hersveitir í Pól-
landi skyldu verða komnar til stöðva sinna innan tveggja
daga. Hann ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að Pólland myndi
halda áfram nánum tengslum við hin sósíalisku lönd og lagði
sérsaka áherzlu á vináttu við Rússland.
Uppreissiarhugur
magnasí í Yarsjá
Varsjá, 24. okt. — Seinni hluta
dags ukust kröfugöngur á ný í
Varsjá. Stúdentar stóðu einkum
fyrir þeim, svo og hermenn. Á
einum stað hélt hermaður í ein-
kennisbúningi ræðu og réðst á
Rússa. Mannfjöldinn æpir slag-
orð sem þessi: Sendið Rokoss-
ovsky heim. Niður með Rússa.
Fréttamenn segja að andrúmsloft
ið sé þrungið æsingi. Mikill mann
fjöldi safnaðist saman við aðal-
stöðvar flokksins og heimtaði að
sjá Gómúlka. Kom hann hvað
eftir annað fram, en mannfjöld-
inn hvarf ekki á brott fyrir því.
Hermenn og lögregla hefir verið
aukin í bænum. 400 hermenn
eru á vakt við rússneska sendi-
ráðið. Ber fréttamönnum saman
um að engu megi muna til að
til uppþota komi og blóðugra bar
daga.
BERLÍN, 24. okt. — Þróun mála
í Póllandi og Ungverjalandi liefir
skelft mjög yfirvöldin í A-Þýzka-
landi. Víðtækar varúðarráðstafan-
ir hafa verið gerðar. Hervörður
við allar opinberar byggingar
Hann kvað samkomulag ríkja
um öll aðalatriði milli flokks-
stjórna pólsku og rússnesku komm
únistaflokkanna. Hann og Cyran-
kiewitz forsætisráðherra færu til
Moskvu á morgun til að semja um
framtíðarsamvinnu flokkanna og
ríkjanna tveggja.
Áliaft fagnað.
Gomúlka var ákaft fagnað af
mannfjöldanum. Er hann kom
fram var klappað í margar mínú-
ur. Yfirlýsingum hans varðandi
rússneska herinn var tekið með
(Framh. á 2. síðu.)
| Títóistinn Nagy skyndilega geríur íorsætisrá'S-
i herra í fyrrinótt cg hefir íýst landið í neyðar- og
| hernaíarástandi
i. ■
ÚtvarpiS í Búdapest og London, 24. okt.: S. 1. nótt hófst
blóðug uppreisn í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. Log-
aði höfuðborgin í götubardögum í alla nótt. í mörgum iðnað-
arborgum landsins er einnig kunnugt, að verkamenn hafa
gert uppreisn og tekið sér stöðu í verksmiðjum, sem síðar
voru umkringdar af hermönnum. Mörg hundruð manna hafa
verið drepnir, en engar opinberar heimildir liggja fyrir.
Imri Nagy var s. 1. nótt skipaður forsætisráðherra. Bað hann
um aðstoð rússneska setuliðsins til að koma á friði, lýsti
yfir hernaðarástandi, en lofaði jafnframt, að hann skyldi
leggja fyrir þingið frumvarp um bætt lífskjör fólksins. Seint
í gærkvöldi var enn barizt í Búdapest, að því er útvarps-
stöðin þar tilkynnti, en hún er eina sambandið sem umheim-
urinn hefir við Ungverjaland.
Útvarpið sendi í gærkvöldi út
stöðugar áskoranir til uppreisn-
armanna um að gefast upp. Er af
því ljóst, að enn hefir ekki tek-
izt að kæfá kröfur fölksins um
frelsi og bætt kjör. Fréttamenn
telja þó, að mjög hafi dregið úr
baráttumáetti uppreisnarmanna,
enda baráttan vonlítil gegn múg-
vopnum rússneskra og ung-
verskra hersveita.
HEIMTUÐU FRELSI OG
, BRAUÐ.
Stúdentar höfðu seinustu daga
einkum verið háværir í kröfum
sínum um frelsi fyrir þjóðina og
bætt lífskjör, en það er viðurkennt
af leiðtogunum, að hin mesta eymd
sé ríkjandi. Atburðirnir í Póllandi
ýttu undir þróunina. Harðstjórn
kommúnista í Ungverjalandi undir
forustu Stalinista eins og Rakosis,
hefir sætt æ meiri mótspyrnu.
Hann varð að láta af öllum emb-
ættum fyrir skömmu, en við
flokksforustunni tók Gerö, sem
raunar er jafn illræmdur fyrir ger-
ræði sitt og harðstjórn.
itt uppdráttar. Þegar Malenkoff
varð að segia af sér í Rússlandi, en
hann hafði fylgt sömu stefnu, féll
Nagy einnig. Harðstjórinn Rakosi
og. félagar hans tóku nú upp
fyrri stefnu, en fólkið stundi und-
an okinu. Herferðin gegn Stalin í
Rússlandi losað ‘svo aftur úm þessi
tök og Nagy yar látinn laus.
KI. 5 skv. ísl. tíma rann út
frestur sá,->er uppreisnarmönnum
hafði verið gefinn til að gefast
upp. Útvarpið tilkynnti, að margir
hefðu tekið þessu boði. Var þeim
lofað sakaruppgjöf. Áður hafði
landið verið lýst í hernaðarástand
og sagt, að allir sem gerðu sig
seka um glæpi gegn ríkinu yrðu
dregnir fyrir herrétt og dæmdir
til dguða. Jafnframt er frá því
skýrt, að uppreisnarmenn hafi
ruðst inn í verksmiðjur og opin-
berar byggingar og drepið hópum
sarnan opinbera starfsmenn og
(Framh. á 2. síðu.)
lýSnriim sleypti
RAUÐI HERINN OG NAGY.
Atburðarásin seinustur vikur
hefir að flestu leyti verið hlið-
stæð í Ungverjalandi og Póllandi.
Krafa almennings var, að titóistar,
sem fyrir skömmu höfðu fengið
uppreisn, svo sem Gomúlka og
Nagy, tækju við völdum. Stalin-
istar höfðu þó fastari tök í Ung-
verjalandi en Póllandi og á það
sjálfsagt sinn þátt í því, að til
beinnar uppreisnar kom, áður en
Nagy og félagar hans náðu völd-
um. Bein uppreisn fólksins gegn
hinni kommúnistísku harðstjórn í
Ungverjalandi hefir hins vegar
haft þær afleiðingar, að rússneski
herinn fékk tækifæri til að skerast
í leikinn. Um leið er líklegt, að á-
form Nagys um pólitískt sjálf-
stæði gagnvart Rússum kunni að
kafna í fæðingunni og Ungverja-
land lendi algerlega undir járn-
hæl Rauða hersins, að því er sér-
fræðingur brezka útvarpsins taldi
í gærkvöldi.
FÉLL UM LEIÐ OG
MALENKOFF.
Nagy varð forsætisráðherra 1953
og lýsti þá yfir, að breyta yrði um
stjórnarstefnu. Of mikil áherzla
hefði verið lögð á þungaiðnað, en
oflítið sinnt kröfum fólksins um
bætt kjör og framleiðslu neyzlu-
varnings. Stefna hans átti þó erf-
Stalin af stalli með
logsuðutækjum
VÍNARBORG, 24. okt. — Ferða-
menn, sem komu til Vínar í kvöld
segja að eitt fyrsta verk uppreisn-
armanna í gærkvöldi hafi verið að
ráðast á risastyttu af Stalin. Settu
þeir fyrst band um hana og hugð-
ust fella hana þannig, en hún
var traustari en þeir hugðu. Þá
beindu þeir rafsuðutækjum að
fótunum og brenndu þá að
nokkru í sundur. Tókst þeim þá
loks að fella styttuna, sem féll
með braki og bramli í götuna, en
mannfjöldinn æpti: Niður með
liann, niður með hann. Látið okk
ur fá kirkjuna í staðinn. Með
þessu átti fólkið við, að reist yrði
aftur kirkja, sem áður stóð á
þeim stað, er styttunni var valinn.
Útvarpið í Búdapest skýrði frá
því í kvöld, að Gruesz erkibiskup,
sem nýlega var settur úr haldi,
hefði gefið út yfirlýsingu, og í
henni segir biskup m. a.: Afstaða
kirkjunnar er skýr: Hún hafnar
manndrápum og hryðjuverkum.
Skoraði hann á kirkjunnar menn,
að liætta bardögum, en hefja
vinnu og berjast þannig fyrir
frelsi og hamingju föðurlands
síns.